blaðið


blaðið - 22.02.2007, Qupperneq 23

blaðið - 22.02.2007, Qupperneq 23
blaðið Skaöar á sjúkrahúsum Fyrirhugað er að gera rannsókn á tiðni óvæntra skaða á sjúkrahúsum hér á landi í samvinnu landlæknisembætt- isins og Landspítala-háskólasjúkrahúss, Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. 2007 31 FIMMTUDAGUR 22 Goður svaladrykkur Vatn er ekki aðeins einhver besti svaladrykkur sem völ er á heldur er það jafnframt hollt og ódýrt. Þá fer það ekki illa með tennurnar sem verður því miður ekki sagt um ýmsa drykki aðra sem fólk lætur ofan í sig. Ástundun leiklistar getur verið góð fyrir heilsuna Eins og atvinnumaður í íþróttum Starf leikarans getur reynt mikid á likamlega og segir Ivar Örn Sverrisson leikari að það sé stundum ekki ósvipað Blciðid/Eyþór því að vera atvinnumaður iiþróttum. Áhrif á við fíkniefni Reykingar valda langvarandi breytingum á heilanum sem eru ekki ólíkar þeim breytingum sem koma fram hjá dýrum þegar þeim eru gefin kókaín, heróín og önnur fíkniefni. Þetta er niðurstaða bandarískra vfsindamanna sem hafa kannað áhrif reykinga á heilastarfsemi manna. Vísindamennirnir könnuðu heilavefi látinna reykingamanna og einnig heilavefi fólks sem aldrei hafði reykt og báru saman. Breytingarnar komu f Ijós hjá reykingamönnunum jafnvel þó að þeir hefðu hætt að reykja mörgum árum fyrir andlát sitt. Fólk sem hafði reykt reyndist vera með meira magn af ákveðnum ensfmum í heilavefjunum en fólk sem aldrei hafði reykt. Sams konar breytingar hafa komið fram hjá tilraunadýrum sem hefur verið gefið fíkniefni eins og kókaín og heróín. Þessar niðurstöður þykja renna stoðum undir að þau áhrif sem reykingar hafa á heilann ýti undir fíkn reykingamanna. Mikilvægt er að leikar- arséuígóðuandlegu og líkamlegu formi enda þurfa þeir oft að takast á við erfið verkefni sem geta bæði reynt á lík- ama og innri mann. Ástundun leik- listar getur einnig á vissan hátt ver- ið leið til heilsueflingar og andlegrar uppbyggingar. Henni fylgir gjarnan mikil hreyfing auk þess sem hún efl- ir sjálfstraust fólks og hæfni þess til að koma fram og tjá sig. Eins og atvinnuíþróttamaður fvar Örn Sverrisson leikari segir að starf leikarans sé stundum ekki ósvipað því að vera atvinnumaður í íþróttum. „Maður þarf að halda sér í formi af því að leiksýningarnar krefjast þess oft að maður geri hluti sem eru líkamlega erfiðir. Það er mik- ilvægt að vera i formi því að ann- ars er maður bara úr leik ef maður meiðist. Maður þarf því að vera í stakk búinn að gera erfiða hluti og geta gert „stöntin“ (áhættuat- riðin) sín sjálfur,“ segir ívar Örn og bætir við að líkt og hjá íþrótta- mönnunum geti álagsmeiðsli fylgt leiklistinni. „Eins og ég vinn leiklist þá þarf maður alltaf að vera í góðu sam- bandi við eigin líkama því að maður notar hann óhjákvæmilega í leiklist. Ég er alltaf með góða upphitun fyrir líkamann og blanda stundum smá- dansi inn í þetta því að ég hef líka verið i honum og honum fylgir oft mikil „aksjón“,“ segir ívar Örn. Leiklist fyrir fullorðna Leiklist getur ekki aðeins gert manni gott líkamlega því að hún er að mörgu leyti hentugt tæki fyr- ir þá sem vilja losna við feimni og auka sjálfstraust og hæfileika til að koma fram. Fyrr í vetur stóð ívar Örn fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga í Dansstúdíói World Class þar sem áhersla var meðal annars lögð á að finna leiðir til að auka sjálfstraust í framkomu og tjáningu, ná tökum á streituþáttum með slök- un og virkja jákvæða innri orku. ívar segir að nú á dögum sé svolítið um að boðið sé upp á slík námskeið fyrir þennan aldurshóp. „Ég held að það mætti jafnvel gera meira af því að bjóða upp á svona fyrir fullorðna af því að vinna fólks í dag kallar oft á að það þurfi að koma fram og standa fyrir sínu máli,“ segir Ivar Örn og tekur und- ir að mörgum finnist það erfitt og kvíði því jafnvel. „Ég held nefnilega að það sé alveg hægt að hjálpa fólki með þetta og að leiklistin sé mjög gott tæki til þess,“ segir hann. Þau leiklistarnámskeið sem full- orðnum standa til boða eru aðal- lega á vegum áhugaleikfélaga en þau henta ekki endilega öllum. ívar Órn telur að það mætti vera meira um námskeið þar sem áherslan er lögð á þætti eins og framkomu og tjáningu. „Það eru ekki endilega allir sem hafa áhuga á því að setja upp leikrit. Þeir vilja kannski fá aðeins meiri hæfni í því að koma fram og standa fyrir máli sínu. Maður þarf bara að fá æfingu í því og leiklistin er ör- ugglega gott tæki til að spreyta sig á þessu sviði,“ segir hann. Streitulosun og útrás Ástundun leiklistar getur einnig verið leið til að losa um streitu og fá andlega útrás en Ivar Örn segir að það fari þó eftir því hvað sé lagt upp með. „Það er hægt að fara svo marg- ar leiðir. Það er hægt að einblína á tækniatriðin, raddbeitingu, hugar- farið og annað slíkt. Svo er hægt að fara út í slökun og vinna með hug- myndaflug og jafnvel prófa að leika aðra persónu en mann sjálfan,“ seg- ir Ivar Örn. „Það sem ég held að sé gott við leiklistina er að þar þarftu oft að standa með sjálfum þér og hún býð- ur upp á að maður noti sitt eigið hug- myndaflug og læri að treysta á það og framkvæma. Síðan þarf maður að standa með því sjálfur fyrir fram- an aðra Ég held að það sé mjög hollt,“ segir Ivar Örn að lokum. Opið frá 9:00 til 1 8:00 virka daga Bakvaktir um helgar og á kvöldin Seljum einnig fóður og gæludýravörur Skólavörðustígur 35 - Sími 552 3621 vaktsími 8623621 - dagfinnur@dagfinnur.is www.hills.is Fóðrið sem dýralœknirinn velur fyrir sín eigin gœludýr ! þekking á dýrum og virðing fyrir nœringar þörfum þeirra ROY4L CkNIN

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.