blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 15 Öfugmæli „Grænn í gegn“. Þannig lýsti um- hverfisráðherrann okkar, Jónína Bjartmarz, flokknum sínum, Fram- sóknarflokknum, í Silfri Egils síðast- liðinn sunnudag. Ég veit ekki hvort þetta var sjálfsblekking eða blekk- ing ætluð kjósendum á kosningavori. Hvers vegna ætli stóriðjustimpillinn hafi fest svo rækilega við Framsókn- arflokkinn? Það skyldi þó ekki vera vegna „Álgerðar" og hennar ein- beitta vilja í stóriðjumálum? Framsóknarflokkurinn er grár sem ál og það voru ótrúleg öfug- mæli úr munni formannsins á ný- liðnu flokksþingi þegar hann sagði að flokkurinn vildi „umgangast ættjörðina og auðlindir hennar af ráðdeild, varúð og virðingu héðan í frá sem hingað til”! Ég veit ekki hvar Jón var áður en hann varð formaður, en tæplega hefur hann verið að fylgj- ast með framgöngu flokks síns í stór- iðjumálum úr því hann talar svona. Jöfnuður? Sömuleiðis sagði formaðurinn: „Nýlegar upplýsingar staðfesta að jöfnuður er mikill á íslandi miðað við langflestar aðrar Evrópuþjóðir.“ Það er nefnilega það. Aðrar upp- lýsingar sýna hins vegar svo ekki verður um villst, að hvergi í Evr- ópu hefur ójöfnuður aukist eins mikið og hér á landi í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr við völd. Fólkið í landinu sér hvernig ójöfn- uðurinn hefur vaxið. Sumir eru á einkaþotum og hafa hundraðföld verkamannalaun. Aðrir eiga vart til hnífs og skeiðar. Það er óhrekjanleg staðreynd, jafnvel þó ójöfnuðurinn mælist enn þá meiri í einhverjum öðrum Evrópulöndum. 1* Margrét Sverrisdóttir Einkavæðing og stríðsrekstur Á flokksþinginu um liðna helgi boðaði Jón, formaður flokksins, líka endalok stórra einkavæðinga. Það er ekki furða þótt hann geti leyft sér að tala þannig, því Fram- sóknarflokkurinn hefur þegar af- hent sínum mönnum bankana á silfurfati og þarf því ekki að einka- vinavæða meira, hvorki í bráð né lengd. Formaðurinn sagði líka að stuðn- ingur við innrásina i Irak hefði verið ,byggður á röngum upplýsingum” og því mistök. Hann talaði þó ekkert um að leiðrétta þau mistök t.d. með því að taka ísland af lista hinna stað- föstu þjóða. Mistökin lágu reyndar ekki í „röngum upplýsingum” heldur þeirri dæmalausu ósvífni forystumanna stjórnarflokkanna að taka ákvörðun um stuðninginn án þess að bera hana undir þing og þjóð eins og þeim bar að gera. í orði eða á borði Ég hef stundum tekið Framsókn- arflokkinn sem dæmi um flokk sem er með álitlega málefnaskrá. En það er sitt hvað: I orði eða á borði. í orði kveðnu er Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur félagshyggju, frjáls- lyndis og jöfnuðar. En á borði hefur hann reynst vera flokkur sérhyggju og spillingar, þar sem flokksgæð- ingar hafa skarað eld hver að sinni köku og annarra. Kvótasukkið og sala bankanna segja allt sem þarf um það. Samkvæmt íslenskri orðabók getur orðið „grænn” haft merking- una „einfaldur eða barnalegur” og í þeirri merkingu má kannski fall- ast á að Framsóknarflokkurinn sé „grænn í gegn” eins og ráðherrann orðaði það svo óheppilega. Höfundur er borgarfulltrúi Greinin er endurbirt þar sem fyrsta setningin féll útvegna mistaka í blaði gærdagsins. Heilsubælið í Gervahverfi Óttalega eru ríkisstjórnarflokk- arnir að koma illa út úr þessari deilu sín á milli um auðlindamálin. Eins og venja er fyrir kosningar hefur stjórnarandstöðuflokkunum fjölgað um einn. Framsóknar- flokkurinn, sem hefur verið í ríkis- stjórn stöðugt síðan árið 1971, að 4 árum undanskildum, er kominn í stjórnarandstöðugírinn og hluti af þeirri vegferð er að pikka fight við Sjálfstæðisflokkinn. „Þjóðin þarffrífrá ríkisstjóm- inni.“ Ágúst Ólafur Ágústsson Stjórnarslit! Núna er það sjálfur stjórnarsátt- málinn sem er í húfi og hafa stór orð um afsögn ráðherra og stjórn- arslit fallið. Auðvitað mun hvor- ugt gerast enda eru þessir flokkar límdir saman á mjöðmunum. Framsóknarráðherrar hafa lýst digurbarkalega yfir óánægju sinni með framgöngu Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli og hótað stjórn- arslitum. En þegar á hólminn er komið gerist lítið á Framsóknar- bænum eins og venjulega enda eru þeir ekki vanir að standa við stóru orðin. En Framsókn barðist ekki nóg... Sjálfstæðismennirnir benda hins vegar á að framsóknarmenn hafi ekki barist nægjanlega mikið fyrir þessu máli í stjórnarskrár- nefndinni og þess vegna eigi nú kannski ekkert að uppfylla þennan hluta stjórnarsáttmálans sem lýtur að því að „ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðar- innar verði bundið í stjórnarskrá". Lýðskrum í dag en stefna í gær Og nú hefur þingmaður Sjálf- stæðisflokksins komið sér í umræð- una og sagt að svona breytingar á stjórnarskránni væru nú bara lýð- skrum. Bíddu nú við, er þetta sami þingmaður og sami flokkur sem lét setja þessi sömu orð í stjórnar- sáttmálann og samþykkti? Var það ekki lýðskrum á þeim tíma? Hvað hefur eiginlega breyst? Þessi vitleysisgangur á ríkis- stjórnarheimilinu sýnir vel að þessi ríkisstjórn þarf einfaldlega frí enda ástandið farið að minna allveru- lega á Heilsubælið í Gervahverfinu. En það sem meira er, þjóðin þarf frí frá ríkisstjórninni. www.1sam.1s Astríða í matargerð Túnfiskur fyrsta flokks Ef gæðin skipta þig máli... veldu þá rétta túnfiskinn WWW'ÍQra)'is Höfundur er þingmaður Samfylkingar Greinin er tekin af www.agustolafur.blog.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.