blaðið - 07.03.2007, Side 18

blaðið - 07.03.2007, Side 18
26 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 blaðið kolbrun@bladid.net Perlur á bókamarkaði . Björn Thors „Þaðsemgreip p leikhópinn strax við fyrsta iestur er hvað persónusköpun er sterk H og skemmtiieg og hvað persónu- 1 flóran er fjölbreytt." bmHMH TÆRNAR SPtGILÍ PPRSON U L l'IKANS menningarmolinn Snillingur deyr Á þessum degi árið 1999 lést bandaríski leikstjórinn Stanley Kubrick að heimili sínu í Hertfords- hire á Englandi, sjötugur að aldri. Kubrick er einn dáðasti leikstjóri 20. aldar, fullkomnunarsinni sem skilaði af sér þrettán kvikmyndum og nokkrar þeirra eru meistara- verk. Kubrick hóf feril sinn í Holly wood en eftir að hafa leikstýrt stórmynd- inni Spartacus árið 1960 flutti hann til Englands þar sem hann leik- stýrði Lolitu og tveimur árum síðar kom meistaraverkið Dr. Strangelo- ve. Kubrick eyddi fjórum árum í að vinna að næstu mynd, hinni stór- kostlegu 2001; Space Odyssey, sem er almennt talin besta vísindakvik- mynd allra tíma. Svo kom Clockw- ork Orange sem var bönnuð í Bret- landi vegna þess hversu ofbeldisfull hún þótti. Kubrick sendi síðan frá sér hina undurfögru og myndrænu Barry Lyndon og svo kom hroll- vekjan eftirminnilega The Shining og stríðsmyndin Full Metal Jacket. Árið 1997, eftir tíu ára hlé frá kvik- myndagerð, leikstýrði hann Eyes Wide Shut með Tom Cruise og Nic- ole Kidman. Kubrick lést skömmu eftir gerð myndarinnar. y-'r- ' , V7' :' u • Veruleiki utangarðsfolks Litla sviði Borgarleik- hússins er verið að sýna leikritið Killer Joe eftir Tracy Letts. Dómar um sýninguna hafa verið lofsamlegir. Stefán Baldursson leikstýrir verkinu og leikendur eru Þröstur Leó Gunnarsson, Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Sterk persónusköpun „Þetta er þrettán ára gamalt verk eftir Tracy Letts, sem er sjálfur leikari og það sést á verkinu," segir Björn Thors. „Þetta er karakterdrif- ið verk, eins og vill stundum verða raunin þegar leikarar fara að skrifa leikverk. Þetta er fyrsta leikrit Tracy, hann hefur skrifað nokkur leikrit síðan og verið margverðlaun- aður fyrir störf sín og hefur hin seinni ár skrifað fyrir sjónvarp og er til dæmis einn af höfundum sjón- varpsþáttanna Prison Break." Verkið hefur verið sýnt í yfir tutt- ugu löndum og vakið mikla athygli. Sögusviðið er hjólhýsahverfi í Dall- as í Texas. „Þetta er dálítið bíólegt verk eins og oft vill verða með am- erísk leikrit. Evrópskir höfundar eru miklu leikhúslegri í nálgun sinni við efnið meðan Bandaríkja- menn fara beint inn í bíóformið sem þeir þekkja best,“ segir Björn. „Fimm persónur koma við sögu og hlutverk þeirra eru afskaplega vel skrifuð. Það sem greip leikhópinn strax við fyrsta lestur er hvað per- sónusköpun er sterk og skemmtileg og hvað persónuflóran er fjölbreytt. í leikritum er það oft þannig að ein- hver einn karakter sker sig úr og er þungamiðja verksins og aðrir eru í nokkurs konar stuðningshlutverki við hann en þarna eru fimm persón- ur sem eru allar jafn frábærar frá höfundarins hendi.“ Samúðarfullur leigumorðingi Björn fer með hlutverk Killer Joe sem er leigumorðingi. 1 leikritinu segir frá Smith-fjölskyldunni sem býr í hjólhýsahverfi í Dallas og feðg- arnir í fjölskyldunni ákveða að ráða leigumorðingja til að drepa fjöl- skyldumeðlim, sem er hátt líftryggð- ur. „Persónurnar eru innilokaðar í sínum hjólhýsaheimi og öll þeirra upplýsing og öll þeirra heimssýn kemur frá sjónvarpinu. Þess vegna finnst þeim eðlilegast í stöðunni að ráða leigumorðingja til að leysa vandann,“ segir Björn. „Það sem er svo skemmtilegt við hlutverk Kill- er Joe er að hann er ekki eintóna morðingi. Áhorfandinn hefur sam- úð með honum, hann er góður og feiminn við stúlkuna á heimilinu og mannlegur þrátt fyrir allt.“ Það vekur athygli að verkið er stranglega bannað börnum. „Þetta er eitt þeirra verka sem komu af stað bylgju í breska leikhúsinu sem kallast: In your face. Þegar það var frumsýnt í London vakti það mikla athygli, ekki síst vegna þess hversu óvægið og aðgangshart það er. Þarna er verið að fjalla um harðan og grófan veruleika undir- málsfólks," segir Björn og bætir við: „Svo er það svo merkilegt við góð leikrit að þau ná að snerta streng þannig að maður þekkir persónurn- ar á sviðinu, hvort sem maður þekk- ir hjólhýsahverfi Bandaríkjanna eða ekki.“ Undraheimur tánna Imre Somogyi Tærnar - Spegill persónuleikans Verð: 595 krónur Skjaldborg 2001 Táalestur er aðferð til að rann- saka persónuleika og hegðun fólks með því að túlka lögun og stöðu tánna. Þessi aðferð var þróuð af Hollendingnum Imre Somogyi og konu hans Margr- éti. [ heil 15 ár rannsökuðu þau tær hvenær sem tækifæri gafst: í sundlaugum, á baðströndum, í gufuböðum, já, hvar sem þau komust í tæri við tær. Smám saman gátu þau sýnt fram á að persónuleika og hegðun fólks má lesa úrtám þess. Eins og útgefandi segir, þá er þetta „eina bókin sinnar tegundar í heiminum“. Bókin fæst á Stóra bókamarkaðnum í Perlunni og er í það minnsta gríðarlega forvitnileg. Hver vill ekki vera vitri maðurinn f heitu pottunum sem segir fólki hvert það er og hvernig það á að vera eftir að hafa skoðað tærnar á því? „Með táalestri finnast skýringar á vandamálum hvers og eins,“ stendur á bókarkápu. Er það ekki bara satt? Bókamarkaður Félags íslenskra bóka- útgefenda er í Perlunni og stendur til 11. mars. Blaðið hefur leitað uppi forvitnilega titla og vísar á eina bók á dag allt til loka markaðaríns. Práinn til Danmerkur JPV útgáfa hefur gengið frá samn- ingi við Hovedland-útgáfuna í Danmörku um útgáfu á Dauðans óvissa tíma eftir Þráin Bertelsson en hún kemur út í haust. Forlaginu þótti m.a. athyglisverð umfjöllun Þráins um fslenskan samtíma og viðskiptajöfra íslands sem hafa látið mikið til sín taka f Danmörku við misjafnar undir- tektir heimamanna. fw Falleg - sterk - náttúruleg '.STRÖND Suöurlandsbraut 10 Slmi 533 5800 www.simnet.is/strond

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.