blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 22
3 0 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 blaðið neytendur neytendur@bladid.net 240 kvartanir Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasam- takanna annaðist tæplega 240 kvörtunarmál á sið- asta ári og svaraði tæplega 5500 fyrirspurnum. Flest kvörtunarmál vörðuðu feröalög og húsgögn. Vildarkort fyrir eldri borgara Hafnarfjarðarbær hefur útbúið sérstakt vildarkort fyrir bæj- arbúa sem eru 67 ára og eldri. Kortið veitir vildarkjör hjá stofnunum bæjarins og auðveldar handhöfum að taka þátt í íþrótta- og félagsstarfi, söfnum bæjarins og sundlaugum. Úrvinnslugjald lækkar Úrvinnslugjald lækkaöi á nokkrum vöruflokkum í byrjun mánaðarins. Lækkunin er mismikil eftir flokkum; þannig lækkaði úrvinnslugjald á hjólbarða um 25 prósent, 30 pró- sent á pappa, 70 prósent á plast, 26 prósent á prentliti og um 10 prósent á smurolíu. Ýmsir þættir valda lækkuninni. Meira hefur verið flutt inn af hjól- börðum og smurolíu en gert var ráð fyrir í áætlunum sjóðsins við álagningu gjaldsins. Úrvinnslugjald var lagt á pappa, pappír og plast í upphafi ársins 2006 og hefur söfn- unin farið hægar af stað en áætlað var. Þá hefur dregið úr kostnaði við förgun prentlita. Úrvinnslugjaldinu er ætlað að standa undir söfnun, flutningi, meðhöndlun, endurnýtingu og end- urvinnslu úrgangs eða viðeigandi förgun hans. Úrvinnslusjóður hefur umsjón með ráðstöfun gjaldsins og semur við verktaka um fram- kvæmdina. Nú þegar er lagt úrvinnslugjald á spilliefni, bíla, hjólbarða, umbúðir úr pappa, pappír og plasti, heyrúllu- plast og á rafhlöður. MEGA OMEGA-3 1300mg 0- ■ heilsa | -haföu það gott Kauphegðun og neysluvenjur kynjanna Konur eru innkaupa- stjórar heimilanna Konur taka ákvörðun um ráðstöfun um 8o prósenta af tekj- um heimilanna sam- kvæmt bandarískum rannsóknum. Ekki er óvarlegt að ætla að ástandið sé svipað hér á landi og reyndar á Vesturlönd- um almennt. „Það er klárlega hægt að segja að konur séu innkaupastjórar heimil- anna. Það getur mögulega farið fyr- ir brjóstið á einhverjum en þetta eru bara staðreyndir," segir Sigurður Ragnarsson, lektor í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Sigurður segir að skýringin kunni hugsanlega að liggja í gamaldags hugmyndum um hlutverkaskipan kynjanna. Hann telur að hlutföllin kunni hugsanlega að breytast með tíð og tíma bæði vegna breyttra við- horfa í samfélaginu og breytts fjöl- skyldumynsturs þar sem einhleypu fólki hafi fjölgað. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum versl- unar og þjónustu, segir að skýring- in á þessu liggi hugsanlega í ólíkri kauphegðun kynjanna. Þannig vega konur frekar og meta kosti og galla vöru eða þjónustu og bera saman verð og gæði á sambærilegum vör- um áður en þær taka upp veskið. Konur gera ítarlegri úttekt „Það eru fimm atriði sem skipta máli þegar karlmenn ákveða að kaupa vöru en þegar kona kaupir vöru þá er hennar listi miklu lengri. Fyrstu fimm atriði konunnar eru ósköp svipuð fyrstu fimm atriðum karlsins en svo bætast við fleiri at- riði áður en við kaupum vöruna. Við gerum miklu ítarlegri úttekt áð- ur en við ákveðum að kaupa,“ segir Sigríður Anna. Bandaríski markaðsfræðingurinn, rithöfundurinn og fyrirlesarinn Lisa Johnson hélt fyrirlestur í Salnum i Kópavogi í síðasta mánuði og var Sig- ríður Anna henni innan handar með- an hún dvaldi hér á landi. í fyrirlestri sínum benti Johnson á að konur segi fleirum frá reynslu sinni af vöru eða þjónustu en karlar gera. „Konur segja 26 öðrum frá því ef þær eru ánægðar eða óánægðar með viðskipti, vöru eða þjónustu sem þær hafa keypt. Karlar segja ekki nema 13 frá,“ segir Sigríður Anna. Ekki má vanmeta orðspor og gott umtal um vöru eða þjónustu. Fyrir tilstilli nettækninnar er auðveldara fyrir fólk að bera saman bækur sínar og skiptast á skoðunum um ágæti við- komandi vöru. Þá fara enn fremur margir, ekki síst af yngstu kynslóð- inni, á mis við auglýsingar sem birt- ast í hefðbundnum fjölmiðlum svo sem dagblöðum og ljósvakamiðlum þar sem þeir nota þá í minna mæli en þeir sem eldri eru. Mistök við markaðssetningu Sigurður Ragnarsson segir að fyrirtæki taki mið af stórum hlut kvenna í innkaupum heimilanna í markaðssetningu og auglýsingum á vöru og þjónustu. „Það er alveg klárt mál að þau fyr- „Konur segja 26 öðmm frá því efþær em ánægðar eða óánægðarmeð við- skipti, vöm eða þjónustu sem þær hafa keypt. Kari- arsegja ekkinema 13 frá,“ segir Sigríður Anna. irtæki sem vinna faglega í sínum markaðsmálum gera það. Þau eru búin að skilgreina markhópana sína það vel og þar á meðal eftir kauphegðun kynjanna," segir hann en bendir jafnframt á að mörg fyrir- tæki geri það ekki og séu um leið að missa af ákveðnum tækifærum. Sigríður Anna tekur í svipaðan streng og bendir á að mörg fyrir- tæki haldi að karlmenn séu þeirra stærsti neytendahópur en annað komi oft á daginn. „Þau eru kannski að missa af tæki- færi til að ná til kvenna með því að markaðssetja vitlaust. Það þýðir ekki heldur að setja eitthvað í bleik- ar umbúðir og halda að það höfði til kvenna því að það misbýður bara konum,“ segir hún. „Það er fyrirtæki í Bandaríkjun- um sem selur garðsláttuvélar og er eitt það stærsta á þeim markaði. Á þriggja ára fresti gerir það mark- aðsathugun til að athuga hver hinn dæmigerði kaupandi þess er og fram til ársins 2000 var hinn dæmigerði kaupandi 57 ára fjöl- skyldumaður. Eftir 2000 eru þeir búnir að gera eina eða tvær kann- anir og þá kemur í ljós að stærsti kaupandi hjá þeim er 46 ára göm- ul einhleyp kona þannig að það er eins gott að höfða til þeirra því að það eru þær sem taka ákvörðun um það hvaða garðsláttuvélar eru keyptar en ekki karlarnir," segir Sigríður Anna. Upplýsingar um erfðatækni Erfðatækni kemur æ meira við sögu í- daglegu lífi fólks án þess að það geri sér grein fyrir því. Erfða- breytt matvæli og matvæli fram- leidd með erfðabreyttum lífverum er að finna á borðum meirihluta landsmanna. Ekki kemur alltaf fram á umbúðum varanna hvort þær innihaldi slík matvæli. Þá nota bændur í vaxandi mæli kjarnfóður við eldi á búfé sínu sem er að drjúg- um hluta erfðabreytt þó að það komi ekki fram á umbúðunum. Áleitnarspurningar Erfðatæknin er tiltölulega ung og hafa ýmsar áleitnar spurningar vaknað um kosti hennar og galla og hvaða áhrif hún geti haft á vist- kerfið og heilsufar manna og dýra. Kynningarátak um erfðabreyttar líf- verur gaf í síðustu viku út bækling um erfðatækni og þær spurningar sem hún vekur. Með útgáfunni vilja samtökin vekja almenning og stjórn- völd til aukinnar vitundar um erfða- tækni og hugsanleg áhrif hennar á umhverfi okkar, heilsufar og mat- vælaöryggi. Fjallað er um erfðavís- indin, áhættu sem fylgir notkun erfðatækni, reynslu af erfðabreyttri ræktun, athuganir á heilsufarsáhrif- um erfðabreyttra matvæla og stöðu þessara mála hér á landi miðað við önnur lönd Evrópu. Merkingar á erfðabreytt- um matvælum Nýlega kynnti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra að sett yrði reglugerð um merkingar á erfða- breyttum matvælum. Kynning- arátak um erfðabreyttar lífverur fagnar ákvörðun ráðherra en í til- kynningu frá samtökunum segir að þó sé ljóst að drög að reglugerðinni gangi skemmra en þær reglur sem lönd Evrópusambandsins hafa sett sér til dæmis hvað varðar mengun í matvælum og rekjanleika erfða- breyttra matvæla. Þá er ekki heldur tekið til veigamikilla þátta á borð við erfðabreytt fóður og afurðir bú- fjár sem alið er á slíku fóðri. Landvernd, MATVlS, Náttúru- lækningafélag íslands, Ney tendasam- tökin og Vottunarstofan Tún eiga aðild að Kynningarátaki um erfða- breyttar lífverur. Átakið heldur úti heimasíðunni erfðabreytt.net.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.