blaðið - 07.03.2007, Page 26

blaðið - 07.03.2007, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 Ofurfyrirsæta Fjölda stúlkna dreymir um aö ná langt sem fyrirsætur. Einungis fáar komast þó meö tærnar þar sem Naomi Campbell hefur hælana. Naomi hefur verið á toppnum í nærri tvo áratugi. Pressan hefur oftar en einu sinni stigiö henni til höfuös. Hún henti meðal annars síma í eigin starfsmann. „Ég sé eftir því,“ sagöi Naomi, 35 ára, viö tímaritið Extra. „Ég var þreytt og hlutirnir vöföust fyrir mér. Ég fer í meðferð vegna vandans daglega." tíska ELSKUM... Hvolpa. Þaö er bara ;ekki annaö hægt og hversu væmið sem það ’ er þá eru hvolpar ómót- ■ stæðilegir. Það ætti að ' búa til lítinn hvolpagarð 1 í miðborginni þar sem hægt væri koma og klappa litlum sætum hvolpum, heimurinn yrði áreiðanlega betri staður. Nafn Sigurður Alexander Oddsson Aldur? 22 ára Starfsheitl? Hönnunarnemi, tónlist- armaður Hvaða flfk langar þlg mest f ? Hvað sem er úr Jun Takahashi, Und- ercover-línunni frá því í fyrra. Jun Takahashi er listamaður og hönnuður og hann hefur gert mjög flotta hluti og hannaði eina línu fyrir Undercover- merkið. LANGAR... í metrókerfi í Reykja- vík. Svifryk í andrúms- lofti, sem mælist hátt í henni Reykjavík, myndi minnka og stressið í borginni sömuleiðis. Það er líka skemmtilegt að ferðast um með metró og það væri algert möst að búa til flott kort af öllu kerfinu, þá loksins værum við cosmó ef við hefðum metró. “ Fylgihlutur Þetta er of- ? ið hálsmen sem vinkona * mín Guðrún Tara gerði handa mér. Hvaða flíkur notar þú mest? i Number (N)ine-rónagrifflurnar mínar, Lumberjack-skyrtuna mína úr Ellingsen, allskonar boli sem eru í uppá- haldi hjá mér þá stundina og úlpuna mína úr Spúútnik. Af hverju er mest f fata- skápnum þfnum? Svörtum bolum og allskonar öðrum bolum. Hverju færðu ekkl nóg af? Skóm. Mig vantar alltaf skó og á aldrei nóg af þeim. Ég á kannski 10 pör sem ég nota en mér finnst annars erfitt að finna flotta skó. LÍKAR VIÐ Forest Whitaker. Ef einhver veit um viðkunn- anlegri mann má sá hinn sami rétta upp hönd. Hann er ekki bara góður leikari heldur hefur hann einhvem veginn svo vina- leg augu og einstaka út- geislun að ekki er annað hægt en að láta sér líka vel við hann. VITUM EKKI MEÐ... Varablýanta. Einu sinni þótti það flottast að undirstrika varirnar með dökkum varablýnti og í rauninni teikna á sig varir. Einhvern veginn höfum við átilfinningunni að innan tíðar verði varablý- antur í dekkri kantinum skyldueign hverrar konu og að undirstrikaðar varir verði alveg málið. Ef svo verður þá vitum við ekki alveg hvort það er flott og hvort við munum taka þátt í því. Hvaða verslanir eru f uppá- haldl? Liborius, Belleville, Ellingsen, Spúútnik Mesti fundur Jakki sem ég fann ÍBerlín síð- asta sumar i vel falinni se- cond hand-búð. Hann er voða fínn og með flottu mynstrl. Hvað skllur þú aldrel við þlg? Keðju sem hefur verið föst við ýmis veski eða lykla sem geymdir eru í rassvasanum frá árinu 1994. Upphaf- lega keypti ég veski, No Fear-veski í Whistler í Kanada en bætti svo við gam- alli hjólakeðju til að hafa hana tvöfalda. Krakkarnir í grunnskóla á Akureyri gerðu grín að mér vegna þess að það var aldrei neinn peningur í veskinu sem keðjan var fest við, þau skildu ekki hugtakið fylgihlutur og kölluðu mig ýmsum illum nöfnum. Mér líkaði aldrei vel við þá. Hvað gerlrðu tll þess að Ifta vel út? Bara allskonar, fer í sturtu og svona. Nota mikið Lumberjack-skyrta sem ég keypti ÍEIIingsen, ógeöslega þægileg, keypt á tvær alveg eins-tilboöi, þannig að ég get alltaf verið ísvona skyrtu. Uppáhaldsflíkin mín ADD-peysan. Peysan er hönnuð af hönnuði sem búsettur er í Berlín og heitir Wany. Þetta er bara venju- á leg svört hettupeysa en hún ermeð stórri svartri hettu sem á eru fastar tvær svartar ermar. Það erhægt að skoða fleira eftirhönn- uðinn á temporaryshowroom.com. BLESS BLESS... Há krumpustfg- vél. Það er ótrúlega skemmtileg skóflóran sem nú býðst og mikið um skemmtilega skó af öllum stærðum og gerðum í búðunum. Þrátt fyrir að krumpu- stígvélin hafi verið voða smart á sínum tíma er bara kominn tími til að leggja þeim og prófa eitthvað nýtt eins og til dæmis lægri stígvél með engu krumpi. ÞOLUM EKKI... Fulla karlmenn sem slást á börum eða úti á götu. Það er bara hallærislegt og heimsku- legt og rót vandans er yfirleitt of mikil áfengis- drykkja. Það er hvorki riddaralegt né rómant- ískt að þurfa að horfa á ryskingar drukkinna manna á þrítugsaldri sem enda yfirleitt með íf j; gráti eða því að sak- laus viðstaddur fær f yfir sig rauðvínsglas. Godhand er leikur sem ekki tek- ur sig alvarlega, heldur gerir leikur- inn út á að vera furðulegur. Þetta er einnig líklegast eini leikurinn sem getur státað af aðalhetju sem heitir hinu karlmannlega nafni Gene. Satt best að segja er ekki mikill söguþráður í leiknum og byrjar hann án nokkurra skýringa um hvað hann snýst. Maður veit ekki hver maður er, hvað maður er að gera þarna né af hverju maður á að berjast við alla. Meðfylgjandi bæklingur segir lítið um leikinn og skýrist söguþráðurinn betur þeg- ar maður kemst inn í leikinn. En þráðurinn hefur ekki mikla dýpt. Þetta er einfaldlega leikur þar sem maður hleypur um og lemur allt og alla. Leikurinn býður upp á ótrú- lega margar leiðir til að framkvæma árásir á andstæðingana, svo er hægt að kaupa fleiri tegundir af höggum og þannig breyta bardagastíl hetj- unnar. Grafíkin skilar sínu en stendur þó ekki upp úr. Það er ansi mikið um flata og tómlega fleti þó það trufli ekki. Tíma tekur að venjast tónlist- inni, í fyrstu virðist hún einfaldlega asnaleg og óviðeigandi, en þegar maður fattar leikinn fer tónlistin að passa betur. í raun er hún notuð til að ýkja umhverfið hvort sem það er í villta vestrinu, i spilavíti eða á Havaí. En leikurinn verður einhæfur, hann býður ekki upp á mikið meira en að hlaupa um og lemja alla og skilur því ekki mikið eftir sig. En þegar leikurinn er spilaður í gegn er hann frábær, hann er bara ekki jafn frábær í annað skiptið. elli@bladid.net Sigurður segist spá i tiskuna en að eigin sögn ekki meira en góðu hófi gegnir. Hann þykir þó hafa ágætistískuvitund og þegar hann kaupir sér föt eru þau yfirleitt eitthvað sérstök og oftar en ekki í eighties-stíl. Annars forðast hann eins og heitan eldinn miklar verslunarferðir og búðarráp. í fata- skápnum hans leynast margar flottar flíkur sem gaman er að vita nánari deili á. og lumberjack skyrta UNClv- Godhand Playstation 2 Gaman aö lemja alla Einfaldur og skemmtilegur Einhæfur til lengdar ;»rs tijf 1 t. J >. : : ■ w • ■ SIptt Kíg

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.