blaðið - 20.03.2007, Page 1

blaðið - 20.03.2007, Page 1
 0^ « mm ^ fijf Y-1 Opið: VIRKA DAGA 10-18 LAUGARDAG 10-16 SUNNUDAG 12-16 úlpur kápur jakkar Mörkinni 6, sími 588 5518 18 Námskeið fyrir konur á krossgötum 20 Rómantík í vortískunni 22 Snyrtibudda mánaðarins 23 Farðaðu þig eins og Madonna 24 Dragsíðir kjólar að detta inn AUGLÝSINGASÍMIAUKABLAÐA 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Snyrtivörurnar frá Rifka hafa verið mjög vinsælar hér á landi enda gæðavörur sem henta íslenskum konum einkar vel. Ásthildur Dav- íðsdóttir, sölustjóri hjá Rifka, segir úrvalið hjá Rifka vera mikið og því alltaf hægt að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðspurð hvaða litir séu í tísku segir hún fjólubláan vera mjög vinsælan. „Hvaða litir eru í tísku fer eftir þeim fötum sem eru í tísku. Núna eru svört og hvít föt í tísku og að sama skapi er „smokey“- förðun alltaf vinsæl. I sumar verður fjólublátt, appelsínugult og brúnt í tísku og þá verður mikið keypt af ferskjulituðum og appelsínugulum förðunarvörum.“ Maskari fyrir viðkvæm augu Ásthildur segir að létt förðun sé vinsæl í dag ásamt fallegu glossi og maskara. „Rifka er til dæmis með sniðugan farða sem er með 20 í sólarvörn en samt mjög léttur og með örlítinn gljáa. Hann er mjög vinsæll á sumrin og þá má til að mynda fara með hann á ströndina í sólarlöndum. Við erum með góðan maskara sem hentar fyrir konur sem eru viðkvæmar til augnanna og hann er frábær fyrir konur sem eru með linsur því hann er einstak- lega mildur. Ég veit líka til þess að konur sem hafa reynt allt annað þola Rifka-maskarana,“ segir Ást- hildur og bætir við að box með þre- földum augnskugga sé mjög vinsælt. ,Það er hægt að velja um tíu liti sem allir tóna vel saman. Þessi box eru bara fyrir þrjá augnskugga en við erum líka með box þar sem hægt er að velja nokkra augnskugga og það er að sama skapi vinsælt.“ Góður augnabrúnalitur Ásthildur talar um að vinsæl- ustu vörurnar séu augnskuggar og varalitir þó vel seljist af öllu. „Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af Rifka-glossum, glans- andi, þekjandi og þunn. Svo má ekki gleyma „stardust“ sem er alltaf mjög vinsæll. Bleikur „stardust“ er sérstaklega vinsæll á sumrin því hann er ekki bara notaður á augu heldur líka kinnbein og varir,“ segir Ásthildur og viðurkennir að bleikir kinnalitir séu líka mjög vinsælir á sumrin. „Sólarpúður frá Rifka er alltaf vinsælt en vinsælustu kinna- litirnir eru bleikir og ferskjulitaðir. Við erum líka með fallegan kinnalit sem er þrefaldur og blandað saman með burstanum en hann er bleikur og ferskjulitaður. Ein vinsælasta varan okkar er brúnn augnskuggi sem er mikið notaður í augabrúnir þar sem liturinn fer ofan í húðinni og það kemur frábærlega út. Hann hentar sérstaklega vel fyrir konur sem hafa misst augabrúnir eða eru með þunnar augabrúnir." Sólbaðsstofan Sælan Englnn glldlstíml karTum Sólbaösstofan Sælan - Bæjarlind 1 201 Kópavogur - S: 5442424 - www.saelan.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.