blaðið - 20.03.2007, Síða 2

blaðið - 20.03.2007, Síða 2
18 • KONAN ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 blaðiö Inniheldur hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur ÓRTÚLEGUR ARANGUR POLAROLÍU!!!!! "Eftir að hafa verið of þungur í mörg ár og þjáðst af verkjum í liðum og stoðkerfi tók ég mig til og létti mig um 65-70 kg. Ég sat eftir með þessar þjáningar og reyndi allt til að mér liði betur. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði POLAROLÍU að þjáningar mínar hurfu og nú get ég þess vegna hlaupið 100 m grindarhlaup." ---------------\ Polarolje Selolía einstökolía Gott fyrir: * Lidina • Maga- og þarma- starfsemi • Hjarta og æöar • Ónæmiskerfið Polarolían fæst í apótekum, heilsuhusum og Fjarðarkaupum Útsölustaðir: Esar Húsavík, Dalakjör Búöardal, Snyrtivöruverslunin Nana Lóuholum, Heimahorniö Stykkishólmi, Smart Vestmannaeyjum, Efnalaugin Vopnafiröi, Pex Reyöarfirði öpavogi Sími 544 4088 Læknar mæla með þessum haldara Verð kr. 3.990.- www.ynja.is Konur á krossgötum Sjálfstyrking eftir skilnaðinn 1 aprílmánuði munu fara af stað sex vikna námskeið fyrir konur sem eiga það sameiginlegt að standa á tímamótum í lífinu. Lagt er upp með sjálfstyrkingu og alhliða efl- ingu ásamt fróðlegum fyrirlestrum og öðrum skemmtilegheitum. Að sögn aðstandenda námskeiðs- ins er námskeiðið sérstaklega sniðið að konum sem gengið hafa í gegnum skilnað eða aðrar sem orðið hafa fyrir skakkaföllum hverskonar. „Þetta er kannski aðallega stilað inn á konur sem lent hafa í skilnaði en alls ekki einskorðað við þær eingöngu. Á nám- skeiðunum eiga líka heima konur með önnur vandamál, hvort sem eitthvað mikið er að eða lítið. Þetta er ekki aldursbundið heldur viljum við bara sjá þær sem telja sig þurfa til- breytingu í lífið og að gera eitthvað róttækt í sinum málum,“ segir Gyða Laufey Kristinsdóttir, eigandi fyrir- tækisins Ég um mig, en hún ásamt Magðalenu Einarsdóttur á veg og vanda af þessum skemmtilegu nám- skeiðum sem haldin verða í Heilsu- akademíunni Egilshöll. Jafnvægi á gömul mein Enda þótt skilnaðurinn eða þau vandamál sem um ræðir séu ekki ný af nálinni eiga konur engu að síður erindi á námskeiðið. Gyða bendir á að margar konur eyði nokkrum árum í vanlíðan án þess að fá rönd við reist. „Þetta geta verið konur sem kannski skildu fyrir ári eða löngu fyrr en hafa einhverra hluta vegna ekki unnið úr skilnaðinum. Það skiptir oft engu máli þótt langt sé liðið, sumir eru með pakkann á bak- inu alltaf og fara jafnvel í næsta og næsta samband án þess að taka á málunum,“ segir Gyða, sem kveðst þess fullviss að námskeiðin muni reynast konum góð. „Þetta verður verulega gott fyrir konurnar og við leggjum áherslu á að þetta verði mjög skemmtilegt allt saman. Svo auðvitað kynnast konurnar og fá að spjalla um heima og geima auk þess að fá útrás og þá fræðslu sem boðið er upp á. Við munum byrja á því að fara í góða líkamsrækt og fá þar smá útrás, svo munum við fá holla hress- ingu og loks förum við í fræðslu og skemmtun.“ Helga Braga kennir daður Að sögn Gyðu verður boðið upp á hin ýmsu fræðsluerindi ásamt léttri hreyfingu og góðri hressingu. Hafa nú þegar fjölmargir sérfræðingar boðað komu sina, en allir munu þeir leiðbeina konum og efla til dáða. „Það kemur til dæmis fjármála- ráðgjafi sem fer yfir peningamálin og hvernig hægt er að halda betur utan um þau mál. Eins fáum við sálfræðing sem byggir konurnar upp á jákvæðan hátt og Ólöf Ásta Farestveit uppeldisfræðingur mun tala um börn og uppbyggingu á sjálfsmatibarna. Þákemurlögfræð- ingur sem fjallar um grunnatriði í skilnaðar- og sambúðarlögum, s.s. forræði barna og umgengnis- rétt,“ segir Gyða og bætir við að skemmtunin sé að sjálfsögðu ekki látin lönd og leið. „Svo má auð- vitað ekki gleyma Helgu Brögu, sem ætlar að kenna konunum að daðra og Þórhalli Heimissyni sem fjalla mun um samskipti eftir skilnað. Þetta verður allavega mjög skemmtilegt." Skráning á námskeiðin hefst i vik- unni á vefsíðunni www.egummig.is. Benda má á að boðið er upp á barnapössun á meðan námskeiðið stendur yfir. Faliegir fætur án fyrirhafnar Við viljum gjarnan einblína á fallegt útlit en gleyma öðrum at- riðum sem skipta ekki síður máli. Fætur eru til dæmis sá þáttur sem oft vill gleymast í umhirðunni og er ekki óalgengt að sjá glæsilega konu í öllum sínum skrúða en með óheppilega langar táneglur eða sigg á fótum. Er þetta afar bagalegt, sérstaklega í Ijósi þess að fæturnir bera okkur allan dag- inn og þurfa því að vera vel á sig komnir. En þetta má laga á auðveldan hátt án þess að það taki óratíma. Til dæmis má stilla fótakremi upp á náttborðinu og hafa bala og naglaklippurtil taks á bað- herberginu til að minna okkur á. Fótabað með góðri olíu getur gert gæfumuninn og lagað lappirnar til muna, sérstaklega ef baðið er klárað með rakagefandi fótakremi og léttu nuddi á iljum og tám. Þá má auðvitað leyfa sér örlítinn munað stöku sinnum og láta snyrtifræðing um herlegheitin.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.