blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 7

blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 7
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 ---------------V KONAN ■ 23 Eina vandamáliö í sambandi viö konur er karlmenn. - Kathie Sarachild Rauðar og kyssilegar varir Allar konur þurfa að eiga einn rauðan varalit. Rauður varalitur getur gert heilmikið fyrir heildar- útlitið auk þess sem hann setur skemmtilegan svip á dress sem annars eru látlaus. Þannig má klæð- ast svörtum klassískum fatnaði og flikka svo upp á heildina með rauðum varalit sem setur punktinn yfir i-ið. Þá má ekki gleyma kynþokkanum í þessu samhengi, en rauðar varir eru óneit- anlega ávísun á aukinn þokka ásamt því að draga fram v a r i r n a r og gera þær kyssilegri. Meikið á Madonnu Mesta áherslan á Það verður seint sagt að söng- og leikkonan Madonna líti illa út. Þvert á móti má fullyrða að hún líti næstum óþægilega vel út miðað við aldur og ugg- laust er hún sú sem flestar konur líta upp til. Sérstaða Madonnu felst öðrum þræði í þeirri staðreynd að hún getur sett sig í hvaða múnderingu sem er og plumað sig óaðfinnanlega hvort sem er í íþróttagallanum eða í galakjólnum. En hvað sem því líður notar þessi glæsilega stjarna yfirleitt sömu förðunina við flestöll tilefni, sem gjarnan einkennist af svartri augnlínu, úfnum auga- brúnum og viðamiklum augnhárum. Fylgdu eftirfarandi skrefum og reyndu að komast nær því að ná fram fal- legri förðun Madonnu. augun ■ Gott og rakagefandi andlitskrem Til þess að ná fram fersku útliti Madonnu er mjög mikilvægt að nota and lits krem sem gefur mikinn raka og setur náttúrulegan gljáa á andlitið. ■ Léttur, fljótandi farði Notaðu léttan farða sem þekur andlitið vel án þess að mynda óskemmti lega grímu á andlitinu. Farðinn má alls ekki vera áberandi, heldur ein göngu í formi þunns lags sem hylur fínar línur. ■ Létt púðuriag Sefíu lítið lag af púðri yfir allt andlitið, án þess þó að nota ofmikið. Aðal áherslan á að vera á ennið og önnur mislit svæði. Varast ber að nota of dökkt púður. ■ Mótun augabrúna Notaðu augabrúnabursta til að móta brúnirnar og passaðu að gera þær ekki ofsettlegar. Augabrúnirnar á Madonnu eru sem náttúrulegastar, greiddar upp í móti og hreinlega fremur sjúskaðar. ■ Ljós augnskuggi Settu frísklegan og Ijósan augnskugga á allt augnlokið og upp að auga- brúnum. Notaðu helst blautan augnskugga sem dreifist vel og sést varla. Með aðeins dekkri lit býrðu svo til létta skyggingu á augunum með því að setja smá skugga á efsta svæði augnloksins og dreifa því niður á við. ■ Augnlína í kringum augun Með sama augnskugga og þú notaðir í skygginguna seturðu þykka línu á augnlokið, alveg upp við efri augnhárin. Síöan er stuðst við blautan augn línupensil og búin til fremur gróf lína á sama stað. Byrjaðu í augnakrókn- um og gerðu línuna þykkari eftir því sem lengra dregur. ■ Krulluð augnhár og vel þekjandi maskari Með augnhárabretti má krulla aðeins upp á augnhárin og gera þau viða meiri. Þá er gott að setja Ijósa næringu á augnhárin, en slíka næringu má fá í öllum helstu snyrtivöruverslunum. Oft erhægt að fá tvöfalda maskara með bæði lit og næringu. Að lokum eru augnhárin þakin góðum ma- skara og jafnvel gerðar tvær umferðir. ■ Litur og gljái í kinnar Settu Ijósrauðan kinnalit á kinnbeinin og dreifðu vel úr litnum, helst þann ig að þú sitjir ekki uppi með tvö epli á kinnunum. Liturinn þarfað vera borinn létt á og koma mjúklega út á kinnunum. Að auki er verulega smart að setja sanseraðan gljáa, t.d. Ijósan og glansandi kinnalit, til þess að setja punktinn yfir i-ið. ■ Varablýantur og náttúrulegt gloss I lokin drögum við fína línu íkringum varirnar með Ijósrauðum varablý anti og mótum þannig varirnar. Loks er rauður og glansandi varalitur sett ur á allar varirnar og glært gloss jafnvel ofan á herlegheitin. Passið bara að rauði varaliturinn sé ekki alltof dökkur. \_______________________________________________________________J 990 kr iA -.’Af - 842 kr. ■nvixai Lífrænt alla leið Hágæðasnyrtivörur frá og á frábæru verði Af hverju áttu að nota Logona og Sante hár- og húðsnyrtivörur? • Þær eru framleiddar úr lífrænt ræktuðum jurtum og bestu fáanlegu hráefnum • Engin skaðleg, kemísk aukefni • Nákvæm innihaldslýsing á umbúðum • Viðurkenndar og prófaðar af húðsjúkdómafræðingum • Margverðlaunaðar fyrir hreinleika og gæði • Fyrirtækin setja umhverfismál á oddinn ásamt sanngirni og heiðarleika í viðskiptum 1.040 kr. Jt maður lifandi i,M'oxv SAMTE SANTE 867 kr. Maður lifandi, Borgartúni 24, sími 58 58 700 og Hæðasmára 6, sími 58 58 710, www.madurlifandi.is. Opið virka daga kl. 10-20, laugardaga kl. 10-17.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.