blaðið - 22.03.2007, Page 1
57. tólublað 3. árgangur
fimmtudagur
22. mars 2007
FRJÁLST, ÖHÁO & ÓKF^'^l
■ FOLK
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjáns-
son ferðast nú um landið og spila en
þeir eru hvað þekktastir fyrir „þjóð-
sönginn" um Ninu | síða ie
■ HEILSA _
Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöóu
iðjuþjálfi telur nútíma-
lifnaðarhætti fjarlægjast
grunneðli okkar f síða34
Framtíðarlandið:
Leynir styrktaraðilum
Nítján grænir þingmenn ■ Tölvupósti rignir yfir þingmenn
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Tæplega 4.800 höfðu skrifað undir sáttmála Fram-
tíðarlandsins á heimasíðu félagsins um klukkan
sex í gær og eru nítján þingmenn þar á meðal.
Enginn þingmaður úr Sjálfstæðisflokknum eða
Frjálslynda flokknum er skráður. Ekki fæst upp-
gefið hverjir styrktaraðilar Framtíðarlandsins eru
þar sem sumir styrkjenda vil/a ekki láta nafns
síns getið, samkvæmt Viðari Þorsteinssyni, starfs-
manni og vefstjóra Framtíðarlandsins. Kostnaður
við auglýsingaherferð félagsins fæst heldur ekki
uppgefinn.
„Áttatíu til níutíu prósent erum við félag sem
er fjármagnað af sjálfboðavinnu og haldið uppi
þannig,“ segir Viðar. „Síðan höfum við sóst eftir
styrktaraðilum eins og félagasamtök af þessu tagi
gera. Bæði fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki
hafa stutt við okkur í þessu og áður líka.“
Af þeim nítján þingmönnum sem hafa skrifað
undir sáttmálann eru þrettán úr Samfylkingunni,
fimm úr Vinstri grænum og einn úr Framsóknar-
flokknum. Þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, er spurð að því af hverju eng-
inn þingmaður úr flokknum hefur skrifað undir
segir hún að sáttmáli Framtíðarlandsins hafi ekki
verið ræddur sérstaklega innan þingflokksins.
Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og eini
þingmaður Framsóknarflokksins sem hefur
skrifað undir sáttmálann, segist ekki halda að
það felist nein merking í því hvort þeir séu búnir
að skrifa undir eða ekki: „Ég er bara til vitnis um
grænan lit Framsóknarflokksins. Eðlilegt er að um-
hverfisráðherrann beri þann lit.“
Á heimasíðu Framtíðarlandsins kallast þeir þing-
menn sem hafa skrifað undir „grænir þingmenn"
og geta notendur vefsins í gegnum heimasíðuna
beðið þingmenn um að skrifa undir sáttmálann.
Fá þá viðkomandi þingmenn sendan tölvupóst
með beiðninni. Arnbjörg segir þessa aðferð Fram-
tíðarlandsins vera sérkennilega og komi ekki nægi-
lega skýrt fram hvað um sé að ræða. Segist hún
vera búin að fá yfir tvö hundruð slíka tölvupósta.
„Þetta fyllir hjá manni tölvupóstinn og gerir mann
frekar ergilegan heldur en hitt.“
Fórnarlömb bruna lögð til hinstu hvílu Prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar leiddi athöfn í kirkjugarði í bænum Kamyshevatskaya í suðurhluta Rússlands þar sem rúmlega
sextíu manns voru lagðir til hinstu hvflu í gær. Hin látnu létust öll í miklum bruna sem braust út á hjúkrunarheimili í bænum aðfaranótt þriðjudagsins.
kjólinn fyrir páska
Kate Winslet segist ekki
drekka áfengi, ekki borða
brauð og takamarka allan unn-
inn mat nokkrum vikum fyrir
hátíðleg tilefni tll þess að hún
komist í þrönga kjóla.
VEÐUR
Talsverö úrkoma
Suðlægari og rigning eða
súld í dag en þurrt að kalla
norðaustanlands. Sunnan
15-20 og talsverð úrkoma
vestantil í kvöld. Hiti víöa 2
til 7 stig síðdegis.
» siða 2 I VIÐTAL
Átta síöna
sérblaö um
börn og uppeldi
fylgir meö
Blaöinu í dag
» sidur 21-29
Börn & upp
NY SENDING
Urban sneaker
Nr. 70771
Stærðir: 19-26
Verö:
5.995 kr-
(2CCO
Kringlan - Laugavegur - Smáralind
NÚSTENDURYFIR
IJEPPLINGAE
Q B8l .
ood
V
.bilolond.is.
VEXTIR FRÁ
AÐEINS
3,2%
Miðaö við myntkörfu 4,
Libor-vextir 29.1.2007.
Þannig er má
með vexti ...
... að það er
hægt að létta
greiðslubyrðina
FRJÁLSI