blaðið - 22.03.2007, Síða 2

blaðið - 22.03.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 blaðið VEÐRIÐ í DAG Urkoma Suðlægari og rlgning eða súld, en þurrt að kalla norðaustanlands. Sunnan 15 til 20 og talsverð úrkoma vestantil í kvöld. Hiti víða 2 til 7 stig síðdegis. ÁMORGUN Skúrir Suðvestan 8 til 15 m/s og skúrir eða él á vestanverðu landinu og rigning suðaust- anlands, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. VÍÐAUM HEIM | Algarve 14 Amsterdam 6 Barcelona 12 Berlín 3 Chicago -3 Dublin 4 Frankturt 5 Glasgow 5 Hamborg i Helsinki 3 Kaupmannahöfn 6 London 7 Madrid 5 Montreal 3 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 4 17 4 17 6 4 6 Á FÖRNUM VEGI HVERNIG LEGGJAST KOSNINGARNAR í VOR í ÞIG? Þorgeir Starri Hermannsson Bara þokkalega. Helgi Pétur Guðjónsson Mjög vel. Katrín Baldursdóttir Vel. Þær verða mjög spennandi og ég hlakka til að sjá út- komuna. Steinunn Þórðardóttir Hef ekki náð að kynna mér það vegna anna. Víglundur Gunnarsson Þær leggjast mjög vel í mig. j Skýrsla faghóps um eflingu lýðheilsu: Ognin er ofát og hreyfingarleysi ■ íþróttakennarinn á lægri launum ■ Þungir foreldrar eiga of þung börn Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Hreyfiþroski barnanna í Heilsuleik- skólanum Urðarhóli í Kópavogi er mun meiri en barna í öðrum leik- skólum, að því er rannsókn hefur leitt í ljós. Börnin sem verið hafa í Heilsuleikskólanum Urðarhóli iðka frekar íþróttir eftir að þau hætta í leikskóla en börn sem verið hafa í öðrum leikskólum. í leikskólanum, þar sem er sérstakur íþróttasalur, hefur verið starfandi íþróttakenn- ari í sjö ár þótt ekki hafi mátt ráða hann sem slíkan. „Nú er hann að fara að hætta og mér var sagt hjá Kópavogsbæ núna fyrir nokkrum vikum að ég mætti ekki auglýsa eftir íþróttakennara þar sem samkvæmt lögum megi bara ráða leikskólakennara í leik- skólasegir Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri sem bætir því við að íþróttakennarinn sé álægri launum en leikskólakennararnir. I skýrslu faghóps um eflingu lýð- heilsu á Islandi, sem skipaður var af forsætisráðherra í október 2005, er lagt til að hreyfing og næringar- fræðsla verði ekki bara efld í leik- skólum, heldur á öllum skólastigum. Fram kemur í skýrslunni, sem kynnt var á Alþingi í síðustu viku, að brey t- ingar á holdafari barna og unglinga á Islandi séu áhyggjuefni. Hlutfall 9 ára barna af höfuðborgarsvæðinu, sem greinast yfir kjörþyngd, var 23 prósent á árunum 2004 til 2005. Þorgrímur Þráinsson, formaður faghópsins, segir ofneyslu, hreyf- ingar- og agaleysi meðal þess sem helst ógni heilsu landsmanna. Aga- leysið segir hann rikja í mataræði, sjónvarpsáhorfi og tölvuleikjum. ,Við foreldrarnir gefum okkur ekki nægan tíma fyrir börnin og það kemur niður á heilsu þeirra. Þau ákveða sjálf hversu lengi þau sitja fyrir framan sjónvarpið og hvað þau borða,“ segir Þorgrímur sem leggur til að komið verði á samstarfi milli leikskóla og íþróttakennaraháskóla þannig að íþróttakennaranemarnir komi í leikskólana og kenni ákveðna hreyfitækni svo að börnunum þyki hreyfing sjálfsagður hlutur þegar þau koma í grunnskóla. Það er mat faghópsins að í ljósi auk- innar ofþyngdar og hreyfingarleysis sé hætta á að heilsufar íslenskra barna geti farið versnandi og að Má ekki auglýsa eftlr íþróttakennara Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri Foreldrar gefa sér ekki nægan tíma Þorgrímur Þráinsson, formaður faghóps um eflingu lýðheilsu það leiði í framtíðinni til aukningar á sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, krabba- meini og stoðkerfisvandamálum. Samkvæmt niðurstöðum lands- könnunar á mataræði árið 2002 voru um 57 prósent karla og 40 pró- sent kvenna á aldrinum 15 til 80 ára yfir kjörþyngd og 12,5 prósent íslend- inga teljast of feit samanborið við 7,5 prósent árið 1990. Rannsóknir sýna að um 95 prósent þungra foreldra eiga of þung börn og 50 til 60 pró- sent feitra barna eru einnig of feit sem fullorðnir einstaklingar. Grænland: Fimmtungur reynt sjálfsvíg Niðurstöður rannsóknar danskrar lýðheilsustöðvar benda til þess að rúmlega tuttugu prósent grænlenskra ungmenna á aldrinum fimmtán til sautján ára hafi reynt að fremja sjálfs- víg. Hlutfallið er umtalsvert hærra meðal stúlkna, eða 33 prósent, samanborið við ellefu prósent drengja. Rannsóknin sýnir að helmingur grænlenskra stúlkna hafi íhugað sjálfsvig, en tuttugu prósent drengja. Á fréttavef Jyllands-Post- en segir að sjálfsmorðstíðni grænlenskra stúlkna sé fimmtíu sinnum hærri en meðal danskra stúlkna. Suðurlandsvegur: Kona lést við árekstur Kona á fimmtugsaldri lést eftir árekstur jappabifreiðar hennar við vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Bílstjóri flutn- ingabifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús, en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Slysið átti sér stað í hádeginu í gær, við Kotströnd skammt frá Hveragerði. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Selfossi er ekki talið að hálka hafi verið á veginum. Segir hún töluvert hafa verið um alvarleg slys á þessum vegarkafla. Bloggarar landsins brugðust við fréttum af banaslysinu með því að minna á þá kröfur sem upp hafa komið um að tvöfalda veginn. 34% afsláttur fyrir 20 þús km. á 2006 Range Rover Vouge Bílinn var í eigu Land Rover í Evrópu og er uppfærður og yfirfarin af verksmiðjunni. Allur fáanlegur búnaður er í bílnum. Til sýnis á staðnum. Nývirði um 13.550 þús. Okkar verð: 8.990 þús. Afsláttur 4.560 þús. www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 Fasteignir á Vellinum til sölu: Sú stærsta á 187 milliónir Rúmlega 20 byggingar, flestar skemmur og iðnaðarhúsnæði, á svo- kölluðu varnarsvæði á Miðnesheiði hafa verið auglýstar til sölu. „Það hafa mjög margir haft samband og höfðu reyndar áður en við aug- lýstum,“ segir Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Flestir hinna áhugasömu eru af suðvesturhorni landsins og hafa þeir hug á að nota byggingarnar undir ýmiss konar iðnað og verktakastarfsemi. Stærsta skemman er 2.76 fermetrar og kostar 186.940 milljónir króna. Minnsta skemman er 297 fermetrar og kostar 17.820 milljónir króna. Margir eigendur litilla flugvéla hafa falast eftir skýlisplássi á svæð- inu. „Mér heyrist að menn séu svo- lítið aðþrengdir á Reykjavíkurflug- velli. Sumir hafa haft orð á því að þeir séu jafnvel tilneyddir að taka vélarnar sínar í sundur og setja þær í geymslu. Skýli sem heyrir undir okkur er hins vegar stórt og mikið og með stórar hurðir og hentar því kannski ekki undir minni vélar,“ segir Kjartan. Um frekari starfsemi á svæðinu segir Kjartan að vangaveltur séu uppi sem lúti að tækni- og þekk- ingarfyrirtækjum. Erlendis fjölgi slíkum fyrirtækjum sem vilji vera nálægt flugvöllum til að verja sem minnstum tíma í ferðir vegna funda.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.