blaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
blaðið
BARNA VÍT
Náttúruleg vítamin og jteinefnl
fyrir börn til að tyggja efta sjúga
120 töflur
Bragðgóðar vítamíntöflur
fyrir börn og unglinga
aO'Uí<-,
tm
heilsa
-hafðu þaö gott
Stígvélin komin aftur
Véntéí
Kringlunni, sími 553 2888
Opið til kl. 21 í kvöld
UTAN ÚR HEIMI Kallsberg íhugar að hætta Anfinn Kallsberg, fyrrum lögmaður Færeyja, lýsti því yfir á aðalfundi flokksfélags Fólkaflokksins á Norðurey fyrr í vikunni að ólíklegt sé að hann bjóði sig fram í næstu kosn- ingum til lögþingsins. Kallsberg segir nauðsynlegt að yngra fólk taki við, en hann verður sextugur síðar í ár.
I
Chirac styður Sarkozy
Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við
Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum sem fram fara í Frakk-
iandi eftir einn mánuð. Chirac tilkynnti jafnframt að Sarkozy
muni láta af embætti innanríkisráðherra síðar í vikunni til þess
að geta hellt sér í kosningabaráttuna af fullum krafti.
Ölvunarakstur:
Ók öfugt um
hringtorg
Ökumaður ók framan á
aðra bifreið er hann gerði þau
mistök að aka öfugan hring í
hringtorgi í Grafarholti aðfara-
nótt miðvikudags. Maðurinn
er grunaður um að hafa verið
undir áhrifum áfengis, og var
vistaður í fangageymslum lög-
reglunnar fram til morguns.
Sömu nótt lentu tveir bílar í
árekstri á Suðurlandsbraut, og
var annar ökumaðurinn færður í
fangageymslur, einnig grunaður
um ölvunarakstur. 1 hvorugum
árekstrinum urðu slys á fólki.
Ríkislögreglustjóri:
Forgagnsraða
til fjögurra ára
Björn Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, og Har-
aldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri undirrituðu í gær
samning um árangursstjórnun
embættis ríkislögreglustjóra.
Samkvæmt samningnum legg-
ur embætti ríkislögreglustjóra
fram tillögur til ráðuneytisins
að fjögurra ára löggæsluáætl-
un. Þar eiga að koma fram
helstu verkefni, forgangsröðun
og áherslur embættisins.
Athugasemd
I grein um vændi sem birtist á
forsíðu Blaðsins á þriðjudag var
Atli Gíslason lögmaður titlaður
þingmaður Vinstri grænna. Hið
rétta er að hann er varaþingmað-
ur flokksins. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Afstaða til hvalveiða:
Þjóðin skiptist
í tvær fylkingar
S8 Enginn markaður fyrir kjötið 1! Svipað margir með og á móti Síl Fimmtungi stendur á sama
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Þjóðin skiptist í tvær álíka stórar
fylkingar í afstöðu sinni til hval-
veiða við fslandsstrendur. í könnun
sem Capacent Gallup lét gera í lok
febrúar um viðhorf fólks til ákvörð-
unar Einars K. Guðfinnssonar
sjávarútvegsráðherra um að hefja
hvalveiðar á ný, kom fram að um
40 prósent aðspurðra væru óánægð
með ákvörðun um að hefja hval-
veiðar að nýju, en um 42 prósent
ánægð með ákvörðunina. Þá hafði
um fimmtungur enga skoðun á rétt-
mæti hvalveiða íslendinga. Ekki var
teljandi munur á afstöðu kynjanna,
en heldur var meiri stuðningur við
veiðarnar af hálfu fólks yfir fimm-
tugu en meðal yngra fólks. Könn-
unin var gerð fyrir Náttúruvernd-
arsamtök Islands og International
Fund for Animal Welfare.
Dekur við Kristján Loftsson
Árni Finnsson, sem situr í stjórn
Náttúruverndarsamtaka íslands,
sagðist í samtali við Blaðið telja að
aldrei hafi jafn stór hluti þjóðarinnar
verið á móti hvalveiðum. Hann segir
ljóst að i Bandaríkjunum, Bretlandi
og víðar muni fyrirtæki og ríkis-
stjórnir grípa til harkalegra aðgerða
verði veiðum haldið áfram. Þá segir
hann engan markað vera fyrir þetta
kjöt, og „veiðarnar virðast vera til-
gangslaust dekur við Kristján Lofts-
son“. Kristján Loftsson er stjórnar-
formaður hjá Hval hf.
Menntafólk á móti
I samtali við Blaðið sagðist sjávar-
útvegsráðherra í sjálfu sér ekki vera
ánægður með útkomu könnunar-
innar. Hins vegar hafi hann „gert
ráð fyrir því að þeim myndi vaxa
ásmegin sem væru andsnúnir hval-
veiðum vegna þess að umræða gegn
hvalveiðum hefur verið mjög kröftug
hér á landi og hafa áhrifamiklir fjöl-
miðlar og álitsgjafar talað gegn veið-
unum. Enda sjáum við í könnuninni
að andstaðan er mest meðal mennta-
fólks og hinnar talandi stéttar í þjóð-
félaginu." Þá segir Einar athyglisvert
að fimmtungur þjóðarinanr skuli
ekki telja að hvalveiðar skipti máli,
þrátt fyrir að málið hafi verið blásið
upp af fjölmiðlum. Segist hann sam-
mála þeim hópi, enda telji hann hval-
veiðar „ekki vera eitt af stóru mál-
unum í þjóðfélaginu".
Hætta við að kynna íslenskar vörur
Aðspurður að því hvort umræða
erlendis gæti hafa haft áhrif á við-
horf íslendinga til veiðanna sagði
Einar: „Umræða á erlendum vett-
vangi hefur verið mjög lítil, og ég
sé því ekki hvernig hún ætti að hafa
þessi áhrif. Hins vegar spilar það
inn í að ekki er búið að ljúka sölu
á hvalaafurðum, og held ég að sú
óvissa hafi einhver áhrif.“
Árni Finnsson gagnrýnir um-
p-; Ttlgangslaust
Á3 ján Loftsson
æM; hefur alvarlegar
R ;* f? WM afleiðingar
^ M Árni Finnsson hjá Nátt-
1 úruverndarsamtökum
Mtr. „.jyn islands
Hvalveiðar eru
ekki meðal
hinna stóru mála
1 þjóðfélaginu
EinarK. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra
mæli sjávarútvegsráðherra í fjöl-
miðlum um að lítil umræða hafi
farið fram erlendis um hvalveiðar
íslendinga.
„Hann gleymir því að banda-
ríska matvælakeðjan Whole Foods
Market tók ákvörðun um það í
desember að kynna ekki íslenskar
vörur vegna þessara veiða, og var
látið í það skína að fyrirtækið
kynni að grípa til harkalegra að-
gerða ef veiðunum yrði haldið
áfram,“ segir Árni.
BETRIYFIRSÝN MEÐ TOK
Bakarameistarinn hefur stækkað ört á síðustu
10 árum. TOK bókhaldskerfið hefur stækkað
með okkur og veitt okkur þá yfirsýn yfir reksturinn
sem við þurfum hverju sinni. Þannig höldum
við okkur í fararbroddi með nýjungar og getum
boðið viðskiptavinum okkar upp á gæðavöru.
Vigfús Kr. Hjartarson.framkvæmdastjóri
Bakarameistarinn hf.
' í
/
hugur/ax / Ræddu við okkur um hvernig j TOK hentar þér í síma 545 1000. HugurAx Guðríðarstíg 2-4 www.tok.is
L. / VIÐSKIPTALAUSNIR