blaðið - 22.03.2007, Page 26
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
heils
heilsa@bladid.net
Súkkulaði er gott
Gott er að neyta dökks súkkulaðis í hófi enda er það fullt af
járni og magnesíum auk þess sem i því er mikið af andoxun-
arefnum. Eftir því sem hlutfall kakós í súkkulaðinu lækkar á
kostnað mjólkur eykst magn kaloría og mettaðrar fitu í því.
blaðiö
Drekkum vatn
I dag er góður dagur til aö fá sér vatnssopa
enda alþjóðlegur dagur vatnsins. Vatn er hollt
og gott og án efa einhver besti svaladrykkur
sem hægt er að hugsa sér.
Islensku
lýðheilsuverölaunin
íslensku lýðheilsuverðlaunin
verða veitt í fyrsta skipti þann 24.
apríl næstkomandi en þeim er ætl-
að að styðja framtak stofnana, fé-
lagasamtaka eða fyrirtækja til að
bæta heilsu landsmanna. Hægt er
að skila tilnefningum til heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins
á þar til gerðum eyðublöðum. Einn-
ig er hægt að senda útfyllt eyðublöð
sem viðhengi með tölvupósti gegn-
um vefsíðu ráðuneytisins.
Hægt er að tilnefna stofnanir, félaga-
samtök eða fyrirtæki sem hafa lagt sig
fram um að stuðla að bættu heilsufari
landsmanna, einstakra þjóðfélags-
hópa, umfram lögbundið hlut verk eða
markmið. Jafnframt þarf að fylgja um-
sóknunum greinargóður rökstuðning-
ur fyrir því hvers vegna viðkomandi
stofnun, félagasamtök eða fyrirtæki
verðskuldi verðlatmin.
Frestur til að skila inn tilnefning-
um er til 11. apríl næstkomandi.
Sungið fyrir gott málefni Sigrún
Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Jóharm
Friðgeir Valdimarsson eru meðal
fjölda tónlistarmanna sem koma
fram á styrktartónleikum í Salnum
í kvöld.
Mynd/Jim Smai
Styrktartónleikar
í Salnum
Lionsklúbburinn Engey gengst
fyrir tónlistardagskrá í Salnum
í Kópavogi til styrktar kaupum á
brjóstaómtæki fyrir röntgendeild
Krabbameinsfélags íslands í kvöld
klukkan 20. Yfirskrift dagskrárinn-
ar er Gleðistund í góðum tilgangi
og kennir þar ýmissa grasa. Boðið
verður upp á tónlist úr óperum og
söngleikjum í bland við dægurtón-
list og djass.
Fjölmargir tónlistarmenn koma
fram á tónleikunum og leggja þar
með málefninu lið og má þar nefna
Önnu Sigríði Helgadóttur, Ágúst
Ólafsson, Áslaugu Hálfdánardóttur,
Davíð Ólafsson, Guðrúnu og Soffíu
Karlsdætur, Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.
Kynnarkvöldsins eru Davíð Ólafs-
son og Stefán Stefánsson. Miðaverð
er 3000 krónur.
Náðu kjörþyngd
kíktu inn á metasys.is
metasys.is
Þarf að gefa lífinu innihald Það er
ekki nóg að setja þak yfir höfuðið á fólki
og sjá til þess að það geti borðað. Við
verðum líka að gefa lífi þess inninhald.
Það er það sem skiptir máli og mér
finnst að heilbrigðiskerfiö hafi svolítið
klikkað á því.
Elín Ebba Asmundsdóttir flytur fyrirlestur um geðrækt
Eins og tígrisdýr
í dýragarði
Fyrir daga heilbrigðis-
kerfa, sérfræðingatey ma
og lyfjalausna þurfti fólk
sjálft að læra að bjarga
sér þegar það lenti í áföll-
um í lífinu. Enn þann
dag í dag getum við nýtt
okkur margt af því sem
forfeður okkar gerðu í því skyni að
efla andlega vellíðan okkar og aðferð-
irnar þurfa ekki endilega að vera flókn-
ar. Margt sem tengist grunneðli okkar
og þörfum, eins og til dæmis þörfin
fyrir að koma sér þaki yfir höfuðið,
útvega sér mat og eiga í samskiptum
við annað fólk og deila með því lífsins
gæðum getur stuðlað að bættri geð-
heilsu. Vandamálið er að nú á dögum
getum við auðveldlega lifað af án þess
að við tengjum það þessu grunneðh
okkar. Elín Ebba Ásmundsdóttir, for-
stöðuiðjuþjálfi á geðdeild LSH og lekt-
or við Háskólann á Akureyri, Qallar
um þessi atriði ásamt fleirum í fyrir-
lestri í Hátíðarsal Háskóla fslands í
dag klukkan 12:10. Elín Ebba telur að
nútímamaðurinn hafi fjarlægst þetta
grunneðli sitt.
Langt frá upprunalegu eðli
„Ég tengi þetta við tígrisdýrið sem
er komið inn í dýragarðinn. Það er
allt í einu hætt að fjölga sér og vill
ekkert með börnin sín hafa því að
það er komið svo langt frá sínu upp-
runalega eðli, en það lifir af.
„Við erum í rauninni að
hlúa að tígrisdýrínu í dýra-
garðinum en við erum ekki
að hjálpa fólki að lifa í takt
við eigið eðli. Eðli okkar
gengur út á að vera í hópi
en ekki einangruð eins og
fatlaðir verða oft. Það geng-
ur út á að vera saman og
acI allir leggi eitthvað af
mörkum til samfélagsins."
Það er ekki nóg að setja þak yfir
höfuðið á fólki og sjá til þess að það
geti borðað. Við verðum líka að gefa
lífi þess innihald. Það er það sem
skiptir máli og mér finnst að heil-
brigðiskerfið hafi svolítið klikkað
á því. Við erum í rauninni að hlúa
að tígrisdýrinu í dýragarðinum en
við erum ekki að hjálpa fólki að
lifa í takt við eigið eðli. Eðli okkar
gengur út á að vera í hópi en ekki
einangruð eins og fatlaðir verða oft.
Það gengur út á að vera saman og
að alíir leggi eitthvað af mörkum til
samfélagsins," segir hún.
Áhrif nútímalifnaðarhátta
Elín Ebba bendir jafnframt á
að nútímalifnaðarhættir geri það
að verkum að við erum í minni
tengslum við grunneðli okkar. Áð-
ur þurfti fólk til dæmis sjálft að
draga björg í bú sem krafðist hreyf-
ingar. „Núna getum við bara farið
á Netið og jafnvel pantað mat og
svo kemur hann heim. Þess vegna
er hreyfing svona mikilvæg og
hún skilar meira en lyf við kvíða
og þunglyndi þegar til lengri tíma
er litið. Þess vegna ætti að leggja
meiri áherslu á að við byrjum á
að hjálpa fólki að hreyfa sig en
að nota einhverjar instant lausn-
ir,“ segir Elín Ebba og bendir jafn-
framt á að nútímalífi geti fylgt
meiri einangrun.
„Áður gátum við ekki verið ein.
Við dóum ef við vorum ein en í
samfélagi dagsins í dag getum við
verið einhvers staðar ein fyrir fram-
an tölvu og ekki í samskiptum við
einn né neinn nema í gegnum tölv-
una. Þá vantar þessa nærveru sem
er hluti af samskiptum fólks. Ekki
fjölgar maður sér í gegnum tölv-
una,“ segir hún og bendir á að þá sé
maður ekki í takt við eigið eðli.
Elín Ebba segir að við séum orðin
svo upptekin af sérfræðiþekkingu
og sérfræðilausnum að við höfum
gleymt grunninum og almennri
dómgreind (common sense). „Ég
er bara að reyna að koma comm-
on sense á kortið aftur,“ segir Elín
Ebba að lokum.