blaðið - 22.03.2007, Síða 28

blaðið - 22.03.2007, Síða 28
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 Töffarar Formúlan er ein erfiðasta keppnisgrein sem til er og sem dæmi má nefna aö ökumenn missa að jafnaði þrjá og hálfan lítra af vökva úr líkamanum meðan á tveggja stunda keppni stendur. Slíkt hefur afar slæm áhrif á einbeitingu sem er það sem ökumenn þurfa mest á að halda. ithrottir@bladid.net Forráðamenn Real Madr- id ætla að einbeita sér að því að fá Cristiano Ronaldo frá Manchest- JMBSH er United og Daniel Alves frá Sevilla íyrir næstu leiktíð en snerta að öðru leyti ekki við núverandi leikmannahópi. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en félagið á marga vel- gjörðarmenn með seðla í vasa þó kistur félagsins sjálfs séu að tæmast. Sevilla er eina spænska félagið sem enn getur unnið þrefalt 9ÍM, þessa leiktíðina. Sló félagið Betis út í ijórðungsúrslitum Konungsbikarsins spænska. Liðinu gengur frábærlega í deildinni og mætir Tottenham í átta liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða í næsta mánuði. Þar mun Freddie Kanoute, markahæsti leikmað- ur spænsku deildarinnar, hitta fyrir Martin Jol sem hafði engin not fyrir hann hjá Tottenham. Hinn rjóði þjálfari Englands, Steve 1 McLaren, segist ^ ~ « hafa lært heilmikið á þeim mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók við stjórn landsliðsins. Sé hann nú betri þjálfari en fyrr og það muni nýtast í starfi. Ekki veitir af. Enska liðið hefúr ekki verið sannfærandi undir hans stjórn og sigri liðið ekki Israel nú um helgina er hætt við að margir missi þolinmæðina. Meðan um fátt annað er talað en • frábært gengi Int- 'EjjL erMilaníSeríuAáítalfu \ er hið fornfræga Juventus ekki að gera miklu síðri hluti einni deild neðar. Félagið er efst, sex stigum á undan Napoli og hefur aðeins tapað tveim- ur leikjum af 28 þessa leiktíðina. ítez. Enskum leikmönnum í topp- liðunum ensku Arsenal, Chelsea, Liverpool og United hefur fækkað undanfarið ár. Versta dæmið er sennilega Arsenal. Hartnær tvö ár liðu frá því að Sol Campbell skoraði tvö mörk gegn Everton árið 2005 þangað til annar enskur leikmaður liðsins komst loks á blað í byrjun þessa árs. Fjórir Englendingar át eru í 48 manna hópi aðalliðs JS Arsenal og aðeins einn þeirra, ^ Theo Walcott, fær að spreyta sig 1 að einhverju ráði. /\ Nýjasta dæmið eru örvænt- V p ingarfullar tilraunir Steve v McLaren, landsliðsþjálfara | U Englands, til að koma saman íB liði fyrir næstu leiki í Evr- ■ linni. íhugaði .. > ■ hann jafnvel að velja leikmann úr ensku 1. deildinni en slíkt hefur ekki gerst um langa hríð. Er næsta óhætt að fullyrða McLaren til stuðn- ings að sjaldan eða aldrei hefur enskur landsliðsþjálfari þurft að velja úr svo aumingjalegum potti sem nú. í enska liðinu sem mætir ísrael um helgina eru aðeins átta \ leikmenn úr toppliðunum fjórum. i Þar eru einnig nokkrir leikmenn I sem fáir þekkja eða vita af nema ,. alhörðustu aðdáendurnir. Leik- menn eins og Micah Hyde \ \, frá Manchester City. ÆL Tillaga Rafa er af hinu góða. Fyrir leikmenn varaliðanna og ekki I síst lyrir framtíðarþjálf- ara enska landsliðsins. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Um fátt er meira talað á vinnu- stöðum og krám í Bretlandi en þá skoðun Rafa Benftez, hins spænska þjálfara Liverpool, að varalið knatt- spyrnufélaganna ensku fái keppn- isrétt í deildakeppnum lfkt og gert er á Spáni. Er það mat Spánverjans að slíkt fyrirkomulag auki keppn- isskap þeirra sem þar eru og auki þannig líkurnar á að úr varalið- unum komi mun fleiri efnilegir leik- menn en verið hefur. Rafa hefur mikið til síns máls og aðeins þarf að benda á tvö æpandi dæmi um þann vítahring sem fót- boltinn þar í landi stendur frammi fyrir og tengjast þessu mati Ben- ópukeppm Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik í Portúgal Sjóðheitur frá Asíu Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik í dag á Opna Madeira-mótinu í Portúgal sem er fimmta mót hans á Evrópumótaröðinni og það fyrsta í Evrópu. Birgi gafst ekki mikill tími til æfinga vegna mótsins enda nýkominn frá Kína þar sem síðasta mót fór fram. Þar náði Birgir sínum besta árangri hingað til, 25. sætinu, á mótaröðinni og kemur sjóðheitur til leiks hrjái flugþreyta hann ekki ýkja mikið. Er kappinn í 196. sæti á peningalistanum eftir þann árangur. Þarf hann að ná í hóp 125 efstu til að tryggja sér keppnisrétt aftur að ári. Tvívegis áður hefur hann leikið á vellinum sem um ræðir og gengur því ekki alveg blindur til leiks. Þess utan er hitinn í Portúgal nú mun lægri en hann hefur þurft að venjast í Asíu og þar áður í S-Afríku og ætti það að hafa jákvæð áhrif á Birgi. Umboðsmaður Dimitar Berbatov n stendur fastur á að •Sa! leikmaðurinn verði áfram hjá Tottenham á næstu ; leiktíð þrátt fyrir vaxandi áhuga stórhða á borð við United og Liverpool. Berbatov hefúr verið ein skærasta stjarna úrvalsdeildar- innar í vetur og skorað 19 mörk. íþróttir Skeytin Unnu leiki sína GrindaviK og KR komust áfram úrfyrstu umferð úrslitakeppni lce- land Express-deildarinnar í körfu- bolta eftir sigur i oddaleikjum sínum. Grindvíkingar unnu Skalla- grím nokkuð örugglega 81-97 og mæta fornum fjendum sinum úr Njarðvik í undanúrslitum. Lið KR þurfti frábæran siðari hálfleik til að gera út af við ÍR en sá leikur endaði 91-78 eftir að ÍR hafði leitt lengi vel. KR mætir Snæfelli í næstu umferð. Formúlan til Sýnar Sýn hefur keypt útsendingarrétt á Formúlu 1 kappakstrinum frá næsta tímabili en RÚV hefur haft veg og vanda af því að kynna keppni þessa fyrir landanum síð- ustu tíu árin. Ekki er langt síðan Sýn tryggði sér einnig enska boltann og verða RÚV og Skjárl að leita hófanna annars staðar eftir íþróttaefni í framtíðinni. Urmull hæfileika Enska landsliðið fyrir þremur árum var til alls líklegt en hallað hefur undan fæti sfðan. Sár skortur er á hæfileikaríkum ungum leikmönnum. Launaþak í boltann Rætt var af alvöru um kosti og galla þess að taka upp einhvers konar launaþak hjá knattspyrnufé lögum í Evrópu a sérstöku þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem haldið var um helgina. Verða kröfur um slikt háværari með hverjum deginum en engin niður- staða fékkst á ráðstefnunni. Síöan skein sól Phoenix Suns hafa unnið Kyrra- hafsdeildartitilinn í NBA-körfu- boltanum í þriðja sinn í röð með afgerandi hætti þó enn lifi talsvert af keppninni. Hafa Suns unnið 16 fleiri leiki en LA Lakers sem kemur næst. Sh —1 W £ gp f wm-zxjjfa /; J . • ^ WL'. ; j jCríf »>C: v ’ Félag SkrúSgarSyrkjumeistara HELLULOGN www.meistari.is Þrátt fyrir að leikmenn LA Lakers hafi upplifað bjartari tíma í körfu- boltanum en nú stendur Kobe Bry- ant sannarlega fyrir sínu og gefur ólíkt sumum félögum sfnum ekkert eftir. Kobe skorar 30 stig að meðal- tali í hverjum leik og er þar efstur í NBA-deildinni. Carmelo Anthony hjá Denver, Gilbert Arenas hjá Washington og Dwayne Wade frá Miami koma næstir. Stórstirnið LeBron James hjá Cleveland er sjötti en sá setur 27,5 stig í hverjum leik. Fáum þarf að koma á óvart að Kevin Garnett tekur flest fráköst að meðaltali eða 12,6 í leik. Á hæla hans kemur Tyson Chandler hjá New Orleans með 12,4 en Chandler á efsta sætið skilið því hann spilar að meðtali fimm mínútum skemur í hverjum leik en Garnett. Garnett er þó einstakur að því leyti að 56 sinnum í vetur hefur hann náð tvöfaldri tvennu hvað frá- köst og stig varðar. Marcus Camby hjá Denver leiðir lista yfir blokkeruð skot í deildinni með 3,18 slík í leik. Jason Capono hefur besta þriggja stiga nýtingu deildarinnar og skorar úr 51,3 pró- sentum skota sinna utan teigs. Þar er lítinn ís að finna nema í frystikistum og gámum og engin hefð fyrir íshokkí fremur en mörgum öðrum íþrótta- greinum. Engu að síður eru Nashville Predators efstir í NHL- deildinni í íshokkí með 100 stig eftir 73 leiki og verða vafalítið eitt sterkasta liðið í úrslita- keppninni þegar hún hefst. Sví- inn margreyndi, Peter Forsberg, sem nýlega kom til liðsins mun færa ungu liðinu mikilvæga reynslu fyrir þá keppni.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.