blaðið


blaðið - 22.03.2007, Qupperneq 34

blaðið - 22.03.2007, Qupperneq 34
Iblaðiðl Statistar Þær myndir sem hafa hvaö flesta statista, með öörum orðum íhlaupafólk fyrir stjörnurnar, eru rússneska myndin Stríð og friður frá 1967, en í henni voru 120.000 statistar, Monster Wang-magwi frá sama ári sem notaði 157.000 statista og myndin Ghandi frá 1982, en í henni voru 300.000 statistar. LECENDS, HVAÐ SÁSTU Stanley Kubrick í uppáhaldi „Ég sá síöast John Lennon-myndina The U.S. vs. John Lennon," segir Arnar Guðjónsson, söngvari hljóm- sveitarinnar Leaves. „Það er annars svolítið síðan ég sá hana, hún er örugglega komin á vídeó núna en það er bara svo langt síðan ég fór sfðast í bíó. En annars sá ég sfðast á vídeó The Degarted. Mér fannst hún bara þokkalega góð. En myndir sem eru svona helst í uþþá- haldi hjá mér eru til dæmis myndir eftir Stanley Kubrick eins og Space Odyssey og myndir David Lynch eins og Lost Highway og svo er einn uþþá- haldsleikstjórinn minn Emir Kusturica sem gerði til dæmis Underground sem mér finnst mjög góð. En ég myndi segja að ég taki mun oftar spólu en að fara í bíó og er alls ekki nógu dug- legur að kíkja á kvikmyndahátíðir og svoleiðis, þó ég hafi mikinn áhuga og vildi gjarnan sjá meira af evrópskum myndum." Sækir í mannlegar myndir „Ég sá síðast í bió Little Miss Suns- hine," segir Alma Dröfn Geirdal, einn stofnenda Forma. „Hún var æðisleg, bara algjörlega svona uppáhaldsmynd. Það er mjög fallegur boðskapur í henni. Annars fer ég ekki oft í bíó og tek frekar sþólur. En ef ég ætti að nefna einhverjar uþpáhaldsmyndir allra tíma þá eru það eiginlega nokkrar og erfitt að nefna einhverja eina. En Fargo er allavega ein af þeim, það er mynd sem sat lengi í mér. Ætli ég sæki ekki mest í myndir sem eru um þetta daglega líf, myndir sem eru frekar sérstakar og svolítið mannlegar, hitt vekur minni áhuga. Svo reyni ég Ifka að komast í bíó þegar það eru hér kvikmyndahátíðir, þannig að ég fer ef ég hef tök á og hef gaman af.“ Karlmenn fella síður tár en konur yfir kvikmynd, að minnsta kosti bíta þeir fastar á jaxlinn og fara bara og ná sér í kókglas þegar þeir þurfa að fela tárin. Þó eru nokkrar myndir sem fá meira að segja hörðustu jaxla til þess að klökkna, allavega svona rétt aðeins, eða svo ersagt. My Girl (1991) Eitt sorgleg- asta atriði kvikmynda- sögunnar þegar hinn ungi Tómas, leikinn af Macaulay Culkin, verður fyrir árás herskárra býflugna og lætur lífið. Mynd sem lætur engan ósnortinn. Dead Poets Society (1989) Það jafnast ekkert á við áhrifa- mikla kennarasögu til þess að mýkja mann og annan. 1 þessari mynd leikur Robin Williams ensku- Splatter, LordiJ Anspach og ivan'ðý íslensk kvikmyndagerð stendur i blóma og mikið er að gerast á árinu og er nú þegar fjöldi mynda, bæði lengri og styttri, í burðar liðnum. í lok apríl hefjast tökur á mynd Sólveigar Anspach sem ZikZak framleiðir með skáldkon unni Diddu í aðalhlutverki. Baltasar Kormákur lætur ekki sitt eftir liggja á þessu ári frekar en áður og kemur með verkið Ivanov sem verður bæði sett á svið sem og kvikmyndað. Ólafur Jóhannsson heimildarmynda gerðarmaður leikstýrir myndinni The Higher Force og Friðrik Þór framleiðir spennumynd sem Óskar Jónasson leikstýrir og herma sögur að þar fari Baltasar Kormákur með aðalhlutverk. Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður kemur víða við á árinu en hann mun taka fyrir ZikZak, Baltasar Kormák og þá Ingvar Þórðar og Júlíus Kemp. „Ég er að byrja í tökum á mynd Sólveigar Anspach um miðjan apríl og síðan byrjar Ivanov rétt á eftir. Svo eru þeir Júlli Kemp og Ingvar að fara af stað með mynd í haust og svo er ég væntanlega að fara að taka mynd í Danmörku í lok ársins," segir Bergsteinn „Ingvar og Júlli eru með splatter-handrit sem þeir eru búnir að vera að vinna að lengi og mun Júlli leikstýra þeirri mynd. Þeir félagar eru á fullu núna í Lordi-myndinni sem er verið að framleiða úti í Finnlandi þannig að þeir hafa ekki haft mikinn tíma í þessa held ég. Bergsteinn hefur í nógu að snúast og mætti halda að hann væri eini tökumaðurinn á íslandi. „Ég geri bara ráð fyrir því að menn séu ánægðir með mína vinnu. Annars lítur árið núna þara vel út og er ánægjulegt hvað íslensk kvikmyndagerð er að taka mikinn kipp, ég held að það séu sex eða sjö myndir í vinnslu á þessu ári sem er svipað og í fyrra, en áður voru alltaf bara ein til tvær í gangi. Þegar Edduhátíðin byrjaði var til dæmis vandræðagangur að manna alla flokkana af því að það var svo lítið að gerast en það er ekki vanda- mál lengur," segir Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður. kennara í einkaskóla sem nær til nemenda sinna á undraverðan hátt. Þegar einn nemendanna tekur líf sitt geta áhorfendur ekki annað en fellt tár yfir hörðum heimi og þá jafnt konur sem karlar. Gladiator (2000) Það finnst vart karlmannlegri mynd en þessi. Hinn skapstóri Russel Crowe, hnyklandi vöðvana í hverju atriði sem Maximus, skylm- ingaþræll- inn sem hefur engu að tapa. Það er alltaf sorglegt þegarhetja deyr og fá líklega einhverjir karlar kökk í háls- inn þegar Maximus hverfur á vit feðra sinna með orð- unum: „At my signal, unleash hell ...” og fullt af tárum. Legends of the Fall (1994) Mörgum þykir býsna undarlegt að Brad Pitt njóti þeirrar kvenhylli sem hann gerir, en það er líklega bara öfund. Hins vegar náðu sumir því í dramanu Legends of the Fall þar sem Pitt leikur einn þriggja bræðra. Tár á hvarmi kemur í ljós þegar bræðurnir þrír neyðast til þess að ganga í her- inn þvert á vilja frið- arsinnans föður Titanic (1997) Sú staðreynd að sönn eru sorg- leg örlög Titanic gerir myndina hrikalega átakanlega. Lokaatriði myndarinn- ar er eitt það sorgleg- asta sem sést hefur á hvíta tjaldinu en í því kveður Jack þenn- an heim. Það er bara ekki hægt að halda aft- ur af sér og tárin renna stöðugt... eða þar til Celine Dion gerir þetta aðeins of melódramatískt með lag- inu My Heart Will Go On. Lion King (1994) Myndin fjallar um fallegt samband föður og sonar. Það sorglega við Lion King er að faðirinn fellur frá á raunaleg- an hátt og það sem gerir þetta allt enn verra er að sonurinn barnungi kennir sér um dauða föður síns. King Kong (2005) Örlög apans stóra eru svo sorgleg að vart verður orða bundist. Hann sem var ástfanginn og ætlaði engum illt, hann misskildi þetta allt saman bara aðeins og þurfti að gjalda fyrir það. Aörar myndir sem einnig var bent á: Ghost Forest Gump Þetta er ekkert mál (fyrir Jón Þál) Fly II (bent er á sorgleg örlög vonda kallsins og hundsins) The Dangerous Lives of Alter Boys Animal Farm (þegar hesturinn deyr) Cider House Ruies La vitaé bella The Pianist Schindler's list The Champ Litla stúlkan meö eldspýturnar mm My Left Foot (1989) Daniel Day Lewis hefur lag á að leika í sorglegum myndum sem höfða jafnt til karla sem kvenna. í þessari sannsögu- legu mynd er sögð saga Christy Brown sem fæðist lamaður af völdum heilaskemmda, inn í fátæka írska fjölskyldu. Saga um óbilandi trú móður á syni sínum. Bambi (1942) Hver man ekki eftir hinum móðurlausa Bamba. Það þarf ekki að segja meira um þessa, hún er svo átak- anleg að hún ætti að vera bönnuð börnum. In the Name of the Father (1993) Sannar sögur snerta alltaf nokkra strengi og segist fjöldi karla hafa brotnað niður yfir þessari. Myndin fjallar um Gerry Conlon sem er rang- lega sak- felldur fyrir glæp sem hann framdi ekki og kostaði fjölda manns lífið. Conlon dvelur í fang- elsi í 14 ár og reynir faðir hans að sanna sakleysi hans allan tímann. Mynd sem feðgar ættu að horfa á saman. OAN’IEÍ 1 U | EVVI5 b FMV' thompson |H|jL _ ' * n íhé Nf.fr Of Jimm

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.