blaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 22
22
FOSTUDAGUR 13. APRIL 2007
konan
konan@bladid.net
Launamunur kynjanna
Næstkomandi þriöjudag heldur Kvenréttindafélag fslands ásamt
öðrum kvennahreyfingum morgunverðarfund á Grand hótel þar
sem allir fulltrúar stjórnmálaflokkanna mæta og ræða launamál
kynjanna. Salurinn opnaður kl. 8:00
blaðið
Kvenrithöfundar
Hví ekki að slaka virkilega á, koma sér þægilega
fyrir og lesa góða bók eftir virtan kvenrithöfund.
Það er af nógu að taka og margir innlendir og
erlendir kvenhöfundar sem eru eftirtektarverðir.
Stjórnmálakonur
og fjölmiölar
[ dag, fostudag klukkan 12:00
verður Prófessor Karen Ross með
fyrirlestur um stjórnmálakonur
og fjölmiðla í Norræna húsinu en
fyrirlesturinn er fluttur í boði Blaða-
mannafélags íslands, Rannsókna-
stofu í kvenna- og kynjafræðum við
HÍ og Stofnunar stjórnsýslufræða
og stjórnmála við HÍ.
Fyrirlesturinn fjallar um stöðu
stjórnmálakvenna í fjölmiðlum en
Karen Ross er prófessor í fjölmiðla-
fræðum og hefur skrifað fjölda
bóka um viðfangsefnið. Hún kemur
til með að ræða umfjöllun fjöl-
miðla, hvaða aðferðum þeir beita
og hvers konar orðalag þeir nota
þegar þeir fjalla um stjórnmála-
konur, svo eitthvað sé nefnt.
K91 heilsa
a.” /Á -héföu þ*6 gott
C-IOOO
Extra sterkt.
náttúrulegt C-vftamín
meö rósaberjum, rútfni
og bióflavónföum
60 töf lur
Sólargeislinn í skammdeginu
m)
"*öA>lO
haföu þaö gott
(
Húðlitur með ívafi, mjög fallegur
f D,DD,E,F,FF,G skálum á kr.
4.990,- kemur líka í GG,H,HH,J
skálum á kr. 5.990,-
Sá sami en í krassandi lit í
D,DD,E,F,FF,G skálum á
kr. 4.990,- sömuleiðis í stærri
skálum GG,H,HH,J á kr. 5.990,-
Hvítur og yndislegur í
D,DD,E,F,FF,G skálum á
kr. 4.990,-
Eitt tekur við af öðru „Ég hef tekið hlutunum
eins og þeir eru, einhvern veginn hefur eitt tek-
ið við aföðru og ég hef sjaldan tekið stórkost-
legar ákvarðanir um vinnu.“
Svanhildur Hólm tekur hlutunum eins og þeir eru
Með dótturina í vinnunni
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd.
svanhvit@bladid.net
Svanhildur Hólm, dagskrárgerð-
armaður á 365, hefur verið aufúsu-
gestur í stofum landsmanna frá
árinu 2003 þegar hún hóf störf hjá
Sjónvarpinu. Þar á undan vann
hún á Rás 2, svæðisútvarpinu fyrir
norðan og á Degi. „Mér fannst rosal-
ega gaman að vera blaðamaður. Ég
held að blaðamenn hafi meira tæki-
færi til að setja mark sitt á það sem
þeir gera heldur en þeir sem vinna
í sjónvarpi. Það er miklu auðveld-
ara að móta hluti á prenti heldur
en í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Það var rosalega spennandi að vera
tvítugur og byrja að vinna á blaði.
Ég man eftir tilfinningunni að sjá
upphafsstafina mína undir grein í
fyrsta skipti og mér fannst það mjög
merkilegt."
Barnvænt umhverfi
Svanhildur er þessa dagana í
hálfu fæðingarorlofi og vinnur
tvo daga í viku á 365. Hún segist
samt alltaf vera með hugann við
vinnuna. „Það er þannig í þessum
bransa, þótt maður sé í fríi er allt-
„Vinnutíminn erkannski
ekkert sérstaklega bam-
vænn en þaö er andrúms-
loftiö svo sannarlega. “
af verið að hugsa um vinnuna og
margt sem ég geri verður ósjálfrátt
vinnutengt," segir Svanhildur og
bætir við að fréttastofa 365 sé mjög
barnvæn. „Vinnutíminn er kannski
ekkert sérstaklega barnvænn en
það er andrúmsíoftið svo sannar-
lega. Þessa dagana er ég til dæmis
að vinna i kosningasjónvarpinu og
þarf að ferðast töluvert vegna þess.
Eiginmaður minn, Logi Bergmann
Eiðsson, ferðast með okkur til að
lesa fréttirnar og við tökum átta
mánaða dóttur okkar með í þessar
ferðir. Hún er annaðhvort hjá okkur,
sminkunum, hárgreiðslukonunum
eða að frambjóðendurnir sem mæta
í viðtöl líti eftir henni,“ segir Svan-
hildur og hlær. „Á heildina litið er
vinnutíminn ekkert spes þar sem ég
er oftast í útsendingu á kvöldmatar-
tíma en kostirnir eru mun fleiri.“
Árangur í sjálfu sér
Aðspurð hvort kyn hennar hafi
skipt einhverju máli á framabraut-
inni segist Svanhildur ekki telja
það. „Ef eitthvað er þá hefur það
hjálpað mér að fá ákveðin störf. Þeg-
ar ég var ráðin í Kastljósið þá var til
dæmis verið að ráða konu í staðinn
fyrir Evu Maríu. Það stóð aldrei
til að ráða karlmann í þá stöðu og
svipað var uppi á teningnum þegar
ég var ráðin í ísland í dag með Þór-
halli Gunnarssyni. Ég hef tekið hlut-
unum eins og þeir eru, einhvern
veginn hefur eitt tekið við af öðru
og ég hef sjaldan tekið stórkostleg-
ar ákvarðanir um vinnu. Haldi ég
áfram í þessum bransa þá veit ég
það að ég get ekkert sagt um hvar ég
verð eftir tíu ár,“ segir Svanhildur
og bætir við að hún taki einn dag í
einu. „Þetta er kannski klisjukennt
en það sem mér finnst skipta mestu
máli er að maður sjálfur sé ánægð-
ur, heima hjá sér og í vinnunni, og
að fjölskyldan sé hamingjusöm og
hafi það gott. Ef maður getur fund-
ið vinnu sem uppfyllir þetta og full-
nægir þörfum fjölskyldunnar fyrir
framfærslu þá held ég að maður geti
verið nokkuð ánægður. Ég held að
það sé árangur í sjálfu sér.“
Aldur: 50 =0) Starfsheiti: Framkvcemdastjóri Fegurðarsamkeppni íslands
Kona vikunnar er að þessu sinni Elín
Gestsdóttir en hún er framkvæmda-
stjóri Fegurðarsamkeppni íslands.
Elín hefur haft í nógu að snúast að
undanförnu þar sem fegurðarsam-
keppni hefur farið fram um land
allt að undanförnu og í maí verður
ungfrú Island árið 2007 krýnd. Elín
hefur sinnt framkvæmdastýrustarf-
inu í 12 ár og á þeim tíma kynnst fjöl-
mörgum ungmennum sem keppt
hafa í ungfrú og herra ísland. Hún
segir þau kynni vera það ánægjuleg-
asta við starfið.
Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú varst lítil?
Bóndakona með fullt af dýrum. Ég
á sex hunda í dag.og það er næst því
sem ég hef komist bóndakonustarf-
inu.
Efekki hér, hvarþá?
Ég væri til í að vera í sólinni á Mall-
orca að hafa það gott. Ég elska
Mallorca og myndi vilja eiga þar
heima.
Hvað er kvenlegt?
Fáguð og falleg framkoma skiptir
miklu máli, fínlegar hreyfingar og
fallegt fas.
Er munur á körlum og konum
og ef svo er hver er hann?
Það er mikill munur þar á, sem kem-
ur fram strax hjá börnum.
Er fullu jafnrétti náð?
Ég er þokkalega sátt við hvernig
staðan er í dag. Mér finnst oft á tíð-
um jafnréttisbaráttan eða öllu held-
ur kvenréttindabaráttan snúast upp
í öfgar.
Hvað skiptir þig mestu í lífinu?
Fjölskyldan mín.
Helstu fyrirmyndir?
Ég á mér ekki neina eina fyrir-
mynd en ég reyni að tileinka mér
það besta úr öllum sem ég ber virð-
ingu fyrir.
Ráð eða speki sem hef-
ur reynst þér vel?
Vertu alltaf samkvæm/ur sjálfum
þér.
Uppáhaldsbók?
.Brosað gegnum tárin“ eftir Sæunni
Ólafsdóttir. Bókin fjallar um sögu
fegurðarsamkeppna á íslandi og
mér finnst alltaf gaman að fletta
þeirri bók.
Draupiurinnminn?
Þeir hafa flestir ræst =0)
&/ /Y/ f '/A // / ///// '/ ?
Elín Gestsdóttir