blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 blaðiA REYKJAVÍK Mótmæla breytingum á strætóleiðum INNLENT Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna mótmæltu á fundi umhverfisráðs borgarinnar fyrirhugaðri lengingu milli ferða Strætó upp í 30 mínútur. Breytingarnar taka gildi 1. júní næstkomandi. Sjálfstæðismenn segja tld nauðsynlegt. Tíðni ferða aukist á ný í haust. SVÍNAKJÖT Danir stefna á Island Danska stórfyrirtækið Danish Crown undirbýr nú innrás á íslenskan markað með svínakjöt. Á vef Bændablaðsins segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi átt góðan fund með fólki úr íslenskum matvælaiðnaði og hafi þeir komið af honum fullir bjartsýni. UMFERÐARÖRYGGI Lögregla með viðbúnað Lögreglubílar verða næstu daga áberandi og með kveikt á bláum, blikkandi forgangsljósum á þrennum gatnamótum í borginni. Tilefnið er alþjóð- leg umferðaröryggisvika sem nú stendur yfir og er haldin að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga: Kosið á Klörubar á Kanaríeyjum ■ Klara á Klörubar kjörstjóri ■ Konsúllinn krankur á sjúkrahúsi Rússland: Jeltsín borinn til grafar Lík Boris Jeltsíns, íyrrum Rússlandsforseta, var á viðhafn- arbörum í Kristskirkjunni í Moskvu í gær þar sem almenn- ingur gat vottað forsetanum virðingu sína. Jeltsín verður borinn til grafar í dag og hefur Vladimír Pútín Rússlands- forseti lýst yfir þjóðarsorg í Rússlandi. Jeltsín lést úr hjartveiki i Moskvu, höfuðborg Rússlands, á mánudaginn, 76 ára að aldri. Pútín hefur minnst forvera síns og sagt að með honum hafi nýr kafli hafist í sögu Rússlands og að valdið hafi með sanni komist í hendur þjóðarinnar. Héraðsdómur: Skilorð fyrir líkamsárás Héraðsdómur Austurlands dæmdi karlmann í fimm mánaða skil- orðsbundið fang- elsi til þriggja ára fyrir stórhættulega líkamsárás. Maðurinn kastaði bjórglasi í andlit annars manns á veitingastað á Reyðarfirði í fyrrahaust. Fórnarlambið hlaut sex sentimetra langan skurð í andlit, sem náði frá nefi niður á kinn. Ákærði bar við nauðvörn þar sem fórnarlambið hefði skyndilega ráðist á sig. Á það féllst dómurinn ekki. Ákærða var gert að greiða fórnarlambi sínu rúmar 260 þúsund krónur í skaðabætur og rúmar 300 þús- und krónur í sakarkostnað. Eftir Þröst Emilsson the@bladid.net Islendingar á Kanaríeyjum eiga þess nú kost að kjósa utankjör- fundar til alþingiskosninga á hinum rómaða Klörubar á Ensku ströndinni. Klara Baldursdóttir bareigandi er kjörstjóri og aug- lýsti kjörfund 22. og 23. apríl og svo eftir samkomulagi. „Ég fékk um þetta beiðni frá ut- anríkisráðuneytinu. Konsúllinn hefur verið veikur og því varð úr að ég tók þetta að mér. Það eru um það bil 60 íslendingar með fasta búsetu hér og rúmur helmingur hefur kosningarétt. Nú þegar hafa 27 kosið en einhverjir eiga enn eftir eftir að kjósa. Það eru hér ís- lendingar sem starfa við útgerðir í Las Palmas og víðar og þeir hafa verið í sambandi við mig vegna kosningarinnar,” segir Klara Baldursdóttir. Francisco Luis Carreras, kon- súll íslands í Las Palmas á Kanarí- eyjum, hefur undanfarið verið á sjúkrahúsi en hann hefur annast utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar og bæði haft opið heima hjá sér i Las Palmas og á gististað sem hann rekur á Ensku ströndinni. Klara á Klörubar á ekki von á að margir eigi eftir að óska eftir kjör- gögnum á Klörubar héðan af en ferðamannatíminn þennan vetur- inn er liðinn. „Já, síðasta vél fór í gær og því fátt um ferðamenn. Nú er hlé fram til 20. júní en þá byrjar ballið á ný. Flestir loka hér til þess tíma og jafn- vel lengur. Ég opna ekki aftur fyrr en 1. júlí,” segir Klara og bætir við að miklar breytingar verði vænt- anlega á högum hennar og manns hennar í haust. „Það er svo sem ekkert endanlega ákveðið en við stefnum að því að selja í haust. Ég er búin að standa í þessu síðan 1971 og hef rekið Klöru- bar frá því 1982 eða í 25 ár. Maður finnur að árin færast yfir og þetta er meira en að mæta síðdegis og kveikja ljósin. Við seljum væntan- lega innbúið og leigjum plássið nýjum eigendum,” sagði Klara Baldursdóttir, sem var á leið í lang- þráð frí á Costa Brava. Tveir enn á spítala Tveir menn liggja enn á lýtalækningadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss eftir að hafa brennst illa þegar heitavatnsrör sprakk við Vitastíg síðastliðinn miðvikudag. Að sögn læknis á deildinni er ástand þeirra stöð- ugt og hefur skánað mikið. Þeir eru þó enn frekar illa brenndir á fótum og þurfa að liggja inni eitt- hvað áfram. Hann sagði ómögu- legt að vita að svo stöddu hvort þeir munu bera áverka ævilangt, það komi í ljós á næstu vikum. Þó sé viðbúið að þeir þurfi að vera undir reglulegu eftirliti lækna eftir að þeir útskrifast. Eþíópía: Blóðbað á olíusvæði Tahð er að allt að 74 starfs- menn kínversks olíufyrirtækis í hinu afskekkta Ogaden-héraði í austurhluta Eþíópíu hafi verið drepnir í árás um tvö hundr- uð byssumanna í gærmorgun. Kínverskt olíufyrirtæki sem starfar í héraðinu staðfesti að níu Kínverjar hafi verið drepnir og sjö til viðbótar hafi verið rænt. Þá hafa fréttir borist af því að 65 eþíópískir heimamenn til við- bótar hafi einnig verið drepnir. Ekki hefur fengist staðfest hvaða hópur var að verki, en þeir réðust til atlögu gegn starfsmönnunum eftir bar- daga við eþíópíska hermenn sem vörðu vinnslusvæðið. GRAND VITARA Verð aðeins 3.690.000 Kíktu á suzukibilar.is SUZUKI ...er lífsstill! \i 188 hestöfl, 5 þrepa sjálfskipting, ÆSP.stöðUgleikakerfi og spólvörn, háttóg lágt drif, leðurklædd sæti, rafdrifin sóllúga, lykillaus ræsing og hurðaopnun, 17“ álfelgur, 6 diska geislaspilari, hraðastillir(cruise control) Y___I Upi / SUZUKI BÍLAR HF. %^2^keifunni 17:?Sími 568 5100.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.