blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 18
3 0 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 blaöiö íþróttir ithrottir@bladid.net ÞÚSUND KRÓNUR á ári eru sú meðalupphæð sem stuðningsmenn félaga í neðri deildum í Englandi eyða að jafnaði vegna áhuga síns. 1 Ferðalög, kaup á treflum og treyjum og miðar á leiki eru inni í þessari tölu. PRÓSENT kvenna yfir sjötugu stunda íþróttir að einhverju marki sértil heilsubótar sam- kvæmt nýlegri úttekt hérlendis. Er mikill munur á þeim og körlum á sama aldri en 11 prósent karlanna iðka íþrótt reglulega. Skeytm 1 Landsliðsmaðurinn Michael Essien hjá Chelsea varhandtekinní vikunni en hann reyndist hafa fengið sér nokkra gráa og ætlað sér að aka heim á leið. Var hann stöðvaður rúmlega íimm um morguninn af lögreglu en látinn laus gegn tryggingu. Ekki aðeins er kappinn döpur fyrirmynd heldur er með endemum að ein helsta stjarna Chelsea sé að drekka langt fram á morgun í sömu viku og lið hans keppir í undan- úrslitum Meistaradeildarinnar. Þjálfari Palermo, Francesco Gu- idolin, fékk sparkið í gær en lið hans hefur algjörlega brotnað sam- an síðustu vikurnar eftir stórkostlegt tímabil á síðustu leiktíð og fína spretti í haust. Er nú hæpið að félagið nái Evrópusæti en Pal- ermo situr í sjötta sæti seríu A. Allt á suðu- punkti í spænsku deildinni og Laporta,forseti Barcelona, ákveður að senda lið sitt til Egyptalands til að etja kappi við El-Ahly í vináttu- leik. Ekki alveg þó því Barca fær dágóða summu fyrir en gagnrýnendur líkja þessu við stefnu Real Madrid þegar stjörnufansinn var sem mestur hjá því liði. Þá var allt falt og liðið ferðaðist vítt og breitt fyrir peninga. u "ngstirnið Ro- binho hjá Real Madrid sem enn hefur ekki sýnt neitt af þeim hæfileikum sem hann á að hafa ætlar að hætta knattspyrnu um þrítugt og fara að kenna börnum. Skemmti- leg framtíðarsýn hjá þessum 23. ára gamla Brasilíumanni. Cristiano Ron- aldo vann í gær sín þriðju verðlaun á stuttum tíma þegar hann var kosinn leikmaður árs- ins i Englandi af stuðnings- mönnum. Áður hafði hann hlotið sams konar viðurkenningu frá knattspyrnusambandinu enska. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Jose Mourinho þarf ekki að eyða tíma í að stúdera leikmenn eða leik Liverpool fyrir fyrri leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistara- deildarinnar sem fram fer í kvöld. Það liggur alveg ljóst fyrir hver dag- skipun Rafa verður; liggja aftarlega, tveir pressa hverju sinni á væng- menn þeirra bláklæddu og skyndi- sóknir gegnum miðjuna þegar leik- menn Chelsea verða óþolinmóðir. Porto lék þennan leik gegn Chelsea og hefði það ekki verið fyrir arfaslakan markvörð liðs- ins hefði plottið getað gengið upp. Ekki þar fyrir að Rafa þurfi að taka Porto sér til fyrirmyndar. Rafa kann þá list vel að blása liði sínubaráttuandaí brjóst og fætur en Jose hefur mistek- ist það í vetur og sú áhersla á firna- sterka vörn og skipulagðar breið- fylkingar fram á völl með reglu- legu millibili sem gerði Chelsea að ógnvekjandi mótherjum áður hefur vikið fyrir barnslegri von og trú á að Didier Drogba setji eins og eitt eða tvö. Sem hann hefur sem betur fer gert fyrir liðið. Gárungar benda á að Rafa sé óútreiknanlegur. Hann hafi spilað sóknarbolta á útivelli gegn Barc- elona og dregið lið sitt til baka í seinni leiknum á Anfield. Chelsea spilar hins vegar ekki eins og Barca og framherjarnir Shevchenko og Drogba eru hættu- legri en framlína Barcelona. Þó er vert að hafa í huga að Chelsea hefur ekki skorað mark gegn Liverpool í fjórum síðustu viðureignum þess- ara liða í Meistaradeildinni. Oum- deilanlega er Chelsea sterkara og staða Chelsea í deildinni mun betri en hjá Liverpool. Chelsea hefur skorað fleiri mörk og fengið á sig færri, en mikilvægara er þó að Li- verpool hefur tapað átta leikjum á leiktíðinni meðan þeir bláklæddu hafa aðeins lotið þrívegis í gras. Eitt þeirra skipta var einmitt á Anfield. SÍÐUSTU LEIKIR Úrvalsdeild 20. jan. ‘07 Liverpool - Chelsea 2-0 17. sep. ‘06 Chelsea - Liverpool 1 -0 13. ágú.'06 Chelsea - Liverpool 1-2 Meistaradeild Liverpool - Barcelona 2-2 Liverpool - PSV 4-0 Chelsea - Porto 3-2 Chelsea - Valencia 3-2 Engin alvarleg meiðsl hrjá fót- gönguliða Rafa hjá Liverpool fyrir leikinn en Jose Mourinho verður að búa sig til leiks án Michael Essien sem er í banni. Þá eru Car- valho og Ballack afar tæpir vegna meiðsla. CHELSEA ?1 fIV ERP00L NHL-íshokkídeildin vestanhafs Kanadamenn fara hallloka Aðeins tvö kanadísk félög eru eftir í átta liða úrslitakeppni NHL-deildarinnar í íshokkí sem hefst í kvöld. Ottawa Senators og Vancou- ver Canucks verja kanadíska heiðurinn en gríðarleg rimma er milli Kanada og Bandaríkjanna í íshokkíinu sem er og hefur lengi verið þjóðaríþrótt þeirra fyrrnefndu. Aðeins Ottawa er talið eiga nógu öflugt lið til að gera alvarlega atlögu að Stanley-bikarnum en til þess þurfa þeir að yfirstíga New Jersey De- vils sem þekkja sigurgöngu vel og hafa unnið bikarinn nýlega. Óvæntasta liðið til að komast í átta liða úrslitin er New York Ran- gers sem urðu sjöttu í sínum riðli og mæta Buffalo. Vancouver fær Anaheim og Detroit ætti að skauta nokkuð létt yfir San Jose. NBA-deildin Mitchell er maðurinn Sam Mitchell, þjálfari Toronto Raptors, var valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni í körfubolta af kollegum sínum og blaðamönnum en lið hans sigraði í 47 leikjum í deildinni og vann Atlantshafsriðil sinn í vetur. Mitchell hefur þjálfað Raptors síðan 2004 en var þar áður aðstoðarþjálfari hjá sama liði. Hefur hann jafnt og þétt aukið samheldni og keppnisskap leikmanna sinna og árangurinn ekki látið á sérstanda. Hinn gamalreyndi Jerry Sloan hjá Utah Jazz kom næstur og þriðji varð Avery Johnson hjá Dallas. Toronto var 0-1 undir eftir fyrstu viðureign sína í úrslitakeppni NBA gegn New Jersey þegar Blaðið fór í prentun.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.