blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 1
Þeysa um Bandaríkin
Bk Vinirnir Ólafur Tryggvason og
Valur Rafn taka þátt f kapp-
akstri þvert yfir Bandaríkin í
H? sumar er nefnist The Great
American Run en þeir aka 600
■■ hestafla Mustang.
Alltaf að sofa
Hlaut verðlaun
Brynhildur Þórarinsdóttir hlaut Nor-
rænu barnabókaverðlaunin fyrir
^ bækurnar Njálu, Eglu og Lax-
Sk dælu en þar gerir hún íslend-
■ ingasögur aðgengilegar
■ fyrir börn og unglinga.
Nylon-söngkonan Klara
Ósk Elíasdóttir segir .
að leyndardómur- m
inn á bak við gott
útlit sé að sofa w
vel og borða vel.
ORÐLAUS »
76. tölublað 3. árgangur
miðvikudagur
25. apríl 2007
FRJALST, OHAÐ & OKÍ
KJÓSUM MED
ÍSLANDSHREYFINGIN
Ufíuuii LuuL
170 bíða fyrstu komu á barna- og unglingageðdeildina:
Biðlistinn tvöfaldaðist
á tveimur mánuðum
■ Horfur á enn lengri lista ■ Aukinn flótti fagfólks ■ Álag og lág laun
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net
í febrúarbyrjun biðu rúmlega 8o börn eftir fyrstu
komu á göngudeild barna- og unglingageðdeild-
arinnar, BUGL, við Dalbraut. I dag bíða 170 börn
eftir fyrstu komu á göngudeildina. Biðlistinn
hefur tvöfaldast á rúmum tveimur mánuðum og
við blasir að hann lengist. Meðalbiðtíminn er nær
18 mánuðir.
„Ég sé ekkert framundan sem mun koma í veg
fyrir að biðlistinn lengist," segir Ólafur Ó. Guð-
mundsson, yfirlæknir á BUGL. Hann segir ekkert
benda til að börnum með geðraskanir hafi farið
fjölgandi, heldur hafi stjórnendur göngudeildar-
teymis ekki treyst sér til að taka við nýjum málum
þar sem ekki séu fyrir hendi nógu margir starfs-
menn til að sinna þeim.
í febrúarlok tók Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra fyrstu skóflustungu að byggingu nýs hús-
næðis fyrir göngudeild BUGL. Fyrirhugað er að hús-
næðið verði fullbúið í maí á næsta ári en með því
fjölgar viðtals- og meðferðarherbergjum.
„Barna- og unglingageðdeildin veitir faglega þjón-
ustu og meðferðartækin eru fagfólkið. Aðstaðan var
ófullnægjandi en nýtt húsnæði eitt og sér breytir
ekki möguleikum okkar til meðferðar þegar með-
ferðartækin vantar,“ bendir Ólafur á.
Fagfólk hefur flúið BUGL og meiri horfur eru á
að því fækki enn frekar en að því fjölgi, að því er
Ólafur greinir frá. Stöður lækna, sálfræðinga, iðju-
þjálfa og félagsráðgjafa eru lausar. „Launin eru
lakari hér en þau laun sem bjóðast annars staðar.
Starfinu hér fylgir jafnframt töluvert álag því að
við erum með alvarlegustu tilfellin. Það er erfitt
að manna stöðurnar þegar aðstæður eru svona. Ef
það tekst er um að ræða ágætisfólk en það er nýút-
skrifað og vantar reynslu."
Ólafur kveðst vita ósköp lítið um laun þegar hann
er spurður hvort hækkun launa geti lokkað reynt
starfsfólk til BUGL. „Kannski þarf bara að ákveða
hvort draga eigi starfsemina hér saman og láta ein-
hverja aðra stofnun sinna starfseminni."
Nú þegar hefur starfsemi á legudeildum BUGL
verið dregin saman. „Þegar kerfið er of þanið má
það ekki við þessu,“ segir yfirlæknirinn.
Slæmar fréttir
fyrir Superman
Bláklædda ofurhetjan meö rauöu
skikkjuna má nú heldur betur fara aö
vara sig ef grunur vísindamanna reyn-
ist réttur. Vísindamennirnir fundu
á dögunum dularfullt efni sem þeir
könnuöust ekki viö. Reyndist efnið
vera kryptonít sem í myndasögunum
er eina efnið sem vinnur gegn ofur-
kröftum Superman. Vísindamaður
sem rannsakaði efnið var mjög hissa
er hann frétti aö formúla kryptoníts-
ins væri sú sama og lýst er í nýjustu
myndinni um ofurhetjuna, Superman
Returns. Þar er blandan rist í stein
sem Lex Luther, erkióvinur Super-
man, stelur af safni. Útlit efnisins er
þó ekki alveg eins og lýst er í ævintýr-
unum. Því miður er þaö ekki grænt
og þaö glóir ekki heldur. Þaö er hvítt
en aö öllu öðru leyti samræmist þaö
steininum sem inniheldur kryptonít.
Níðingar á Netinu
Barnahús hefur á síðustu 15 mánuðum
rannsakaö 21 mál þar sem börn hafa
orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eöa
áreitni vegna netnotkunar. I fæstum
tilvikum eru málin kærö til lögreglu og
níöingarnir nást sjaldnast.
FRÉTTIR » 2
Kosið á Klörubar
Islendingar kjósa nú utankjörfundar á
Klörubar á Ensku ströndinni á Kanarí-
eyjum. Klara á Klörubar er kjörstjóri.
Hún lokar brátt barnum í síðasta sinn en
hann er nú til sölu.
FRÉTTIR » 6
Loks lífleg barátta
Fjöldi manns lagði leið sína á kapþræðufund þeirra Bjarna Harðarsonar, annars manns á framboðslista Framsóknarflokks, og Árna
Johnsen, annars manns á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Hugmyndina að fundi þeirra í Litlu kaffistofunni átti Árni John-
sen og þótti fundurinn hinn líflegasti og hvass á köflum. Bjarni hefur enda verið ófeiminn við að gagnrýna sjálfstæðismenn þótt
flokkarnir séu í sömu sæng til 12. maí að minnsta kosti.
NEYTENDAVAKTIN
Verð á síma - Nokia 5140i
Verslun:
BT
Elko
Hátækni
Vodafone
Símabær
Síminn
Verð:
14.999
11.900
15.495
14.900
12.995
16.900
Verð í krónum í völdum verslunum
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
wm USD SALA 64,61 % -0,31 ▼
ÍSSIS GBP 128,72 -0,30 ▼
mwm uwm DKK 11,75 0,01 A
• JPY 0,54 -0,30 ▼
— EUR 87,52 0,0 ♦
GENGISVÍSITALA 119,04 -0,13 ▼
ÚRVALSVÍSITALA 7.804,43 -0,40 ▼
Samfylkingin
/
Okeypis tannvernd fyrir börnin
Ágúst Ólafur Ágústsson, 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
Katrín Júlíusdóttir, 2. sæti í suðvesturkjördæmi