blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2007 27 kolbrun@bladid.net Eg get mánuð hrósi. Afmælisborn dagsms ELLA FITZGERALD DJASSSÖNGKONA 1917 OLIVER CROMWELL UPPREISNARFORINGI, 1599 EDWARD R. MURROW ÚTVARPS- OG SJÓNVARPSMAÐUR, 1908 AL PACINO LEIKARI, 1940 Halldór Guðmundsson Úrvalsbók Halldórs Laxness Út er komin hjá Vöku - Helga- felli Úrvalsbók Halldórs Laxness. í bókinni er að finna 24 verk, ýmist hluta eða í heilu lagi, sem Halldór Guð- mundsson bókmennta- fræðingur og rithöfundur hefur valið. Halldór hefur jafnframt ritað stutt aðfaraorð að hverju verki, auk þess að skrifa inngang að bókinni. Aftast í henni er að finna skrá yfir bækur Halldórs Laxness og jafnframt skrá yfir helstu bækur sem til eru um hann á íslensku. ( Úrvalsbók eru bæði hlutar úr skáldsögum, smásögur, rit- gerðir og Ijóð og auk þess tvær skáldsögur í heilu lagi, Brekku- kotsannáll og Kristnihald undir Jökli. Úrvalið nær yfir sextíu ár af höfundarferli Halldórs og á að gefa glögga mynd af fjölbreytn- inni í viðfangsefnum hans og efnis- tökum. Öll verkin eru birt með venjulegri nútímastafsetningu, en ekki þeirri stafsetningu sem Hall- dór kaus að hafa á verkum sínum frá og með síðari hluta fjórða áratugarins. Til eru þeir, ekki síst yngri lesendur, sem hafa látið staf- setninguna fæla sig frá verkunum og þótti tímabært að gefa þeim kost á að lesa þau með venjulegri stafsetningu, en sérkennilegar orð- og beygingarmyndir skálds- ins fá að sjálfsögðu að halda sér. Á sínum tíma gaf Halldór Laxness út (slendingasögur með nútímastafsetningu þegar hann taldi að hefðbundin fornritastaf- setning þvældist fyrir almennum lesendum, svo segja má að hér sé aðferð hans sjálfs beitt. Halldór Guðmundsson, sem annaðist útgáfuna, er handgeng- inn verkum skáldsins og hlaut á sínum tíma (slensku bókmennta- verðlaunin fyrir verk sitt, Halldór Laxness - ævisaga. Úrvalsbók Halldórs Laxnesss er gefin út bæði innbundin og sem kilja. Innbundnu útgáfunni fylgir DVD-diskur með kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Kristni- haldi undir Jökli. Uppskriftabók fyrir sælkera Út er komin hjá Sölku uppskrifta- bók fyrir ferðaglaða sælkera. Höfundurinn, Sigríður Gunn- arsdóttir, hefur í fjölmörg ár búið í Frakklandi. Hér býður hún les- anda í sælkera- ferð um öll héruð Frakklands; hún lýsir staðháttum, sögu og stemningu staðanna auk þess að bera á borð krásir sem eru einkennandi fyrir hvern stað. Bókin er fallega myndskreytt með 135 uppskriftum. Ljósmyndirnar í bókinni eru eftir Silju Salle, dóttur höfundar. •lúitíj’ 'í&jt Brynhildur Þórarins að er fyrst og fremst óskaplega skemmtilegt að fá svona verðlaun, en auðvitað er þetta líka mikil hvatning og við- urkenning á því sem ég hef verið að gera. Það eru tólf ár síðan ég byrjaði að hugsa um hvort hægt væri að laga íslendingasögurnar að börnum - ég renndi algerlega blint í sjóinn með þetta á sínum tíma. Nú finnst mér ég hafa fengið staðfestingu á því að þetta var ekki bara hægt heldur líka þarft og tímabært," segir Brynhild- ur Þórarinsdóttir en í síðustu viku var tilkynnt að hún hlyti Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bækurn- ar Njálu, Eglu og Laxdælu. Þar færir hún þessar frægu íslendingasögur í aðgengilegan búning fyrir börn og unglinga. Einfalda flóknar fléttur Nú eru þessar sögur langar ogsum- ar ansi flóknar ogþú setur þær í ein- faldan búning. Hvernig gerirðu það án þess að sögurnar tapi bókmennta- gildi sínu? „Það er mikil vinna, því verður ekki neitað. Ég lúsles útgáfu Hins ís- lenzka fornritafélags, skrifa hjá mér allt sem mér þykir nauðsynlegt að hafa með, jafnt atburði sem merk til- svör og orðatiltæki. Úr þessu verður mikill óskapnaður sem ég er marga mánuði að vinna úr og þá hef ég til hliðsjónar ýmislegt úr fræðunum. Mér frnnst mikilvægt að börnin fái samfelldan texta, að þau geti upplif- að spennu og lifað sig inn í atburða- rásina. Það geta þau ekki ef það er einhver stikkorðastíll á frásögninni. Ég fækka því frekar atburðum en að tæpa á öllu, og stundum þarf ég að drepa fleira fólk en söguhetjurnar gerast sekar um. Þá þarf að byggja brýr milli atburða og einfalda flókn- ar fléttur. Aðalatriðið er að persón- urnar séu skýrar, að börn geti eign- ast sína uppáhaldspersónu í bókinni. Svo fer heilmikil vinna í að útbúa hliðarefni á hverja opnu, þar eru til dæmis orðskýringar, upplýsingar um hefndarskylduna, kynjahlutverk, stéttir, konunga og fleira sem auð- veldar börnum að skilja sögurnar.“ Það er nokkuð mikið ofbeldi í Is- lendingasögunum. Þarftu að draga úr því þar sem börn eiga í hlut eða lœturðu það standa? „Hvernig er hægt gefa út íslend- ingasögur án bardaga? Auðvitað er vopnaskak í bókunum mínum. Börnin verða að fá að upplifa þenn- an sagnaheim, bæði harminn og hamingjuna. Ég dreg kannski úr blóðugustu lýsingunum og svo skiptir máli hvernig þær eru mynd- skreyttar. Margrét E. Laxness gerir það snilldarvel og alveg án þess að ofbeldið verði í forgrunni." Sterk innlifun Hvernig viðbrögð hefurðu fengið við sögunum frá börnum og hvaða saga er vinsœlust hjá þeim? „Börn hafa tekið þessum bókum virkilega vel, miklu betur en ég þorði að vona í upphafi. Ég hef líka farið víða og lesið upp og séð krakka hlaupa út í frímínútur á eftir og kalla „minn er Gunnar“ og „mín er Hallgerður". Þau virðast alveg geta lifað sig inn í þessi verk. Mér finnst merkilegast að það sem hreyfir mest við þeim eru ekki hetjudáðirn- ar heldur að þetta er venjulegt fólk sem á í hlut, pabbar, mömmur, afar, ömmur. Það var mikil sorg þegar einn hópurinn uppgötvaði að af- inn og amman í Njálu dóu í brenn- unni. Ég á erfitt með að meta hvaða saga er vinsælust. Njála hefur selst mest en Laxdæla höfðar kannski til flestra. Egla er fyndnust og um leið gróteskust, það er alltaf stór hópur sem kann að meta það.“ Ætlarðu að halda áfram að endur- segja íslendingasögur og þá hvaða sögur? „Það er aldrei að vita nema ég ráðist í fleiri - ef ég finn tíma og ef Margrét nennir að teikna fleiri víkinga. Það eru um 40 sögur eftir! Kannski við tökum Gretti einhvern tímann, það er hætt við að hann gangi aftur ef hann fær ekki að vera með. Núna er ég hins vegar að klára sögu sem gerist 1000 árum seinna en íslendingasögurnar og ætla að einbeita mér að nútímanum um skeið.“ Ginger Rogers deyr menningarmolinn Á þessurn degi lést leikkonan Ginger Rogers, 83 ára gömul. Hún er þekktust fyrir þær tíu dans- og söngvamyndir sem hún lék í ásamt Fred Astaire. Hún lék einnig í fjölda gamanmynda og dramatískra mynda og hlaut Óskarsverðlaun ár- ið 1940 fyrir leik sinn í Kitty Foyle. Það var móðir Ginger Rogers sem ýtti henni út á framabraut korn- ungri og var alla tið helsta stoð og stytta dóttur sinnar. Ginger gekk fimm sinnum í hjónaband og skildi jafnoft. Hún var barnlaus. Hún hafði glöggt viðskiptavit og varð ein auðugasta leikkonan í Holly- wood. Hún hélt áfram að leika fram á sjöunda áratuginn og sló í gegn á sviði í söngleikjunum Hello Dolly og Mame. Eftir það dró hún sig í hlé á búgarði sínum í Oregon þar sem hún lést.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.