blaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
blaðið
UTAN ÚR HEIMI uwmfc* Tíu látast í sprengingu Tíu manns létu lífið í sprengingu á kaffihúsi í borg- inni Orsk sem er skammt frá landamærum Kasakst- ans. Talsmaður rússneska öryggismálaráðuneyt- isins segir orsök sprengingarinnar óljósa en aðrar fréttir herma að um íkveikju hafi verið að ræða.
Páfi lýkur opinberri heimsókn
Benedikt XVI. páfi lauk um helgina fimm daga
heimsókn sinni til Brasilíu. Þetta varfyrsta
heimsókn páfa til Rómönsku-Ameríku. Hann lýsti
yfir áhyggjum af aukinni misskiptingu í álfunni og
kenndi alræðistilburðum leiðtoga álfunnar um.
IHililTilil'J
Milljón manna mótmæli
Ein milljón mótmælti hugsanlegum áætlunum
tyrkneskra stjórnvalda um að minnka skilin á
milli ríkis og trúarbragða í borginni Izmir í gær.
Mótmælin eru þau fjórðu síðan stjórnarflokkur-
inn tilnefndi Gul sem frambjóðanda sinn.
Palestína:
Afsögn ráð-
herra slæm
Ismail Haniya, forsætisráð-
herra Palestínu, hefur samþykkt
afsögn Hani Qawasmi innanrík-
isráðherra. Afsögn hans kemur í
kjölfarið á mannskæðum átökum
á milli fylkinga Palestínumanna.
Sjö létu lífið og átján slösuðust
í átökunum á sunnudag. Allt
að 400 manns hafa látið lífið í
átökum á Gaza frá því að Hamas
vann þingkosningarnar í fyrra.
Fréttaskýrendur telja að afsögnin
geti stefnt samstjórn Hamas og
Fatah í hættu. Qawasmi, sem
er utan flokka, var skipaður í
embætti innanríkisráðherra
eftir margra mánaða óvissu.
VtK-lK
Eltak sérhæflr sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóöum mesta úrval
á íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafdu sumband
^ ELTAK...........
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Minnihlutastjórn
ekki raunhæf
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir enga fundi hafa átt sér stað
milli síns flokks og annarra. „Ríkisstjórnin situr
enn og því ekkert annað að gera í sjálfu sér en að
bíða átekta. Við erum að spá í stöðuna og það er
alltaf þannig að það eru tækifæri í öllum stöðum,
sama hvernig það spilast.“
Hún segir hugmyndina um minnihlutastjórn
Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi
Framsóknarflokksins þó ekki vera raunhæfan
kost. „Steingrímur kastaði þessari hugmynd
fram við mig en mér finnst þetta óraunhæft. Ég
hef sagt það áður að það þurfi að vera góður þing-
meirihluti á bak við þá ríkisstjórn sem hér ætlar
að sitja á komandi árum og takast á við þau verk-
efni sem eru framundan."
Ingibjörg treystir sér ekki til að segja til um hvort
núverandi stjórnarflokkar haldi sínu samstarfi
áfram. „En það er greinilega verið að leita einhverra
leiða til þess að halda þessu gangandi. En mér finnst
það náttúrlega ekki raunhæfur kostur."
Hún telur stöðu þeirra ráðherra Framsókn-
arflokksins sem ekki komust inn á þing, Jóns
Sigurðssonar og Jónínu Bjartmarz, vera slæma
og segir að það myndi þýða miklar tilfæringar
ef þau ættu að halda áfram sem ráðherrar. „Ég
held að það væri flókið ef þau myndu bæði sitja
í ríkisstjórn. Það er ekkert að því í sjálfu sér að
sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn og ég hef
alltaf litið á það sem raunhæfan möguleika. En
vandinn er auðvitað sá að hvorki Jón né Jónína
náðu kjöri. Það er alveg ný staða að hafa boðið sig
fram til starfa og ekki fengið kosningu. Það gerir
stöðuna miklu snúnari."
Hún treystir sér ekki til að fullyrða um að fram-
boð íslandshreyfingarinnar hafi orðið þess vald-
andi að stjórnin hélt velli. „Það er hins vegar al-
veg ljóst að þarna duttu ansi mörg atkvæði niður
dauð og það má gera ráð fyrir því að talsverður
hluti þeirra hefði endað hjá okkur eða Vinstri
grænum. Það hefði getað riðið baggamuninn."
Steingrímur J. Sigfússon:
Núverandi
stjórn er ónýt
„Staðan er ósköp róleg eins og er. Boltinn er
hjá stjórnarflokkunum og við bíðum átekta. Á
meðan þeir gefa sterklega til kynna að þeir ætli
að halda áfram þá hefur það einfaldlega sinn
gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hann
segir sinn flokk hvorki hafa átt í formlegum né
óformlegum fundarhöldum með neinum öðrum
flokki varðandi mögulegar stjórnarmyndanir.
„Við höfum bara fundað í okkar eigin hópi. Þetta
er allt saman í biðstöðu."
Steingrímur segist þó telja núverandi ríkis-
stjórn ónýta. „Mér finnst varla annað við hæfi
en að hún biðjist tafarlaust lausnar vegna þess að
þessi stjórn er svo löskuð að það er ekki hægt að
bjóða þjóðinni upp á hana. Það er búið að hafna
öðrum stjórnarflokknum rækilega. Á virkilega
að bjóða fólki upp á það að Jón Sigurðsson og Jón-
ína Bjartmarz verði áfram ráðherrar? Annað féll
út af þingi og hitt náði ekki inn á þing. Er það
lýðræðislegt?"
Ögmundur Jónasson, samflokksmaður Stein-
gríms, hefur velt upp möguleikanum á minni-
hlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar sem
Framsókn myndi verja falli. Steingrímur segir
ekki mikið annað um það að segja en að það
sé einn möguleiki af mörgum. Þrír möguleikar
séu á meirihlutastjórnum utan áframhaldandi
samstarfs núverandi ríkisstjórnarflokka. „Það
eru stjórnir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar,
stjórn okkar og Sjálfstæðisflokks og stjórn með
okkur, Samfylkingu og Framsóknarflokknum.
En það eru nú ýmis tormerki á þessu öllu saman
og þess vegna velta menn fyrir sér hvort til séu
fleiri kostir í stöðunni en að núverandi ríkis-
stjórn sitji áfram. Þá sér maður í fljótu bragði
ekki aðra en tvo, annars vegar þessa varadekks-
hugmynd að Frjálslyndir komi sem þriðja hjól
undir vagn núverandi ríkisstjórnar, eða stjórn
til vinstri sem Framsókn myndi þá væntanlega
verja falli.“
Guðjón Arnar Kristjánsson:
Stjórnin fær
Margrétarnafnið
„Við erum ekki í viðræðum við neinn heldur
erum bara að spjalla saman innan flokksins,“
segir Guðjón Árnar Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, þegar hann er spurður
um hver staða hans flokks væri á þessari stundu.
Hann segir það eðlilega stöðu, enda sé ný ríkis-
stjórn ekki að fæðast eins og er. Sú gamla sé enn
við völd.
Þeim möguleika hefur verið velt upp að Frjáls-
lyndir komi inn í núverandi ríkisstjórn og Guð-
jón Arnar útilokar það ekki fremur en samstarf
við nokkra aðra.
„Við höfum alltaf sagt að það séu málefnin sem
skipta máli, ekki endilega stólar og titlar. Það er
Ijóst að við stöndum fyrir ákveðin málefni og
ef við eigum að eiga aðild að ríkisstjórn, með
hverjum sem það yrði, þá viljum við auðvitað að
eitthvað af þeim málefnum sé uppi á borðinu.
Hann segist sjá fátt annað í stöðunni en að nú-
verandi ríkisstjórnarsamstarf haldi áfram. „Ég
get ekki séð að þeir ætli að slita því samstarfi.
Það er ekkert slíkt í spilunum sýnist mér. En
Framsóknarflokkurinn er náttúrlega búinn að
segja ákveðna hluti í sambandi við það og ef þeir
ætluðu að fara eftir því sem þeir sögðu í kosning-
unum þá væru þeir hreinlega búnir að lýsa því
yfir að þeir teldu þessa ríkisstjórn ekki hafa nægi-
legt umboð til að starfa. En þeir hafa ekki gert
það.“
Guðjón Arnar telur innkomu Islandshreyfing-
arinnar hafa skipt sköpum fyrir útkomu kosning-
anna. „Þegar eitt afl í viðbót kom inn sem var lík-
legt til að taka þónokkuð af atkvæðum án þess að
fá einn einasta þingmann kjörinn var alveg hægt
að búast við þessari niðurstöðu úr kosningunum.
Þessi ríkisstjórn fær Margrétarnafnið í framtíð-
inni. Hún getur ekki fengið neitt annað nafn,“
segir Guðjón Arnar og vísar þar til Margrétar
Sverrisdóttur, varaformanns Islandshreyfingar-
innar, sem yfirgaf Frjálslynda flokkinn skömmu
fyrir kosningar.
Kristinn H. Gunnarsson:
Felldi tvo framsóknarmenn
Kristinn H. Gunnarsson náði
kjöri sem jöfnunarþingmaður fyrir
Frjálslynda flokkinn. Þetta er þriðji
flokkurinn sem hann nær kjöri fyrir,
en hann var áður í Alþýðubandalag-
inu og Framsóknarflokknum. Krist-
inn skipti yfir í Frjálslynda flokkinn
á miðju síðasta kjörtímabili eftir
að hafa orðið undir í prófkjöri hjá
Framsókn, en hann hafði nokkrum
sinnum lent upp á kant við forystu
flokksins.
Hann var að sjálfsögðu ánægður
með kjörið. „Þetta var ljómandi
gott og ég ber mig bara vel. Það stóð
aldrei neitt annað til en að ég færi
aftur á þing.“ Framan af nóttu leit
út fyrir að Kristinn næði ekki inn
á þing. En þegar hann loks mældist
inni, ýtti hann tveimur framsóknar-
mönnum af þingi, Herdísi Sæmunds-
dóttur og sjálfum formanninum,
Jóni Sigurðssyni. „Þetta var vissu-
lega athyglisvert," sagði Kristinn.
ÚLFLJÓTSVATNI
Upplýsíngar og skráning á netinu:
www.ulfljotsvatn.is
Kassaklifur - GPS ra+leikir - Bá+asiglingar - Va+naleikir - Frumbyggjas+öi/f
Fyrir stráka og stelpur 8-1 2 ára - skipt í hópa eftir aldri
Krassandi útilífsaBvintýri - fjör og hópeflisandi!
%%
INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is.