blaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 12
blaðið
blaöi
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Stjórnin hélt
Þingkosningarnar um helgina voru, eins og flestir bjuggust við, gríðar-
lega spennandi. Alveg frá því fyrstu tölur voru birtar var ljóst að stjórnar-
samstarfið hékk á bláþræði. Þegar talningu var lokið kom í ljós að stjórnin
hélt með minnsta mögulega meirihluta. Úrslitin komu í sjálfu sér ekki á
óvart.
Það er augljóst hverjir eru sigurvegarar þessara kosninga. Það eru Sjálf-
stæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð - flokkarnir sem
eru lengst til hægri og lengst til vinstri á hinum pólitíska ás. Stjórnarflokk-
arnir fengu mjög ólík skilaboð frá kjósendum á laugardaginn. Sjálfstæðis-
flokkurinn jók við fylgi sitt og bætti við sig þremur þingmönnum á meðan
Framsóknarflokkurinn galt afhroð. Féll úr tæpum átján prósentum i tæp
tólf og missti fimm þingmenn.
Það er erfitt fyrir sjálfstæðismenn að túlka þessa niðurstöðu öðruvísi en
svo að það sé krafa kjósenda að flokkurinn muni leiða næstu ríkisstjórn.
Fylgisaukning eftir áralanga setu í ríkisstjórn eru skýr skilaboð. Forystu-
mönnum Framsóknarflokksins er hins vegar vandi á höndum. Flokkurinn
fékk, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, skýr skilaboð frá kjósendum. Skilaboðin
voru bara ekki jafn jákvæð. Það verður afar erfitt fyrir Framsóknarflokkinn
að réttlæta áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum.
Ráðherrar flokksins sögðu að ef fíokkurinn hlyti ekki viðunandi kosningu
þá myndi hann ekki fara í ríkisstjórn. Nú er spurningin sú hvort sex prósent-
ustiga tap milli kosninga og næstum helmingi minni þingflokkur sé viðun-
andi staða. Svarið er í raun einfalt. Nei.
Þrátt fyrir með afbrigðum laka útkomu Framsóknarflokksins þá eru
blikur á lofti. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Blaðinu
i dag góðar líkur á að stjórnin haldi áfram að starfa saman á þessu kjörtím-
bili. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ekki náði kjöri í
Reykjavík frekar en Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir
áframhaldið alfarið velta á því hvort samkomulag næst um málefni.
Vinstri grænir unnu kosningasigur. Það er engum blöðum um það að
fletta. Flokkurinn næstum tvöfaldaði þingflokkinn hjá sér og er nú orðinn
sá þriðji stærsti. Orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn. Þó svo erfitt sé að
fullyrða nokkuð um það þá er vel hugsanlegt að íslandshreyfingin hafi tekið
fylgi frá Vinstri grænum. Það væri kaldhæðni örlaganna ef flokkurinn, sem
barðist hatrammlega gegn stóriðjustefnu stjórnarinnar, hefur tryggt stjórn-
arflokkunum meirihluta.
Samfylkingin getur þokkalega vel við unað eftir þessar kosningar, en alls
ekkert meira en það. Flokkurinn mældist mjög lágur í könnunum framan
af en bætti sig á lokasprettinum. Niðurstaðan er samt sem áður fjögurra pró-
sentustiga fylgistap og 18 manna þingflokkur en ekki 20.
Frjálslyndi flokkurinn endaði með þvi að verja sína stöðu. Hann er nán-
ast með sama fylgi og hann fékk fyrir fjórum árum. Forystumenn flokks-
ins, sem fyrr í vetur höfðu gert sér vonir um að rjúfa tíu prósenta múrinn,
geta samt þokkalega vel við unað. Það er samt ekkert annað í spilunum hjá
floklcnum en stjórnarandstaða næstu fjögur ár.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf áauglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Harðviðarpallaefni, Massaranduba
25 x 145 mm, lengd: 215 - 430 sm
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
Eftir á að hyggja
Þá er búið að kjósa. íslandshreyf-
ingin fékk því miður ekki þing-
menn kjörna en hefði fengið tvo
menn kjörna ef mörkin hefðu ekki
verið færð jafn hátt og raun ber
vitni. Áður náðu flokkar tveimur
mönnum á þing með 3 prósenta
fylgi. Þessu hefur verið breytt með
lögum þannig að nú þarf að ná 5
prósentum á landsvísu til að ná inn
manni. Þetta er óeðlilega hár þrösk-
uldur sem flokkarnir sem fýrir eru
hafa reist til að verja sitt vígi, ef svo
má að orði komast. Svona há mörk
þekkjast ekki á hinum Norðurlönd-
unum. Sem dæmi má nefna að
mörkin eru 2 prósent í Danmörku.
Annar þröskuldur er sá, að það er
afar erfitt fyrir hugsjónafólk sem
þarf að greiða kosningabaráttuna
úr eigin vasa, að keppa á auglýs-
ingamarkaði við flokka sem hafa
skammtað sér hundruð milljóna úr
ríkissjóði til kosningabaráttunnar.
Það er sannarlega ójafn leikur.
Gaf íslandshreyfingin
ríkisstjórninni líf?
Það er fráleitt, sem sumir hafa
viljað halda fram, að Islandshreyf-
ingin hafi gefið ríkisstjórninni líf
með framboði sínu. Ætla má, miðað
við stöðu íslandshreyfingar hægra
megin á miðju stjórnmálanna, að
framboð hennar hafi frekar komið
í veg fyrir að þeir 6000 kjósendur
sem kusu Islandshreyfinguna, kysu
stjórnarflokkana. Reyndar höfðu ör-
fáir þeirra kosið Vinstri græna áður,
en það var eingöngu vegna þess að
ekki bauðst flokkur hægra megin við
miðju sem lét sig umhverfismálin
miklu varða. Það er verulegt áhyggju-
Klippt & skorið
efni hversu miklu skoðanakannanir
ráða um framvindu stjórnmálanna
hér á landi. Ef flokkar mælast elcki
vel i skoðanakönnunum fælir það
fylgi frá. Þá er hamrað á því að fólk
eigi ekki að kasta atkvæðum sínum
á glæ. í öðrum löndum tíðkast að
banna skoðanakannanir í viku
til tíu daga fyrir kosningar vegna
þess að þær eru skoðanamyndandi.
Það hlýtur að verða skýlaus krafa
að framkvæmd lýðræðis sé ekki
með þeim hætti að það viðgangist
að birta skoðanakannanir fram á
kjördag.
Margrét Sverrisdóttir
Framsókn hrifsar völdin
þrátt fyrir afhroð
Nú er beðið í ofvæni eftir þvi
hvernig stjórnarmyndun verður.
Alltaf skal Framsókn enda í lykil-
stöðu. Þrátt fyrir að Framsóknar-
flokkurinn hafi goldið afhroð og
formaðurinn ekki náð kjöri á þing,
heldur ríkisstjórnin. Allir helstu
forkólfar Framsóknar voru búnir
að lýsa því yfir dagana fyrir kosn-
ingar að þeir færu ekki í stjórn ef
úrslitin yrðu í samræmi við skoð-
anakannanir sem sýndu að stór-
tap var í uppsiglingu. En þegar á
hólminn er komið snúa þau öll við
blaðinu og eru alveg til í að hanga
á völdunum eins og hundur á roði
með eins manns mun. Þetta er erfið
staða fyrir Geir Haarde, því ef hann
afþakkar samstarfið við Framsókn,
þá getur Framsókn farið í samstarf
með R-lista flokkunum og skilið
Sjálfstæðisflokk eftir úti í kuldanum.
Framsókn er alltaf opin í báða enda.
En Framsóknarflokkurinn má sann-
arlega vara sig, því íslenskir kjós-
endur eru löngu búnir að fá nóg af
því að hafna flokknum í kosningum
en sjá hann hrifsa öll völd þrátt fyrir
það. í borginni gerðist þetta síðast,
þar sem Framsókn fékk minnstan
stuðning kjósenda, aðeins 6 prósent
atkvæða og einn mann kjörinn, en
hefur helmingsvöld í borginni þrátt
fyrir það!
Horft til framtíðar
Islandshreyfingin er fullmótaður
stjórnmálaflokkur sem mun láta
sig þjóðfélagsmál varða héðan í
frá sem hingað til. Ég vil að lokum
færa þeim kjósendum sem studdu
íslandshreyfinguna bestu þakkir
og einnig því frábæra fólki sem ég
hef kynnst í starfi Islandshreyfing-
arinnar fyrir ótrúlega óeigingjarnt
starf og vænti góðs samstarfs áfram.
íslandshreyfingin á mikið hlutverk
fyrir höndum við að standa vörð um
náttúru íslands og öflugt atvinnu-
og efnahagslíf í landinu, bæði á
sveitarstjórnarvettvangi sem og á
landsvísu.
Höfundur er varaformaður
Islandshreyfingarinnar
orsteinn Pálsson, ritstjóri Frétta-
blaðsins, er á því að rétta staðan sé
sú að Sjálfstæðisflokkur og Samfylk-
ing myndi nýja ríkisstjórn. Hann segir í blað-
inu í gær: „Álitamálið um hvort hyggilegt
er að halda núverandi
stjórnarsamstarfi áfram
snýst ekki um nauman
meirihluta. Viðreisnar-
stjórnin sýndi að það er
ekki vandi. Hitt er raun-
veruleg spurning hvort
allir þingmenn og forystumenn Framsóknar-
flokksins hafa gert upp við sig hvert flokkur-
inn á að stefna." Og í lokin segir Þorsteinn:
„Komi til nýrrar stjórnarmyndunar sýnist því
vera nærtækast fyrir Sjálfstæðisflokk og Sam-
fylkingu að semja."
Jónas Kristjánsson ritstjóri erekki sátturvið
áframhaldandi stjómarsamstarf ef dæma
má skrif á heimasíðu hans, jonas.is. Þar segir
hann: „Þegar búið var að telja upp úr kössunum,
missti fólkið völd og traust.
Forstjórar stjórnmálaflokk-
anna gripu aftur máttinn og
dýrðina. Þeir passa að láta
kjósendur ekki vita um efni
brallsins, sem hófst í kjölfar
kosninganna. Fjölmiðlarkom-
ust að fundi Geirs og Jóns og fundi Ingibjargar
og Steingríms. En ekkert lekur um, hver hyggst
vinna með hverjum f næstu ríkisstjórn. Geir gefur
í skyn, að hann muni vinna með Jóni, þótt þjóðin
hafi hafnað Jóni. Hvað sem pólitískir stjórar segja
um ágæti kjósenda fyrir kosningar, em þeir sam-
mála um að hunza þá, þegar búið er að telja."
Morgunblaðið er ekki sammála Jónasi
því í forystugrein blaðsins er talað
um áframhaldandi stjórnarsam-
starf sem það eina rétta í stöðunni. Fyrirsögnin
segir allt sem segja þarf, Óbreytt samstarf. (
leiðaranum segir: „Samstarf þessara tveggja
flokka hefur gengið vel. Þegar hér er komið
sögu eru engin meiri
háttar ágreiningsefni
þeirra á milli og ekki fyrir-
sjáanlegt að þau eigi eftir
að koma upp, að minnsta
kosti ekki í nálægri fram-
tíð." Niðurlag leiðarans er
á þennan veg: „Rökin fyrir því að ríkisstjórnin
sitji áfram eru augljós."
elin@bladid.net