blaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
blaðið
VEÐRIÐ í DAG
Á MORGUN
vIða um heim
Skúrir í borginni
Suðaustan og austan 3 til 8 með
skúrum sunnan- og vestantil, annars
bjartviðri. Hiti 1 tii 12 stig, hlýjast
sunnan- og suðvestanlands, en vægt
næturfrost í innsveitum.
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Dublin
Frankfurt
Dálítil rigning
Austlæg átt, víða 5 til 10
metrar á sekúndu og dálítil
rigning sunnan- og vestan-
lands, annars þurrt að kalla.
Hiti 3 til 9 stig.
21
17
25
23
29
12
12
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
12 New York
18 Orlando
15 Osló
m Palma
w París
17 Stokkhólmur
9 Þórshöfn
14
21
10
22
18
11
9
Á FÖRNUM VEGI
Ertu sátt/ur við úrslit
kosninganna?
■ Upplýsingar ekki aðgengilegar innflytjendum ■ Átak yfirvalda
Nýja-Sjáland:
Braust inn
í fangelsi
Seinheppinn innbrotsþjófur
braustþáinní mannlausa
lögreglustöð í bænum Matamata
á Nýja-Sjálandi um helgina.
Honum tókst í leiðinni að læsa
sig inni í einum af fangaklefum
stöðvarinnar.
Dyrnar að klefanum lokuðust
sjálfkrafa þegar þjófurinn fór
inn í klefann og setti um leið í
gang aðvörunarbjöllu. Innbrots-
þjófinum tókst þó að bjótast út
með því að brjóta gler í glugga,
sem átti að vera óbrjótanlegt, og
flýja.
Bandaríkin:
Hindra ekki
hlýnun jaröar
Bandaríkin vilja koma í veg
fyrir að nokkur ákvæði rati inn
í samkomulag um aðgerðir gegn
loftslagsbreytingum á fundi G8-
ríkjanna í næsta mánuði. Þeirra
á meðal eru markmið um að
hlýnun jarðar verði minni en z
gráður á Celsíus á þessari öld og
að minnka útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda um helming. Þetta
kemur fram í gögnum sem BBC
hefur undir höndum.
Flestir hinna þjóðhöfðingj-
anna sem eiga aðild að fund-
inum hafa lýst yfir vilja til
þess að setja ströng markmið
í loftslagsmálum. Fundurinn
verður haldinn I Þýskalandi í
byrjun júní.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Fimmtungur þeirra sem voru kærðir
vegna ölvunar við akstur á íslandi
fyrstu fjóra mánuði ársins var með er-
lent ríkisfang sem er tvöföldun miðað
við árið 2005. Innan lögreglunnar,
Umferðarstofu og Alþjóðahúss er að
hefjast átak til að kynna nýjum lands-
mönnum og ferðamönnum reglur
um övlun við akstur og viðurlög við
brotum gegn þeim. Er það hluti af
stærra forvarnarverkefni sem miðar
að því að gera upplýsingar aðgengi-
legar fyrir fólk hér á landi sem ekki
skilur íslensku. Fólk með erlent ríkis-
fang er um 6 prósent þeirra sem búa
hér á landi og útlendir ferðamenn á
landinu umrædda mánuði voru lík-
lega svipaður fjöldi.
Það vantar
aðgengilegar
upplýsingar
Eínar Skúlason,
framkvæmdastjóri
Alþjóðahúss
„Upplýsingar eru það sem skiptir
máli í þessum efnum,“ segir Egill
Bjarnason, yfirlögregluþjónn hjá
umferðardeild lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu. Hann segir eina
hugmynd sem upp hafi komið til
að bregðast við þessu háa hlutfalli
vera þá að koma kynningarefni á
íslenskum umferðarlögum og við-
urlögum við brotum gegn þeim á
framfæri við nýja íslendinga og
ferðamenn í gegnum bílaleigur og
bílasölur. Það verði gert í samstarfi
meðal annars við Umferðarstofu og
Alþjóðahús.
„Við ætlum að reyna að benda er-
lendum ökumönnum á að það komi
illa við budduna hjá fólki að vera
tekið fyrir ölvun við akstur hér á
landi og kannski verr heldur en fólk
þekkir frá sínum heimalöndum,"
segir Birgir Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri umferðaröryggissviðs
hjá Umferðarstofu. Samkvæmt reglu-
gerð Umferðarstofu geta sektir fyrir
að keyra undir áhrifum áfengis verið
Guðmundur Kjartansson
„Nei, flokkurinn minn tapaði."
Guðrún Eiríksdóttir
„Nei, hefði viljað sjá Framsókn
með meira fylgi.“
á bilinu 70 til 140 þúsund krónur, ef
um einstakt og fyrsta brot er að ræða.
Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri Alþjóðahúss, segir vandamálið
vera hluta af stærra samhengi. „Það
hefur vantað á allt of mörgum
sviðum að upplýsingar séu þýddar
og gerðar aðgengilegar þeim sem
flytjast eða ferðast hingað til lands.
Það á ekki síst við um upplýsingar er
tengjast heilsu, svo sem upplýsingar
og forvarnarþættir er varða áfengi
og tóbak.“ Einar segir umrætt átak
vera lið í að bæta úr þessu.
Þá bendir Einar á að áðurnefnt
hlutfall verði að skoða með tilliti
til aldursdreifingar erlendra rík-
isborgara hér á landi og þeirrar
staðreyndar að ekki sé ljóst hversu
mikið af brotunum megi rekja til
ferðamanna. „Flestir útlendingar
búsettir hér á landi eru á aldrinum
20 til 50 ára og í sumum árgöngum
eru erlendir ríkisborgarar allt að
15 prósent þjóðarinnar. Ekki er
ólíklegt að svo sé einmitt í þeim ár-
göngum sem líklegastir eru til að
keyra undir áhrifum."
Frosti Baldursson
„ Já, ég er sáttur við að Sjálfstæð-
isflokkurinn baetti við sig fylgi.“
Einar Örn Björgvinsson
„Nei, hefði viljað sjá stjórnina
falla.“
Ölvunarakstur Fimmtungur þeirra
sem kaerðir voru fyrir ölvun við akstur
hér á iandi fyrstu mánuði ársins voru
erlendir ríkisborgarar. Mynd/Mus
Forvarnir og fræðsla umferðarmála:
Fimmtungur ölvaðra
ökumanna erlendir
Öflugt starfsnám sem skilar árangri
í fyrra komust færri að en vildu
Upplýsingar og skráning á haustönn
f síma 544 4500 og á www.ntv.is
ntv.
.15
Fangavörður og fangi hljóta dóm í Héraðsdómi Suðurlands:
Smygluðu dópi á Hraunið
Rúmlega tvítugur fyrrum
fangavörður á Litla-Hrauni var
í gær dæmdur í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að hafa
smyglað tæplega 34 grömmum af
amfetamíni og um 241 grammi af
kannabisefnum inn í fangelsið í
ágúst síðastliðnum. Þá var 26 ára
gamall fangi, Mikael Már Pálsson,
dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi
fyrir að standa að skipulagningu
smyglsins. Tveir mánuðir refsingar
hans eru skilorðsbundnir.
Mikael Már á langan sakaferil
að baki. Hann hlaut fjögurra ára
fangelsisdóm í júní á síðasta ári
fyrir marsgkonar brot. Meðal þess
sem hann var dæmdur fyrir var
að hafa fengið þrjá unga karlmenn
til að flytja inn til íslands um 400
grömm af kókaíni frá Frankfurt í
janúar 2006. Þeir voru handteknir
við komuna til landsins.
Mikael Már var síðan sjálfur
stöðvaður í Leifsstöð rúmum mán-
uði síðar eftir að fikniefnahundur
tollgæslunnar hafði bent á ferða-
tösku hans. Við leit í baki töskunnar
fundust rúm 3,7 kíló af mjög sterku
amfetamíni.