blaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 20
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
blaöið
menntun
menntun@bladid.net
MBA-nám kynnt
Opinn fundur um MBA-nám við Háskólann í Reykjavík verð
ur haldinn í Ofanleiti 2 (3. hæð) í dag kl. 17:15. Hægt er að
skrá sig með því að senda póst á mba@ru.is.
Kynning á lokaverkefnum
Kynning á lokaverkefnum til BSc-gráðu í hjúkrunar-
fræði við Háskólann á Akureyri verður haldin í stofu L
201 á Sólborg föstudaginn 18. mai.
Menntun
ungra barna
Rannsóknastofa í menntunar-
fræðum ungra barna verður stofnuð
í Kennaraháskóla íslands í dag.
Menntunarfræði ungra barna er það
fræðasvið sem fjallar um börn, að-
stæður þeirra og nám frá fæðingu
til átta ára aldurs. Aðalmarkmið
rannsóknastofunnar er að auka og
. efla rannsóknir á menntun og upp-
eldi ungra barna og vera vettvangur
fræðaþróunar á því sviði. Hún mun
eiga frumkvæði að og sinna rann-
sóknum, miðla þekkingu og kynna
niðurstöður rannsókna á sviðinu
meðal annars með fyrirlestrahaldi
og útgáfu fræðigreina og fræðirita.
Samstarfsaðilar um rannsóknastof-
una eru Kennaraháskóli íslands,
Kennarasamband tslands, Reykja-
víkurborg og umboðsmaður barna.
Forstöðumaður hennar er Jóhanna
Einarsdóttir, prófessor við Kennara-
háskóla íslands.
Vorsýning
Iðnskólans
Árleg vorsýning Iðnskólans í Hafn-
arfirði verður opnuð í húsnæði skól-
ans að Flatahrauni 12 næstkomandi
föstudag. Þar getur að líta verk af
ýmsu tagi en um 80 nemendur eiga
verk á sýningunni og koma þeir úr
öllum deildum skólans.
Að þessu sinni vísar uppsetning
sýningarinnar til fjárréttar og hefur
hver deild sinn „dilk“ þar sem verkin
eru sýnd.
Sýningin verður opin kl. 16-18 á
opnunardaginn en verður síðan
opin daglega kl. 13-17. Hún stendur
til 28. maí.
Jafnframt var efnt til samkeppni um
útlit veggspjalds og boðskorts fyrir
sýninguna og í henni varð Marie
Klith Harðardóttir, nemandi á list-
námsbraut, hlutskörpust.
Innritun hafin
Innritun í framhaldsskóla hófst í
gær en hún fer fram rafrænt og geta
nemendur sótt um á vefsvæðinu
menntagatt.is.
Nemendur sem
eru að Ijúka 10.
bekk hafa þegar
fengið bréf með
leiðbeiningum
frá menntamála-
ráðuneytinu
ásamt veflykli
sem veitir þeim
aðgang að
innritun í framhaldsskóla. Umsækj-
endur sem luku grunnskólanámi á
síðasta ári eða fyrr þurfa að sækja
sérstaklega um veflykil á mennta-
gatt.is.
Nemendur velja þann skóla sem
þeir helst kjósa að sækja sem
og varaskóla og námsbrautir.
Nemendur í 10. bekk geta breytt
umsóknum eða afturkallað þær
þangað til lokað verður fyrir skrán-
ingu þann 11. júní. Frá og með
15. júní geta umsækjendur opnað
umsóknir sínar á ný og fylgst með
afgreiðslu þeirra.
Ungir vegfarendur flykkjast í Umferðarskólann
Umferðin fyrir byrjendur
Eftir Einar Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Þeir eru ófáir íslendingarnir sem
hafa gengið í Umferðarskólann í
gegnum tíðina enda hefur skólinn
sá verið starfræktur frá vorinu 1967
og fagnar því 40 ára afmæli sínu í
ár. Umferðarstofa, lögreglan og
sveitarfélögin starfrækja skólann
á vori hverju og stendur hann sem
hæst um þessar mundir. Skólinn er
ætlaður fimm og sex ára börnum og
fara námskeiðin fram í leikskólum
á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri
og á Suðurnesjum.
Á námskeiðunum eru börnin
frædd um hættur umferðarinn-
ar og umferðarreglur, mikilvægi
hjálmanotkunar við hjólreiðar, ör-
ugg leiksvæði og annað sem brýnt
er að kunna þegar maður er ungur
vegfarandi og kann ekki alveg að
fóta sig úti í umferðinni. Þá er mynd-
in Felix finnur dýrin sýnd en hana
gerði Felix Bergsson sérstaklega
fyrir Umferðarskólann og að lok-
um eru þátttakendur leystir út með
lögreglustjörnu, mynd til að lita og
bréfi til foreldra.
Lögreglan vinsæl
Kennslan er að mestu leyti í hönd-
um leikskólakennara sem kunna
sitt fag að sögn Kristínar Bjargar
Þorsteinsdóttur, fræðslufulltrúa hjá
Umferðarstofu.
„Þetta eru konur sem hafa verið
hjá okkur í mörg ár og eru starfandi
leikskólakennarar og öllu vanar og
þær kunna þetta alveg frá A-Ö,“ seg-
ir Kristín. Þá taka lögregluþjónar
einnig þátt í kennslunni og segir
Kristín að þeir geri ekki síður lukku
meðal ungviðisins.
„Lögreglan mætir í fullum skrúða
„Við fáum að heyra allt um
pabbana sem tala í síma,
um ömmumar og afana
sem segja að það sé allt í
lagi að sitja frammi í þó að
þau megi það ekki og við
fáum að heyra að bamið
hafi ekki þurft að spenna
sig vegna þess að ferðin
sé svo stutt“
og það finnst þeim afskaplega spenn-
andi og gaman og þau spyrja margra
spurninga," segir hún.
„Börnin taka lifandi þátt í þessu
og finnst þetta mjög skemmtilegt
og segja okkur lífsreynslusögur. For-
eldrar sem eiga börn í leikskóla eiga
ekkert prívatlíf. Við fáum að heyra
allt um pabbana sem tala í síma, um
ömmurnar og afana sem segja að
það sé allt í lagi að sitja frammi í þó
að þau megi það ekki og við fáum
að heyra að barnið hafi ekki þurft
að spenna sig vegna þess að ferðin
sé svo stutt,“ segir Kristin og tekur
undir að börnin veiti foreldrum sín-
um visst aðhald úr aftursætinu.
„Krakkarnir eru svo klókir. Þeir
vita alveg nauðsyn þess að fara eftir
reglunum og fara ekkert í felur með
það sem betur má fara á heimilun-
um,“ segir hún.
Hlutverk foreidra mikilvægt
Misjafnt er eftir aðstæðum í hverj-
um leikskóla fyrir sig hvort foreldr-
ar koma í Umferðarskólann með
börnum sínum. Kristín mælir með
því að foreldrar taki þátt í skólan-
um með börnunum ef þeir eiga þess
Verðlaun afhent
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra afhendir hin
árlegu Foreldraverðlaun Heimilis
og skóla - landssamtaka foreldra, í
Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 16.
Þetta er í 12. skipti sem verðlaunin
eru afhent.
Verðlaunin hafa unnið sér fastan
sess í samfélaginu og er ætlað að
vekja athygli á þeim mörgu verk-
efnum sem stuðla að góðri samvinnu
heimila og skóla.
f ár er sérstaklega horft til sveitarfé-
laga og félagasamtaka sem styðja
markvisst við foreldrasamtök og
foreldra í sínu sveitarfélagi.
Að þessu sinni voru 24 verkefni
tilnefnd til verðlaunanna og fengu
sum fleiri en eina tilnefningu og voru
tilnefningarnar því alls 31 talsins.
Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra
verða veitt hvatningar- og dugnaðar-
forkaverðlaun.
Hlaut evrópsk verðlaun
Rannsóknarverkefni Bjargar
Birgisdóttur, forstöðumanns náms-
ráðgjafar og alþjóðaskrifstofu Há-
skólans í Reykjavík, var valið eitt af
fimm bestu Leonardo da Vinci-verk-
efnum á sviði menntunar- og ráðgjaf-
armála í Evrópu. Verkefnið kallast
„Personal Profile and Support for Le-
arners“ og er meginmarkmið þess
að þróa aðferðir til að vinna með
einstaklinga í brotthvarfshættu á
öllum skólastigum.
Björg tók við viðurkenningu fyrir
verkefnið á ráðstefnu á vegum Leon-
ardo da Vinci-áætlunar Evrópusam-
bandsins sem fram fór í Lubljana í
Slóveníu í síðustu viku. Eitt hundr-
að verkefni í þessari áætlun voru
metin af þriggja manna matsnefnd
sérfræðinga á vegum Evrópusam-
bandsins og fengu fimm verkefni
viðurkenningu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Björg fær viðurkenningu fyrir Le-
onardo da Vinci-verkefni því að
verkefnið Spiderweb sem hún stýrði
fyrir hönd Háskólans í Reykjavík
fékk einnig viðurkenningu árið
2004. Heildarvelta þessara beggja
verkefna nemur um 100 milljónum
króna.
Verðlaunaverkefni Björg Birgisdótt-
ir, forstööumaður námsráögjafar og
aiþjóðaskrifstofu Háskólans í Reykja-
vík, fékk viðurkenningu fyrir Leon-
ardo da Vinci-verkefni á dögunum.