blaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007
blaðiö
UTAN UR HEIMI
Ahyggjur vegna loftslagsbreytinga
I nýrri skýrslu bresku hjálparsamtakanna Christian Aid
segir að veðurfarsbreytingar í heiminum gætu á næstu
40 árum knúið að minnsta kosti miiljarð manna til að
yfirgefa heimili sín. Samtökin óttast þær afleiðingar
sem þetta getur haft i fátækustu ríkjum heims.
JAPAN
Kjósa um breytta stjórnarskrá
Japansþing hefur samþykkt frumvarp sem miðar að því að
haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um þreytingar á stjórnar-
skránni. Ríkisstjórnin vill að afnumin verði úr stjórnarskránni
ákvæði um friðarstefnu þannig að Japanar geti orðiö virkari
þátttakendur í alþjóðakerfinu. Málið er mjög umdeilt.
Rice vill tryggja stuðning Rússa
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er
á leið til Rússlands til þess að reyna að draga úr þeirri
spennu sem verið hefur á milli þjóðanna að undanförnu.
Rice telur mikilvægt að stuðningur Rússa i deilunni við
Irana vegna kjarnorkuáætlunar þeirra haldist.
Pakistan:
41 látinn
í óeirðum
Óeirðir í borginni Karacchi
i Pakistan um helgina kostuðu
41 mannslíf. Óeirðirnar hófust
þegar sló í brýnu á milli stjórn-
arsinna og stjórnarandstæðinga
er fyrrverandi hæstaréttardóm-
ari sem Pervez Musharraf rak
í mars síðastliðnum hugðist
ávarpa fjöldasamkomu.
Dómarinn hafði vakið athygli
fyrir sjálfstæð vinnubrögð og
gagnrýni á stjórnkerfið. Ekki hef-
ur verið lýst yfir neyðarástandi
í borginni en allar samkomur
hafa þó verið bannaðar og
hermönnum sem vakta götur
gefin heimild til þess að skjóta
á þá sem stuðla að ofbeldi.
Einbýlishús fjölskyldu í Norðlingaholti brann:
Sluppu með skrekkinn
■ Glænýtt en óíbúðarhæft ■ Kviknaði í gaskútageymslu ■ Miklar eldsprengingar
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Hjón og tvö börn ásamt heimilis-
hundinum sluppu með skrekkinn
er eldur kom upp í húsi þeirra á
sunnudagsmorguninn. Glænýtt
hús þeirra við Þingvað í Norðlinga-
holti skemmdist þó mikið, en eldur-
inn kom upp í útiskúr sem er sam-
byggður húsinu. í skúrnum voru
meðal annars geymdir gaskútar
og urðu miklar eldsprengingar
þannig að logarnir teygðu sig langt
upp fyrir þak hússins.
„Maður er náttúrlega bara í
sjokki,“ segir Óli Þór Barðdal
geislafræðingur en hann varð
fyrstur heimilisfólks eldsins var
er hann vaknaði sökum reyklyktar.
Eftir að hjónin voru vöknuð fór
svo eldvarnarkerfið í gang. „Svefn-
herbergið skagar yfir skúrinn og
ég vakna við að reykur kemur inn
um opinn svefnherbergisgluggann.
Húsið er steypt þannig að enginn
eldur komst inn í húsið. En það
er að hluta viðarklætt og brann
klæðningin vel.“ Fjölskyldan hrað-
aði sér út, en skömmu eftir að út
m fiM
otiliw
var komið sprakk svefnherbergis-
gluggi sökum hita.
Oli Þór segir að ekki sé hægt að
búa f húsinu sökum reykskemmda
og bæði húsgögn og fatnaður angi
af reyk. „Við fluttum inn í desember,
þannig að þetta er alveg ferlegt. Sem
betur fer voru þetta þó plastgaskútar
þannig að þeir sprungu ekki heldur
bráðnuðu. En það urðu töluverðar
eldsprengingar og myndaðist of-
boðslegur eldur sem teygði sig langt
upp fyrir húsið.“
Öli Þór, sem ekki vill gera mikið
úr atvikinu, er ánægður með við-
brögð bæði slökkviliðs og trygginga-
félags fjölskyldunnar og segist ekki
trúa öðru en að brunatryggingin
bæti tjónið. „Slökkviliðið kom
fljótlega á vettvang og var fjótt að
slökkva eldinn. Þá eru menn mættir
frá tryggingafélaginu til að aðstoða
okkur og er ég mjög ánægður með
þjónustuna frá þeim.“
FAMI
Hillur fataskapar
og stál innréttingar
Leibandi ítaLs^tjýrirtæ^i í hönnun og
framCeibsCu á ibnabar innréttingum
Fataskapar með hillu,
slá, krók og lás,
tilboðsverð 11.524 kr.
Hillukerfi: Hæð 2.2 m, bre
dýpt 40 cm, tilboðsverð 21.
Hamarshöfða 1. Sími 511 1122
VERSLUN Skoðið nýja FAMI bæklinginn á
www.ri-verslun.is