blaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 5
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007
MATUR• 21
Bragðgott morgunkorn:
Góð byrjun á deginum
Það er ekki ofsögum sagt að morg-
unmaturinn er mikilvægasta mál-
tíð dagsins. Hinn venjulegi morgun-
verður meðal íslenskra fjölskyldna
samanstendur af kaffi og ristuðu
brauði fyrir hina fullorðnu og skál af
morgunkorni fyrir börnin. Hvernig
væri til tilbreytingar að bjóða fjöl-
skyldunni upp á heimagert morg-
unkorn sem er í senn hollt og gott?
Hin fjölhæfa Oprah Winfrey býður
lesendum heimasíðu sinnar, og um
leið lesendum Blaðsins, upp á upp-
skrift að girnilegu morgunkorni.
Sesam- og appelsínumorgunkorn
1 bolli kókosflögur
% bolli jurtaolía
1/3 bolli hlynsíróp
rifinn börkur af tveimur stórum
appelsínum
4 bollar hafrar
1 bolli niðurskornar möndlur
1 bolli grófskornar ósaltar
cashew-hnetur
1/3 bolli hunang
2 teskeiðar kanill
1/2 teskeið nýsaxaður múskat
1/3 bolli sesamfræ
1 bolli niðurskornir þurrkaðir ávextir,
til dæmis, döðlur, epli, apríkósur
eða blanda af öllu þrennu.
Forhitið ofti í 190°C
Dreifið kókosflögunúm á bökun-
arplötu. Bakið í miðjuifi ofninum
í u.þ.b. ío mínútur þar til þær eru
orðnar sæmilega ristaðar. Hrærið
reglulega í kókosflögunum á meðan
þær ristast svo að þær brenni ekki.
Geymið svo í stórri skál.
Hitið olíuna, sírópið og appelsínu-
börkinn upp að suðu á miðlungshita
Canneloni með
kjúklingahakki
Uppskrift fyrir 3
400 g kjúklingahakk
2 msk. smjör
6 lasagne-plötur
4 msk. olía
2 rauðlaukar
1 hvítlauksrif
150 g ferskt spínat
1 dós ricotta-ostur
um það bil 4 msk.
parmesanostur
salt og pipar
Hitið ofninn í 225°C.
Steikið kjötið á pönnu og
leggið síðan til hliðar.
Sjóðið lasagne-plöturnar í
söltuðu vatni í 5 mínútur (ef
ekki eru notaðar ferskar sem er
betra). Leggið plastfilmu á bök-
unarplötu og penslið hana með
ólífuolíu. Leggið síðan lasagne-
plöturnar þar á.
Skerið laukinn í þunnar sneiðar
og skolið spínatið. Steikið
rauðlauk og hvítlauk og bætið
síðan spínatinu á pönnuna.
Takið af hitanum og bætið
kjöthakki og ricotta saman
við. Bragðbætið með salti og
pipar. Leggið blöndu á hverja la-
sagne-plötu og rúllið upp eins
og pönnuköku.
Leggið því næst rúllurnar í eld-
fast mót og rífið parmesanost
yfir. Bakið í ofni í 10 mínútur.
Berið fram með góðu salati.
á pönnu. Blandið höfrunum, möndl-
unum, hnetunum, hunanginu, kanil,
negul og sesamfræjunum saman í
blandara á hægum hraða í um mín-
útu. Blandið svo olíunni, sírópinu
og berkinum saman við og hrærið í
smástund. Dreifið blöndunni á tvær
bökunarplötur og hafið hvert lag
um einn sentimetra að þykkt
Bakið morgunkornið í ofninum
í u.þ.b. 15 mínútur þar til blandan
er orðin fallega gyllt. Á meðan það
bakast er gott að hræra reglulega í
því. Einnig ef bakað er á báðum plöt-
unum í einu er gott að víxla þeim
svo að þær fái jafnan hita.
Blandið að lokum kókosflögunum
saman við. Morgunkornið er gott
með jógúrt eða súrmjólk. Ef fólk
vill þá er hægt að tvöfalda skammt-
inn og geyma í mánuð, í loftþéttum
umbúðum.
MOSFELLS BAKARI
Kaffið frá
Te & Kaffl
Þú finnur kaffi við þitt hæfi
frá Te & Kaffí í verslunum
um land allt.