blaðið - 05.06.2007, Page 6

blaðið - 05.06.2007, Page 6
22- MATUR ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 blaöiö Spennandi sumarkokteiiar! Það er ekkert skemmtilegra en að fá sér góðan kokteil á sumrin. En það reynist oft erfitt að finna uppskrift að hinum fullkomna drykk. Barþjónar á fjórum vin- sælum skemmtistöðum í Reykjavík koma því hér með uppskriftir að heitustu og vinsælustu kokteilum sumarsins. Hressó Cerebal Hemisphere 1,5 cl Bacardi lemon 1,5 cl Blue curaqao - blár appelsínulíkjör 3 kreistir límónubátar 6 cl ananasdjús Sett í kokteilglas og skreytt með límónu. Vegamót Heitur sumarkokteiil 15 cl Grenadin 4 sítrónusneiðar, börkurinn tekinn af 5 hvítir sykurmolar ísmolar Allt þetta blandað saman í blandara Síðan erþetta sett í kalt kokteilglas Einföldum exante hellt yfir Glasið er svo skreytt og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða. Thorvaldsen bar Blueberry Mojíto Absolut Currant vodka 4cl. 3 brómber 4-5 bláber 2- 3 límónusneiðar 3- 5 basillauf eftir stærð 3 tsk. hrásykur Toppað með Sprite Brómber, bláber, límóna, basillauf og hrásykur er sett í hátt glas og mulið saman. Mulinn ís fylltur í glasið, vodka sett út í. Svo er öllu hrært vel saman með teskeið og svo smá Sprite hellt yfir í lokin. Glasið er skreytt með blá- berjum og brómberi. Oliver Strawberry Caipirovska : 3cl Pampero romm 3 jarðarber 3 bitar límóna 2 tsk. hrásykur Smá sódavatn Mulinn ís Þetta er síðan hrært saman og hellt í glas. » •<!< Mýtt á íslandi: KitchenArt-eldhúsáhöld Gott fyrir sumarið: Ferskar grillvörur Það er óhætt að fullyrða að grill- mennska og sumarblíða tengist órjúfanlegum böndum. Um leið og sól hækkar á himni fer fólk að kynda upp í grillunum og yndislegur mat- arilmurinn af grilluðu kjöti og hvers- konar meðlæti svífur yfir hverfi og bæi landsins. Ferskar Kjötvörur hafa nú um nokkurn tíma markaðs- sett vörur undir vörumerkinu Fersk og nú í sumar mun verða bætt enn meira við girnilega flóru vörumerk- isins með gómsætum grillvörum. Fyrst ber að nefna ferskt kartöflu- salat sem inniheldur minni fitu og minna majónes en gengur og ger- ist. Salatið er með heilum kartöflu- bátum svo að það er einstaklega girnilegt og bragðgott. Ferska býður einnig upp á girnilega kryddlegna grænmetisblöndu sem innheldur rauðlauk, snjóbaunir, papriku, kúr- bít og sveppi. Þessi blanda er tilvalin í álbakkann á grillið eða þá bara í eldfast mót og svo beint inn í ofn. Ferska býður upp á gott úrval af girnilegu meðlæti og nægir þar að nefna frískandi sumarsalatsblöndu með papriku, bæði rauðri og grænni, vínberjum og kirsuberjatómötum að ógleymdri hinni svoícölluðu blá- berjablöndu sem er frískandi ávaxta- blanda fyrir eftirréttinn. Síðast en alls ekki síst ber að nefna aðalatriðið, kjötið. Til að kitla bragð- laukana í sumar verður boðið upp á hunangs-BBQ-grísalærisvöðva sem mun passa afbragðsvel með hinum stórgóðu grillvörum frá Ferskum Kjötvörum. KYNNING Til að tryggja að ekkert fari úr- skeiðis í eldamennskunni er kjörið að láta fylgja með matreiðsluleið- beiningar fyrir grillkjötið góða. Pönnusteiking eða grillsteiking Panna eða grill snarphitað. Kjötið snöggsteikt á báðum hliðum svo það lokist. Hiti lækkaður og kjötið klárað á 5-7 mínútum. Snúið af og til. Borið fram með brakandi Fersku salati, kartöflusalati, grillsósu og tilheyrandi. Nú eru komnar á markað á fs- landi vörur frá KitchenArt sem eru með glæsilegri vörum sem eru í boði fyrir eldhúsið. Þessar vörur sameina nýstárlega hönnun og mikið notagildi. Eldhúsáhöldin frá KitchenArt eru stílhrein eld- húsáhöld sem sóma sér inni á hvaða heimili sem er. í KitchenArt-vörulínunni er hægt að fá öll möguleg áhöld, glæsilegar kryddhillur og stillan- legar mæliskeiðar og vönduð eld- húsáhöld. Kryddhillurnar eru sér- staklega smekkleg lausn á geymslu fyrir helstu krydd heimilisins. Þær fara vel á borði en má einnig hengja upp undir innréttingu eða stafla tveimur saman. Mæli- skeiðarnar eru ýmsum kostum búnar. Þetta eru tvær skeiðar með færanlegum kvarða og leysa því af hólmi allar fyrri mæliskeiðar. Mæliglösin frá KitchenArt eru smekkleg lausn á þessum nauðsyn- lega hlut. Þau fara vel á borði, eru handhæg í notkun, með kvarða fyrir bæði þurrefni og vökva og síð- ast en ekki síst þá mega þau fara í uppþvottavél. Hið sama gildir að sjálfsögðu um mæliskeiðarnar. Bollamálin eru líkt og mæli- skeiðarnar og glösin með stillan- legan kvarða og geta mælt allt frá 1/8 úr bolla og upp í lA bolla. Það hentar bæði fyrir vökva og þurr- efni, er einstaklega þægilegt og tryggir nákvæmni. En það eru ekki bara mæliglös og skeiðar sem fólki stendur til boða frá KitchenArt. Fyrirtækið býður einnig upp á vönduð eldhúsáhöld sem eru vinnuvistvæn og skarta góðu gripi. Þar er boðið upp á áhöld eins og ostaskera, hvítlaukspressur, ísskeiðar, dósaopnara og pitsahnífa. Það þarf vart að taka það fram að öll eldhúsáhöldin eru snyrtilega hönnuð, þægileg í notkun og eru prýði í hverju eldhúsi. Þeir sem vilja kynna sér nánar glæsilegt úrval eldhúsáhalda frá KitchenArt geta skoðað heima- síðu umboðsaðila hér á íslandi, www.altmuligt.is, eða virt þau fyrir sér á endursölustöðum, til dæmis í Nóatúni. Sérstakt salat: Jafnt fyrir hunda oq menn Það er fátt sem jafnast á við róm- antíska lautarferð með ástinni sinni. Þeir sem eru einhleypir hafa hingað til farið á mis við þessa skemmtilegu athöfn en þökk sé eldhúsgyðjunni Rachael Ray þá er kominn sérstakur réttur sem er hannaður fyrir bæði hunda og menn. Því er hægt að fara með hvutta sinn í rómantíska lautar- ferð og deila svo með honum góm- sætu salati. Salthnetu-, appelsínu- og gulrótarsalat V4 bolli hnetusmjör 3 matskeiðar tamari (dökk sojasósa) safi úr einni appelsínu 1 u.þ.b. tommu löng engiferrót, skræld og rifin 450 grömm rifnar gulrætur 4 vorlaukar, þunnt skornir (bara fyrir mannfólkið) Vt saxaðar hnetur (salthnetur) salt og pipar Hitið hnetusmjörið í u.þ.b. 10 sek- úndur í örbylgjuofni til að mýkja það. Blandið sojasósunni, appels- ínusafanum og engifer saman við. Setjið smávegis af heitu vatn saman við ef sósan fer að þykkna. Setjið gulræturnar saman við og hrærið vel. Takið hluta af salatinu nú frá fyrir hvutta og merkið það. Bætið vorlauknum og hnetunum saman við restina af salatinu og kryddið með salti og pipar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.