blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. JÚNl 2007 konan konan@bladid.net r-=. Lýðræði til sðlu Sandra Schulbert er á leið hingað til lands en hún mun halda fyrirlestra um verkefni sín. Á síðustu árum hefur hún einbeitt sér að myndum sem gerðar voru um Marshali- aðstoðina á sínum tíma. Hún hefur tekið þær saman í yfirlitsverk og sýnt um allan heim. Verkið nefnist: Selling Democracy: Films of the Marshall Plan 1948-1953. blaöiö Atvinnuþátttaka kvenna Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er meiri en annars staðar í Evrópu á sama tíma og íslenskar konur eign- ast að meðaltali fleiri börn. Fara vændi og virðing saman? Kvenréttindafélag íslands verður með alþjóðlega ráðstefnu á Grand Hóteli í Reykjavík föstudaginn 8. júníkl. 13:00-16:00. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, ber yfirskriftina A Place for Prostitution? Gender Equa- lity and Respect in Modern Societi- es eða Fara vændi og virðing saman í jafnréttisþjóðfélagi? Þó nokkur umræða um vændi, lögleiðingu þess eða bann hefur verið í þjóðfé- laginu að undanförnu. Lögum er varða vændi var breytt fyrr í vor og er nú bæði lögleg sala og kaup á vændi. Á ráðstefnunni verður velt upp þeim spurningum hvort konur standi verr að vígi í jafnréttisbar- áttunni samhliða því að vændi er löglegt. Hvað segja alþjóðasáttmál- ar um þessi mál og hver er reynsla annarra þjóða? Guðrún Jónsdóttir er fundar- stjóri og opnar hún ráðstefnuna en pallborðsþátttakendur eru RosyWe- iss, Ágúst Ólafur Ágústsson, Marit Kvamme og Rachael Johnstone -----------------\ Polarolje Selolía einstök olía Inniheldur hátt hlutfall Omega 3 f itusýrur ÓRTÚLEGUR ÁRANGUR POLAROLÍU!!!!! "Eftir að hafa verið of þungur í mörg ár og þjáðst af verkjum í liðum og stoðkerfi tók ég mig til og létti mig um 65-70 kg. Ég sat eftir með þessar þjáningar og reyndi allt til að mér liði betur. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði POLAROLÍU að þjáningar mínar hurfu og nú get ég þess vegna hlaupið 100 m grindarhlaup." • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum og Fjarðarkaupum Brynhildur ákvað að gera áhugamálið að ævistarfi sínu: Framleiðir súkkulaðifjöll Eftir Lovísu Hilmarsdóttur lovisa@bladid.net Brynhildur Pálsdóttir vöruhönn- uður er 27 ára gömul. Hún rekur hönnunarfyrirtækið Borðið ásamt Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur sam- hliða því sem hún vinnur að eigin verkefni ásamt Hafliða Ragnarssyni, bakara úr Mosfellsbæ. „Eftir stúdentspróf fór ég í Lista- háskóla Islands og þaðan til Amst- erdam. Ég tók vöruhönnunarpróf í báðum skólunum og kláraði því tvö BA-próf á fjórum árum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matarhönnun og útskriftarverkefnið mitt tengist því. Ég fékk þá hugmynd úti í Amsterdam að hanna súkulaði- fjöll. Ég kom heim og kynnti verkefn- ið, fékk mjög jákvæð viðbrögð og pen- ingastyrki í kjölfarið. Hugmyndin að verkefninu er fengin úr náttúru íslands. Þetta eru konfektmolar í formi íslenskra fjalla. Þetta eru fjórar gerðir af íslenskum fjöllum steyptar í eðalsúkkulaði frá Hafliða og eru allir molarnir handgerðir. Við reyndum að horfa á jarðfræði fjallanna þegar við vorum að búa til fyllingarnar, þannig að t.d virkur eldfjallajökull er með rauðri kvikukaramellu og kókosfyllingu. Fjöllin eru á sýningu á Kjarvalsstöðum og hafa verið seld þar en varan er á leið í verslanir og verður seld í sérhönnuðum, fallegum umbúðum. Hvert fjall er fyrir tvo til þrjá einstaklinga,” segir Brynhildur. Áhugamálið að atvinnu Það kostar mikla vinnu að starta og reka fyrirtæki en Brynhildur seg- ist hafa valið að starfa við áhugamál sitt. „Það er alveg frábært að hafa áhugamálið sem aðalvinnu. Ég er að vinna að mörgum verkefnum í einu og tekur það mikinn tíma. Það skiptir mig hins vegar ekki máli því ég er að gera eitthvað sem mér þyk- ir skemmtilegt,” segir Brynhildur ennfremur og bætir við að hún hafi getað gefið sig alla í þetta því hún er ekki komin með börn né maka. Fyrirtækið Borðið hefur átt mikilli velgengni að fagna. „Ég vissi ekki við hverju var að búast þegar við hófum reksturinn en vonaði það besta. Fyrir- tækið er alltaf að stækka og velgengnin fór fram úr mínum björtustu vonum. Þegar við byrjuðum ætluðum við mest- megnis að vinna með matarhönnun, en það breyttist og tökum við að okk- ur mjög fjölbreytt verkefni. Við höfum verið að vinna að grafík fyrir heim- o/tcz f'/A /Í////CCY) Aldur: 33 ára Starfsheiti: Varaborgarfulltrúi ildarmyndir, sýningarhönnun og inn- réttingar. Einnig vorum við að kenna í Listaháskólanum á námskeiði sem nefnist Borðið, stefnumót hönnuða við bændasamfélagið. Það er kennsla í matarhönnun og var markmiðið að fá nýsköpun inn í samstarf hönn- uða og matvælaframleiðslu bænda.” Aðspurð hvað felist í matarhönnun, seg- ir Brynhildur. „Sumir hönnuðir vinna með steypu eða timbur, matarhönnuð- ir nota mat sem hráefni í verk sin.” Búð með íslenskri hönnun í september verður stór sýning hér á landi sem nefnist Heimili og hönnun og er fyrirtækið Borðið með mjög stórt verkefni fyrir þá sýn- ingu. „Okkar verkefni er að hanna svæði fyrir verslunina Brum sem á að vera á sýningunni. Markmiðið er að búa til áhugaverða búð með ís- lenskri hönnun. Búðin verður opin þá daga sem sýningin er í gangi, en þetta er stórt tækifæri fyrir íslenska hönnuði til að koma vörum sínum á framfæri. Einnig erum við í útrás með fyrirtækið okkar, við tókum að okkur verkefni sem heitir Vík Prjónsdóttir ásamt þremur öðrum hönnuðum og höfum verið að fara með það út fyrir landsteinana. Sóley Tómasdóttir Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? Ég ætlaði ekki að verða neitt ákveðið. Ég man bara eftir að hafa ætlað mér að bjarga heiminum. Ef ekki hér hvar þá? Þar - en helst alls staðar. Hvað er kvenlegt? Hvað er ekki kvenlegt? Ermunurá körlum og konum og ef svo er, hver er hann? Það er enginn munur á körlum og konum en það er munur á aðstöðu karla og kvenna í samfélaginu. Er fullu jafnrétti náð? Nei. Hvað skiptir þig mestu í lífinu? Almenn sanngirni. Helstu fyrirmyndir? Mamma og allar þær sterku konur sem hafa alið mig upp. Ráð eða speki sem hefur reynst þér vel? Ég þori, get og vil. Uppáhaldsbók? Lína Langsokkur. Draumurinn minn? Að bjarga heiminum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.