blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. JÓNÍ 2007 blaðið INNLENT HÉRAÐSDÓMUR Sekt fyrir hass Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í 43 þúsund króna sekt fyrir vörslu á tæpum sex grömmum af hassi. Sakborningurinn reyndi að losa sig við hassið með því að kasta því út um glugga á bifreið sinni, rétt áður en lögregla stöðvaði manninn. EIMSklP Á nú allt hlutafé í Innovate Eimskip hefur keypt allt hlutafé í Innovate Holdings í Bret- landi. Fyrir átti Eimskip 55 prósenta hlut í félaginu. Innovate er eitt stærsta fyrirtæki Bretlands á sviði hitastýrðra flutn- inga og rekur 30 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlands- eyjum. Kaupverð er jafnvirði fjögurra milljarða króna. FERÐALÖG Aukagjald fyrir golfsettið Mörg flugfélög taka nú aukagjald fyrir golfsett í farangri. SAS tekur 1.500 krónur fyrir settið í styttri ferðum innan Evrópu en 3.500 í lengri ferðum. Hjá lcelandair er hægt að skrá sig í klúbbinn lcelandair Golfers fyrir 5.900 krónur á ári og þarf þá ekki að greiða fyrir golfsettið. Tyrkland: Herinn sækir inn í írak Tyrkneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að tyrkneski herinn hafi hafið mestu sókn sína gegn kúrdískum upp- reisnarmönnum í áraraðir í suðausturhluta Tyrklands og norðurhluta íraks í gær. Að sögn taka fimmtíu þúsund hermenn þátt í aðgerðinni, en Tyrkir saka uppreisnarmenn Kúrda um að undirbúa hryðjuverk í Tyrklandi í höfuðstöðvum sínum í norðurhluta íraks. Bandaríkjastjórn og íraks- stjórn hafa varað Tyrki við að halda yfir landamærin til íraks, en Tyrkir segjast sjálfir verða að grípa í taumana ef írösk yfirvöld koma ekki í veg fyrir hryðjuverkastarfsemina. Leikskólar Reykjavíkur: Fyrsti Hjallaskólinn Hjallastefnan mun taka við rekstri leikskólans Laufásborgar. Leikskólasvið Reykjavíkur- borgar hefur gert samning þess efnis við Hjallastefnuna að hún taki við rekstri leikskól- ans og mun hann því verða fyrsti Hjallskólinn í Reykjavík. Samningurinn var samþykkt- ur í leikskólaráði í gær. Leikskólasvið Reykjavík- urborgar mun samkvæmt þjónustusamningi greiða Hjalla- stefnunni rekstrarstyrk vegna reykvískra barna frá x8 mán- aða aldri. Kveðið er á um að gjaldskrá leikskólans skuli vera sem sambærilegust gjaldskrá leikskólasviðs og aldrei hærri en sem nemur 15 prósentum. Brýnt að endurskoða bann við áfengisauglýsingum: Lögin barn síns tíma og sniðganga auðveld ■ Breyttir tímar ■ Þarf að skilgreina lögin á skýrari hátt ■ Auglýsingar hafa áhrif á ungmenni Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net „Við vinnum eftir þeim reglum og lögum sem eru í gildi og teljum okkur hafa verið að gera það,“ segir Jón Erling Ragnars- son, framkvæmdastjóri Mekka Wines&Spirits, sem hefur umboð fyrir Martini-vörumerkið á Is- landi. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í Blaðinu í gær að heilsíðuauglýsing á Mart- ini-drykknum í síðasta tölublaði Gestgjafans væri skýrt brot á 20. grein áfengislaga. Þar sagðist hann vera á þeirri skoðun að svipta eigi þá sem gerast endurtekið brotlegir við þessi lög leyfi til innflutnings. Jón Erling telur þó að engar heim- ildir séu fyrir slíku. „Við höfum verið kallaðir fyrir hjá lögreglunni vegna svona mála, en aldrei hlotið neinn dóm. Ég kalla frekar eftir vitrænni og heildrænni umræðu um okkar markaðsumhverfi því ég held að þessi lög séu barn síns tíma. Tímarnir eru svo breyttir að þetta gengur ekki upp eins og þetta er í dag.“ Jón Erling segir lögin ótvírætt skerða samkeppnisstöðu síns fyr- irtækis þar sem bann við áfengis- auglýsingum nær ekki til erlendra miðla sem eru aðgengilegir á Islandi. „Það þarf ekki annað en að skoða annars vegar blað sem er prentað á Islandi og hins vegar blað sem er prentað á ensku en eiga að höfða til svipaðs markhóps. Þar er ljóst að við sitjum ekki við sama borð og aðrir.“ Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumistöðvar í fíkni- vörnum, vill sjá harðari viðurlög við endurteknum brotum sem þessum. „Að okkar viti þá er ákaf- lega skýrt að áfengisauglýsingar eru bannaðar. Ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir að láta sér segjast þá held ég að þeir séu svolítið að kalla yfir sig vandræði með því að stíga þennan dans.“ Hann er þó sammála Jóni Erlingi í því að það mætti endurskoða lögin. „Mér finnst fullt tilefni til þess að menn setjist yfir þau og skilgreini lögin á skýrari hátt. Það þarf ekkert að vera ágreiningur um að gera slíkt með það að mark- Áfengislögin úrelt Framkvæmda- stjori Fræðslumiðstöðvar í fikni- vörnum og innflytjandi áfengis eru sammála um að endurskoða eigi áfengislögin si'o þau séu skýrari og þjóni tilgangi sfnum betur. AFENGISLOGIN ■ 1.gr. Tilgangur laga þessara er að vinna gegn misnotkun áfengis. ■ 20. gr. Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað aö sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýs- ingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. ■ 27.gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að sex árum. miði að farið sé eftir lögunum. En ég held að engum detti í hug að af- nema auglýsingabannið. Það er þá afmarkaður hópur manna, enda Wnnum eftir þeim lögum og reglum sem eru ígildi Jón Erling Ragnarsson, framkvæmdastjóri Mekka Wines&Spirits eru það ekki bara stjórnvöld hér á landi sem vilja hafa reglur og tak- marka áfengisauglýsingar. Svona er þetta allt í kringum okkur. I Frakklandi má til dæmis ekki vera með lífsstílsauglýsingar, leiknar auglýsingar í sjónvarpi, líkt og við sjáum hér heldur má vera með aug- lýsingar sem eru nær því að vera al- mennar neytendaupplýsingar.“ Árni telur það ótvírætt að ís- lensku auglýsingarnar hafi mikil Dettur engum i Itug að afnema auglýsingabann Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslumistöðvar i fíknivörnum áhrif á börn. „Allar rannsóknir sem hafa verið gerðar með það að markmiði að skoða áhrif þeirra sýna að börn eru ákaflega við- kvæm fyrir þessum auglýsingum. Og þau sitja ekki með Times og Newsweek og blaða í gegnum þau. Þessar leiknu auglýsingar sem eru í gangi fara svolítið inn á þá línu sem börn og unglingar hafa gaman af. Þau eru mjög fljót að læra á takt- ana, fígúrurnar og frasana.“ €> GtRJR BÓCAN HÁI BflRl 4 OSTBORCARAR MEÐ FRÖNSKUM SÓSU OG SALATI 2395,- -- 10 KJUKUNGABITAR MEÐ FRÖNSKUM SÓSU OG SALATI --------- 2995,- ‘njúkUngostadurinn ★ Suöurveri ★ Orkuveita Reykjavíkur Orkuverð áfram leyndarmál Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vísaði frá tillögu þess efnis að leynd yrði aflétt af raforkuverði með öllum atkvæðum gegn tveimur á fundi sínum í gær. Það var Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn- inni, sem lagði fram tillöguna. ,Það er í hæsta máta óeðlilegt að leyna eigendur Orkuveitu Reykja- víkur upplýsingum um raforku- verð til stóriðju,“ segir í greinar- gerð sem Svandís lagði fram. Þar sagði einnig að tímabært væri að íslensk orkufyrirtæki í almanna- eigu hættu að meðhöndla orku- sölusamninga við erlend stóriðju- fyrirtæki sem leyniplögg.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.