blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 37
blaðið FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 37 Tónlistarfestival á Reyðarfirði Forystufolk álversins á Reyðar- firði blæs til mikillartónleikaveislu næsta laugardag til að fagna því að loks er hafin álframleiðsla í ver- inu. Álversfólk hefur lokkað til sín margt tónlistarfólk og yfir daginn munu meðal annars stíga á stokk sérstakt Álband, Dúkkulísurnar, Sue Ellen og Nylon. Um kvöldið er svo önnur og stærri veisla þar sem Andrea Gylfa, Birgitta Haukdal, Felix Bergsson, Stefán Hilmars- son, Helgi Björnsson, Björgvin Halldórsson og Eivör Pálsdóttir munu þenja raddböndin. Auk allra söngfuglanna verður boðið upp á margvísleg listaatriði á borð við götuleikhús, djass og Ijósmyndasýningu utandyra. Allir landsmenn eru velkomnir en það tekur eins og einn vinnudag, eða 8 klukku- stundir, að keyra til Reyð- arfjarðar. Fleiri glamúrtitlar Og meira afglamúrverðlaununum. Þarna var margt föngulegra fljóða sem mættu í sínu fínasta pússi til að veita viðtöku þeim verðlaunum sem útdeilt var. Hvitir, hippalegir sumarkjólar virtust vinsælir, enda viðeigandi þegar hitna fer. Ólétta söngkonan Charlotte Church hreppti hinn eftirsóknarverða titil sjónvarpspersónuleiki ársins, Si- enna Millerfór heim með titilinn kvikmyndaleikkona ársins fyrir leik sinn í myndinni Factory Girl og hin sjúklega hressa Catherine Tate hlaut nafnbótina fyndnasta kona ársins. Kynbomban Angelina Jolie hlaut svo rúsínuna í pylsuenda verðlaun- anna, inn- blástur ársins, fyrir þau störf sem hún hefur unnið íþágu betri heims. Svstur í X-Factor Talsverðar breytingar eru nú á breska þættinum X-Factor. Eins og tilkynnt var fyrir nokkru mun ungst- irnið Dannii Minogue sitja í einu þriggja dómarasætanna. Nú hefur stúlkan beitt sér fyrir ráðningu eldri systur sinnar, Kylie Minogue, sem söngþjálfara hinna vongóðu kepp- enda sem skipta hundruðum áður en fækka tekur í hópnum. Munu þá vonarstjörnurnar hljóta vikulanga söngþjálfun hjá Kylie í eins konar söngbúðum, en hún er mikill reynslu- bolti þegar að því kemur að þenja raddböndin og stíga léttan dans um leið. Mýtt myndband frá Ampop Jf tS m Tölvugert eins og Matrix-myndirnar „Við þurftum nú ekki að hafa mik- ið fyrir þessu,“ segir Kjartan Friðrik Ólafsson, hljómborðsleikari Ampop, en myndband hljómsveitarinnar við lagið Gets me Down af plötunni Sail to the Moon fór nýlega í spilun. „Ég, Biggi og Jón Geir mættum bara einn dag fyrir framan græn- an vegg og létum taka okkur upp í allskyns stellingum. Þetta var allt tölvugert eins og Matrix-myndirn- ar. En þetta var allt unnið hérna heima. Arnar Ivarsson leikstýrði og tölvuvann þetta allt saman og við erum alveg ferlega ánægðir. Það er líka bara ótrúlegt að það standi á bak við þetta nánast bara einn maður.“ Aðspurður um aðrar fréttir af hljómsveitinni segir Kjartan mest lít- ið um að vera eins og er. „Annars er ekki mikið á döfinni hjá okkur. Við erum að fara til Manchester að spila í næsta mánuði en ætluðum einmitt að fara að koma saman og ræða frek- ar hvert næsta skrefverður. Við erum ekki komnir lengra en það að ákveða að hittast. En ég held að þetta sé einhver útihá- tíð í Manchester sem við spilum á. Ég þarf eiginlega bara að fletta því upp sjálfur, og svo langar okkur svona helst að fara eitthvað út á land að spila í sumar. Birgir söngvari er búsettur í Skotlandi en hann er nú eitthvað að hugsa sér til hreyfings og kemur heim í sumar og þá kemur kannski eitthvað meira í ljós.“ Fjörubráin jsnkbnr eftirtöldum nðilum fgrir stuðninginn VÍKING Kjötsmiöjan STAFRÆNAI PRENTSMIÐJAN Vtluogomíu'ícoÓui' - Leikhópur - Bflrííflguvíhingur - ErJcndir vtkingfl ViUtngnvcttingnstnóir í tjöldum - Ktnftnjötnnr- HnndvcrUsviUingn DnnslciUir ViUingnsveitin - CJlimumenn EldsteiUt (nmb ViUingnveislur ö(l Uvöld, o.f(.o.f(.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.