blaðið - 19.06.2007, Side 2
blaðið
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007
VEÐRIÐ í DAG
Hlýjast inn
Hæg breytileg átt eða natgoia.
Skýjað með köflum og skurir á
stöku stað, en þokubakkar'við
norðursfegdjwaffiflittag stig,
Á MORGUN
Allt aö 18 stiga hiti
Hæg suðvestlæg eða breytileg
átt og bjart með köflum, en þoku-
bakkar við ströndina og skúrir á
stöku stað síðdegis. Hiti 10 til 18
stlg, hiýjast Inn ti! landsins.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 22 Glasgow 17 NewYork 26
Amsterdam 16 Hamborg 17 Orlando 23
Barcelona 26 Helslnki 12 , Osló 17
Berlfn 18 Kaupmannahöfn 17 Palma 19
Chlcago 35 London 16 París 17
Dublin 14 Madrid 22 Stokkhólmur 11
Frankfurt 22 Montreal 16 Þórshöfn 9
Á FÖRNUM VEGI
Á Alfreð Gíslason að
halda áfram með karla-
landsliðið í handbolta?
Þórunn Guðmundsdóttir
Já, mér líst bara mjög vel á það.
Jón Viðarsson
Já, af því að við komumst á EM,
þökk sé honum.
Þuríður Jónsdóttir
Ég hef enga skoðun á þessu.
Þuríður Helgadóttir
Mér gæti ekki verið meira sama.
Ólöf Helga Gunnarsdóttir
Já, því ekki? Það á að gefa hon-
um tækifæri.
GSM-greiðsla fyrir gjaldskyld bílastæði:
Hundrað prósenta
munur á verði
■ Notendur á fimmta hundrað ■ Bílastæðasjóður tekur upp skafmiða
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Um hundrað prósenta munur er
á gjaldi fyrir að leggja í bílastæði
milli þeirra tveggja fyrirtækja
sem bjóða upp á greiðslu bílastæða-
gjalda í Reykjavík í gegnum far-
síma. Viðskiptavinir Símastæða
greiða 59 krónur í hvert skipti sem
þeir leggja bíl sínum en verður 30
krónur hjá Farsímagreiðslum ehf.
Einnig greiða notendur bílastæða-
gjald, sem er samkvæmt gjaldskrá
Bílastæðasjóðs, og gjald fyrir fyrir
sms-skilaboð vegna þjónustunnar.
Bflum lagt 1800 og 2000
sinnum ímánuði
Árið 2005 var byrjað að bjóða
upp á að greiða fyrir bílastæða-
gjöld með farsímum í stað þess
að borga í stöðumæla. Bílastæða-
gjaldið fer beint til Bílastæðasjóðs
en aukagjaldið sem borgað er til að
nota þessa þjónustu rennur beint
til fyrirtækjanna.
Hjá Símastæðum er hægt að vera
með inneignarreikning og kostar
þá hvert skipti sem bíl er lagt í gjald-
skyld bílastæði 59 krónur. Einnig
er hægt að kaupa áskrift þar sem
ársgjaldið er 1.908 krónur en þá
kostar hvert skipti 19 krónur. Sam-
kvæmt gjaldskrá fyrirtækisins bæt-
ist við þriggja prósenta kostnaður
vegna gjaldfærslu á kreditkort. Hjá
Farsímagreiðslum er ein þjónustu-
leið og eru þá greiddar 30 krónur
í hvert skipti sem bíl er lagt. Not-
endur beggja fyrirtækja geta valið
hve lengi bílarnir dvelja i stæðinu.
Guðjón Halldórsson, stjórnar-
formaður Símastæða, segir skráða
notendur hjá fyrirtækinu vera á
fimmta hundrað og sé greitt fyrir
stæði með þjónustu þeirra átján
hundruð til tvö þúsund sinnum í
mánuði. Sé velta bílastæðagjalda
í gegnum fyrirtækið að minnsta
kosti hálf milljón hvern mánuð.
Páll Kr. Svansson, framkvæmda-
stjóri Farsímagreiðslna, vildi ekki
gefa upplýsingar um fjölda skráðra
notenda hjá fyrirtækinu né hve
mikil notkun þjónustunnar væri.
Skafmiðar með bílastæðainneign
Kolbrún Jónatansdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir
ekkert af rekstri sjóðsins renna
til Reykjavíkurborgar. Ef það er af-
gangur af rekstrinum fari hann í
uppbyggingu á fleiri bílastæðum og
bílastæðahús: „{ góðæri bregður við
að fólk borgar ekki tíkallinn heldur
tekur frekar sénsinn og borgar ekki
í stöðumæla. Þá er hagnaður hjá
okkur. Fólki er alveg sama í dag þótt
það þurfi að borga gjald í staðinn." í
fyrra voru tekjur af stöðumælum og
stöðubrotum rúmlega 453 milljónir
króna.
Gjaldskyld bílastæði í Reykjavík
nálgast tvö þúsund og eru um átta
hundruð peningamælar enn í notkun.
Nú er verið að skipta út öllum gömlu
miðamælunum og taka í staðinn
upp miðamæla sem taka einnig kred-
itkort. Eftir eina til tvær vikur verður
hægt að kaupa skafmiða sem notaðir
eru sem greiðsla fyrir bílastæði.
Verður hægt að kaupa eina eða tvær
klukkustundir. Gildistími skafmið-
anna eru sex ár og verða seldir í net-
verslun Bílastæðasjóðs.
Utanríkisráðherra:
Fylgist með
Palestínu
„Það er alveg jafnbrýnt verk-
efni nú eins og áður að koma á
samskiptum við þjóðstjórnina,"
segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanrikisráðherra um
ástandið í Palestínu. Hörð átök
hafa geisað milli Hamas- og
Fatah-hreyfinganna. Ingibjörg
hefur talað um að koma á
eðlilegum samskiptum við þjóð-
stjórnina og hefur í hyggju að
heimsækja svæðið.
„{ mínum huga snýst þetta
um að koma aðstoð til þessa
fólks sem þurfandi er og koma í
veg fyrir að grunngerð samfé-
lagsins hrynji til grunna.“
Bretland:
Upprættu
barnaklám
Lögreglan í Bretlandi tilkynnti
í gær að stór alþjóðlegur barna-
klámshringur hafi verið upprætt-
ur og rúmlega þrjátíu börnum
bjargað úr klóm barnaníðinga. Á
fféttavef BBC segir að rúmlega
sjö hundruð manns liggi undir
grun í málinu, þar af tvö hundr-
uð í Bretlandi, en lögregla í 35 ríkj-
um vann að rannsókn málsins.
Höfuðpaurinn Timothy Cox, 27
ára Breti frá Suffolk, var hand-
tekinn í september á síðasta ári
og bíður nú dóms. Cox stýrði
vefsíðu þar sem barnaníðingar
gátu skipst á myndum og mynd-
böndum, en að sögn lögreglu
hefur verið lagt hald á um 75
þúsund myndir og myndskeið.
's'qrænmeti
sérmerkt þér!
Nauðgunarmál í Hæstarétti:
Nauðgari fær annan dóm
Stefán Hjaltested Ófeigsson, tæp-
lega þrítugur karlmaður, var í gær
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
nauðgun sem hann framdi í júní
árið 2004.
Hæstiréttur þyngdi með þessu
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem
dæmdi manninn í átján mánaða
fangelsi, en Stefán var jafnframt
dæmdur til greiðslu milljón króna í
skaðabætur.
Stefán hefur áður hlotið nauðg-
unardóm, en hann var dæmdur í
tveggja og hálfs árs fangelsi árið
2005, fyrir nauðgun sem hann
framdi síðla árs árið 2004.
I dómi Hæstaréttar segir að
Stefán hafi með ofbeldi þröngvað
fórnarlambinu til samræðis og ann-
arra kynferðismaka á þáverandi
heimili sínu á Njálsgötu í Reykjavík.
Fórnarlambið kærði Stefán ekki
fyrr en einu og hálfu ári eftir nauðg-
unina. Héraðsdómur hafði þó metið
frásögn fórnarlambsins af atburð-
inum truverðuga, aukþess sem hún
fékk stoð í líkamlegum áverkum
konunnar eftir atburðinn, lost-
ástand og andlegra erfiðleika
hennar í kjölfar atburðarins.