blaðið - 19.06.2007, Side 6

blaðið - 19.06.2007, Side 6
Jn><n»H A 6 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 blaðiö INNLENT HAGSTOFAÍSLANDS Aflaverðmæti 25 milljarðar Afiaverðmæti íslenskra skipa nam 24,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hefur aflaverðmæti aukist um 29,2 prósent á milli ára en á sama tímabili í fyrra var það 19,2 milljarðar. (lok mars hafði aflaverðmæti þotnfisks aukist um 21,6 þrósent frá því í fyrra. UMFERÐARSLYS Steypubifreið valt Fullfermd steyþubifreið valt um kl. tíu í gærmorgun og lokaði báðum akreinum Sæbrautar.Ökumaðurinn slapp með lítilsháttar meiðsli en var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan lokaði Sæbraut og var vegurinn ekki opnaður aftur fyrr en um tveimur og tíma síðar. kARL ÁGÚST ÚLFSSON Bæjarlistamaður Garðabæjar Karl Ágúst Úlfsson er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2007. Afhenti Gunnar Einarsson bæjarstjóri Karli Ágústi starfsstyrk í Vídalínskirkju 17. júní. Bæjarlistamaðurinn er valinn af bæjarstjórn Garða- bæjar í samráði við menningar- og safnanefnd. TENGINGVIÐ TÆKIFÆRIN Vi& erum ráðgjafar í fyrirtækjaviðskiptum og aðstoðum bæði seljendur og kaupendur meðalstórra fyrirtækja við alla þætti slíkra viðskipta: • Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum • Verðmat fyrirtækja. • Viðræðu- og samningaferli. • Fjármögnun. • Gerð kaupsamninga og tenadra samninga. Við höfum engin fyrirtæki til sölu en við vitum af fjölda fyrirtækja sem geta verið fáanleg fyrir rétta kaupendur. Við vitum líka af mörgum aðilum sem eru að leita að góðum fyrirtækjum í ríestum greinum afvinnurekstrar. Tengsl okkarvið viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýs- ingar um fyrirtæki eru ekki gefnar upp í síma. Vinsam- lega hringið og pantið tíma, síminn er 414 1200, en einnig er nægt að nota tölvupóst: jens@konfakt.is eða brynhildur@kontakt.is Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu, en við teljum þau fáanleg: • Stór heildverslun með leikföng og gjafavörur. • Framkvæmdasljóri/meðeigandi óskast að góðu bílaþjónustufyrilæki í miklum vexti. • Rótgróin húsgagnaverslun í góðum rekstri. EBITDA 30 m. kr. • Þekkt lítil bílaleiga. • Meðeigandi/framkvæmdastjóri óskast að jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi. Mjög góð verkefnastaða. • Rótgróið bakarí í Reykjavík. Góð velta og EBITDA. • Deild úr heildverslun með gjafavörur. Arsvelta 60 m. kr. • Heildverslun með smávörur. Góð framlegð. EBITDA 20 m. kr. • Þekkt skyndibitakeðja. Ársvelta 130 m. kr. • Sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 m. kr. • Vélsmiðja. Ársvelta 200 m. kr. • Lítil, þekkt barnaverslun með umboð fyrir umhverfisvænar vörur. • Rótgróið lítið byggingafyrirtæki með fasta viðskiptavini. Fjórir fastráðnir starfsmenn. Góð verkefnastaða. • Rótgróin húsgagna- og gjafavöruverslun. EBITDA 14 m. kr. • Stórir byggingaverktakar í einu Eystrasaltslandanna. Ársvelta 3.800 m. kr. • Innflutningsfyrirtæki með sumarvörur. Ársvelta 300 m. kr. • Deild úr heildverslun með þekktar garðvörur. • Lítil húsgagnaverslun í Kaupmannahöfn. • Lítið þjónustufyrirtæki á ferðamarkaði. • Heildverslun/sérverslun með fatnað. Ársvelta 100 m. kr. • Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 m. kr. • Heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 50 m. kr. • Þekkt sérverslun með herrafatnað. Gagnlegur fróðleikur og fleiri fyrirtæki, sjá: www.kontakt.is KONTAKT Fyrirtækjaráðg jöf Suðurlandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200 www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarfræðingur, jens@kontakl.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhogfræóingur, brynhildur@kontakt.is Ragnar Marteinsson fyrirtækjaráðgjafi, rognar@kontakf.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fosteignasali, sigurdurökontakf.is Evo Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, evo@kontakt.is Aðiii að global Spilakassar Skuldir spila- fíkla geta numið mörgum milljónum. BMiö/Krislinn P^rrverancfFspilafíkill Milljóna skuld á bakinu Hanga á lygavefnum Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Um 3000 manns, spilafíklar og aðstandendur, hafa haft samband við SÁS, Samtök áhugafólks um spilafíkn, frá því að samtökin voru stofnuð fyrir rúmum þremur árum. Stofnandi samtakanna, Júlíus Þór Júlíusson, telur að spilafíklarnir séu margfalt fleiri en þeir sem leitað hafa eftir aðstoð. Hann segir póker- mótið sem haldið var á dögunum það sama og að skvetta olíu á eld. „Unga fólkinu þykir þetta spenn- andi en það er ekki hægt að líkja þessu við brids eða skák eins og gert var. Pókermótið var ekkert annað en að skvetta olíu á eldinn. Hingað hafa komið menn á þrítugsaldri með konu og nýfætt barn og jafnvel móður og tengdamóður. Það hefur allt verið komið í steik. Þeir hafa verið búnir að spila frá sér á hálfu ári þessum 20 prósentum sem þeir áttu í íbúðinni sinni. Þeir hafa jafn- vel verið búnir að missa vinnuna og hættir að stunda íþróttina sem þeir voru góðir í,“ greinir Júlíus frá og bætir því við að fræða þurfi ungt fólk um hættuna af slíkri spilamennsku. Heimsóknir á heimasíðu samtak- Mér var hálfpart- inn skammtaður peningur Júlíus Þór Júlíusson, stofnandi Samtaka áhugafólks um spilafíkn. anna eru orðnar rúmlega 68 þúsund frá því að hún var sett upp í maílok í fyrra. „Ýmsir eru auðvitað að skoða síðuna en við verðum að taka mark á þessu. Þetta er engin skemmtisíða og þetta hlýtur þess vegna að segja sína sögu,“ leggur Júlíus áherslu á. Samtökin fræða um spilafíkn á heimasíðu sinni auk þess sem þau hafa gefið út fræðslumyndband og bæklinga til að dreifa í skóla og á félagsmiðstöðvar. 1 haust ætla samtökin að veita spilafíklum stuðning sem felst í ráðgjöf sálfræðings og úttekt á fjár- hagsstöðunni áður en sjálf stuðn- ingsviðtölin hefjast. „SAÁ myndi aldrei setja áfengissjúkling í eftir- meðferð nema afeitra hann fyrst. Spilafíkillinn getur ekki komið í við- töl með fleiri milljóna króna skuld á bakinu og geggjaða aðstandendur. Fyrst verður að gera ættingjum og vinum, sem gengist hafa í ábyrgð og standa frammi fyrir gjaldþroti vegna spilafíkilsins, grein fyrir fjárhagsstöðunni. Ástandinu hefur kannski verið leynt í áraraðir. Fík- illinn er snillingur í lygasögum og hangir á lygavefnum fram í rauðan dauðann. Við munum fara í banka og ræða við þjónustufulltrúa með leyfi viðkomandi til að þeir séu með- vitaðir um stöðuna. Þá fyrst verður hægt að fara að vinna með spila- fíkilinn," segir Júlíus sem sjálfur hafði spilað í 15 ár og skuldaði háar upphæðir þegar hann hætti fyrir fjórum árum. Hann kveðst gæta sín á að koma ekki að neinu sem tengist fjárhættuspili. „Fyrsta árið setti ég mér auðvitað ýmis markmið, eins og til dæmis að Iáta aðra sjá um mín fjármál. Mér var hálfpartinn skammtaður peningur. Ég fór ekki inn á staði þar sem voru spilakassar. Ég kaupi hvorki lottó- miða né happdrættismiða og ég læt konuna mína sjá um að styrkja ýmis happdrætti í kringum jólin.“ Spilafíklarnir eru í öllum stéttum, að sögn Júlíusar. „Þetta eru öryrkjar, flugstjórar, tannlæknar, lögfræð- ingar, skipstjórar og allt þar á milli. Flestir eru karlar, og því miður alltof margir ungir. Og því miður er konum sem stunda fjárhættuspil að fjölga.“ Skipuleggjandi segir Póker er „Þetta var gert vegna þessaðþetta heitir póker og við erum að gjalda fyrir það,“ segir Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður pókermóts sem var haldið á vegum vefverslunarinnar gismo.is á laugardag. Lögreglan stöðvaði mótið þegar rúmlega tuttugu spilarar voru eftir af þeim 150 sem hófu leik. Fjögur þúsund króna þátttökugjald var í mótinu og rann það að fullu í verð- launaféið, sem var áætlað um 600 þúsund krónur. Sindri segir aðgerðir lögregl- unnar þó ekki hafa komið sér bein- leiðis á óvart. „Auðvitað vonuðumst við til að þetta yrði ekki stöðvað en vissum alveg af áhættunni. En við töldum að það yrði ekki gert vegna þess að þetta var allt saman frítt. Ég borgaði fyrir salinn, auglýsingar og allt annað. Við græddum ekkert á þessu.“ póker ekkert öðruvísi en bridds: hugaríþrótt É- | Sindri Lúðvíksson Skipuleggjandi mótsins segir ákveðna fordóma gangvart póker hafa ráðið því að 150 manna póker- mót hafi verið stöðvað af lögreglu á laugardag. BMið/Eyþór Hann telur ákveðna fordóma gagnvart póker hafa ráðið för. „Það eru svo margir sem vita ekkert hvað póker er og halda að þetta sé eins og að setja pening í spilakassa. En þetta er hugaríþrótt líkt bridds þar sem útkoman ræðst á heppni, því það er auðvitað hending hvaða spil þú færð.“ Sindri segist vera að ráðfæra sig við lögmann um framhaldið en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur fengið er en ekki búið að taka ákvörðun hvort að málið fari í ákæruferli. „Mér var sagt að þetta mál fengi forgang þannig að við trúum því að það fáist fljótlega niðurstaða í þessu.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.