blaðið - 19.06.2007, Page 9
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 9
Ástralía:
Byssumaður
gengurlaus
Einn maður lést og tveir
særðust þegar þeir reyndu að
koma konu til bjargar sem
reyndi að losna frá byssumanni
á íjölmennri verslunargötu í Mel-
bourne í Ástralíu í gær. Lögregla
hefur lokað nærliggjandi götum
og leitar nú mannsins í nær-
liggjandi húsum við árásarstað-
inn. Að sögn lögreglu var hinn
látni 43 ára gamall lögmaður.
Lögregla hefur gefið út
handtökuskipun á hendur
byssumanninum sem talinn er
vera 29 ára karlmaður, Christ-
opher Wayne Hudson, og hafa
ástralskir fjölmiðlar greint frá
því að hann sé meðlimur bif-
hjólasamtakanna Hell’s Angels.
Sýnileiki ráðherra:
Geir mest
áberandi
Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra var mest sýnilegi
ráðherran í ljósvakamiðlunum
samkvæmt Ráðherrapúls
Fjölmiðlavaktarinnar á tíma-
bilinu 1. janúar til 24. maí.
Um algjörann viðsnúning er
að ræða hjá Geir. Hann mæíd-
ist með 47 prósent virkni á
tímabilinu en hún var aðeins 26
prósent á tímabilinu á undan.
Næst á eftir Geir voru þeir
Jón Sigurðsson fyrrverandi
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
og Einar Guðfinnsson sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra.
Þeir ráðherrar sem mældust
með minnsta virkni voru Jónína
Bjartmarz fyrrverandi umhverf-
isráðherra og Björn Bjarnason
dóms- og kirkjumálaráðherra.
Evrópusambandið:
Fjárhagsaðstoð
til Palestínu
Javier Solana, aðaltalsmaður
Evrópusambandsins í utanríkis-
málum, segir að ESB taki brátt
upp beinan íjárstuðning við
heimastjórn Palestínumanna
að nýju til þess að styrkja
nýja ríkisstjórn landsins.
Stefnubreytinguna má rekja
til þess að Mahmoud Abbas
Palestínuforseti skipaði nýja
bráðabirgðaríldsstjórn undir
forsæti Salam Fayyad og án
aðildar Hamas-samtakanna.
Evrópusambandið og
Bandaríkin drógu beinan
fjárstuðning sinn við heima-
stjórnina til baka eftir að Hamas
vann sigur í þingkosningum
fyrir hálfu öðru ári síðan.
Yfirmenn Alcan heimsækja ísland:
Kanna aðstæður í Þorlákshöfn
„Þeir eru að koma til landsins, og
meðal annars til Þorlákshafnar til
að skoða svæðið með hugsanlega
byggingu álvers í huga.“ Þetta segir
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri
sveitafélagsins Ölfus um komu yfir-
manna kanadíska Álfyrirtækisins
Alcan til landsins.
Einar Karl Haraldsson, aðstoðar-
maður iðnaðarráðherra staðfesti að
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Is-
landi, og Michel Jacques, yfirmaður
álsviðs Alcan, hafi óskað eftir fundi
með Össuri Skarphéðinssyni, iðn-
aðarráherra. Fundurinn verður
Þorlákshöfn Yfirmenn
Alcan kanna aðstæður
fyrir álver. Mynd/SigurDurJónsson
á morgun og sagði Einar Karl að
engin formleg dagskrá lægi fyrir.
Rannveig sagði í samtali við
Blaðið að koma yfirmanna Alcan
væri fyrst og fremst vegna stjórn-
arfundar Alcan á Islandi. „Menn
eru bara að velta vöngum, en það
er ekki komið neitt lengra," sagði
Rannveig varðandi mögulegt álver
á Þorlákshöfn. Spurð um möguleika
á stækkun álversins í Straumsvík
sagði hún að það væri í skoðun en
bjóst ekki við hægt væri að stækka
álverið innan núverandi athafna-
svæðis álversins.
HEILSUDYNUR OG Hfcll.
Þrý^t^ö^un^^^^CTpörðiö:
• -
Ein besta heilsudýna í heimi
IQ-CARE aðlagast fullkomlega að líkamanum og tryggir dýpri og betri svefni.
IQ-CARE er svæðisskipt og gefur því réttan stuðning fyrir mjóbak og axlir.
IQ-CARE er með opnari et’niseiginleika en flestar vörur úr skyldum efnum og andar því betur.
IQ-CARE aðlagast hraðar að líkamanum en ílest rúm úr skyldum efnum.
IQ-CARE er ein sterkasta et'nablanda sem þróuð hefur verið og endist því lengur en skyldar vörur
IQ-CARE þrýstijöfnunaret'nið er mikið notað ogviðurkennt af sjúkrahúsum og heilsustofnunum.
VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA!
S-r APT3
WALLHUGGER
okkar bestu ICJfCARE heilsudýnu
Dæmi: 160 x 200 cm kr. 369.900 stgr.
Rúm sem dregst að veggnum þannig
að þú helst við hlið náttborðsins.
• Mest seldi botninn í heiminum.
• Upplýst þráðlaus fjarstýring með
öllum stillingum.i.
• Sterkir og hljójátir þýskir
lyftumótorar.
• Sér stilling fyrir höfuðlag.
• Öflugir nuddmótorar með
sjálfvirkum tímarofa.
• Einn allra sterkasti stálgrindarbotn
sem framleiddur er í dag.
• Öll liðarmót úr flugvélaplasti.
• 12 ára ábyrgð.
nrj-jffrN^
Loftrúm án rafmagns
Hjónarúm með
okkar bestu SQ-CARE heilsudýnu
Dæmi: 160 x 200 cm kr. 219.900 stgr.
Mest selda stillanlega rúmið
Frábær reynsla á íslandi frá árinu 2000.
• Sterkir og hljóðlátir þýskir mótorar.
• Stýring er einföld og þægileg.
• Mýkra axlasvæði og stillanlegt
mjóbakssvæði.
• Hægt að fá stillanlega fætur sem
ráða hæð rúmsins.
• 5 ára ábyrgð.
Ef þig vantar gott og sterkt stillanlegt
rúm þá er BIFLEX lausnin.
Frí þrýstijöfnunarmæling
sem greinir hvaða dýna
hentar þér best
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, 461 1150
Opið virka daga 10:00 - 18:00 - laugardaga 11:00 - 16:00
www.svefn.is