blaðið - 19.06.2007, Side 12

blaðið - 19.06.2007, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 rHVAÐ Muntu sinna nýja starf- Fir^NST inu með hangandi hendi? folk@bladid.net HEYRST HEFUR ÞER? „Ertu frá þér?! Ekki í þetta sinn." Frámkváemdastjörí ákaftíells á Seyðisfirði: -•—«-s_. blaöiö Ragnar Bjarnason, söngvari og borgar- listamaður Reykjavíkur. Ragnar Bjarnason hefur verið valinn borgarlistamaður Reykjavíkur af Vilhjálmi Vilhjálmssyni borgarstjóra. Ragnar er þekktur fyrir flutning sinn á íslenskum og erlendum dægurperlum og má segja að vörumerki hans sé hln hangandi hendi. BLOGGARINN... Geiri kommi? EINS OG lýðnum er ljóst var Ragnar Bjarnason gerður að borgarlistamanni Reykjavíkur í ár af Vilhjálmi Vilhjálmssyni borgarstjóra. Ragnar hefur verið lengi að og er einn ástsælasti dæg- urlagasöngvari þjóðarinnar. Hafa þó sumir gagnrýnt ráðninguna þar sem Ragnar tók þátt í kosninga- baráttu Vilhjálms í fyrra og söng á fjölmörgum stöðum er Vilhjálmur kom fram á. Ósjaldan tók Vil- hjálmur sjálfur lagið með Ragnari og að sögn viðstaddra minnti það ÓTRÚLEG tilkynning birtist á vef mótorhjólaklúbbsins HSL fyrir helgi þar sem boðið er upp á nám- skeið í að stinga lögguna af. Hrað- akstur bifhjólamanna hefur verið mikið í fréttum sem og viðbrögð yf- irvalda, sem hafa hækkað sektir og boðað eignarnám bifhjóla þeirra '"tk sem gerast brotlegir. Afþessari l! J& auglýsingu að dæma má þó búast við þvi að á endanum þurfi lög- ^reglan kraftmeiri j bíla og bifhjól í framtíðinni eigi þeir að geta S* náð ökuþór- Eunum... OG ÞÓ! Kannski þurfa hinir vösku verðir samfélagsins einungis að læra betur á bílana sína. Hinn kunni bílaáhugamaður, Birgir Þór Bragason, auglýsir á sinni blogg- síðu að hann taki að sér kennslu í hraðakstri. Segir hann gjaldgenga nemendur vera starfandi lögreglu- menn. Virðist því ný atvinnugrein hafa fæðst i öllum hraðaksturslát- unum... Bistró rn ----T- / Skaftfelli er fágætt bókasafn sem vert er að skoða. Blaöiö/Traustl Fann staðinn fyrir tilviljun Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Þórunn Eyvindardóttir er fram- kvæmdastjóri Skaftfells á Seyðis- firði. Skaftfell er menningarmið- stöð myndlistar á Austurlandi og stendur í sögufrægu húsi frá því um aldamótin 1900. Þórunn segir for- réttindi að fá að starfa við áhugamál sitt á svo fallegum og merkilegum stað. „Ég kom hingað eiginlega af til- viljun. Árið 2001 ætlaði ég að dvelj- ast í sveitinni hjá pabba á héraði, en álpaðist hingað fyrir einhverra hluta sakir og uppgötvaði þennan frábæra stað. Hér fann ég ótrúlega góðan anda og mikla grósku fyrir myndlistarfólk eins og mig,“ segir Þórunn sem nældi sér í BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Islands auk þess að læra í Amsterdam og Barcelona. „Ég var með sýningu í maí á Akur- eyri og á írlandi í nóvember. Maður- inn minn er líka myndlistarmennt- aður og við erum með lítið barn og því stundum erfitt að finna tíma í þetta allt, en það er alltaf eitthvað í gangi hjá manni,“ segir Þórunn sem finnur sig vel fyrir austan. „Seyðisfjörður hefur alltaf verið mikill menningarbær. Hér var alltaf ein besta höfnin á landinu og tengslin því við meginlandið sterk. Hér gekk fólk um í sparifötunum með sólhlífar og drakk te, svolítið öðruvísi stemning en hjá hinum almenna Islendingi á þeim tíma!“ segir Þórunn sem starfar einnig í húsi með mikla sögu. „Skaftfellshúsið varð hundrað ára í ár og hefur séð tímana tvenna. Hér var gullsmíðaverkstæði, tré- smíðaverkstæði, öl- og veitingastofa, heimili og nú er það gallerí, bóka- „Skaftíellshúsið varð hundrað ára í ár og hefur séð tímana tvenna. Hér var gullsmíðaverkstæði, trésmíðaverkstæði, öl- og veitingastofa, heimili og nú erþað gallerí, bókasafn, bístró og dvalarstaður myndlistarfólks.“ safn, bístró og dvalarstaður mynd- listarfólks. En það var árið 1996 sem eigendur hússins, þau, Garðar Eymundsson og Karólína Þorsteins- dóttir, gáfu það til slíkrar menning- arstarfssemi sem það nú uppfyllir. I kjölfarið var stofnaður Skaftfellshóp- urinn sem ákvað að gera húsið að menningarmiðstöð með áherslu á myndlist. I þeim hópi er Björn Roth, sonur Dieter Roth, sem dvaldist hér á Seyðisfirði árin 1990 til 1998 þegar hann lést, en í húsinu er einmitt Di- eter Roth-akademían, sem við hann er kennd.“ Á Seyðisfirði búa um 800 manns. Einkenni bæjarins er fjöldi timbur- húsa sem hann prýða og eru frá því um aldamótin 1900. Þórunn segir ekki óalgengt að listamenn leigi slík hús til að dveljast í meðan þeir vinna að list sinni. „I Skaftfelli er ein íbúð/vinnu- stofa til slíkra nota. Annars er fólk að leigja hús í lengri eða skemmri tíma yfir sumarið því það er óneit- anlega meira um að vera þá en á vet- urna. Til dæmist hefst listaárið hjá okkur með komu 10 manna hóps útskriftarnema frá Listaháskóla íslands ásamt kennurum þar sem þeir dveljast hér í þrjár vikur og vinna að verkefnum sínum. Þeir fá aðgang að öllum þeim verkstæðum og vélum í bænum sem þeir þurfa og því verður til mikil samvinna og þátttaka milli bæjarbúa, sem skilar sér síðan með frábærri mæt- ingu á opnun sýninganna. Þetta er einskonar snemmbúinn vorboði hjá okkur og mikið fjör.“ Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni skaftfell.is „/ dag, á sjálfan þjóðhátíðardag Islendinga, reyndi forsætisráðherr- ann á Austurvelli að réttlæta kvóta- kerfið með innihaldslausu tali um hagræðingu og árangur og öflug fyrirtæki. Með því minnti hann á þá sanntrúuðu kommúnista sem létu ekki af trúnni þótt allar staðreynd- ir æptu að þjóðkipulagið í Sovét væri ekki að gera sig rétt eins og kvótakerfið íslenska er ein rjúkandi rúst. Það sést best á þeim byggð- um sem byggja á sjávarútvegi með minnk- andi afla og minnkandi tekjum." Sigurjon Þórðarsson sigurjonth.blog.is, Siðblint íhaldið? „Það er ótrúlegt að heyra suma ný- kjörna þingmenn og konur tala um að þau hyggist sitja ípólitískt kjörn- um stöðum sínum á öðrum vettvangi en Alþingi. Bara tveir nýir þingmenn hafa t.d. tilkynnt að þau muni hætta í þorgarstjórn. Aðrir þingmenn og konurláta íveðri vaka að þau muni halda áfram að sinna málum í sveitastjórnum. Og hvað stærsti hluti þessa fólks sem er svona siðþlint að mínu mati eru Sjálfstæðismenn. “ Guðmundur Óli Scheving gudmunduroli.blog.is Fáninn svívirtur „Það ermeð ólíkindum hvað sumir eru tilbúnir til að ganga langt í að vanvirða það sem hverri þjóð er heilagast, sjálfan þjóðfánann. I gær á sjálfum þjóðhátíðardegi Islendinga var íslenzki þjóðfáninn sví- . virtur á mjög gróflegan - hátt. Fimm mótmælend- ur voru handteknir eftir að hafa hengt utan á Þjóöleikúsið fána sem iíktist þeim íslenzka. Framan á hann hafði verið gert íslenzkt skjaldar- merki með nöfnum Alcoa, Alcan og Norðuráls. Það er krafa þjóðarinnar að á svona málum verði tekið mjög hart og þeir sem voru þarna staðnir að verki verði refsað eins þungt og lög framast leyfa.“ Guðmundur Jónas Kristjánsson zumann.blog.is Félag SkrúSgarSyrkjumeistara HELLULOGN www.meist-ari.is Su doku 5 8 7 1 6 1 2 9 3 9 4 5 7 6 4 7 2 9 3 6 4 5 1 1 8 2 3 7 9 8 3 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum fra 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala kotni ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétteða tóðrett. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Þú ert greinilega mikill dýravinur, Elli minn. HERNIAN eftir Jim Unger

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.