blaðið - 19.06.2007, Page 13

blaðið - 19.06.2007, Page 13
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 29 I hugum annarra viröast ein- staklingar sem hafa hugrekki og persónuleika alltaf vera ógnvekjandi. Hermann Hesse Afmælisborn dagsms DAW AUNG SAN SUU KYI BARÁfTUKONA, 1945 SALMAN RUSHDIE RITHÖFUNDUR, 1947 JAKOB I KONUNGUR, 1566 kolbrun@bladid.net Myrkar vangaveltur Sólstöðutónleikar Páls Óskars og Moniku Fimmtudaginn 21. júní - lengsta dag ársins - halda Páll Óskar söngvari og Monika hörpuleikari árlega sólstöðutónleika í Café Flóru, Grasagarðinum Laugardal. Þar héldu þau sína fyrstu tónleika þennan dag árið 2001 og hafa gert það síðan. Frumflutt verður bæði nýtt efni eftir Magnús Þór, í bland við eldra efni eftir íslenska og erlenda höfunda eins og Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jónas og Jón Múla Árnasyni og Burt Bacharach. Að leik loknum ganga svo tónleikagestir út I mið- nætursólina. Fullt hefur verið út úr dyrum á þessa tónleika, því þeir eru árviss viðburður í lífi margra og borgar sig að mæta tímanlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. Miðinn kostar 2000 krónur. Miða- sala er við innganginn en hægt er að panta miða í síma 866-3516. Páll Óskar og Monika hófu sam- starf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess samstarfs var geislaplatan Ef ég sofna ekki í nótt og tveimur árum síðar sendu þau frá sér jólaplötuna „Ljósin heima“. Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og Ijúfan flutning. Úr steinarikinu kei bæ! er ný mynda- sögubók, sú sjötta í röðinni, eftir Hugleik Dagsson. Þetta eru nokkuð myrkar sög- ur, eins og Hugleikur viðurkennir fúslega og þar koma meðal annars við sögu hvalir, kolkrabbar, há- karlar, höfrungar og lítt friðsamir englar. „Myndasögur mínar geta sennilega verið svolítið grimmar," segir Hugleikur. „Þegar ég byrjaði að gera þessar spýtukallasögur mínar þá var það í algjöru hugsun- arleysi. Ég skrifaði og teiknaði án þess að hugsa mig tvisvar um og þess vegna urðu teikningarnar ein- faldar og hinn illkvittnislegi húm- orinn kviknaði sjálfkrafa. Eg held að myrkar hugsanir bærist í öllum manneskjum. Teiknimyndasögurn- ar eru mín leið til að nálgast myrkar vangaveltur mínar.“ Eins konar bastarður Hvað heillar þig við myndasög- una? „Allt. Strax og ég varð læs las ég allt mögulegt: myndasögur, venju- legar skáldsögur og fræðibækur. Það er eins og ég hafi þroskast aft- urábak því með aldrinum fór ég að sækja meira í myndasögurnar og les þær aðallega núna. Myndasögur eru eins og litlar kvikmyndir. Hver sá sem lætur sig dreyma um að gera kvikmynd en hefur ekki efni á því getur gert myndasögu. Það eina sem þarf er ímyndunaraflið og svo sakar ekki að kunna að teikna. Myndasagan er eins konar bastarð- ur bókmenntanna, myndlistarinn- ar og kvikmyndalistarinnar. Eng- inn vill gangast við henni, hún er hluti af jaðarmenningu og er oft flokkuð sem lágmenning. Það er meðal annars þetta sem heillar mig við myndasöguna.“ Viðbrögð frá prestum Þetta eru nokkuð ögrandi sögur. Hefurðu fundið fyrir því að fólk hneykslist á þeim? „Það hafa einhverjir hneykslast en ekki margir þannig að ég heyri af því. Eldri maður kvartaði á sín- um tíma undan auglýsingu sem birtist á mbl.is þar sem sýnt var at- riði úr einni bókanna minna og sú auglýsing var ritskoðuð stuttu eftir það. Seinna var sett önnur auglýs- ing á mbl.is þar sem bók mín var auglýst og þá var birt teiknimynd þar sem prestur játaði að hafa bar- ið dóttur sína. Mér skilst að prestur hafi hringt og kvartað vegna þeirr- ar auglýsingar. Annars hef ég oftar fengið fréttir af því að prestar séu hrifnir af bókunum mínum en að þeim mislíki þær.“ Teiknimyndasögur Hugleiks hafa komið út í Bretlandi, írlandi og Ástralíu og í haust munu þær koma út í Bandaríkjunum, Þýska- landi, Ítalíu, Noregi og Finnlandi. Ný bók er svo væntanleg frá honum í haust. Auk þess gengur hann með hugmynd að nýju leikriti sem hann segist ekki mega segja frá að svo stöddu. menningarmolinn Frelsisstyttan kemur til Á þessum degi árið 1885 kom Frelsisstyttan fræga með skipi til New York. Hún var gjöf til Banda- ríkjamanna frá Frökkum. Syttan var gerð af Frederic-Auguste Bart- holdi og þegar hún var fullgerð var hún tekin í sundur í 350 búta og sett í 214 kassa og þanriig flutt með skipi til New York. Rúmu ári síðar, 28. október 1886, var styttan sett New York saman og vígð við hátíðlega athöfn af Grover Cleveland forseta. Styttan er á Liberty-eyjunni við höfn New York borgar, rétt fyrir utan Manhattan. Hún er 93 metrar á hæð og er þá meðtalinn grunnur- inn og stallurinn sem hún stendur. á. Hún er eitt helsta tákn Bandá- ríkjanna og. stendur fýrir frelsi og tækifæri. Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Úr steinaríkinu, eftir Bjarna E. Guðleifsson, náttúru- fræðing á Möðruvöllum í Hörgárdal. Steinaríkið er víðfeðmasta ríki náttúr- unnar; snertir í rauninni alla þætti hennar og því er í bók- inni víða komið við. Meðal annars er fjallað um steina, jarðveg, veður, loftlags- breytingar, auðlindir, vegi, hús, vélar, raforku, vetni og álver, svo eitthvað sé nefnt. Þríleikur í kilju Út eru komnar í kilju þrjár bækur eftir Jón Kalman Stefánsson: Skurðir í rigningu, Sumarið bak- við brekkuna og Birtan á fjöllunum. Bækurnar, sem hafa verið uppseldar um nokkurt skeið, mynda þríleik sagna sem gerast í sömu sveitinni. Sögu- sviðið er dalur vestur á landi. Skurðir í rigningu var tilnefnd til menningarverðlauna DV og Sum- arið bakvið brekkuna var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Jón Kalman hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin árið 2005, sem og tilnefningu til bókmennt- verðlauna Norðurlandaráðs, fyrir síðustu bók sína Súmarljós, og svo kemur nóttin.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.