blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 blaóiö Niðurskurður þeim að þakka Bresku náttúruverndarsamtökin Samtök um verndun sjávar (Mar- ine Conservation Society) hafa fagnað ákvörðun íslensku rík- isstjórnarinnar um mikinn nið- urskurð þorskkvóta. Samtökin segja að við ákvörðun leyfilegs þorskafla fyrir næsta fiskveiðiári hafi íslenskir stjórnmálamenn orðið fyrir áhrifum af herferð samtakanna fyrir því að breskir stórmarkaðir kaupi einungis inn fisk úr stofnum sem eru í góðu ásigkomulagi. Á fréttavef Shetland Marine News segir talsmaður samtakanna að djarfur niðurskurðurinn, sem hafi verið í samræmi við tillögur vísindamanna, sýni hver máttur vel vökulla neytenda geti verið. Goldfinaer missir leyfið Næturklúbburinn Goldfinger hefur misst heimild til nektarsýn- inga og kom fram í fréttum Ríkis- útvarpsins, að ekki sé útlit fyrir að klúbburinn fái heimildina aftur. Lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins hefur lagst gegn því að staðurinn fái umrætt leyfi. Ofsaakstur vegna náttúruperlna að sjá Gullfoss og Geysi áður en þau færu af landi brott. Atvikið átti sér stað um ellefuleytið í gær- morgun en sektin við umferðar- lagabrotinu var samtals 100.000 krónur. bm Virða ekki forgangsakstur T ögregla, sjúkraflutningamenn cg slökkvilið segja algengt að þeim sé ekki sýnd nægileg tillitssemi þegar ekinn er for- gangsakstur. Dæmi eru um að lögregla eða aðrir aðilar hafi lent í árekstrum eða öðrum óhöppum vegna þessa. Ökumenn eru beðnir um að víkja vel fyrir forgangsakstri og halda athygli sinni óskertri við akstur- inn þannig að þeir geti brugðist sem best við. ejg Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bíl rússneskrar fjölskyldu sem ók Vesturlandsveg á 139 km hraða. Fjölskyldufaðirinn var við stýrið, eins og fram kemur í lögreglutilkynningu, en í fram- sætinu var níu ára sonur hans, án bílbeltis. í aftursætinu sat fjölskyldumóðirin sem hélt á fjög- urra ára dóttur sinni og notuðust þær mæðgur við sama bílbeltið. Astæða hraðakst ursins ku vera sú að fjölskyldunni lá mikið á Enn fjölgun á feröalöngum Fyrstu sex mánuði ársins fjölg- aði erlendum ferðamönnum á íslandi um 19% miðað við sama tímabil í fyrra. í júní fjölgaði ferðamönnum um fjórðung milli ára. Fyrri helming árs fóru 177.831 ferðamaður um Leifsstöð miðað við 149.132 í fyrra. Flestir ferðamannanna eru Bretar, þar næst eru Bandaríkjamenn og svo Danir. Miðað við í fyrra fækkar Bandaríkjamönnum hér en einstaklingum fjölgar frá öllum öðrum þjóðum. Því hefur verið spáð að fjöldi ferðalanga á íslandi í ár verði hálf milljón. bm Virkjum ORKUSTÖÐVARNAR Hefurðu hugleitt hvar þú færð ódýrasta eldsneytið? ÞAÐ MUNAR UM MINNA mammmmmmmm Eurostat birtir samantekt á raforkuverði í Evrópu Ódýrast á íslandi Islensk heimili greiða lægra raforkuverð en aðrir íbúar Norð- urlanda og talsvert lægra en íbúar Evrópusambandsins að meðaltali. Samanburður á verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur og nýrrar samantektar hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) sýnir fram á þetta. Viðskiptavinir Orkuveitunnar greiða tæpar 36 þúsund krónur fyrir 3.500 kWh ársnotkun en Danir rúmar 76 þúsund krónur sem jafn- framt er það hæsta í Evrópusam- bandinu. Af 27 ríkjum Evrópusam- bandsins er verðið aftur á móti lægst í Búlgaríu eða tæpar 20 þús- und krónur á ári. hlynur@bladid.net Raforkuverð til heimila í janúar2007 Miðast við 3500 KW stunda ársnotkun Búlgaria Orkuveita Fi'nnland Sviþjóð Reykjavíkur ESB MEÐALTAL r^- CNi CNJ cd Árviss mannekla ■ Óvíst hvort tekst að manna stöður ■ Leikskólavist gæti frestast Hver eru launin? Launaflokkur Til og með 34 ára frá 35 ára frá 40 ára Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Mannekla á leikskólum virðist vera árleg grýla í byrjun nýs skóla- árs. Mikil óvissa ríkir víða um mönnun og einhverjir kunna að spyrja hvort unnt verði að fullnýta pláss á leikskólum ef mikill skortur verður á starfsfólki. Hjá Reykjavik vantaði hátt í 200 starfsmenn í vor, í Garðabæ vantar um fjóra ein- staklinga fyrir komandi haust en ekki fengust tölur hjá Kópavogi þó fregnir hermi að nánast alla leik- skóla bæjarins vanti starfsfólk. 80 skólar með 1.800 starfsmenn Ingunn Gísladóttir, starfsmanna- stjóri á leikskólasviði Reykjavíkur- borgar, segir að haldbærar tölur um skort á starfsfólki á leikskólum hafi ekki verið teknar saman. „Við tökum vanalega saman í septemb- erbyrjun hversu margt starfsfólk vanti á leikskóla borgfmnar. I vor vantaði hátt í 200 manns til starfa, en við höfum enn sem komið er ekki hugmynd um hver talan verður í byrjun september." Hún segir mikið um ráðningar inn á leik^kól- ana um þessar mundir en á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktir í kringum 80 leikskólar þar sem starfa um 1.800 starfsmenn. „Við reynum að sjálfsögðu að taka inn öll börn sem hafa fengið loforð um vistun en það kemur í ljós á næstu vikum hvort þurfi að fresta inntöku einhverra barna.“ Eðlilegt að starfsfólk vanti Samúel Örn Erlingsson, formaður leikskólanefndar Kópavogs, segir að eðlilegt sé að starfsfólk vanti á VEÐRIÐ I DAG Dregur úr vindi Hæg austanátt noröantil og þurrt fram yfir hádegi en síðan rigning. Dregur úr vindi og úrkomu sunnanlands seinni partinn. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestantil. 101 187.013 102 189.818 103 192.665 104 195.555 105 198.488 alla leikskóla á þessum árstíma en hann telur að það vanti starfsfólk á nánast alla leikskóla Kópavogs sem eru fast að 20 talsins. „I lok sumars er alltaf óvissa varðandi ráðningar því margir starfsmenn leikskólanna eru ýmist í námi eða á leið í nám að hausti. Við sáum fram á talsverðan vanda í byrjun þessa árs, sem vel var leyst úr og erum vissulega byrjuð að takast á við ráðningu starfsfólks nú í sumarlok.“ Þá segist hann vona að börn komist í leikskólavist eins fljótt og mögulegt sé. ÁMORGUN Þurrt suðvestantil Vaxandi norðaustanátt, víða 10-15 m/s nálægt hádegi, en talsvert hægari norðaust- anlands fram til kvölds. Skýjað með köflum og þurrt suðvestantil, en annars rigning eða súld. Hiti 7 til 18 stig, svalast með norðurströndinni. 192.623 198.402 195.512 201.378 198.445 204.398 201.422 207.464 204.443 210.576 Vantar fjóra í Garðabæ Hjá Garðabæ horfa mál öðruvísi við en að sögn Önnu Magneu Hreins- dóttur, leikskólafulltrúa bæjarins, hefur verið vel staðið að Ieikskóla- málum að undanförnu. „Þetta Htur ágætlega út og erum við búin að manna alla leikskóla nema tvo af tíu fyrir haustið en það vantar í kringum tvo starfsmenn á hvorn leikskólann.“ Einnig segir hún að öll börn 18 mán- aða og eldri séu komin með örugga leikskólavist fyrir veturinn og að ástandið sé betra en fyrir ári síðan. Skotið á bíl í Reykjanesbæ Það virðist sem skotið hafi verið úr loftbyssu eða loftriffli á bfl í Reykjanesbæ í fyrrakvöld eins og fram kemur á fréttavef Víkurfrétta. Stúlka var að taka barn úr bílstól þegar ein rúða bifreiðarinnar mölvaðist. Við nánari athugun fannst lftið gat efst á rúðunni. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum og segir að stórhættulegt hefði verið fyrir stúlkuna eða barnið að lenda í skotinu. mbi.is Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann aö vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 25 Amsterdam 21 Ankara 31 Barcelona 28 Berlln 23 Chicago 29 Dublin 17 Frankfurt 22 Glasgow 16 Halifax 24 Hamborg 17 Helsinki 19 Kaupmannahöfn 19 London 19 Madrid 33 Mílanó 29 Montreal 24 Miinchen 21 New York 27 Nuuk 15 Orlando 24 Osló 18 Palma 25 París 22 Prag • 22 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 11

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.