blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÍIST 2007 blaóiö LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@bladid.net Hann hleypur á tugum sá fjöldi fólks sem hefði undanfarin 2 - 3 ár mátt forða frá alvarlegu líkamstjóni og dauða í umferðinni ef menn hefðu einfaldlega sleppt því að setjast undir stýri undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. ÚR BÍLSKÚRNUM Átta frumsýningar Volkswagen mun frumsýna átta nýja bíla á bílasýningunni í Frankfurt sem haldin verður 13.-23. september. Aðalnúmerið verður að sjálfsögðu hinn nýi Tiguan, litli bróðir Touareg sem beðið hefur verið með óþreyju. Auk þess verður kynntur hræódýr hugmynda- bíll sem kallaður er City Expert og fregnir herma að muni um margt minna á gömlu Bjölluna! Vetnis-tvinn-RX-8 Já, þú last rétt. Síðastliðinn miðvikudag var efnahags-, viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Japans afhentur Mazda RX-8 sem gengur bæði fyrir vetni og bensíni. Bíllinn verður notaður til daglegra nota á vegum ráðu- neytisins og er allsérstæður fyrir sakir rotary-mótorsins sem lútir öðrum lögmálum en hefðbundin bílvél. Nýr Corsa Nýr og gjörbreyttur Opel Corsa verður frumsýndur hjá Ingvari Helgasyni á næstu vikum. Bíllinn verður stærri en fyrri gerðir og hægt verður að velja á milli þriggja útfærslna; 1,2 lítra með beinskiptingu, 1,4 litra með sjálfskiptingu og svo 192 hestafla OPC útgáfu. Allir eru þeir búnir ESP, MP3-tengi og 6 loftpúðum, svo eitthvað sé nefnt. Mjög fínir leðursandalar með innleggi og vœnum sólum í stœrðum 41 -46 á kr. 7.550,- Flottir leðursandalar, sömuleiðis með innleggi í stœrðum 41-46 á kr. 7.550,- Misty, Laugavegi 178 Sími 551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Stór hluti íslendinga fer í ferðalag um verslunarmannahelgina Er bíllinn Tjaldið er komið úr geymslunni, þú hreinsaðir skrítna blettinn úr svefnpokanum og í ísskápnum eru tvær dollur af túnfiskssalati sem þú ætlar að borða á brauð um helgina. Þú ert klár í slaginn, eða hvað? klár fyrir helgina? Langstærstur hluti þeirra sem fara út á land um helgina ferðast á einkabílum. Bílskúrsteymi Blaðs- ins hefur tekið saman lista yfir at- riði sem ferðalangar ættu að hafa í huga áður en lagt er í ‘ann. Sum þeirra eru nauðsynleg, varða ör- yggi bílsins og farþega hans, og allir ættu að gefa sér tíma í að athuga. Önnur eru sniðug ferðaráð sem geta aukið á þægindi, öryggi og ánægju ferðalagsins. Farangursrými ■ Er varadekkið á sínum stað og í lagi? En tjakkur og felgulykiil? Kanntu að skipta um dekk? Ertu með örygg- isþríhyrning? Veistu til hvers hann er? í blíðu og stríðu / Það er góð regla að vera alltaf með smá nesti, nóg af óáfengum drykkjum og nokkur teppi i bilnum á ferðalögum. Vökvi hjálpar bílstjóra að halda einbeit- ingu og matur og teppi geta gert ferðina þægilega fyrir alla, auk þess að koma að góðum notum ef eitthvað kemur upp á. Sólgleraugu / Sólin í ágúst er býsna sterk og getur verið lágt á lofti fyrri- og seinnipart dags. Sólgleraugu eru því ör- yggistæki um leið og þau auka þægindi. Vélarhús ■ Olíur / Athugaðu olíuna á vélinni og Það er óvitlaust, skiptingu. Farðu á smur- eða sérstaklega fyrir bensinðtöð ef þú treystir þér eigendur eldri ekki í það sjálf(ur). Passaðu að bila, að vera nóg vatn sé á vatnskassanum með auka oliur (og að hvergi sjáist leki) og að og kælivökva rúðuvökvatankurinn sé fullur. meðferðis. ,/ Tappar 1 Þeir sem kunna með taþpasett að fara ættu ávallt að hafa slikt meðferðis. Eldsneyti t/ Það þarf ekki endilega að skemma helgina þó maður gleymi að taka eldsneyti, en það auðveldar ferðalöngum að halda áætlun. Sé haldið i langferð eða til fjalla þarf að huga að bensínstöðvum og aukaeldsneyti. Belti Bílstjóri ber ábyrgð á farþegum sinum og ætti því að setja sem skilyrði að allir séu í öryggisbelti. Það vill enginn hafa dauða vína og vandamanna á samviskunni. Sjúkrakassi I Vimulaus feröalög ' I öllum bilum ætti að Það þarf ekki að taka þaö fram að vera sjúkrakassi með* bílstjórar eigi að vera allsgáðir á sáraumbúðum og þess ferðum sínum. Hitt hugsa fáir út í háttar. Mikilvægt er að að ölvun farþega getur skaþað vand- kunna að nota innihald ræði og hættu ef til óhapps kemur, kassans. Lærðu eða ef komið er að slysi. Við gerum skyndihjálp við fyrsta meira gagn allsgáð. Geymum drykkj- tækifæri. una þar til komið er á náttstað. öryggi %/ Það getur komið sér vel, ekki síst fyr- ir þá sem eru með tengihýsi, að hafa auka rafmagnsöryggi með í för. Hjólbarðar \ Mynstur ætti alls staðar að vera 2 mm djúpt eða meira. Slitnir hjólbarðar hafa minna veggrip og hemlunarvegalengd eyksttil muna, sérstaklega á blautu undirlagi. Athugaðu lika loftþrýstínginn. Töflu yfir ráðlagðan loftþrýsting má oft finna í hurða- falsi bílstjórahurðar, innan á eldsneytisloki eða í eigendahandbók bílsins. Rangur loftþrýstingur eykur eyðslu og vald þitt á bílnum minnkar. Til að hringja á hjálp Gott er að hafa bilhleðslutæki fyrir símann meðferðis svo hann verði ekki rafmagns- laus á ögurstundu. Þeir sem halda til fjalla ættu að vera með NMT-síma líka. I = Nauðsynlegt y = Sniðugt Ljós ' Athugaðu hvort allar perur séu heilar. Þú getur notað endurspeglun í stór- um búðarglugga til að auðvelda þér verkið. Skiþtu um bilaðar perur og mundu að þokuljós á aldrei aö nota þannig að þau lýsi á aðra bíla. TIL UMHUGSUNAR • Eftirvagnar (kerrur, hjólhýsi, tjaldvagnar o.s.frv.), breyta akst- urseiginleikum bifreiða. Þær verða þyngri, óstöðugri og vilja rása til á vegum. Ef eftirvagn er breiðari en ökutækið og hindrar baksýni þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin. Almenna reglan er sú að fólksbifreið og sendibifreið með eftirvagn má ekki aka hraðar en 80 km/klst Það borgar sig að athuga hvort ökumaður hafið tilskilin réttindi til að draga eftirvagn eða tengitæki en það er hægt að sjá á heimasíðu Umferðarstofu, us.is. • Ölvunar- og annars konar vímu- efnaakstur er ein algengasta orsök banaslysa og alvarlegra slysa i umferðinni. Hann hleypur á tugum sá fjöldi fólks sem hefði undanfarin 2 - 3 ár mátt forða frá alvarlegu lík- amstjóni og dauða í umferðinni ef menn hefðu einfaldlega sleppt því að setjast undir stýri undir áhrifum áfengis og annarra vimuefna. Ger- um verslunarmannahelgina ekki aö upphafi sorgar og dapurlegra minninga. Blöndum ekki saman áfengi og akstri og aukum með því líkurnar á gleðilegri helgi. • Það er mikilvægt að bílstjórar taki tillit til þess að bifhjólamenn eru stór hluti vegfarenda og þeir hafa sama rétt í umferðinni og aðrir. Mundu aö bifhjól sjást ekki eins vel og bíll. Þau em smærri, það er erfiðara að gera sér grein fyrir hraða þeirra og oftast fara þau hraðar en þér sýnist. Einnig virðast þau oft fjær en raun ber vitni. Gáðu tvisvar áður en þú ekur af stað á gatnamótum. Ekki aka af stað fyrr en að þú ert viss um að það sé óhætt. Gefðu stefnuljós þegar þú skiptir um akrein og gerðu það tímanlega. Það getur verið hjól við hlið þér eða rétt fyrir aftan bílinn og það eru töluverðar líkur á að þú sjáir ekki hjólið i hliðarspeglinum. (www.us.is) Compe-hvaö? Á þriðjudaginn svipti Alfa-Romeo hulunni af 8C Competizione (hvílíkt nafn!), sportbíl sem verður aðeins framieiddur í 500 eintökum og dregur nafn sitt af 6C Competizione-kappaksturs- bílnum sem gerði garðinn frægan á Mille Miglia árið 1950. í húddinu er 4,6 lítra V8 sem dundar sér við að fram- leiða 450 hestöfl. Stór Mini Á Netinu má nú finna fjöldann allan af myndum af nýjustu afurð Mini sem kallaður er Clubman. í bílskúrnum hafa afturhurðirnar á þessari stóru- bróður-útfærslu vakið mesta lukku en þær opnast aftur- ábak, eða „suicide-style“ eins og það hét í gamla daga. Fiat 500 uppseldur ítalar eru snarklikkaðir. Þetta höfum við alltaf vitað. En þeir framleiða bara svo skemmti- lega bíla! Það þarf því engan að undra að af þeim 58.000 Fiat 500 sem gert er ráð fyrir að rúlli af færibandinu í ár hafa ítalar sjálfir pantað 51.000 stykki. Frakkar hafa pantað 6.000 til viðbótar svo ársframleiðslan er við það að seljast upp, þremur vikum eftir að bíllinn fór á sölu. Umhverfisvænasti bíll í heimi? Ekki fyrir grænmetisætur Hvernig fer maður að því að búa til bíl sem er 95% niðurbrjótanlegur í náttúrunni eða endur- vinnanlegur? Jú, með því að velja hráefni sem er að mestu leyti lífrænt. Með því að nota plöntur til að smiða flest nema stýrishjólið, sætið og rafkerfið verður til bíll að nafni Eco One Speedster. Bíllinn er gríðarlega umhverfisvænn en kemst samt yfir 200 km hraða og 0-100-tíminn er undir fjórum sekúndum. Eldsneytið gerjuð blanda, búin til úr hveiti og sykurrey. Þannig er nánast hægt að „rækta“ bíl frá grunni, nokkuð sem án efa á eftir að verða vinsælt í framtíðinni, svo fremi sem grænmetisætur borði þá ekki alla jafnóðum. Fari bíllinn einhverntíma í framleiðslu kemur hann til með að vera verðlagður „einhverstaðar norðan við 12 milljónir króna.“ Það þykir kannski í það mesta fyrir eins sætis bíl en hvað gerir maður ekki til að halda samviskunni góðri og bjarga umhverfinu? Bremsuborðar: Gerðir úr malaðri skum kastaníuhneta. Ryk afborðunumer , —v ekkiskaðlegt ' ~ pmhverfinu. ■ Hjólbarðar: Að hluta til úr kartöflusterkju. Það minnkar eldsneyti- snotkun þarsem vegviðnám er minna. Hámarskhraði: 241 km • Eyðsla: 6,71/1 OOkm • Lengd: 2,74 m • Breidd: 1,52 m Yfirbygging: Blandaaf r Súw hamp-massaog' "x-Aþf / fræolíu sem er Jpl/ meðhöndluð 0 mótuð. < m 1 \m ~j> Eldsneyti: Úr gerjuðu hveiti og sykurreyr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.