blaðið - 03.08.2007, Side 27

blaðið - 03.08.2007, Side 27
blaóió FOSTUDAGUR 3. AGUST 2007 ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Þetta er orðið hluti af samskipta- mynstrinu milli tónlistarmanna og hlustenda, og maður verður bara að •___•«£ I_H U sætta sio við hað." MySpace-væðing tónlistarmarkaðarins „Hljómsveitir taka loks málin í sínar hendur“ MySpace-svæðin á verald- arvefnum nýtast fleirum en þeim sem vilja hafa samskipti við vini og vandamenn; tónlistar- menn koma sér nefnilega í æ ríkara mæli á framfæri gegnum MySpace-síður sínar. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net „Ég sagði einhvern tímann að málið væri ekki hvað maður geti heldur hvað maður geri. Það er því bara af hinu góða að hljómsveitir taki loks málin í sínar hendur; hætti þessari óframfærni og koma sér bara sjálfar á framfæri," seg- ir Einar Örn Benediktsson, Sykurmoli með meiru. Og það er einmitt það sem MySpace fyrir tónlistarmenn snýst um; að skapa þeim vettvang til að koma sér sjálfir sér á framfæri. Hluti af samskiptamynstrinu Ghostigital, núverandi hljómsveit Einars Arnar, er með síðu hjá MySpace. „Þetta er orðið hluti af samskiptamynstr- inu milli tónlistarmanna og hlustenda, og maður verður bara að sætta sig við það.“ Einar segir hlustendur nota My- Space til að finna aftur hljómsveitir sem þeir hafa heyrt í. „Ég tók t.d. eftir því því að eftir tónleika sem við héldum með Björk í Bandaríkjunum og á Italfu fjölgaði mikið heimsóknum á MySpace- síðu okkar.“ Einar segir það besta við MySpace vera hversu gott aðgengi síðan veiti hlustendum að nýrri tónlist. „Ég hef t.d. sjálfur oft uppgötvað góða tónlistar- menn á MySpace. Svo hef ég líka rekist á fullt af gömlum kunningjum sem ég hélt að væru löngu dauðir.“ Hjálpar íslenskum hljómsveitum Árni Rúnar Hlöðversson er í hljóm- sveitunum Motion Boys, FM Belfast, Hairdoctor og Plúseinn, svo eitthvað sé talið. Hann segir MySpace hafa hjálpað öllum þessum hljómsveitum að koma sér á framfæri. „MySpace er mjög fínt tæki þegar maður er að reyna að sann- færa einhvern um að bóka sig. Það er svo auðvelt að benda tónleikahöldurum á að hlusta á lög hljómsveitar á MySpace, enda þekkja síðuna allir.“ Árni segist telja stórt og gott tengla- safn vera það besta við MySpace. „Hlustendur rekast oft fyrir tilviljun á hljómsveit á MySpace í gegnum síður hljómsveita sem þeim líkar vel við.“ MVSPACt MUSIC BLOODG MuilC V.'Jpoj DlftCto«V Top Arllttf Blaðiö/Kristinn MySpace íslenska hljómsveit-1 in Bloodgroup hefur verið bókuð á tónleika í gegnum MySpace-síðu sveitarinnar. SAGA MYSPACE 2003 Forritið ellniverse stofnar MySpace, og ýtir úr vör keppni milli starfs- manna um hver nái að afla síðunni flestra notenda. 2005 News Corporation, fyrirtæki Ruperts Murdoch, kaupir MySpace á tæpa 37 miiljarða. 2007 MySpace er í þriðja sæti yfir mest heimsóttu heimasíður úr tölvum í Bandaríkjunum, og í sjötta sæti á heimsvísu. Enn til miðar á Innipúkann Þeir sem kjósa menningu fram yfir blautan svefnpoka og brekkusöng um verslunarmanna- helgina geta enn tryggt sér miða á Innipúkann, sem fer fram á nýja skemmtistaðnum Organ að þessu sinni. Miðar eru seldir í 12 Tónum á Skólavörðustíg, og kostar hann 3.500 krónur. Að sögn Einars, kenndan við Sonic, hjá 12 Tónum hefur miðasala gengið vel. „Nú þegar höfum við selt um helming miða, en það eru aðeins um 300 miðar í boði. Þannig að ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær verður uppselt.“ Haldin verður grillveisla á sunnu- daginn fyrir tónleikagesti, og þeir Arnar Eggert, Gísli Galdur, Dj Steinþór og Dj Terrordisco munu þeyta skífum fyrir og eftir tónleikana. Að öðru leyti er dag- skrá sem hér segir: Laugardagur: 20:00 Hudson Wayne 21:00 Hjaltalín 22:00 Forgotten Lores 23:00 Ghostigital 00.00 JeffWho? 01:00 Stórsveit Nix Noltes Sunnudagur: 20:00 Steypa 21:00 Mr. Silla & Mongoose 22:00 Seabear 23:00 Motion Boys 00:00 Bogomil og Flís 01:00 Mínus 02:00 FM Belfast hos Málaferli gegn Kelly hefjast Eftir fimm ár í kerfinu er loksins kominn dagur á málaferlin gegn rapparanum R. Kelly en hann er ákærður fyrir að hafa haft undir höndum töluvert magn af barnaklámi og að hafa haft sam- ræði við stúlku undir lögaldri. Kelly lýsti sig saklausan af öllum ákæruliðum á sínum tíma en málið kom upp árið 2001 og seg- ist stjarnan nú hlakka til að leiða málið til lykta. Fjölmiðlafulltrúi Kellys sagði í samtali við MTV News að stjarnan væri tilbúin fyrir réttarhöldin og að hann trúi því að réttlætið muni ná fram að ganga þegar staðreyndir málsins verða gerðar ljósar. Ferö um gleymd ævintýralönd Nýjasta plata CocoRosie er ekkert sérstaklega ný. Engu að síður finnst mér vel við hæfi að fjalla örlítið um hana nú. Því eftir þó nokkrar vin- sældir hljómsveitarinnar i kringum komu hennar á klakann í byrjun síð- asta sumars, virðist sem landinn sé meira eða minna búinn að gleyma þessari frábæru sveit. Sem er synd, því The Adventures of Ghosthorse and Stillborn er engu síðri en það sem hljómsveitin hafði áður gert. Fyrir þá sem ekki þekkja til CocoRosie er um að ræða samstarfs- verkefni systranna Coco og Rosie. Systrum þessum kom ekkert sér- staklegajvel^samaaiotfikiu ogigekk þaðf B'ýd ±arigt laff)ái»íkigliij}>slítKm misstu þær alveg samband hvor við aðra - bjuggu reyndar ekki einu sinni í sama landi. Það var svo ekki fyrr en þær voru komnar yfir tvítugt að þær hittust aftur í París, en báðar ólust þær upp í Bandaríkj- unum. Sagan segir að mánuðina eftir endurkynnin hafi systurnar eytt hverri stundu saman við upp- tökur og tónsmíðar. Tónlist CocoRosie telst til þeirrar stefnu sem hefur verið kölluð „Psych Folk“; þar sem píanói eða kassagítar er blandað saman við hin ýmsu rafhljóðfæri, dýrahljóð og jafnvel barnaleikföng. Á nýju plötunni gætir .reyndar.^mcirii. hippphopp- áhrifa en áður, og órafthðgMkí hljóðfærin eru fyrirferðarminni. Þá er óperutónlist skotið inn hér og þar. En engu að síður held ég að það megi réttilega kenna tónlist plöt- unnar við „Psych Folk“ (eða frænku hennar, „Freak Folk“). The Adventures of Ghosthorse and Stillborn er heldur tormeltari en síð- asta plata sveitarinnar, Noah’s Ark. Engu að síður eru á henni nokkur lög, t.d. „Rainbowarriors“, „Werew- olf“ og „Animals“, sem flestir ættu að geta fílað án mikillar fyrirhafnar. En fyrir þá sem gefa sér tíma til að leggjast upp í sófa og leyfa plötunni að renna nokkrum sinnum í gegn án.þess að hugsa um.neitt annað en tónlistina, bíður yndislegt ferðaikg EftirHlyn Orra Stefánsson hlynur@bladld.net TÓNUST ★★★★ý ímyndunaraflsins aftur til skemmti- legustu ævintýrasagna sem hlust-

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.