Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 4
4 Þriðjudagur 25. janúar 2005
Vegna þeirrar ákvörðunar Eim-
skips að hætta strandsiglingum
frá og með 1. desember sl. og
taka upp landflutninga í staðinn
ákvað samgönguráðuneytið að
kanna hvaða áhrif þessar breyt-
ingar munu hafa á umferð um
vegi landsins, hafnir og notendur
þeirra. Í greinargerðinni kemur
ekki fram hvaða áhrif þessi
breyting hefur á verð á vöru og
þjónustu á landsbyggðinni.
Jón Bjarnason alþingismaður,
sem er fyrsti flutningsmaður
þingsályktunartillögu um að
standflutningar verði teknir upp
aftur, sagði hins vegar í samtali við
Bændablaðið að það væri almennt
viðurkennt að landflutningar væru
dýrari en strandflutningar.
Í greinargerð samgönguráðu-
neytisins kemur margt athyglisvert
fram. Meðal þess er að akstur
þungra bíla á vegakerfinu mun
aukast um 3 milljónir km á ári sem
er um 2% og 0,15% af heild-
arumferð.
Þá segir ennfremur að gera
megi ráð fyrir að slysum á vegum
fjölgi um 10 á ári að meðaltali. Er
þá er átt við eignatjón og slys á
fólki. Líftími vega á nokkrum
flutningaleiðum styttist um 3-5 ár
að meðaltali miðað við það sem
annars hefði verið. Kostnaður
Vegagerðarinnar vegna viðhalds
og endurnýjunar eykst að meðaltali
um a.m.k. 100 milljónir kr. á ári en
á móti má reikna með að tekjur
hennar af þungaskatti vegna
viðbótaraksturs aukist um 80-120
m. kr. á ári.
Áhrifa aukins aksturs mun
gæta mjög misjafnlega á vegakerf-
inu. Mesta fjölgun þungra bíla
verður á leiðinni frá Reykjavík
áleiðis norður í land en hlut-
fallslega mesta aukningin verður í
Ísafjarðardjúpinu og víðar á
Vestfjörðum. Áhrifin munu verða
lítil sem engin á Suðurlandi og
Austurlandi þar sem skip Eimskips
munu áfram hafa viðkomu í höfn-
um á Austurlandi.
Vegakerfið er einnig
misjafnlega í stakk búið til að
mæta þeirri auknu umferð sem
þessar breytingar munu valda.
Vegakerfið í heild var víðast ekki
hannað til að bera slíka umferð og
ljóst að mjóir malarvegir t.d. á
Vestfjörðum eru mun síður til þess
fallnir að taka við aukinni
þungaumferð heldur en t.d. þjóð-
vegur 1 á leiðinni norður í land.
Burtséð frá burðarþoli er
flutningsgeta vegakerfisins utan
höfuðborgarsvæðisins vannýtt og
umrædd aukning þungaflutninga
breytir litlu þar um, segir í
greinargerðinni.
Margar hafnir landsins fara illa
út úr því að strandsiglingar leggjast
af. Áætlað tekjutap viðkomuhafna
strandflutningaskipsins að
útflutningshöfnum undanskildum
er samtals rúmlega 77 milljónir kr.
á ári. Tekjuskerðingin mun að
verulegu leyti koma beint niður á
afkomu hafnanna þar sem
kostnaður er að mestu fastur.
Vannýtt fjárfesting í höfnum gæti
numið 200-300 m. kr. eftir
breytingarnar, segir í grein-
argerðinni.
Evrópusambandið hefur farið
þá leið til að efla sjóflutninga að
styrkja þá með margvíslegum hætti
til þess að létta umferð af yfirfullu
vegakerfi á meginlandinu.
Svokallaðar ístöltkeppnir hafa
notið sívaxandi vinsælda meðal
hestamanna undanfarin ár og
hefur þeim fjölgað jafnt og þétt,
bæði hér innanlands og utan. Ís-
tölt hefur farið fram í Skauta-
höllinni í Reykjavík í fjölda ára,
sem og á Akureyri undanfarin
ár, og á síðasta ári var svo í
fyrsta sinn keppt í ístölti í Egils-
höllinni í Grafarvogi.
Nú stendur til að auka enn við
fjölbreytnina í þessari skemmti-
legu keppnisgrein og mun lands-
liðsnefnd Landssambands hesta-
manna bjóða upp á Ístöltskeppni
fyrir konur undir heitinu "Svell-
kaldar konur" í Egilshöllinni þann
19. febrúar nk.
Keppt verður í þremur styrk-
leikaflokkum og er 1. flokkurinn
fyrir konur sem eru mjög keppni-
svanar, eru afrekskonur í hesta-
íþróttum osfrv. Flokkur 2 er ætl-
aður konum sem hafa keppt, ekki
verið í toppbaráttunni, en eru þó
nokkuð keppnisvanar og þriðji
flokkurinn er ætlaður konum sem
hafa litla keppnisreynslu.
Skráning til 17. febrúar
Keppnisfyrirkomulagið verður
þannig að fyrst fer fram forkeppni
og svo verður gert hlé þar til úrslit
hefjast um kl. 21.
Hægt era að skrá sig til þátt-
töku til og með 17. febrúar nk. á
skrifstofu LH í Íþróttamiðstöðinni
í Laugardal eða í gegnum síma
514 4030, en þá verður að greiða
skráningargjald með greiðslu-
korti. Skráningargjald er kr.
3.000.
Þær konur sem sigra í flokk-
um 1 og 2 á þessu móti fá keppn-
isrétt á öðru ístöltmóti á vegum
nefndarinnar sem kallast "Þeir
allra sterkustu" og fer fram 26.
mars nk. á sama stað. Landsliðs-
nefndin vill hvetja allar konur til
að nýta sér þetta tækifæri og taka
þátt í skemmtilegu móti við að-
stæður sem ekki bjóðast hvar sem
er. Áhersla er lögð á snyrtilegan
klæðaburð, en mótið er opið öll-
um konum sem áhuga hafa og
vonast aðstandendur til að konur
komi sem víðast að til þátttöku.
Markaðsstemming í anddyri
Í anddyri hallarinnar verður mark-
aðsstemming ríkjandi þar sem
vörukynningar fara fram og
skemmtilegar uppákomur verða í
boði. Allur ágóði af mótinu mun
renna til landsliðs Íslands í hesta-
íþróttum sem fer til keppni á
heimsleikum í Svíþjóð síðar á
þessu ári.
/HGG
Búnaðarsam-
band Suðurlands
Tekur við leið-
beiningaþjónustu
í Austur-Skafta-
fellssýslu
Þann 6. janúar sl. var undir-
ritaður samningur milli Bún-
aðarsambands Suðurlands,
BSSL, og Búnaðarsambands
Austur-Skaftfellinga, BASK,
um að BSSL taki að sér leið-
beiningaþjónustu í Austur-
Skaftafellssýslu ásamt þeim
skyldum sem felast í búnaðar-
lagasamningi frá og með 1.
janúar 2005.
Bjarni Hákonarson, formað-
ur BASK, sagði í samtali við
Bændablaðið að hjá samband-
inu hafi verið einn starfsmaður,
enda ekki um að ræða nema eitt
stöðugildi, sem er of lítið og
þess vegna hafi þeir verið að
koma sér inn í öfluga leiðbein-
ingarmiðstöð til að bæta þjón-
ustuna við bændur.
Aðspurður um fjölda bænda
á svæði BASK sagði hann að
það færi nokkuð eftir því hvern-
ig væri talið. Félagsmenn eru á
milli 70 og 80 en sums staðar
væri tvíbýlt og á stöku bæjum
væri búskapur á fallanda fæti.
Bjarni segir að ferðaþjónusta
bænda sé í miklum uppgangi á
svæðinu og gangi vel sem og
hinn hefðbundni búskapur.
Mörg kúabúin væru öflug og
menn að byggja og stækka þau.
,,Hér var mikið af blönduð-
um búum sem hafa verið að
grisjast og þá stækka þau bú
sem eftir eru. Mér þykir líka
vera örlítið bjartara yfir sauð-
fjárræktinni um þessar mundir
en verið hefur undanfarin miss-
eri. Hér um slóðir er nokkuð af
ungu fólki sem er að sækja í sig
veðrið í sauðfjárbúskapnum og
stundar sjálfa ræktunina af full-
um krafti. Við erum með fullt
af alvöru sauðfjárræktarfólki
hér. Það er ekki síst það fólk
sem þarf á bættri leiðbeiningar-
þjónustu að halda. Vissulega er
hér eldra fólk sem er orðið
þreytt og er tilbúið að bregða
búi en á móti kemur þessi mikli
kraftur í unga fólkinu," sagði
Bjarni Hákonarson.
Ný stjórn
Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins
Landbúnaðarráðherra hefur
skipað Framleiðnisjóði land-
búnaðarins stjórn til næstu
fjögurra ára frá 15. janúar að
telja. Eftirtaldir einstaklingar
skipa stjórn sjóðsins:
Bjarni Guðmundsson, pró-
fessor á Hvanneyri, formaður
og Kjartan Ólafsson, alþingis-
maður, skipaðir af landbúnaðar-
ráðherra án tilnefningar; Gunn-
ar Sæmundsson, bóndi í Hrúta-
tungu, og Sveinn Ingvarsson,
bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum,
tilnefndir af Bændasamtökum
Íslands og Elín Aradóttir, Akur-
eyri, tilnefnd af iðnaðarráðherra
(ráðherra byggðamála).
Varamenn í sömu röð
verða: Páll Stefánsson, dýra-
læknir, varaformaður, og Benj-
amín Baldursson, bóndi á Ytri
Tjörnum; Haraldur Benedikts-
son, bóndi og formaður Bænda-
samtaka Íslands, og Sigríður
Bragadóttir, bóndi á Síreksstöð-
um, og Halldóra Jónsdóttir,
bóndi í Grímshúsum.
Sláturfélag Suðurlands reiknar
með að um 12.000 færri lömb af
hefðbundnu starfssvæði þess
komi til slátrunar á Selfossi
næsta haust en það síðasta.
Á móti kemur að sláturhúsið á
Kirkjubæjarklaustri hefur verið
lagt niður og boðið upp á slátrun á
Selfossi í staðinn. Á Klaustri var
slátrað um 28.000 fjár sl. haust.
Þessi samdráttur stafar af fækkun
sauðfjárbúa og niðurskurði sauð-
fjár vegna riðu í Árnessýslu. "Síð-
asta innlegg úr Biskupstungum í
bili kemur væntanlega í haust,"
segir Hermann Árnason, stöðvar-
stjóri SS á Selfossi. "Við fengum
meira af fullorðnu fé til slátrunar í
haust en við áttum von á, einkum
frá eldri bændum. Það bendir til að
sauðfjárbúum sé að fækka í ná-
munda við Selfoss og að hér taki
yngri bændur ekki við saufjárbú-
um hinna eldri. Aftur á móti virðist
mér þessi þróun snúast við eftir
því sem austar dregur með Suður-
ströndinni og gott árferði hafi jafn-
vel hvatt menn til að stækka sauð-
fjárbú sín í Skaftafellssýslum."
- fía.
KB-banki
stefnir MR
KB-banki hefur stefnt
Mjólkurfélagi Reykjavíkur
(MR) og krefst skaðabóta
upp á tæplega hálfan millj-
arð króna vegna viðskipta
með Fóðurblönduna hf. sem
samkeppnisyfirvöld stöðvuðu
fyrir tæpum fjórum árum.
Fulltrúar KB-banka segja
að MR hafi óskað eftir því að
Búnaðarbankinn fjármagnaði
kaup MR á Fóðurblöndunni.
Bankinn gerði það en sam-
keppnisyfirvöld stöðvuðu
kaupin og sögðu að MR mætti
ekki eiga ráðandi hlut í Fóður-
blöndunni. Þessi tvö fyrirtæki
flytja inn nær allt kjarnfóður
sem til landsins er flutt. Full-
trúar KB banka segja Búnaðar-
bankann hafa skaðast á við-
skiptum þar sem hann hafi
neyðst til að selja öðrum Fóð-
urblönduna með tapi.
Ístölt í Egilshöll
Landflutningar í stað strandflutninga
Vegakerfið er víðast vanbúið að
taka við auknum þungaflutningum
Hilmar Jóhannesson í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, réttarstjóri í sláturhúsi SS á Selfossi.
Sauðfé fækkar á Suðurlandsundirlendi