Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 17

Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 17
Þriðjudagur 25. janúar 2005 17 Umsókn um orlofs- styrk/orlofsdvöl Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum sumarið 2005. Gert er ráð fyrir að, auk úthlutunar orlofsvikna að Hólum, verði í ár úthlutað u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð hvers orlofsstyrks verður kr. 28 þúsund miðað við sjö sólarhringa samfellda orlofsdvöl, innanlands en kr. 4 þúsund á sólarhring við styttri dvöl. Vinsamlegast raðaðu í forgangsröð hvort þú óskir frekar úthlutunar orlofsstyrks eða orlofsdvalar að Hólum með því að merkja 1 og 2 í viðkomandi reiti (bara 1 ef einungis annað hvort kemur til greina). Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 1. mars 2005. (Athugið að þeir sem fengu úthlutað orlofs- styrk á sl. ári og nýttu ekki þurfa að sækja um að nýju). Orlofsstyrk árið __________ Í Ásborgum árið ________ _________ Að Hólum árið _________________ Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Orlofsdvöl að Hólum Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl eða orlofsstyrk hjá Bændasamtökunum áður? Ef já, hvar og hvenær fékkstu síðast úthlutað? Hvernig búskap stundar þú? Orlofsstyrk Tímabilið Já Nei Já Nei Já Nei Sendist til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt: Orlofsdvöl sumarið 2005 fyrir 1. mars nk. Sumarið 2005 Sorpsamlag Þingeyinga á Húsa- vík tekur á móti heyrúlluplasti til endurnýtingar frá næstu ára- mótum. Þangað til safnar sam- lagið plastinu á sínu starfssvæði, baggar það og geymir þar til sorpbrennsla verður tilbúin. Þegar plastinu er eytt verður orkan sem losnar nýtt til raf- magnsframleiðslu. Plastið er mikill orkugjafi enda olía undir- stöðuefni í því. Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga, sagði að samkvæmt áætlun taki sorpbrennslan til starfa um næstu áramót. Búið er að undir- rita samning um kaup á brennslu- tækjunum, húsakostur er í alút- boðsferli og framkvæmdin sem slík í umhverfismati. Sigurður segir að víðast hvar hafi plastið verið urðað til þessa. Þær sorpbrennslur sem fyrir eru í landinu séu að mestu fullnýttar og geta því ekki tekið við neinu sem nemi af plastinu og endurvinnsla á því er engin hér á landi. Úrvinnslugjaldið er 35 kr. á kíló af plasti ef það er endurnýtt eða endurunnið. Ef það er hins vegar urðað greiðir úrvinnslusjóð- ur ekki nema 8 kr. á kílóið til þess aðila sem safnar saman plastinu. Oftast eru það verktakar. Menn geta orðið söfnunaraðilar og hlotið til þess viðurkenningu og þá fá þeir greiddar 35 kr. á kílóið ef þeir geta sýnt kvittun þess efnis að tekið hafi verið á móti plastinu í endurvinnslu eða endurnýtingu hjá aðila sem úr- vinnslusjóður viðurkennir. Ef þessi leið er farin þurfa þess- ar 35 kr. sem úrvinnslusjóður greiðir að standa undir söfnunar- og flutningskostnaði og móttöku- gjaldi fyrir endurvinnsluna. Sigurð- ur Rúnar segir að þetta gjald ætti a.m.k. að standa undir kostnaði til þeirra sem koma með plast til Sorpsamlags Þingeyinga af aust- anverðu Norðurlandi og norðan- verðum Austfjörðum. Sorpsamlag Þingeyinga Reisir sorpbrennslu sem getur brennt rúllubaggaplasti og framleitt rafmagn úr orkunni sem losnar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.