Bændablaðið - 22.03.2005, Qupperneq 19

Bændablaðið - 22.03.2005, Qupperneq 19
Þriðjudagur 22. mars 2005 19 ZooLac ® PROPASTE ® Zoolac í lömbin - Hrein afurð Söluaðilar: Dýralæknar um land alt, Apótekarinn Akureyri Vetis ehf - Sími: 4611290 - Heimasíða: www.vet.is - Rafpóstur: vetis@vet.is Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 jotunn.is Plógar, herfi og valtarar Mikið úrval, hagstætt verð Scan fjaðraherfi, dragtengd fjaðraherfi í mörgum stærðum. Vogel & Noot plógar, vandaðir og sterkir. Scan valtarar, mikil afköst og góð þjöppun. Að kreista mjólk úr steini Miðvikudaginn 30. mars og fimmtudaginn 31. mars standa verkefnið Sóknarfæri til sveita, Frumkvöðlafræðslan ses. og Lifandi landbúnaður, félagsskapur kvenna í landbúnaði, fyrir kynningar- og umræðufundum um nýsköpun og tækifæri í dreifbýli. Á fundunum verður rætt um menntunarmöguleika, viðskiptahugmyndir, stoðkerfi fyrir frumkvöðla þ.e. fjármögnun og ráðgjöf, tengslanet, heimavinnslu og sölu afurða beint frá býli, ferðaþjónustu, afþreyingu, handverk og fleira allt eftir óskum fundargesta. Fundarstaðir og tímasetningar eru: Staðarflöt, Hrútafirði, 30. mars kl. 13:30 - 14:30 Sjálfstæðissalurinn, Blönduósi, 30. mars kl. 17:00-18:00 Reykhólaskóli, Reykhólum, 31. mars kl. 13:30-14:30 Dalabúð, Búðardal, 31. mars kl. 17:00-18:00 Fundirnir eru haldnir í samvinnu við Búnaðarsamtök Vesturlands og Ráðunautaþjónustu Húnaþings og stranda. Það leynast víða tækifæri Við hvetjum fólk til að koma og kynna sér þá þjónustu sem er í boði. Reglur verndaráætlunarinnar geri bændum kleift að selja á markaði sauðfjárafurðir sem vottað er að séu frá slíkum verndarsvæðum. Sérstaklega verði kannað hvernig tryggja megi að slátrun fari fram innan verndarsvæðanna hvers og eins eða sameiginlega. Við gerð verndaráætlunarinnar skal endur- meta allar sauðfjárveikivarnaregl- ur sem í gildi hafa verið.“ Þingsályktunartillagan er til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd eftir að hafa verið rædd við fyrstu umræðu í þinginu. Nýlega til- kynnti landbúnaðarráðherra að hann hefði skipað nefnd til að end- urskoða sauðfjárveikivarnir og sagði Jóhann að hann vænti þess að hugmyndin um sérstök verndar- svæði yrði rædd samhliða. Riða hefur ekki látið á sér kræla á Ströndum, Snæfellsnesi og á Norðausturhorni landsins. Jóhann sagði að án efa þætti mörgum sauðfjárbændum, sem búa á þekktum riðusvæðum, ekki spennandi að bændur á ósýktum svæðum gætu selt afurðir sínar með sérstakri vottun þar að lút- andi. „Ég tel þrátt fyrir allt að full ástæða sé til að skoða þessa hug- mynd mína. Mörg þessara riðu- svæða gætu farið í flokk ósýktra svæða eftir vissan árafjölda. Fag- menn myndu úrskurða um það hvenær hættan væri liðin hjá.“ Íslenski fjárstofninn er auðlind Í greinargerð með þingsályktunar- tillögu Jóhanns segir að riðan hafði herjað víða um land en enn séu nokkur svæði ósýkt og séu uppspretta líflamba fyrir önnur svæði. „Innan fárra ára verður mögulegt að endurmeta svæði þar sem veikin hefur ekki komið upp lengi og taka þau inn í flokk ósýktra svæða.“ Jóhann segir í greinargerðinni að það sé áhyggjuefni að nú sé sauðfé flutt landshorna milli til slátrunar. Þótt ekki hafi verið flutt fé af riðuveikisvæðum inn á ósýkt svæði til slátrunar hafa sömu flutn- ingatækin farið um sýkt og ósýkt svæði. Sjúkdómurinn sé svo illvíg- ur að þessi aðferð geti ekki talist örugg. Því þurfi að tryggja að slátrun á þessum svæðum fari fram innan þeirra en huga mætti þó að þeim möguleika að fé yrði flutt milli ósýktra svæða til slátrunar ef sú aðferð stæðist þær öryggiskröf- ur sem settar yrðu. Ósýkt svæði verði varðveitt til framtíðar Í greinargerðinni segir að eðlilegt markmið stjórnvalda ætti að vera að tryggja með öllum tiltækum ráðum að ósýkt svæði verði varð- veitt til framtíðar, a.m.k. þar til tekst að ráða niðurlögum veikinnar í öðrum landshlutum. Sérstök vernd svæðanna feli líka í sér möguleika til að markaðssetja sauðfjárafurðir frá þeim sérstak- lega og vitað er að fyrirspurnir um hvort slíkt hafi verið í boði hafa komið erlendis frá. Sérstök vernd- aráætlun fyrir slík svæði gæti því aukið möguleika bænda til að selja vöru sína bæði hér og erlendis með sérstakri gæðavottun hvað þessa veiki varðar. Þá segir að margvíslegar ráð- stafanir hafi verið gerðar hér á landi til að hefta útbreiðslu sjúk- dóma í sauðfé með ágætum ár- angri en þó hafi riðuveikin stungið sér niður víða um land og komið upp aftur á bæjum þar sem fé hefur verið skorið niður jafnvel mörgum árum síðar. „Til dæmis voru 18 ár liðin frá því að skorið var niður á bæjum í Skagafirði og Jökuldal þar til veikin kom upp aftur. Í Vatnsdal eru dæmi um 14 ár og einnig að 20 ár hafi liðið frá niður- skurði þar til veikin kom upp aftur. Sérfræðingar telja að smitefni veikinnar hafi með einhverjum hætti lifað í umhverfinu. Afar erfitt er að viðhalda þekkingu almenn- ings og skilningi á varúðarráðstöf- unum sem nauðsynlegar eru til svo langvinnrar baráttu sem nauðsyn- leg er til að ráða niðurlögum sjúk- dómsins. Til eru ný og gömul dæmi um skemmdir á varnargirð- ingum vegna utanvegaaksturs, notkun fjárhúsa á sýktum svæðum fyrir dýr sem svo hafa verið flutt til ósýktra svæða og ferðalög á hestum þar sem fóður af sýktum svæðum hefur verið með í för.“ Íslenski fjárstofninn er auðlind „Flutningar af ýmsu tagi, t.a.m. á búvélum eða búnaði, geta valdið því að veikin berist milli lands- hluta. Vitað er að að riða hefur borist milli landshluta vegna við- skipta með fóður. Ástæður þess að menn brjóta varúðarreglur eru oft- ast þekkingarleysi og það andvara- leysi sem smám saman vill verða vegna þess að svo langt er liðið frá því að veikin herjaði á viðkomandi svæðum. Það er hægara sagt en gert að viðhalda þeirri stöðugu ár- vekni sem þarf til að kveða þennan illvíga sjúkdóm endanlega niður. Þess vegna er að mörgu að huga ef fyrirbyggja á áratugum saman að veikin berist milli svæða. Ástæða er til að gera ráð fyrir langri bar- áttu við þennan sjúkdóm í landinu. Ósýktu svæðin ætti að vera auð- veldara að verja ef þeirra verður sérstaklega gætt en ómælanlegur skaði yrði ef sjúkdómurinn kæmi upp á þeim og þess vegna er full ástæða til að huga alveg sérstak- lega að vernd þeirra og góð rök fyrir að kosta þar nokkru til. Frumkvæði og stuðningur hins opinbera við verndaráætlun eins og hér er lagt til að verði til stofn- að er að mati flutningsmanns þess- arar ályktunar fyllilega réttlætan- legur. Það er hlutverk hins opin- bera að verja með tiltækum ráðum auðlindir landsins. Íslenski fjár- stofninn er ein þessara auðlinda. Tillagan er flutt í þeim tilgangi að verja hann fyrir þeim sjúkdómi sem erfiðast hefur verið að ná tök- um á.“ Vill varðveita svæði sem eru ósýkt af sauðfjárriðu Í upphafi þinghalds í haust flutti Jóhann Ársælsson tillaga til þings- ályktunar um verndaráætlun fyrir svæði sem eru ósýkt af sauðfjárr- iðu. Í ályktuninni segir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi verndaráætlun um að varðveita svæði sem eru ósýkt af sauðfjárriðu svo að þar megi ala líflömb fyrir svæði sem hafa sýkst.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.