Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20072 Fréttir Nýr skáli að Látrum Ferðafélagið Fjörðungur hefur pantað nýtt timburhús sem reist verður á Látrum í sumar. Til stendur að reisa þar nýjan 50 fermetra gönguskála, bjálka- hús frá Finnlandi sem leysa á af hólmi gamla skipbrotsmannaskýl- ið á Látrum sem er nær ónýtt. Auk skýlisins að Látrum á Ferðafélagið Fjöðrungur skipbrotsmannaskýl- in í Keflavík og á Þönglabakka í Þorgeirsfirði en nýtur stuðnings Grýtubakkahrepps. Gunnar Björnsson bóndi á Sandfelli í Öxarfirði telur að són- artæki sem notað er til að skoða fóstur hjá kindum hafi ótvírætt skilað afar góðum árangri. Nú hafi menn komist að því að oft og tíðum drepist umtalsvert magn fóstra í kindum, einkum geml- ingum, þau sjást í sónarnum, en skila sér ekki, heldur veslast upp og eyðast. Rannsókn er nú hafi á því hvað valdi, en þessi „lamba- dauði“ stingur sér niður á bæi hér og þar og er alls ekki árviss. Hallast menn helst að því að eitt- hvert efni vanti í fóður kindanna sem verður til þess að þróunin verður með þessum hætti. Forsaga þessa er að fyrir um 6 árum síðan kom hingað til lands Norðmaður og hafði sónartæki af þessari gerð meðferðist. Hann kom við á völdum bæjum á Vesturlandi með tækið og kynnti notkun þess og sáu menn fljótt fram á að það hefði umtalsvert notagildi. „Við fórum svo í framhaldinu að huga að kaupum á slíku tæki, fyrstu þrjú tækin komu hingað til lands og er þetta fjórða árið sem við höfum yfir þeim að ráða,“ segir Gunnar, en hann hefur eitt són- artæki nyðra og fer á milli sauð- fjárbúa á svæðinu frá Skagafirði í vestri, um Norðurlandi og allt austur á Egilsstaði. „Maður þvæl- ist um býsna stórt svæði, er mikið á ferðinni en fyrirkomulagið er þannig að bændur panta þessa þjónustu og við förum á þá bæi þar sem óskað hefur verið eftir þessari þjónustu,“ segir Gunnar. Hann segir árangur í kjölfar notkunar tækisins ekki hafa látið á sér standa. „Það er komin þó nokk- ur reynsla á þetta, það krefst nokk- urrar þjálfunar að sjá með sónarn- um í upphafi hvort kindur eru með lömbum, en nú er maður orðin gleggri í þessum efnum, vanari að telja“ segir Gunnar. Hann nefnd- ir að fljótlega eftir að hann fór að nota sónarinn hafi hann tekið eftir leyfum af lömbum í kindunum, „ég veitti þessu athygli, en það bar verulega á þessu á nokkrum bæjum sem ég heimsótti og mér fannst þetta einkennilegt. Einkum og sér í lagi var um að ræða geml- inga sem svona var komið fyrir,“ segir Gunnar. Lömbin sjást í sónarnum en veslast upp og eyðast Hann segist hafa talið lömb í kind- um, einkum gemlingum en þau hafi svo aldrei skilað sér. Menn hafi því eðlilega velt mjög yfir þessu vöngum. „Það var greini- legt í sónarnum að ærnar voru með lömbum, það sást vel, en þau virðast hafa drepist og eyðst upp. Af þessu voru og eru töluverð brögð og ég lenti í þessu sjálf- ur eitt vorið,“ segir Gunnar. Það var fyrir tveimur árum, 2005, en þá hafði hann talið fjölda lamba í gemlingum sínum, en þau þrosk- uðust ekki heldur virtust veslast upp, drepast og eyðast svo. Varð Gunnar fyrir töluverðum afföllum af þessum sökum. „Ég varð fyrir umtalsverðu tjóni af þessum völdum, ég hygg að það hafi verið á bilinu 70 til 80 fóstur sem ég missti þetta eina vor,“ segir Gunnar, en hann telur að nú þurfi með öllum tiltækum ráðum að leita svara við því hvað veldur, „við þurfum að finna út hvað gerir að verkum að lömbin drepast á fósturstigi, við verðum að reyna að koma í veg fyrir þetta vandamál,“ segir hann. Upplýsingar af ýmsu tagi liggja nú fyrir segir Gunnar, enda hafi tækið verið í notkun í nokkur ár og geti menn gengið að þess- um upplýsingum vísum og nýtt til rannsókna. Gunnar nefnir að menn hafi velt fyrir sé hvort eitthvað vant- aði í fóður kindanna, sem yrði þess valdandi að þær misstu lömb sín með þessum hætti og sagði augu manna hafa beinst að seleni, en það efni hefðu menn einnig tengt kálfadauða í upphafi með- göngu. Þá hafi einnig komið fram getgátur um hvort eitthvert efni í áburði sé þessa valdandi. „Ég er orðinn nokkuð öruggur um að þetta er eitthvað í fóðrinu,“ segir Gunnar og dregur upp myndlík- ingu; Keðja með 100 hlekkjum, þar sem hver og einn inniheldur ákveðið efni sem kindin þarf á að halda, „ef eitthvað vantar, brest- ur hlekkur í keðjunni, hún slitn- ar, við vitum enn ekki með fullri vissu hvað það er sem vantar og veldur fósturdauðanum, en við munu leggja allt kapp á að komast að hinu sanna,“ wsegir Gunnar. Hann kvaðst þó óttast að ekki væri endilega um að ræða sama vanda á hverjum og einum bæ, þannig að málið gæti orðið erfitt viðureignar. Eftir að uggvænlegar tölur um fósturdauða hafa borist, segir Gunnar að loks sé verið að taka málið föstum tökum. Nú hefur verið ráðinn starfsmaður til að safna saman öllum þeim upplýs- ingum sem fyrir liggja og fara yfir þær. „Mér finnst við hafa fram til þessa talað fyrir daufum eyrum, en nú höfum við fengið viðbrögð, menn hafa áttað sig á að þetta er verulegt vandamál sem þarf að taka föstum tökum og ég vona að það verði gert núna í framhaldinu, þó vissulega hefði ég gjarnan vilj- að að það hefði verið gert fyrr,“ segir Gunnar. „Stjórnvöld hafa lagt millj- arð í þetta verkefni um árin án þess að neitt hafi miðað,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, en félagið hefur hrint af stað minkaveiðiátaki sem stendur yfir í ár og það næsta. Sigmar segir að bændur og stjórnvöld hafi á liðnum árum af og til hvatt frístundaveiðimenn til að taka þátt í eyðingu minks í íslenskri náttúru þar sem hann er svo sann- arlega vágestur. Mikið fé hafi verið lagt í eyðinguna en árangurinn sé lítill. „Og ef eitthvað er virðist hann sífellt nema ný lönd,“ segir Sigmar. Þannig hafi hann á síðast- liðinum tveimur árum sést á nýjum lendum þar sem hann hafi ekki verið áður og það sé áhyggjuefni. „Þær aðferðir sem beitt er við eyð- inguna virðast ekki hafa dugað og því förum við nú af stað með átak- ið. Við viljum virkja fleiri í barátt- unni,“ segir hann. „Tilgangur átaksins er að veiða eins marga minka og unnt er á ári hverju og halda þar með stofninum í skefjum og helst að útrýma honum alveg, í það minnsta á viðkvæmum stöðum í íslenskri náttúru,“ segir Sigmar. Þátttaka í veiðiátaki Skotvís er öllum heimil. Íslendingar allir eru því hvattir til að veiða mink og þegar honum hefur verið náð að taka mynd af veiðimanni með bráð sína og senda til félagsins, í pósti eða tölvupósti. Upplýsingar um nafn veiðimanns þurfa að fylgja, sem og kennitala, heimilisfang, sími og netfang, hvar minkurinn var veiddur og með hvaða veiði- aðferð. Sigmar segir að síðan sé ætl- unin að veita verðlaun. Hver sá sem veiðir mink og sendir félaginu áðurnefndar upplýsingar þar um fær að launum barmnælu með mynd af minki en 1. desember í ár og hið næsta, 2008, verður svo dregið úr potti og geta menn þá hlotið vegleg verðlaun; riffla, utan- landsferðir, úttekir í verslunum og fleira. Flokkarnir eru þrír, þ.e. fyrir veiðar með skotvopni, veiðar í gildru og veiðar með hundi. „Við vonum svo sannarlega að landsmenn leggist á sveif með okkur og geri sitt í baráttunni við þennan vágest. Það er nauðsynlegt að hefja markvissa baráttu gegn minknum, halda honum sem mest í skefjum og allra helst að útrýma honum með öllu,“ segir Sigmar. Skotvís hvetur landsmenn til minkaveiða Markmiðið að útrýma mink úr íslenskri náttúru Sónartæki sem skoðar fóstur hjá kindum skilar árangri Töluvert um að lömb veslist upp og eyðist og beinist grunur manna helst að fóðri Nýir tómatar frá garðyrkjustöð- inni Melum á Flúðum, sem er í eigu þeirra Guðjóns Birgissonar og Helgu Karlsdóttur hafa slegið í gegn hjá íslenskum neytendum því þau hafa ekki undan að fram- leiða tómatana. Um er að ræða Lýkópen tómata eða heilsutóm- ata eins og eigendur Mela kjósa að nefna þá. Það eru aðeins tvær garðyrkju- stöðvar í heiminum sem framleiða þessa tómata, stöð í Hollandi og Melar. Þetta afbrigði af tómötum er markaðssett sem markfæði (Functional Foods) vegna þess hve auðugt það er af lýkópen eða að lágmarki 9 mg í 100 g sem er nær þrefalt það magn sem mælist í hefðbundnum tómötum. Þetta mikla magn lýkópens hefur feng- ist með náttúrulegum kynbótum tómata. En hvað er lýkópen? “Lýkópen er í flokki karótínóíða og gefur tómötum rauða litinn og er öflugt andoxunarefni. Sú tilgáta hefur verið sett fram á síðustu árum að lýkópen veiti vörn gegn hjarta- sjúkdómum og krabbameinum í blöðruhálskirtli og meltingarvegi og styðja nokkrar faraldsfræðileg- ar rannsóknir þá tilgátu. Sýnt hefur verið fram á að lýkópen hamlar vexti krabbameinsfruma í ræktun í rannsóknarstofu”, sagði Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna í samtali við blaðið.MHH Guðjón Birgisson með nokkrar pakkningar af nýju tómötunum, sem slegið hafa í gegn frá því að þeir voru settir á markað um síð- ustu áramót. Myndir: MHH Lýkópen tómatar frá Flúðum slá í gegn hjá neytendum Nýju heilsutómatarnir eru eingöngu framleiddir á tveimur stöðum í heiminum, í Hollandi og á Flúðum. Það var ekki auðvelt fyrir skóla- börn sem dvöldu í norðanverðum Arnarfirði um páskana að kom- ast yfir Hrafnseyrarheiði þegar skólahald hófst að nýju eftir páskaleyfi. Vegagerðin hafði ákveðið að moka ekki heiðina vegna veðurs og snjóflóðahættu að mati starfsmanna Vegagerðarinnar, að því er fram kemur á vef Þingeyrar. Þar segir einnig að þessar upplýsingar hafi ekki reynst réttar þegar að var gáð. Þegar heiðin var skoðuð af fólki sem þurfti að koma börnum sínum yfir, kom í ljós að lítil sem engin snjósöfnun var í hlíðum og þar af leiðandi ekki mikil hætta á snjóflóðum. Heiðin var fær jeppum beggja vegna, að einum skafli und- anskildum, um 20 metra löngum. Það var blíðskapaveður, logn og sól, segir Þingeyrarvefurinn. Snjóruðningstæki er staðsett neðantil í heiðinni norðanverðri og var ákveðið að athuga hvort hægt væri að fá það til að koma upp og hreinsa skaflinn og þannig auðvelda fólkinu að komast yfir, en menn áætluðu að um 20 mínútna verk væri að ræða. Hjá Vegagerðinni á Ísafirði var hins vegar ekki vel tekið í erindið – ákvörðun um að moka ekki heiðina skyldi standa. Tóku vegfarendur þá til óspilltra málanna, skóflur voru teknar fram og handmokað en verkið tók um eina klukkustund. Á meðan stóð moksturstækið aðgerðalaust neðar í heiðinni. „Á meðan á mokstri stóð velti fólk því fyrir sér fyrir hverja starfs- menn Vegargerðarinnar á Ísafirði, sem taka svona mikilvægar ákvarð- anir, eru að vinna. Hvort tillits- leysi þeirra gagnvart fólki sé ekki hluti af vandamálum okkar hér á Vestfjörðum? Er þetta ekki byggð- arþróunin í hnotskurn, fólk gefst upp á þessu þjónustuleysi, tillits- leysi, samgönguleysi og flytur burt!? Til hvers að vera að ergja sig á þessu þegar það er hægt að hafa það miklu betra annars staðar?“ spyr skrifari á vef Þingeyrar. Handmokað yfir Hrafnseyrarheiði Komu niður á gjöfula æð Bormenn sem verið hafa að störfum skammt innan við þéttbýlið á Djúpavogi komu í liðinni viku niður á gjöfula æð af snarpheitu vatni. Um er að ræða 5 sekúndulítra af 41°C heitu vatni á 187 metra dýpi. Undanfarin ár hafa þarna farið fram jarð- hitarannsóknir undir stjórn Ómars Bjarka Smárasonar, sem leitt hafa til þessarar nið- urstöðu. Á vefsíðu sveitarfélagsins segir að óvíst sé um árangur, en vissulega lofi fundurinn góðu. Nefna má að það vatn sem þegar er fundið myndi duga til að kynda öll íþróttarmannvirki og aðrar stofnanir á vegum sveitarfélagsins. Vatn í sund- laugarpottum er gjarna 41°C heitt en eins og staðan er nú er allt sundlaugarvatn á Djúpavogi hitað með raforku.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.