Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200734 Gagnagrunnurinn WorldFengur er upprunaættbók íslenska hests- ins og samstarfsverkefni FEIF og Bændasamtaka Íslands. Hann er alþjóðlegt skýrsluhaldskerfi hrossaræktarinnar og hefur verið í mikilli sókn allt frá því hann var opnaður á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Austurríki árið 2001. Áður var það forritið Fengur sem sá um að halda utan um skýrslu- haldið og var það stofnsett árið 1991 með um 9.000 hross í grunn- inum. Á árunum 1995 til 1997 komu út tvær útgáfur af Fengs-kerf- inu, Einka-Fengur sem var á disk- lingum og svo VeraldarFengur sem mátti finna á netinu. Þriðja útgáfa Fengs birtist svo á árunum 1998 til 2000 og var margmiðlunardiskur á þremur tungumálum. Hugbúnaðarþróun WorldFengs (og fyrri útgáfum af Feng) hefur að langmestu leyti farið fram í tölvu- deild Bændasamtakanna í gegnum árin og er aðalforritari kerfisins í dag Þorberg Þ. Þorbergsson forrit- ari tölvudeildarinnar staðsettur á Akureyri. Bændasamtökin eru með samning við Skýrr hf. um rekstur og hýsingu WorldFengs kerfisins á öflugum miðlurum í húsakynnum Skýrr í Ármúla. Í dag er WorldFengur orðinn mikilvægur þáttur í hestaheim- inum og flestir ræktendur nýta sér hann óspart. Hátt í 300.000 hross eru skráð í grunninn og ætla má að WorldFengur sé stærsta upprunaætt- bók hrossa í heiminum með um 5 þúsund áskrifendur í 23 löndum. WorldFengur býður upp á marga möguleika en grunnurinn heldur m.a. utan um kynbótadóma, al- mennar skráningar á hrossum, eig- endaskráningar, örmerkingar, kyn- bótamat og fleira. Ávallt er leitast við að bæta forritið og það nýjasta er að nú er hægt að setja myndbönd af hrossum inn í grunninn og skráð- ar eru niðurstöður DNA-greininga. Bændablaðið fór á stúfana og ræddi við fjóra hrossaræktendur um WorldFeng. Svo virðst vera að húsfreyjurnar á þessum bæjum séu mun slungnari í að nýta sér tölvu- tæknina og því þýddi lítið annað en að biðja þær að sitja fyrir svörum. Höfuðatriðið í dag Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi hafa náð frábærum árangri í hrossaræktinni undanfarin ár og verið kosin ræktunarmenn ársins þrisvar sinnum því til vitnis. Þeim hefur gengið vel með sín hross á kynbótavellinum og nefna má stóð- hestana Gaum og Gígjar frá Auðs- holtshjáleigu sem fengu há fyrstu verðlaun á landsmóti síðastliðið sumar. Gunnar og Kristbjörg sinna ekki eingöngu hrossaræktinni held- ur eru þau einnig stærstu hrossaút- flytjendur landsins og hafa því í nógu að snúast. Hvernig hefur WorldFengur nýst hrossaræktinni að Auðsholts- hjáleigu? „Mjög vel, þetta er nauðsynlegt tæki. Við fylgjumst helst með ein- kunnum hesta, kynbótamatinu og skoðum upplýsingar um afkvæmi eða hvað stóðhestar eru að gefa. WorldFengur er höfuðatriði í dag.“ Notið þið kynbótamatið við val á undaneldishrossum? „Já við styðjumst við það. Kyn- bótamatið segir til um hvað stendur að hrossinu. Við notum það ekki eingöngu en það styrkir það mat sem við höfum á hrossinu.“ Við hvað notið þið gagnagrunn- inn mest? „Við notum hann gífurlega mik- ið í sambandi við útflutninginn og líka við ræktunina.“ Teljið þið WorldFeng mikilvæg- an fyrir hrossaræktina í landinu? „Við teljum hann mjög mikil- vægan því hann gefur mynd af því sem er í gangi enda stór upplýsinga- banki. Worldfengur er líka markaðs- gluggi fyir umheiminn og ég tel að það væri mikill áfangi að hann væri öllum opinn. Þannig getur umheim- urinn kynnst því sem verið er að gera og auðveldara væri að benda fólki á upplýsingar um söluhross og svo framvegis.“ Notkunin mest á vorin Hjónin Sigurður og Lisbeth Sæmundsson í Holtsmúla hafa náð langt í hrossaræktinni og hafa hestar frá þeim skinið skært á keppnisvellinum undanfarin ár. Þar má nefna heimsmeistarann í tölti, Hvin frá Holtsmúla, og stóð- hestinn Suðra frá Holtsmúla sem er tvöfaldur Íslandsmeistari í fjór- gangi. Líklegt er að Suðri fari í úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum og hver veit nema hann skili þeim hjónum enn einum heimsmeistaratitlinum í sumar. Hefur WorldFengur verið gagn- legur fyrir ykkar hrossarækt? „Já, við notum hann mjög mikið og þá aðallega á vorin. Þá fylgj- umst við ört með skráningum á kynbótadómum og skoðum hann oft á dag. Við notum kynbótamatið ekki mikið, aðallega athugum við ættir og einkunnir kynbótahrossa okkur til hliðsjónar í ræktuninni.“ Hvað þykir þér hagnýtast við gagnagrunninn, Lisbeth? „Það er svo margt! Það að geta flett upp öllum ættum og dómum er líklega aðalatriðið.“ Hversu oft notar þú WorldFeng að jafnaði? „Á vorin nokkrum sinnum á dag, en á veturna mun sjaldnar. Svo geta komið upp tímar á veturna þar sem þarf að fletta upp númerum á keppnishestum og fleira. Þá fer maður nokkrum sinnum í viku inn í grunninn.“ Hvernig telur þú að megi bæta WorldFeng? „Það mætti setja inn upplýs- ingar um afkvæmaverðlaun inn á grunnskráningar hjá þeim hryssum og stóðhestum sem til þess hafa unnið. Það er mikilvægt að slíkar viðurkenningar, eins og til dæmis heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, séu sýnileg í grunninum.“ Lífsnauðsynlegt tæki Arnþrúður Heimisdóttir hrossa- ræktandi að Langhúsum í Skaga- firði stundar umboðssölu á hrossum og aðstoðar útlendinga við kaup á íslenskum hestum. Nóg er að gera hjá henni enda margir sem vilja eign- ast gæðing að sínu skapi. Arnþrúður er dugleg að nýta sér internetið í þessum tilgangi og heldur úti sölu- síðunni www.icelandichorses.is. Heimasíðan hefur reynst mjög vel og hefur Arnþrúður m.a. sett þar inn ýmsa fræðslu um íslenska hestinn sem gaman er að skoða. Hvernig hefur WorldFengur gagnast þér við starfsemi þína? „Afskaplega vel. Þetta er orðið alveg lífsnauðsynlegt tæki og varð um leið og maður byrjaði að nota hann. Þegar mig vantaði upplýs- ingar um hross í gamla daga þurfti maður að hanga í símanum og skrifa niður, en núna er auðveld- lega hægt að fletta hrossum upp á netinu eftir lágmarksupplýsingum. WorldFengur er alveg ómetanleg- ur og ég nota hann mikið. Hann er einnig orðinn nauðsynlegur upp á trúverðugleika og nú er orðið sjálf- sögð forsenda að hross séu skráð og hafi fæðingarnúmer.“ Hefur WorldFengur hjálpað þér við ræktunina? „Þetta er endalaust áhugamál! Maður gerir ekki annað en að fletta upp áhugaverðum stóðhestum og skoða allt í kringum þá. WorldFeng- ur er ákveðinn hluti af myndinni, upplýsingarnar eru svo miklar.“ Hvernig finnst þér að megi bæta WorldFeng? „Hann hefur batnað töluvert síðan ég byrjaði að nota hann árið 2001. Það helsta sem truflar mig er að manni er hent út eftir ákveðinn tíma þegar maður er ekki að nota hann, sem mér finnst óþægilegt því þá týnir maður þræðinum. En það er víst gert til að vernda áskriftina. En að öðru leyti hefur mér fundist að forritið bjóði upp á flestallt sem maður þarf, frekar spurning hvar og hvernig maður leitar, en að kerfið finni það ekki. En ég sakna þess að litur komi ekki upp í leitarniðurstöð- um, oft erfitt að leita að t.d. hryssu með ákveðinn lit undan ákveðnum stóðhesti og þurfa að skoða allar hryssurnar sem gætu komið til greina í aldurslegu tilliti til að finna þá hryssu sem ber rétta litinn.“ Telur þú að WorldFengur stuðli að betri hrossarækt á Íslandi? ,,WorldFengur gefur fólki meiri upplýsingar og allar viðbótar upp- lýsingar hljóta að hjálpa hrossa- ræktendum. Kerfið stuðlar að því að ræktendur séu ábyrgari enda alltaf erfiðara og erfiðara að skálda upp ættartölur.“ Þægilegur og einfaldur Sigurbjörn Bárðarson og Fríða Steinarsdóttir stunda hrossarækt að Oddhóli í Rangárvallasýslu og hafa náð mjög góðum árangri. Þau hafa verið dugleg að tefla fram stóðhest- um sínum og skemmst er að minn- ast þess af nýliðnu landsmóti þegar Grunur frá Oddhóli og Sigurbjörn sigruðu í töltkeppninni og hrifu brekkuna með sér á yfirferðargang- inum. Hvernig hafið þið nýtt ykkur WorldFeng við ykkar hrossarækt? „Við athugum þau hross sem við höfum áhuga á og berum saman við okkar. Við flettum líka mikið upp kynbótadómum og reynum að fylgjast vel með.“ Hvernig finnst þér grunnurinn í notkun? „Hann er mjög þægilegur og ein- faldur í notkun, maður skilur varla hvernig maður fór af hér áður fyrr! Oft getur verið erfitt að ná sambandi við hann en vonandi verður bætt úr því.“ Hvernig finnst þér mega bæta WorldFeng? „Hann ætti að verða opnaður á þann hátt að fólk geti fengið ótak- markaðan aðgang, til dæmis í gegn- um hestamannafélögin. Þannig gæti það greitt fyrir aðganginn í gegnum félagsgjöldin. Einnig finnst mér að það ætti ekki að taka gjald fyrir að setja ljósmyndir inn í kerfið því það hvetur fólk til að setja inn myndir ef það er frítt.“ Telur þú að WorldFengur hafi haft áhrif á hrossaræktina í land- inu? ,,Já heldur betur! Upplýsingar um ætterni eru svo miklu aðgengi- legri og ég held til dæmis að ómeð- vituð skyldleikaræktun detti alveg út sem er af hinu góða.“ Bændablaðið þakkar þessum hressu hrossaræktendum fyrir spjallið og vonandi á WorldFengur eftir að verða þeim áfram gagnlegur við gæðingaræktunina í framtíðinni. LKG WorldFengur – markaðsgluggi fyrir umheiminn Sigurður og Lisbeth í Holtsmúla. Kristbjörg og Gunnar í Auðsholtshjáleigu. Arnþrúður í Langhúsum. Sigurbjörn og Fríða á Oddhóli. Lagnakerfi í landbúnaði Lagnakerfi í landbúnaði er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Hvanneyri á miðviku- dag, 18. apríl, frá kl. 10 til 17, en að henni standa Lagnafélag Íslands og landbúnaðar- ráðuneytið í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfé- laga, Brunamálastofnun og Lagnakerfamiðstöð Íslands. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra setur ráðstefn- una. Meðal þess sem um verð- ur fjallað er núverandi ástand í lagnakerfum í landbúnaði, loftræstikerfi í landbúnaðar- húsum, mjaltakerfi, upphit- un húsa, neysluvatnslagnir, varmadælur, heitir pottar, lagn- ir í gróðurhúsum, raflagnakerfi, haughúsakerfi, rotþrær og brunavarnir, en á ráðstefnunni verður m.a. kynnt ný tækni í viðvörunarkerfum fyrir land- búnaðarbyggingar. Þá verður farið yfir verklagsreglur við hönnun, byggingu og lokafrá- gang lagnakerfa og ábyrgð á verkframkvæmdum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.