Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200714
Nú hefur RÚV hafið útsendingar
um gervihnöttinn THOR 2, er gefa
flestum íbúum landsbyggðarinnar
og á skuggasvæðum ásamt sjófar-
endum færi á að ná sjónvarps-
útsendingum RÚV í fullum gæðum
ásamt útsendingu Rásar eitt og tvö.
Því miður eru til dæmi um staði
sem standa í skugga fjalla er kemur
að sýn á gervihnöttinn eða aðra
útsendingu frá RÚV og ná engu
sjónvarpi. Mögulegt kann að vera
að leysa slíkan vanda.
Sá búnaður sem til þarf að ná
þessum útsendingum samanstend-
ur af: festingu, disk, LNB, 75 ohm
kapli, móttakara með afruglara
fyrir Conax afruglunarkerfið og
svo Conax kort frá RÚV.
Landfræðilegar aðstæður til
móttöku þurfa að vera þær að hrein
sýn til himins í um 20 gráðum aust-
anmegin við hásuður sé til staðar
í um 15 gráðu hæð yfir láréttum
fleti. Mismunandi er eftir hvar á
landinu á að taka á móti með stærð
diskanna. Nokkuð öruggt má telja
að diskur sem er 120 sentímetrar í
þvermál, skili nægjanlega öflugu
merki. Vera kann að unnt sé að
komast af með minni disk en ég get
ekki mælt með slíku. Hafa verður
í huga að vissar tegundir af veðr-
um rýra móttökuskilyrði verulega
en slíkt er varla ásættanlegt enda
auðvelt að komast hjá slíku ef rétt
og vel er að málum staðið.
Af marggefnu tilefni vil ég
benda sérstaklega á að vandað sé til
uppsetningar á festingu fyrir disk-
inn. Slík festing ef hún er fest á hús
eða steyptan vegg, er í flestum til-
fellum nægjanleg. En þegar kemur
að festingu diska á þvottasnúrur,
staura eða aðrar álíka undirstöður
er uppsetningin fyrirfram vonlaus.
Undirstöðuna þarf að miða við að
í verstu veðrum komi engin titr-
ingur á diskinn. Slík festing kostar
nokkra fyrirhöfn en skilar sér í litlu
sem engu viðhaldi næstu 10-15 árin
ef ekkert óvænt kemur upp.
Til að stilla inn diskana á faglegan
og öruggan hátt þarf sérstakan mæli
til verksins og tæknimann. Því miður
virðist hafa verið verulegur misbrest-
ur á þekkingu, vandvirkni og vali á
góðum og sterkum búnaði er þolir
Íslenska veðráttu. Þó diskur skekk-
ist ekki nema örlítið, dettur merkið
frá honum niður og þarf að fá tækni-
mann til að stilla hann inn aftur. Þetta
getur kostað töluverða fyrirhöfn og
peninga sem er engin þörf á ef vand-
að er til verks í upphafi.
Þeir sem þurfa að nýta sér þessa
leið, greiða úr eigin vasa fyrir allan
búnað, uppsetningu hans og svo
Conax kortið frá RÚV í afrugl-
arann.
Samkvæmt vefsíðu RÚV er
hugsanlegt að breytt verði um stað-
al í útsendingunni á næstu þremur
árum yfir í HD eða háskerpuútsend-
ingu. Ef slíkt gerist er þarna um að
ræða að leggja þeim móttakara sem
er þegar til og kaupa annan sem er
mun dýrari.
Tölvudeild Bændasamtakanna
er með þessi mál til athugunar er
kemur að hugsanlegum magninn-
kaupum, vali og gæðum búnaðar
og svo kröfum til uppsetningar
hans, fyrir bændur.
Á Kópaskeri rekur Guðmundur
Magnússon fyrirtækið Magnavík
sem hann stofnaði árið 2004. Það
þjónar tölvunotendum á norð-
austurhorni landsins, íbúum
á Tjörnesi, í Kelduhverfi, við
Öxarfjörð, Raufarhöfn og aust-
ur í Þistilfjörð með svokölluðu
VDSL- og örbylgjusambandi.
„Ég stofnaði fyrirtækið því mér
fannst fjarskiptamálin hjá Símanum
vera í ólestri. Kunningjar mínir
sem eru með fyrirtækið IceCom
fyrir sunnan sögðu mér frá búnaði
sem þeir væru með og hétu á mig
að prófa,“ útskýrir Guðmundur
Búnaðurinn lítið bilað
Í framhaldinu setti Guðmundur upp
VDSL-kerfi (sem hefur sama hraða
í báðar áttir) á Kópaskeri að eigin
frumkvæði og án nokkurra styrkja.
„Kerfið hefur ýmsa möguleika
upp á að bjóða varðandi sjón-
varpssendingar, síma og fleira.
Ég prófaði þetta, sem fyrr sagði,
á Kópaskeri og það gekk vel. Í
kjölfarið var farið að þrýsta á mig
í sveitinni en ég vissi að ekki þýddi
að nota VDSL og því fór ég út í
örbylgjusendingar fyrir sveitung-
ana sem hefur gengið nokkuð vel,“
segir Guðmundur og aðspurður um
hvernig sambandið hafi verið svar-
ar hann:
„Það er alltaf gott en aðeins háð
veðri en það hafa ekki verið miklir
hnökrar. Það gerist í einstaka til-
fellum, aðallega í mikilli slyddu en
þá getur hlaðist á diskana og það
brenglar merkið. Kosturinn er sá að
ég er á staðnum og þar af leiðandi
fljótur að koma og veita þjónustu
en sem betur fer hefur mjög lítið
bilað.“
ehg
Magnavík á Kópaskeri
Þjónar netnotendum með
VDSL- og örbylgjusendingum
RÚV og skuggasvæðin Hjálmar Ólafsson
forritari á tölvudeild BÍ
hjalmar@bondi.is
Fjarskipti
Er netsamband !?
Við lýsum yfir furðu okkar með
svör framkvæmdastjóra eMax ehf.
í síðasta Bændablaði varðandi
síendurtekna röskun á netþjónustu
er fyrirtækið hefur veitt á lands-
byggðinni um árabil. Það sem vakti
athygli var m.a. að eMax ehf. virð-
ist ekki hafa gert ráð fyrir íslenskri
veðráttu við val og uppsetningu á
búnaði sem hlýtur að vera grund-
vallaratriði þegar þessi dreifikerfi
eru sett upp.
Starfsfólk tölvudeildar hefur því
miður fengið að heyra of margar
sögur um óviðunandi áreiðanleika
og uppitíma á nettengingum frá
eMax ehf. þar sem á álagstímum
hefur verið ómögulegt að ná sam-
bandi við netið sem bendir til að
of margar tengingar eru settar inn
á stofnsambönd. Þá mætti ætla að
tíðar bilanir í tækjabúnaði bendi til
að ekki sé verið að nota nægjanlega
vandaða hluti í dreifikerfið og eða
uppsetningu sé ábótavant þrátt
fyrir að sveitarfélög leggi fram
töluvert fjármagn í stofnkostnað
í góðri trú á að fá stöðugt og gott
samband fyrir íbúana sem greiða
einnig stofngjald.
Það er sjálfsögð krafa okkar
og bænda að nýir eigendur eMax
ehf. taki þessi mál föstum tökum
hið allra fyrsta og beinum við því
einnig til Póst- og fjarskiptastofn-
unar að strangari reglur verði settar
um uppsetningu, rekstur og áreið-
anleika þráðlausra netkerfa sem
er seldur aðgangur að til almennra
nota.
Jón Baldur Lorange
forstöðumaður tölvudeildar BÍ
jbl@bondi.is
Fjarskipti
Molta ehf., hlutafélag til und-
irbúnings byggingar jarðgerð-
arstöðvar á Eyjafjarðarsvæðinu,
var stofnað í lok mars. Öll sveit-
arfélög á svæðinu standa að
verkefninu, sem og allir stærstu
matvælaframleiðendur á svæð-
inu og fleiri aðilar. Með verkefn-
inu er stigið stórt skref í þá átt að
hætta urðun sorps á Glerárdal
ofan Akureyrar og koma sorp-
málum Eyjafjarðarsvæðisins í
heild í nýjan framtíðarfarveg.
Verkefnið á rætur að rekja til
starfs matvælaframleiðenda innan
Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og í
framhaldi af því tók Norðlenska
frumkvæði í forathugunum á
möguleikum á byggingu jarðgerð-
arstöðvar. Hugmyndir þar um voru
síðan kynntar sveitarfélögum og
fyrirtækjum undir lok fyrra árs og
síðan þá hefur vinnuhópur farið
yfir ýmsa þætti sem að málinu
snúa, m.a. kostnaðarútreikninga.
Sú vinna leiddi af sér ákvörðun
um stofnun undirbúningsfélags-
ins Moltu sem væntanlega verður
breytt í rekstrarfélag jarðgerð-
arstöðvarinnar þegar lengra líður á
verkefnið.
Raunhæft þykir að miða við að
nýja jarðgerðarstöðin geti tekið
til starfa vorið 2008, jafnvel fyrr,
og er reiknað með að strax í byrj-
un verði unnið úr 10.000 tonnum
af lífrænum úrgangi á ári, segir á
vef Norðlenska. Lífrænn úrgang-
ur svarar til um 60% af þeim
úrgangi sem nú fer í urðun af
svæðinu þannig að segja má að á
síðari árum hafi ekki verið stigin
öllu stærri skref í umhverfismálum
svæðisins. Kostnaður við verkefn-
ið í heild, þ.e. vélbúnað og hús, er
áætlaður um 350 milljónir króna.
Á Eyjafjarðarsvæðinu falla
til um 21.000 tonn af lífrænum
úrgangi árlega og koma 15.000
tonn frá fyrirtækjum og um 6000
frá heimilum. Til lífræns úrgangs
telst lífrænt sorp frá matvæla-
framleiðendum, kolefnisríkt sorp,
s.s. pappír, pappi, garðaúrgangur,
timburúrgangur og „þéttbýlishros-
satað“.
Hlutafé undirbúningsfélags-
ins Moltu ehf. nú í byrjun er 5,5
milljónir króna. Akureyrarbær
og Sorpeyðing Eyjafjarðar lögðu
fram eina milljón hvor aðili en
Sorpeyðingin kemur að verkefninu
fyrir hönd allra sveitarfélaganna á
svæðinu. Þessu til viðbótar lögðu
sjö fyrirtæki fram hlutafé, 500
þúsund hvert. Þau eru Norðlenska,
Samherji, Brim, Kjarnafæði, B.
Jensen, Gámaþjónustan ehf. og
Sagaplast ehf. Formaður fyrstu
stjórnar Moltu ehf. er Hermann
Jón Tómasson, formaður bæj-
arráðs Akureyrar og stjórnar
Sorpeyðingar Eyjafjarðar, en auk
hans sitja Sigmundur Ófeigsson
frá Norðlenska og Elías Ólafsson
frá Gámaþjónustunni í stjórn.
Næstu verkefni félagsins verða
að velja jarðgerðarstöðinni stað á
svæðinu og semja við framleið-
endur búnaðar. Hvað staðsetningu
varðar er um að ræða iðnaðarlóð
en öll meðferð úrgangsins mun
fara fram innan dyra. Æskilegt er
að stöðin verði þannig staðsett að
stutt verði á svæði þar sem hægt er
að nýta moltuna til uppgræðslu á
landi.
Viljum bregðast við með
góðri lausn
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, hefur
unnið að verkefninu um margra
mánaða skeið og tekur á vef þess
í sama streng fyrir hönd mat-
vælaframleiðenda á svæðinu. „Í
mínum huga er skýrt að brennsla
á lífrænum úrgangi með til-
heyrandi brennslu á olíu er ekki
nútímalausn. Við eigum að skila
náttúrunni aftur því sem frá henni
var tekið. Við viljum líka bregðast
við með lausn í þessum málum
áður við verðum neyddir til að
gera eitthvað með tilheyrandi enn
meiri kostnaði,“ segir Sigmundur
og fagnar samstöðunni milli sveit-
arfélaganna og fyrirtækja um verk-
efnið.
„Samstaðan gefur verkefninu
stóra gildið, að mínu mati. Við
þurfum að fá alla með til að tryggja
pappír, pappa og timburúrgang inn
í jarðgerðina því það þarf eðlilega
blöndu af þessu öllu. Náist það
takmark okkar fljótt að fá 90% af
öllum lífrænum úrgangi til Moltu
verður lítið mál að kljást við þann
úrgang sem eftir stendur. Þar með
yrði búið að leysa sorpeyðingarmál
Eyjafjarðarsvæðisins til fullnustu.
Út frá þessu má glögglega sjá
hversu stórt það skref er sem við
erum að stíga með stofnun Moltu,“
segir Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska og
stjórnarmaður í Moltu ehf.
Hermann Jón Tómasson,
stjórnarformaður Moltu, segist
gera sér vonir um að stöðin komist
í gagnið fyrir vorið 2008 ef samn-
ingar um búnað og lóð ganga vel.
„Við erum sannarlega að stíga hér
jákvætt skref fyrir svæðið í þá átt
að leysa úrgangsvandann,“ segir
hann.
Jákvætt að allir taki höndum
saman
Guðmundur Sigvaldason, sveit-
arstjóri Hörgárbyggðar og fyrr-
um starfsmaður Sorpeyðingar
Eyjafjarðar, segir þessa ákvörð-
un marka þáttaskil í löngu ferli.
„Stofnun jarðgerðarstöðvarinnar er
sérstakt gleðiefni fyrir Eyfirðinga
og svæðið í heild. Við erum að
tala um farveg fyrir allt að 60%
af úrgangi svæðisins og loksins
er verið að færa þessi málefni á
nýtt plan. Við vitum að kostnaður
fyrir bæði fyrirtæki og sveitarfélög
vegna sorpeyðingar mun aukast
á komandi árum en tvímælalaust
erum við að draga töluvert úr þeim
fyrirsjáanlega viðbótarkostnaði
með þessari aðgerð. Mér finnst
líka mjög jákvætt að sjá öll sveit-
arfélögin, sem og alla stærstu
matvælaframleiðendurna, taka
höndum saman í verkefninu. Það
er sérstakt gleðiefni og við getum
gert okkur góðar vonir um að nú
séu að hefjast nýir tímar í þess-
um málaflokki á svæðinu,“ segir
Guðmundur. MÞÞ
Molta ehf. stofnuð til að undirbúa byggingu jarðgerðarstöðvar
Stórt skref stigið í sorpmálum Eyfirðinga
Hjálmar Ólafsson
forritari á tölvudeild BÍ
hjalmar@bondi.is
Allt sorp Eyfirðinga hefur um árabil verið urðað á Glerárdal ofan Akureyrar, en nú eru bjartari tímar framundan
í sorpmálum, í kjölfar stofnunar hlutafélagsins Moltu.