Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200728
Sjúkdómurinn getur valdið upp-
skerubresti með tilheyrandi fjár-
hagstjóni í ræktun plantna af
krossblómaætt og því brýnt að
þeir sem rækta plöntur af kross-
blómaætt verji sig gegn vágesti
þessum. Eina leiðin til að draga
úr útbreiðslu sjúkdómsins er að
hver bóndi gæti þess að hans land
haldist ósýkt. Kálæxlaveiki hefur
greinst í fóðurkáli í eftirtöldum
sveitum (garðyrkjubýli eru ekki
talin með): Mýrdalur, Austur-
Eyjafjöll, Vestur-Eyjafjöll, Gaul-
verjabæjarhreppur, Sandvíkur-
hreppur, Hrunamannahreppur.
Kálæxlaveiki (Plasmodiophora
brassicae) er sveppasjúkdómur sem
leggst á plöntur af krossblóma-
ætt. Fóðurkál, gulrófur, næpur
og ýmsar káltegundir til mann-
eldis eru t.d. af krossblómaætt.
Kálæxlaveikisveppurinn fjölgar
sér eingöngu í rótarfrumum hýsil-
plantnanna og fær þær til að skipta
sér óeðlilega og bólgna út. Þar
myndast dvalargró. Sýktar plöntur
fá hnúða á ræturnar sem eru mis-
stórir. Hnúðarnir rotna og leysast
upp á síðara hluta vaxtartímans
og blöð plantnanna gulna og visna
vegna skertrar vatnsupptöku rót-
anna. Fyrstu einkenni eru oft að
plönturnar hanga í sól. Dvalargróin
losna út í jarðveginn þegar rótin
rotnar og bíða þar til næsta vors
eftir kál- eða rófuplöntu, eða ein-
hverri annarri plöntu af kross-
blómaætt. Þá spíra dvalargróin og
úr þeim koma sundgró sem leita
uppi rótarhár plantna af kross-
blómaætt. Án hýsilplantna geta
dvalargróin lifað árum saman í
jarðveginum. Oft er talað um 10-20
ár í þessu sambandi.
Þessi sjúkdómur er mjög smit-
andi og berst á nýja staði með jarð-
vegi og sýktum plöntum.
Varnir gegn sjúkdómnum
Hvíla landið
Ekki eru til nein lyf gegn þessum
sjúkdómi og eina trygga vörnin
er að rækta ekki plöntur af kross-
blómaætt í sýktu landi. Best er að
hvíla sýkt land þar til allt smitefni
er dautt með því að taka það undir
tún. Það fer eftir ýmsu hversu lang-
an tíma það tekur. Það þarf t.d.
lengri tíma til að losna við smit úr
landi sem er mikið sýkt.
Hindra dreifingu smits
Sjúkdómurinn er mjög smitandi
og því er mikilvægt að fyrirbyggja
dreifingu smits eins og mögulegt
er. Dvalargróin sem veikinni valda
eru í jarðveginum og fylgja honum
hvert sem hann berst. Veikin getur
því borist með tækjum sem notuð
eru á sýktu landi, plöntum, búfé,
fólki, fuglum og vindi (ef jarðveg-
ur fýkur). Plöntur í smituðum jarð-
vegi og tæki eru þó hættulegust. Í
Noregi er bannað að selja eða dreifa
kálplöntum sem forræktaðar eru í
sýktri mold. Nauðsynlegt er að jarð-
vinnslutæki fari ekki úr sýktu landi
í ósýkt án sótthreinsunar. Brýnt er
að búnaðarfélög sem leigja út jarð-
vinnslutæki seti sér skýrar reglur um
notkunarsvæði tækja og þrif á þeim
en þrif tækjanna eru mikilvæg for-
vörn í baráttu við hvers konar jarð-
vegssjúkdóma. Hvernig þrifum skuli
háttað getur farið eftir aðstæðum á
hverjum stað fyrir sig. Lykilatriði
er að þrifin séu vel unnin, helst
með háþrýstidælu og gæta þarf þess
vandlega að afrennsli frá þrifunum
sé utan alfaraleiðar og ekki sé hætta
á að afrennslið komist í ræktunar-
land. Nauðsynlegt er að verktakar
sem stunda jarðvinnslu hjá bændum
og bændur sem hyggjast selja notuð
jarðvinnslutæki þrífi tækin á sama
hátt áður en þau fara annað. Í dag er
land orðið mun verðmætara en það
var og því mikilvægara en áður að
halda landinu ósmituðu svo halda
megi fullum afnotum af því. Aðgát
er allt sem þarf.
Líf og starf
Engin speki í þessum pistli, bara
æskuminningar um gamlan bónda.
Afi og faðir minn ráku verslun á
Akureyri um áratugaskeið (1905–
1968) og voru viðskipti við bændur
mikil enda hafði á árum áður verið
rekið sláturhús og ullarmóttaka
o.fl. í tengslum við verslunina.
Þetta var svona verslun þar sem
allt fékkst, klæðnaður, lín, matvara,
verkfæri og landbúnaðaratæki, m.a.
Deutz dráttarvélar ofl. ofl.
Ég ólst þarna upp fyrir innan
búðarborðið og man vel eftir sum-
um bændunum sem komu að versla
og að flestir voru þeir í reikning,
lögðu inn m.a. ull og húðir en versl-
uðu í staðinn nauðsynjar til heim-
ilisins, nokkurs konar vöruskipta-
verslun.
Nokkrir voru afar góðir vinir
mínir og sumir fundust mér sem
lítill drengur dálítið sérstakir.
Mér var alltaf tilhlökkun í heim-
sókn gamals bónda sem kom ævin-
lega rétt fyrir jólin, venjulega á
Þorláksmessu, afar sjaldan man ég
eftir honum á öðrum tímum.
Þessi gamli maður var e.t.v. ekki
svo gamall en í minningunni var
hann það, sérstakur eða skrítinn og
bráðskemmtilegur, að því er mér
fannst.
Hann bjó á innsta byggða bæ í
dal einum í austanverðum Eyjafirði
ásamt bróðir sínum en sá kom nær
aldrei í bæinn eða hann sá ég aldrei,
var hann sagður veikur á geði síð-
ustu ár ævinnar og fannst gott að fá
sér í staupinu eins og sagt var.
Sagnir gengu um að stundum
heyrðust byssudrunur frá bænum
um nætur og var þá álitið að sá vín-
kæri væri að fæla frá drauga.
Þeir bræður voru ekki stórbænd-
ur þeirra tíma og voru alla tíð með
lítið bú og nær því að kallast bláfá-
tækir.
Gamli maðurinn var eins og ég man
hann oftast klæddur utanyfir í síðan
svartan ullarfrakka, með skinnhúfu,
þessa gömlu með lafi niður fyrir
eyru, og í gúmmístígvélum sem
brotið var niður á til hálfs.
Hann var venjulega illa rakaður
með dökka skeggrót, stundum með
hýjung.
Á höndum bar hann þykka mó-
rauða ullarvetlinga með tveimur
þumlum og stóð aukaþumallinn
ævinlega út í loftið á handarbak-
inu.
Hann var venjulega með striga-
poka á bakinu en í hann voru settar
vörur fyrir heimferðina.
Mig minnir að hann hafi feng-
ið far í bæinn og langleiðina heim
með ágætum nágrönnum sínum
eða notað mjólkurbílinn frá vega-
mótum dalsins.
Það sem einnig var svo minnistætt
við heimsóknir gamla bóndans fyrir
jólin var að til fjölda ára höfðu afi
og pabbi látið hann hafa matvörur
og annað sem hann verslaði fyrir
jólin í skiptum fyrir eitthvað sem
gamla bóndanum fannst réttlátt því
sjaldan átti hann inni fyrir aðföng-
um.
Hann gat ekki hugsað sér að fá
nauðsynjar fyrir ekkert, hann vildi
greiða fyrir sínar vörur eins og aðr-
ir og enga ölmussu þiggja.
Hann þáði alltaf nokkra pilsnera
í kaupbæti sem hann drakk strax
á ótrúlega skömmum tíma þessa
stund sem hann stoppaði og söng
inná milli af hjartans list nokkur
valin lög fyrir okkur innanbúðar-
fólkið og viðskiptavini verslunar-
innar, hafði að mig minnir ekki
slæma söngrödd.
Hann kom 1964 síðustu jólin sem
ég man eftir honum með heimagert
súkkulaði vafið í gamalt dagblað
og afi tók þetta gott og gilt og að
loknum aðföngum, pilsnerum
og söng föðmuðust þeir og ósk-
uðu hvor öðrum gleðilegra jóla.
Sá gamli axlaði strigapokann sinn
með nauðsynjunum til jólanna og
arkaði raulandi út, sneri sér við í
dyrunum og kallaði hátt og skýrt
til allra í búðinni, „Gleðileg jól og
Guð blessi ykkur“!
Síðan eftir að hann var farinn var
súkkulaðinu góða hent í ruslaföt-
una enda með öllu óætt og ég sá
að þeir feðgar, pabbi og afi, brostu
hvor til annars og var greinilegt að
þeim leið vel með þessi viðskipti.
Þannig voru nú oft á tíðum við-
skipti þeirra feðga afa og pabba við
þá sem minna máttu sín.
En þó þetta hafi nú ekki átt að
verða jólasaga er víst að þessi gamli
vinur minn kveikti ljós í hjörtum
okkar, blessuð sé minning hans.
HEYRT Í SVEITINNI
Kristján Gunnarsson
mjólkureftirlitsmaður Norðurmjólk
Magnús Á. Ágústsson
garðyrkjuráðunautur, Bændasamtökum
Íslands
maa@bondi.is
Plöntusjúkdómar
Kálæxli, hindrum frekari dreifingu sjúkdómsins
Kálæxli á vetrarrepju
Sýktar plöntur hæra megin á myndinni sýna hvernig jarðvinnslutæki hefur
borið smit inn í kálgarð.
Þann 20. mars sl. var tillaga fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins (ESB) um að banna eft-
irfarandi tegundir erfðabreyttra
nytjaplantna, þ.e. Bt176 maís,
GA21xMON810 maís, Ms1Rf1
olíu repju, Ms1Rf2 olíu repju og
Topas 19/2 olíu repju, samþykkt í
fastanefnd sambandsins um fæðu-
keðjuna og heilbrigði dýra.
Þessar fimm tegundir voru
heimilaðar í ESB áður en núgild-
andi reglur sambandsins um erfða-
breytt matvæli og fóður voru settar
með reglugerð nr. 1829/2003. Þessi
reglugerð hefur ekki ennþá verið
tekin upp í viðauka við EES-samn-
inginn en það verður eflaust gert
á næstunni og þá mun hún, ásamt
þeim breytingum sem gerðar hafa
verið á henni, einnig taka gildi hér
á landi. Allar erfðabreyttar plöntur
sem voru löglega á markaðnum í
Evrópu þegar þessi reglugerð tók
gildi máttu vera þar áfram til 18.
apríl í ár, en til að mega hafa þær
áfram á markaðnum eftir þann tíma
þurfti að sækja sérstaklega um
það til framkvæmdastjórnarinnar.
Engar umsóknir hafa borist um
áframhaldandi heimild til mark-
aðssetningar þessara fimm teg-
unda, enda eru þær ekki lengur í
ræktun og fyrirtækin sem settu þær
á markað hafa ekki lengur áhuga
á markaðssetningu þeirra. Auk
þess eru ekki til neinar birgðir af
þessum afurðum lengur. Það er þó
ekki útilokað að á markaðnum séu
mengaðar afurðir og innihaldi því
vott af þessum tegundum. Vegna
þess að ekki er hægt að losna við
þessa mengun á svipstundu mega
matvæli og fóður innihalda 0,9%
af þessum erfðabreyttu afurðum
næstu fimm árin að því tilskildu að
um óhjákvæmilega mengun sé að
ræða.
ÓG
Evrópusambandið bannar nokkrar tegundir
af úreltum erfðabreyttum nytjaplöntum
Áður en þingi var frestað þann
18. mars síðastliðinn voru sam-
þykktar breytingartillögur á
lögum nr. 90/2003 um tekju-
skatt og lögum nr. 94/1996 um
staðgreiðslu skatts á fjármagns-
tekjur.
Hingað til hefur það misræmi
verið við lýði að arðgreiðslur sem
bændur fengu úr veiðifélögum
voru meðhöndlaðar sem tekjur
en aðrir jarðeigendur hafa greitt
10% fjármagnstekjuskatt af sams
konar tekjum. Þessi mismunun
hefur aukist verulega undanfarin
ár vegna ásóknar manna í eign-
arhald á jörðum utan búrekstrar
og því var talið brýnt að bæta úr
því með tiltækum ráðum.
Breytingartillögurnar eru svo-
hljóðandi:
1. Arðgreiðslur úr veiðifélagi hjá
manni sem hefur búrekstur
eða annan rekstur á jörð með
höndum skulu ekki teljast til
atvinnurekstrar eða sjálfstæðr-
ar starfsemi hans og heimilast
enginn frádráttur frá slíkum
tekjum.
2. Tekjuskattur af fjármagns-
tekjum einstaklinga utan
rekstrar skal vera 10% af þeim
tekjum. Til fjármagnstekna
teljast í þessu sambandi tekjur
skv. 1.-8. tölul. C-liðar 7. gr.,
þ.e. vextir, arður, leigutekjur,
söluhagnaður og aðrar eigna-
tekjur. Til fjármagnstekna utan
rekstrar skulu jafnframt teljast
arðgreiðslur úr veiðifélagi hjá
þeim einstaklingi sem hefur
búrekstur eða annan rekstur á
jörð með höndum.
Arður af veiðiám breytist í fjármagnstekjur