Bændablaðið - 02.12.2008, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | þriðjudagur 2. desember 2008
Á Terra Madre, ráðstefnu Slow
Food-samtakanna sem hald-
in var í Tórínó á Ítalíu fyrir
skömmu, kom berlega í ljós
hversu mikils virði sérstaðan er
fyrir okkur Íslendinga sem og
aðra; hversu verðmætt það er að
eiga sérkenni sem hvergi annars
staðar er að finna í heiminum.
Svo virðist sem heimurinn sé
tilbúinn að greiða fyrir upplifun,
matvöru og hluti sem eru sér-
einkennandi fyrir ákveðin svæði
eða lönd. Slíkt verður aldrei selt
í magnsölu. Íslendingarnir fyllt-
ust stolti þegar Ari Þorsteinsson
frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á
Hornafirði bar inn íslenska fán-
ann við setningarathöfnina þar
sem gífurlegt fjölmenni var við-
statt.
Samhliða Terra Madre var
haldin mjög stór matvælasýning,
Salone del Gusto, þar sem fram-
leiðendur víða úr heiminum sýndu
afurðir sínar eða ráku lítil veitinga-
hús þar sem þjóðlegir réttir voru til
sölu. Þessa sýningu heimsækja um
180 þúsund manns, þar af 45 þús-
und frá öðrum löndum. Það gefur
auga leið að þarna er gott tækifæri
fyrir Íslendinga að kynna landbún-
aðarvörur sínar, framleiddar í landi
sem er tiltölulega laust við meng-
un, af búfjárkynjum sem vegna
legu landsins hafa algjöra sérstöðu.
Blaðamaður Bændablaðsins ræddi
við Norðmenn sem bæði voru með
bás og einnig veitingahús. Í veit-
ingahúsinu var m.a. á matseðlinum
dilkakjöt frá bændum sem rækta
gamalt norskt fé (Villsau), náskylt
okkar fé, og voru hæstánægðir með
viðtökurnar. Við hlið Norðmanna
ráku Írar sitt veitingahús og höfðu
sömu sögu að segja.
Gæðin verða að ná alla leið
Margir athyglisverðir fyrirlestrar
voru haldnir á ráðstefnunni Terra
Madre sem vert var að hlýða á,
meðal annars um upprunamerk-
ingu vöru og hvað skilur á milli
feigs og ófeigs þegar kemur að
markaðssetningu vörunnar. Sumar
vörur eru tengdar landssvæði, eins
og Basmati-hrísgrjón, Parmaskinka
eða Tequilavín, sem eru holdi klædd
vörumerki sérstakrar menningar,
hefða og staða. Sum þessara vöru-
merkja hafa náð mikilli útbreiðslu
og eru þekkt um allan heim á meðan
öðrum hefur ekki lukkast að ná
neinni útbreiðslu. Salurinn var þétt
setinn fólki og í hópnum voru bæði
framleiðendur og markaðsfulltrú-
ar. Rauði þráðurinn í umræðunum
var sá að gæði vörunnar verða að
ná alla leið frá bónda til neytenda.
Ef eitt skemmt epli er í körfunni
verður að vera dugur hjá þeim
sem sjá um gæðamálin til að grípa
í taumana. Það þarf aldrei nema
einn svartan sauð til að eyðileggja
fyrir öllum. Vínframleiðandi sagði
frá því að í hans héraði hefði einn
bóndi eyðilagt margra ára vinnu við
markaðssetningu með því að vanda
ekki til framleiðslunnar. Héraðið
hefði framleitt vín, allt undir sama
vörumerki, og þar hefði ekki verið
tekið nógu vel á gæðakröfunum.
Þeir væru núna fyrst að ná sér aftur
á strik eftir þetta áfall.
Einn af frummælendunum sagði
menningarleg sérkenni geta verið
afl fyrir staðbundna þróun, sem
víða gæti dregið úr fátækt og þar
með bætt afkomu bænda. Erfitt gæti
verið að meta árangur markaðssetn-
ingar, sérstaklega ef gerð væri krafa
um gróða í hvelli. Sígandi lukka
væri best í þessu sem mörgu öðru.
Árangur gæti verið svæðisbundinn
og einnig komið fram í verndun
vöru og/eða vörumerkja. Á leið til
árangurs væru oft margir þrösk-
uldar og þar gæti hinn mannlegi
þáttur verið eins erfiður og sá land-
fræðilegi. Engin ein algóð aðferð
væri til en líklega hefði gefist best
að gaumgæfa hvert skref á leið til
árangurs.
Vörumerki og framleiðsla
Á sama fyrirlestri var rætt um vörur
undir sömu vörumerkjum og einn-
ig hvort réttlætanlegt væri að aðrir
framleiddu eftirlíkingar af vinsæl-
um og þekktum vörum. Sumir voru
á því að enginn ætti að nota eftirlík-
ingu eða stela nöfnum frá öðrum.
Vörumerki ættu að vera tryggð og
bundin ákveðnum landsvæðum.
Skiptar skoðanir voru þó um það.
Frakki nokkur svaraði því til að
hans skoðun væri sú að í lagi væri
að aðrar þjóðir framleiddu osta
undir nöfnum sem þekkt væru í
Frakklandi, eins og Camembert, ef
það væri gert af vandvirkni. „Þetta
er í raun auglýsing fyrir okkur,“
sagði hann. „Af því allir þekkja
nafnið Camembert, þá getum við
sagt: Komið til okkar og fáið hinn
eina sanna Camembert-ost.“
Samhljómur var um það meðal
fundarmanna að ef framleiða ætti
undir svæðisbundnu vörumerki
yrðu allir framleiðendur að vera
með frá upphafi. Þá gætu stórir og
smáir verið saman, án þess að skaða
hver annan. Allir væru að framleiða
sömu vöru á sama landsvæði undir
sömu gæðastöðlum. En það kæmi
alltaf að upphafinu, gæðin yrðu að
vera tryggð alla leið, frá haga til
maga. Gæðastýringarvottorð verða
því að standa undir nafni og allar
vörur settar í gegnum sama nál-
araugað.
Auður í góðu vatni
Einnig var talað um að í hlýn-
andi heimi færi skortur á vatni að
verða vandamál. Í komandi fram-
tíð myndi enn meiri auður felast í
því að eiga nóg af hreinu, óhreins-
uðu vatni. Í auðugum vatnsbúskap
gæti sannarlega falist sérstaða.
Jarðargróður ætti að sjálfsögðu
allt sitt undir því að hægt væri að
vökva. Framleiðendur höfðu af því
miklar áhyggjur að innan skamms
tíma yrði allur landbúnaður breyttur
vegna skorts á vatni. Þar er sérstaða
Íslands töluverð. Ekki virðist fyrir-
sjáanlegt að hér á landi muni verða
vatnsskortur og kannski verður
meiri markaður fyrir útflutt vatn frá
Íslandi í komandi framtíð.
Á að knýja vélarnar með
matvælum?
Í einum fyrirlestrinum var spurt
hvort nýta ætti matvæli til elds-
neytis. Er réttlætanlegt að kynda
undir orkusóun í heiminum með
því að framleiða eldsneyti úr korni
og öðrum nytjajurtum sem ann-
ars kæmu að gagni sem matur eða
fóður? Hví á að framleiða etanól í
þróunarlöndunum til að seðja olíu-
eftirspurn í Norður-Ameríku og
Evrópu? Því sjá þau lönd ekki sjálf
um þá ræktun? Þannig var spurt og
um leið varað við þessari þróun,
sem leitt gæti til vaxandi sam-
keppni á matvælamarkaði og einn-
ig til hærra verðs. Vatn er að verða
takmarkandi þáttur, eins og áður
hefur komið fram.
Undirrót að framleiðslu lífelds-
neytis var sögð græðgi kapítalism-
ans, þar sem takmarkið væri það
eitt að auka hagnað fjárfesta, og það
stefndi fæðuöryggi í hættu. Þess
væru dæmi að bændur væru hraktir
af landinu, úr sveitunum, til þess að
stórframleiðsla nytjajurta gæti farið
fram í ósjálfbærum kerfum. Áfram
væri svo haldið að menga með
tilbúnum áburði og eiturefnum.
Erfðabreyttar jurtir væru aðeins til
bölvunar og gæfu stóru fjölþjóða-
fyrirtækjunum aðstöðu til að ein-
oka markað með aðföng, m.a. með
einkaleyfum á sáðvöru.
Lagt var til að nota fremur þör-
unga en nytjajurtir við framleiðslu
lífeldsneytis. Einnig mætti fram-
leiða umhverfisvænt gas úr úrgangi
án þess að keppa við matvæla-
framleiðsluna. Búvísindamaður frá
Kenía sagði að þar væru 20% lands
ræktanleg. Ef farið yrði út í fram-
leiðslu lífeldsneytis í stórum stíl
væri það bein ávísun á skerta mat-
vælaframleiðslu, hungur og fátækt.
Fæðuöryggi yrði vissulega ógnað,
það mætti alls ekki eiga sér stað.
Minnt var á mikla sóun matvæla og
kostnaðarsama flutninga. Hollastur
væri heimafenginn baggi, hvernig
sem á málið væri litið.
Endurvinnsla
Marga athyglisverða hluti bar fyrir
augu blaðamanns þegar rölt var
um hina gífurlega stóru matarsýn-
ingu Salone del Gusto. Meðal ann-
ars voru þar vörur úr endurunnum
plastflöskum. Þar voru innkaupa-
kerrur af ýmsum gerðum, bæði á
hjólum og til að halda á, allt gert
úr endurunnu plasti. Einnig var
skemmtilegt skilrúm sem búið var
til úr flöskubotnum. Þetta er til-
breyting frá því sem oft sést. Svo
voru smekklegir stólar, búnir til úr
plasti, sem meira að segja var þægi-
legt að sitja á. Ásamt plastinu voru
vörur úr pappa útfærðar af útsjón-
arsemi. Einföldustu kollarnir voru
búnir til úr dagblöðum. Blöðunum
var rúllað upp, heilu blaði fyrir sig,
rúllurnar settar saman upp á endann
og bundið utan um allt saman. Sver
pappahólkur þjónaði hlutverki baks.
Blaðamaður er vel blómstrandi og
prófaði að setjast á einn slíkan, vit-
andi um þá áhættu að verið gæti að
allt gæfi sig. En viti menn. Á koll-
inum var alveg hægt að hvíla lúin
bein, meira að segja fyrir bústinn
Borgfirðing.
Hagleikssmiðja – ný aðferð við að
kynna og selja handverk
Hópur Íslendinga var með fyrirlest-
ur um svokallað Economuseum eða
Hagleikssmiðju, eins og það hefur
verið þýtt á íslensku. Það voru
Hornfirðingarnir Ari Þorsteinsson,
Grétar Vilbergsson og Guðmundur
Gunnarsson sem kynntu þetta verk-
efni, sem Nýsköpunarmiðstöð
Íslands á Hornafirði leiðir fyrir
Íslands hönd. Um er að ræða al-
þjóðlega samstarfsverkefnið Eco-
Íslendingarnir fylltust miklu þjóðarstolti þegar Ari Þorsteinsson frá Hornafirði bar inn íslenska fánann við setn-
ingarathöfn Terra Madre.
Sérstaðan er mikils virði
– Frá haga til maga er það sem þátttakendum í Slow Food og Terra Madre
ráðstefnunni er efst í huga
Norðmenn voru með veitingahús þar sem þeir seldu norskar afurðir og
skreyttu með ýmsum munum frá heimalandinu.
Margir telja að ekki eigi að rækta
nytjajurtir til að nota í eldsneyti
sem annars kæmu að gagni sem
matur fyrir menn og skepnur.
Hér er komin önnur leið til að
endurnýta dagblöðin, það er meira
að segja óhætt fyrir stóra að sitja
á þessu.
Þessi bjúgu eða pylsur eru fram-
leidd undir merkinu Mortadelle di
Campotosto og er framleiðslan
aldagömul. Allt ferlið er unnið á
sama hátt og verið hefur um aldir.
Svona leit ein pylsan út að innan.
Ari Þorsteinsson kynnti verkefnið
Economuseum Northern Europe,
ENE, eða Hagleikssmiðju, eins og
það hefur verið þýtt á íslensku.
Þegar hafa tvö íslensk fyrirtæki
hafið þróunarvinnu í þessu verk-
efni.