Bændablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 1
14 24 Ólafur Dýrmundsson í stjórn Evrópska búfjár- ræktarsambandsins 15. tölublað 2009 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 310 Upplag 20.500 8 Loðdýrabændur vilja laða að sér erlenda fjárfesta Ráðherra klippti á borða og nýr vegur opnaðist fyrir umferð Baldur á Bakka heim- sækir Baldur frá Bakka Hugljúf heimildarmynd í undirbúningi Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður undirbýr nú gerð kvikmyndar þar sem við sögu koma stóðhesturinn Baldur frá Bakka og guðfaðir hans og fyrsti eigandi, Baldur Þórarinsson frá Bakka í Svarfaðardal. Um síðustu helgi var Þorfinnur staddur með tökuliði sínu á meðal gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt og í Tungurétt í Svarfaðardal þar sem teknar voru mannlífsmyndir á æskustöðvum stóðhestsins frækna sem varð heimsmeistari í fimmgangi í Þýskalandi árið 1999. Úr Svarfaðar- dal liggur leiðin til Hawaii í febrúar nk. en þar er klárinn nú niður kom- inn og unir hag sínum vel orðinn 25 vetra gamall. Eftir sigurinn í Þýskalandi var Baldur keyptur til Kaliforníu en síð- ast eignaðist hann kona nokkur sem ræktar íslenska hesta á Hawaii. Að sögn Bjarna Óskarssonar sem er framleiðandi myndarinnar verður þetta hugljúf mynd um samband manns og hests og nær hámarki þegar þeir nafnarnir og fornvinirnir hittast undir hitabeltissólinni á Hawaii eftir áralangan aðskilnað. Baldur Þórarinsson á Bakka (með svarta húfu) að spjalli við Símon Helgason á Þverá í Tungurétt sl. sunnudag. Þorfinnur Guðnason mund- ar tökuvélina og fylgist með samræðunum. Mynd ARH Hrunamenn á heimleið með safnið Kerlingarfjöll skörtuðu sínu fegursta þegar gangnamenn úr Hrunamanna hreppi ráku fé sitt yfir Sandá hjá Svínárnesi síðdegis á þriðjudaginn. Fjall- kóngurinn Steinar Halldórsson í Auðsholtum (með hatt) fór fyrir sínu liði en honum á hægri hönd er Halldór Einarsson. Ljósm. Sigurður Sigmundsson Samkvæmt upplýsingum frá RARIK hefur orðið gríðarleg- ur samdráttur í raforkunotkun garðyrkjubænda á þessu ári. Nemur samdrátturinn 8,6%, en mestur var hann í maí þegar notkunin dróst saman um fjórð- ung. Bjarni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda segir að þetta séu sláandi tölur og skýringuna sé væntanlega að finna í samspili sparnaðar og hagstæðra veð- urskilyrða. Hefur samdrátt- ur orðið alla mánuði ársins, að apríl undanskildum, ef miðað er við notkunina í fyrra. Bjarni segir að það stefni í að samdrátturinn verði a.m.k. 10% á þessu ári og ljóst sé að tekjumiss- ir RARIK getur orðið veruleg- ur. Sem kunnugt er voru niður- greiðslur á dreifingarkostnaði raf- magns til garðyrkjubænda skertar um 30% í byrjun þessa árs. Telur Bjarni að samdrátturinn á raforku- notkun garðyrkjubænda á þessu ári leiði til þess að ríkið verði af verulegum tekjum og hann sjái ekki annað en sú upphæð sé mun hærri en menn töldu sig spara með skerðingunni á niðurgreiðslunum á dreifingarkostnaðinum. „Síðan má út frá þessum upplýsingum velta fyrir sér áhrifum skerðing- arinnar á framleiðsluna; hvort hún hefði ekki getað orðið meiri ef ekki hefði komið til þessa nið- urskurðar,“ segir Bjarni. -smh Gríðarlegur samdráttur í raforku- notkun garðyrkjubænda á þessu ári Raforka til garðyrkjulýsingar á dreifiveitusvæði RARIK 2008 2009 Samdráttur/aukning MWh MWh MWh % janúar 6.629 6.202 427 6,4% febrúar 6.197 5.777 420 6,8% mars 6.031 5.766 265 4,4% apríl 4.485 4.670 -185 -4,1% maí 4.131 3.085 1.046 25,3% júní 2.380 2.254 126 5,3% júlí 2.360 1.825 535 22,7% ágúst 3.688 3.223 465 12,6% september 5.028 október 5.842 nóvember 5.861 desember 6.086 Samtals 58.718 32.802 3.099 5,3% Notkun fyrstu 8 mán 2009 35.901 32.802 3.099 8,6% Réttar stemmn ingin í hámarki Þessa dagana safnast sauðfé af fjalli svo hundruðum þús- unda skiptir. Eins og ávallt laðar þessi viðburður að sér fjölmenni. Sönnum sveita- mönnum þykir fátt skemmti- legra en að velkjast um fjöllin á þarfasta þjóninum og elt- ast við sauðþráar sauðkindur, koma svo til byggða og syngja úr sér raddböndin um leið og dregið er í dilka. Bændablaðið fylgist að sjálfsögðu af miklum áhuga með þessum viðburðum. Tveir útsendarar blaðsins fóru í réttir á Norðurlandi um síðustu helgi og má sjá það sem fyrir augu þeirra bar í miðopnu blaðsins. Öðrum landshlutum verða svo gerð skil í næsta blaði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.