Bændablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 15
15 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009 PROMENS DALVÍK Rotþrær Vatnstankar Brunnar og framlengingar Olíu- og fituskiljur Sandföng Sæplastvörur fást í byggingavöruverslunum um land allt Til liðs við náttúruna E IN N , T V E IR O G Þ R ÍR 4 11 .0 0 8 Útilegu- mannahátíð að Kiðagili Ferðamannatíð sumarsins lauk ný nýverið með pompi og prakt að Kiðagili í Bárðardal, þegar þar var haldin útilegumannahátíð. Útilegumenn voru á ferli allan tím- ann, sýndir voru valdir leikþættir úr leikritunum um Skuggasvein og Fjalla-Eyvind og stiginn var dans í anda útilegumanna. Eldsmiður var á staðnum og bjó til fallega muni úr járni á meðan fólk gat gætt sér á frábærum máltíðum í anda útilegu- manna, farið til spákonu eða grýtt útilegumenn. Seinni daginn var svo haldið síðasta kaffihlaðborð sumarsins og gátu ungir sem aldnir skemmt sér saman í útilegumanna- leikum þar sem keppt var í ýmsum þrautum, skoppað um í hoppukast- ala og fylgst með í hjálparleysi þegar heimasætu var rænt af úti- legumönnunum. Þessi hátíð mun verða árlegur viðburður héðan í frá og bíða menn spenntir eftir að sjá hvað útilegumönnunum í Kiðagili hugkvæmist að bjóða upp á að ári. Myndatextar: 1. Eldstæði voru vítt og breitt um svæðið. 2. Starfsfólkið klæddi sig að sjálf- sögðu upp á að hætti útilegumanna. 3. Gunnar Marteinsson eldsmiður hamrar járnið. Hann gerði m.a. skeiðar og fleiri nytjamuni á sýn- ingunni og fylgdust gestir spennir með. 4. Gestir nutu veitinga í fallegu umhverfi, þær voru að sjálfsögðu að hætti útilegumanna, þar sem lambakjötið var í öndvegi. 5. Ekki er víst að útilegumenn hafi haft svo girnilega máltíð á boð- stólum hversdags, en borðbúnaður- inn sem notaður var í Kiðagili var samskonar, þe. steinar! 6. Hjördís Ólafsdóttir yljar sér við eldinn. Myndir Lilja Björk Þuríðardóttir 1 3 5 6 4 2

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.