Bændablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009
Kæru lesendur.
Reykárhverfi við Hrafnagil í
Eyjafjarðarsveit hefur vaxið vel
síðasta áratuginn eða svo, þótt
dregið hafi saman í húsbygging-
um þar eins og svo víða annars
staðar, en nokkuð hefur bæst við
þann kjarna sem var þarna fyrir.
Þarna hefur myndast með árunum
dálítill þorpskjarni, nokkuð mörg
íbúðarhús ásamt skóla, sundlaug,
íþróttaaðstöðu, veitingastað og
gróðrarstöð. Ofan við veginn, mitt
á milli skógarins og tónlistarhúss-
ins Laugarborgar, hafa þau hjónin
Hrafnhildur Vigfúsdóttir garðyrkju-
fræðingur og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari komið sér fyrir í
nýlegu húsi ásamt þremur börnum.
Ég hitti á Hrafnhildi heima við og
hún rölti með mér um garðinn við
húsið og sagði mér frá.
Það eru aðeins liðin þrjú ár
síðan þau byrjuðu að gera garðinn,
þá nýflutt á staðinn, en þó ekki sé
lengra liðið er gróðurinn farinn að
taka alveg ótrúlega vel við sér. Þar
er auðvitað að þakka ræktarsemi
eigendanna en auk þess er staðsetn-
ingin sérlega vinsamleg ræktun,
þar sem röð aspa skýlir fyrir norða-
náttinni og lóðin hallar létt á móti
vorsól. Ræktun þarf líka alltaf sinn
tíma og er yfirleitt langtímaverk-
efni, en það er samt ótrúlega gaman
að sjá þarna hjá Hrafnhildi hvað
hægt er að gera á stuttum tíma.
Vistvæn matjurtaræktun
Þar sem Hrafnhildur tekur á móti
mér með vænt búnt af nýupptekn-
um gulrótum byrjum við á því
að kíkja í matjurtagarðinn, sem
liggur upp í brekkuna móti austri,
í skjóli sunnan undir öspunum.
Þetta er líka einn uppáhaldsstaður
Hrafnhildar í garðinum. Þar sem
við virðum fyrir okkur matjurtirnar
og tyllum okkur á hvítan garðbekk
heyrum við niðinn í þorpsánni sem
rennur í norðurjaðri lóðarinnar. Hér
í matjurtabeðinu er fjölbreytileik-
inn í fyrirrúmi, margar tegundir
ræktaðar. Kartöflugrösin eru orðin
mátulega myndarleg og fjölskyld-
an búin að taka dálítið upp af þeim.
Sykurbaunirnar hafa sprottið mjög
vel og þykja mikið lostæti, en þær
forræktaði Hrafnhildur inni í vor og
plantaði svo smáplöntunum út. Svo
er þarna að sjá rautt og grænt salat,
spínat, grasker og margar fleiri
tegundir ótaldar. Krydd- og lækn-
ingajurtir prýða matjurtagarðinn
efst, þannig að frekar ætti að tala
um nytjajurtagarð. Þar er að meðal
annars að finna ísóp, lofnarblóm
(lavendel) og rósmarín. Hrafnhildur
notar skiptiræktunaraðferðina, það
sést á því að innan um aðrar nytjaj-
urtir hefur kartöflugras stungið sér
upp, í reit þar sem kartöflur voru
ræktaðar árið áður. Hún notar líka
eingöngu lífrænan áburð, ekkert
blákorn, en húsdýraáburð og þara-
mjöl og hefur gengið mjög vel með
það. Nytjajurtagarðurinn vex örlít-
ið ár frá ári og hugsað hefur verið
fyrir enn frekari stækkun hans. Það
er gott að hafa í huga að mögulega
langi fólk til þess að gera hlutina á
annan hátt þegar árin líða og reikna
með því þegar garður er skipu-
lagður. Auk þess er gott að byrja
smærra og stækka svo eftir því sem
þörf er á.
Eplatré og sveppir í
skógarbotninum
Við röltum aðeins inn í skógar-
reitinn sem liggur upp með hlíð-
inni ofan við hús Hrafnhildar og
Daníels. Þar rétt við skógarmörkin
hefur Hrafnhildur plantað nokkrum
eplatrjám innan um birki, blæaspir,
lerki og fleira. Eplatréin eru enn
smá, en hver veit nema að þau eigi
eftir að gefa vel af sér seinna meir,
þar sem þau fá þarna svo gott skjól
til að vaxa upp. Við bregðum okkur
aðeins nokkur skref inn í skógar-
beltið og um leið er tilfinningin eins
og að vera komin inn í annan heim,
sem gæti verið einhvers staðar allt
annars staðar, algjört ævintýri. Í
skógarbotninum rekumst við á sér-
kennilega sveppi sem hafa dreift
úr sér þarna, hvítleita. Þegar heim
er komið fletti ég upp í sveppabók-
inni góðu og mér sýnist þetta vera
grákóralsveppur, en hann á að vera
ætur þótt hann teljist samkvæmt
bókinni ekki meðal betri ætisveppa.
Í brekkunni undir skógarjaðr-
inum dafnar fjöldinn allur af teg-
undum, fjölæringar og runnar, sem
þau Hrafnhildur eru að koma á
legg. Hér eru til að mynda nokkur
afbrigði af bóndarós, dökkbleik,
ljósbleik og hvít. Mjög myndarlegt
lofnarblóm hefur komist þarna á
legg, hreinlega eins og sést erlend-
is, stór og vænn brúskur. Fjöldinn
allur af tegundum vex þarna og
verður með tímanum að fjölbreyti-
legu gróðurbelti sem kemur líklega
til með að renna að einhverju leyti
saman við skógarröndina fyrir ofan
og mynda þannig fallega heild.
Garður Hrafnhildar í skógar-
jaðrinum í Reykárhverfi
Nú er góður tími
til þess að huga að jarðgerð.
Þar sem hefja á ræktun á nýjum,
jafnvel óplægðum stað eða ef
þörf er á verulegum jarðvegs-
bótum, þá er gott að pæla í því
á þessum árstíma, þegar haustar.
Á nýjum stað er gott að fletta
ofan af og jafnvel plægja skít
ofan í jarðveginn og leyfa þessu
að gera sig yfir vetrartímann.
Annars staðar getur þurft að
skipta út jarðvegi ef fólki finnst
hreinlega ekki vera hægt að
vinna þann upp sem er til stað-
ar. En nú er sem sagt tíminn til
þessara verka.
Hrafnhildur Vigfúsdóttir garðyrkjufræðingur flutti með fjölskylduna í Reyk-
ár hverfi við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit og tóku þau þá með sér þetta fal-
lega garðhús úr Helgamagrastrætinu á Akureyri, þar sem þau voru búsett
áður.
Kristín Þóra Kjartansdóttir
sagnfræðingur og garðyrkjunemi
kristinkj@gmx.net
Gróður og garðmenning
VIÐ VINNSLU á BLUP-matinu í
sauðfjárræktinni fyrir árið 2009
sem unnið var snemma í sumar
komu upp smávægilegar vill-
ur sem nú hafa að vísu allar
verið leiðréttar. Hins vegar eru
þær þannig að þær geta í ein-
staka tilvikum haft smávægileg
áhrif á ætternismatið sem birt-
ist í haustbók 2009 fyrir lömbin.
Villurnar eru hins vegar það litl-
ar að umfangi, að engin ástæða
þykir til að endurgera haustbækur
sökum þessa.
Eins og margir þekkja er
BLUP-matið unnið í tveim alveg
aðskildum úrvinnslum, annars
vegar fyrir kjötgæðin og hins
vegar fyrir afurðaeiginleika ánna
og villurnar sem fram komu
tengjast ekki á nokkurn hátt.
Skekkjan sem kom fram við
úrvinnslu á kynbótamatinu fyrir
afurðaeiginleika ánna fannst
nær strax og áhrifa hennar gætir
aðeins í þeim haustbókum sem
bárust bændum í júlí (fyrstu
bækur sem fóru í útsendingu).
Skekkjan þarna er nánast ein-
göngu bundin við lömb undan
stöðvarhrútunum sem komu nýir
til nota á stöðvunum haustið 2008
og líklega gætir hennar vart í nið-
urstöðum nema fyrir afkvæmi
örfárra af kollóttu hrútunum.
Skekkja í útreikningum á kyn-
bótamatinu fyrir kjötgæðaþætt-
ina fannst hins vegar ekki fyrr en
í byrjun september. Þar var fyrst
og fremst um að ræða skekkjur í
útreikningum á þessu mati fyrir
ær fæddar á árinu 2007 og virðist
vera nær alveg bundin við nokkur
bú á Suðurlandi. Auk þess bitnaði
þetta á veturgömlu stöðvarhrút-
unum frá Hesti. Þar sem þurfti
að endurvinna matið var um leið
unnið með nýja gagnaskrá fyrir
árið 2008 vegna þess að í ljós
hafði komið að full stífum reglum
hafði verið beitt við val á gögn-
um til útreikninganna og bættust
þannig við útreikningana allmörg
þúsund lamba. Við þessa endur-
vinnslu breyttist fyrst og fremst
kynbótamat hjá áðurgreindum
ám. Þá breyttist matið á hrútunum
frá Hesti þannig að þeir sýna nú
verulega betri mynd en áður. Þetta
leiðir til að kjötgæðamatið í haust-
bókunum fyrir lömbin undan þeim
haustið 2009 er talsvert vanmat.
Mat einstakra gripa getur breyst
um eitt stig vegna upphækk-
unar eða lækkunar á matinu í heil-
ölur eins og það er endanlega birt.
Þetta er vegna þess að meðaltalið
er fellt að heildarmeðaltali gripa í
úrvinnslunni.
Þetta getur haft smávægileg
áhrif á uppröðum í listum yfir
efstu hrúta sem birtir hafa verið
á Netinu, en þeir verða samt ekki
endurnýjaðir þar sem ekki vinnst
tími til þess (þetta á einvörðungu
við um kjötmatslista þar sem list-
arnir fyrir afurðaeiginleika eru
unnir eftir leiðréttingu). Ekkert er
þarna samt sem máli skiptir nema
að vegna viðbótargagna koma
fram á topplistann úr kjötmat-
inu tveir hrútar hjá Vali í Fremri-
Hlíð í Vopnafirði. Þessir hrútar
eru Lurkur 07-385 með 129,8 í
heildareinkunn og Reykur 07-390
með 126,4. Eins og nöfnin kunna
að benda til eru þetta synir höfð-
ingjanna Rafts 05-966 og Kveiks
05-965 þannig að enn fjölgar á
ótrúlegum topplista sona þeirra.
Beðist er velvirðingar á þess-
um mistökum en þessar ábend-
ingar skýra hvar áhrif þeirra
kunnu að birtast. JVJ
Vegna BLUP-matsins
í sauðfjárrækt 2009
Vegagerðin setur á næstunni upp
tíu skilti til að upplýsa ökumenn
um reglur og ástæður fyrir banni
við utanvegaakstri á Íslandi.
Fleiri skilti verða sett upp á
næstu tveimur árum og verða
þau alls 30. Frá bílaleigunum
og tryggingafélögunum eru jafn-
framt þau skilaboð að akstur
fólksbíla frá bílaleigum inn á
hálendið sé bannaður.
Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra og Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra voru viðstödd
þegar Hreinn Haraldsson vega-
málastjóri ritaði undir samning
um verkið við samstarfsaðila úr
hópi tryggingafélaga og bílaleiga
sem lögðu til fjármagn. Aðrir sam-
starfsaðilar eru Umhverfisstofnun,
Landvernd, Slysavarnafélagið
Lands björg, Mótorhjóla- og snjó-
sleða íþróttasamband Íslands,
Slóða vinir, Ferðaklúbburinn 4x4,
Land græðslan, Ríkis lög reglu stjór-
inn, Samtök ferðaþjónustunnar,
Landvarðafélag Íslands, Öku kenn-
ara félag Íslands og Umferðarstofa
auk ráðuneytanna áðurnefndu.
Tilgangur skiltanna er að upp-
lýsa ökumenn um bann við utan-
vegaakstri og ástæður þess. Auk
þess hafa þau að geyma upplýsing-
ar frá tryggingafélögum og bíla-
leigum þess efnis að óheimilt sé
að aka inn á hálendið á fólksbíl-
um. Texti skiltanna er á nokkrum
tungumálum.
Skiltin verða sett upp við inn-
komur á helstu leiðir inn á hálendi
landsins. Í fyrsta áfanga á þessu ári
verða sett upp tíu skilti; við Kjalveg
við Gullfoss og í Blöndudal, við
innkomuleiðir á Sprengisand við
Hrauneyjar, á Eyjafjarðarleið við
Hólsgerði og í Bárðardal ofan
við Mýri, fyrir Nyrðra-Fjallabak
við upphaf Landmannaleiðar við
Landveg, fyrir Syðra-Fjallabak
ofan við Keldur, og í Fljótshlíð
neð an Gilsár og við Búland og fyrir
leið í Laka við hringveg.
Áætlað er að halda verkinu
áfram á næstu tveimur árum, en
alls er gert ráð fyrir, sem fyrr segir,
að setja upp um 30 skilti af þessari
gerð.
Vegagerðin hafði umsjón með
framkvæmd verksins,Teikn á lofti
á Akureyri sá um hönnun og útlit
skiltanna, Skiltagerðin á Ólafsfirði
annaðist prentun á álplötur en
rammar og frágangur var unnið á
trésmíðaverkstæði Vegagerðarinnar
í Reykjavík.
MÞÞ
Skilti um bann við utanvega-
akstri á hálendisvegum