Bændablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009
Þorbergur Þorsteinsson frá
Sauðá bjó og starfaði syðra um
alllangt skeið en á Sauðárkróki
síðustu æviárin sín. Hann var
nágranni minn við Kirkjutorg.
Eitt sinn á sunnudegi, á leið yfir í
kirkjuna, hempuklæddur, hitti ég
Þorberg úti fyrir og spurði hann
frétta. Þorbergur svaraði:
Kyrrstaðan er mér til meins,
margt er við að glíma.
Presturinn messar alltaf eins
og alltaf á sama tíma.
Þorbergur bjó syðra m.a. í Kefla-
vík. Hann var ölkær og reyndu
ýmsir að hafa áhrif á Þorberg
til betrunar. Danival hét maður í
Keflavík, sem hafði áhyggjur af
Þorbergi og setti ofan í við hann
löngum. Heldur vildi Þorbergur
komast hjá þessum ráðlegging-
um eins og títt er ef menn vita
upp á sig skömmina og orti um
aðstæðurnar:
Öllum hvíldum er ég feginn
einkum þegar vinna skal.
Ég held ég fari Heiðaveginn
heldur en mæta Danival.
Margt getur gerst og þótt Þor-
bergur væri óáleitinn var hann
eitt sinn tekinn drukkinn á al-
mannafæri og hafður í fanga-
klefa næturlangt af þeim sökum.
Um gistinguna kvað Þorbergur:
Víða liggur vegur minn,
vís er laga kraftur.
Saklaus var ég settur inn,
sekur fór ég aftur.
Hreiðar Karlsson á Húsavík er
nýlega látinn. Hann var snilld-
arhagyrðingur auk alls annars
sem prýddi góðan dreng. Margir
hafa minnst hans með virðingu
og þökk. Hjálmar Freysteinsson
hafði ætlað að hitta hann lengi.
Það er eins og svo oft þegar
maður heyrir af ótímabæru and-
láti. Það var svo margt eftir.
Hjálmar kvað:
Samfylgd ég þakka er gleði mér
gaf
gegnum árin.
Vinafundir sem ekki varð af
ýfa sárin.
Dr. Sigurður Ingólfsson orti í
minn ingu Hreiðars:
Heimsókn
Án fyrirvara
læðast dauðinn
og sjúkdómurinn
svona rétt upp að manni.
Þeir eru ekkert sérstaklega
skemmtilegir gestir.
Þeir klára kaffið
og kruðurnar
og svo er eins
og þeir taki
borðstellið með sér út.
Sjúkdómarnir
eru samt eiginlega verri
en dauðinn.
Svona fullir lymsku.
Dauðinn er
allavega heiðarlegur.
Blessuð sé minning Hreiðars
Karlssonar.
Umsjón:
Hjálmar Jónsson
hjalmar@domkirkjan.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Stjórn Bændasamtaka Íslands
boðaði til formannafundar 1.
september sl. þar sem helsta
umræðuefnið voru yfirvofandi
samningaviðræður um aðild
Ís lands að Evrópusambandinu.
Hófst samkoman með opnum
fundi þar sem Haraldur Bene-
diktsson formaður BÍ gerði grein
fyrir afstöðu og afskiptum sam-
takanna af umsóknarferlinu og
síðan fjallaði Jón Bjarnason land-
búnaðarráðherra um af stöðu sína
og ráðuneytisins til við ræðnanna,
auk þess sem hann dró upp mynd
af því ferli sem fram undan er.
Í máli formannsins kom fram
að stjórn BÍ hefði tvívegis í
sumar fundað um ESB-málið eftir
afgreiðslu Alþingis á aðildar um-
sókn inni og fyrir sitt leyti mótað
stefnu um það hvernig best verði
haldið á hagsmunum Íslands í að-
ildarviðræðunum. Fundurinn væri
haldinn til að ræða þá stefnu, skýra
hana og fá fram viðhorf formanna
búnaðarsambanda og búgreina-
félaga til þess hvernig þeir telja
brýnast í þeirri orrahríð sem fram-
undan er.
Aðstoð BÍ háð skilyrðum
Haraldur sagði að Bændasamtökin
hefðu samþykkt að aðstoða sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneytið
við það verk að svara spurningum
framkvæmdastjórnar ESB sem Olli
Rehn stækkunarstjóri ESB afhenti
íslenskum ráðamönnum formlega í
fyrradag.
„Þetta er skrípaleikur og við
eig um að segja frá því,“ sagði Har-
aldur um heimsókn Rehns. „Spurn-
ingarnar eru búnar að vera hér lengi
og þarna er fyrsta holan sem við
eigum ekki að detta í. Ef við segj-
um þetta svona erum við að taka
þátt í þessu leikriti. Segjum frekar
satt og rétt frá.
Aðstoðin samtakanna er þó háð
því skilyrði að sú vinna sem BÍ
leggur í svörin verði á ábyrgð ráðu-
neytisins og að ekki verði tekin
pólitísk afstaða til álitamála án
þess að forysta BÍ sé með í ráðum
og eftir atvikum í samráði við bú-
greinafélög.
Bændasamtökin munu á hverj-
um tíma kalla eftir því hvað sé
að gerast, veita faglegt aðhald og
ástunda hagsmunagæslu gagnvart
stefnu stjórnvalda í viðræðunum,
fylgjast með framgangi þeirra, efn-
isatriðum og stöðu. Samtökin vilja
á hinn bóginn ekki taka þátt í því að
móta málamiðlanir í aðildarviðræð-
unum, þau geta ekki borið ábyrgð á
framgangi, efnisinnihaldi og niður-
stöðum samninga,“ sagði Haraldur.
Samtökin hafa því mótað nokk-
ur meginatriði sem fylgja þarf í að-
ildarviðræðunum, eins konar varn-
arlínur sem ekki má stíga yfir án
þess að skaða íslenskan landbúnað.
Þær eru þessar:
Haraldur sagði að þessar varn-
arlínur væru fyrstu viðbrögð bænda
við aðildarviðræðunum og að þær
yrðu áfram í mótun. Hann hélt
áfram: „Finnist einhverjum slíkar
varnarlínur óraunhæfar er tvennt
um það að segja: Í fyrsta lagi er
mikilvægt að íslenskir stjórnamála-
menn þori að setja fram sterkar
kröfur í viðræðunum. Hættulegast
er að samningamenn Íslands byrji
að semja við sjálfa sig heimafyrir,
slíkir samningar eru dæmdir til að
verða lélegir. Í öðru lagi er rétt að
láta reyna á þá fullyrðingu aðildar-
sinna að innan vébanda ESB sé að
finna ríkulegan stuðning og skiln-
ing á séríslenskum aðstæðum.“
Kynnum sjónarmið bænda
Haraldur sagði að það væri verk-
efni bænda að hafa skýra mynd
af því hvernig þeir ætli að nálgast
verkefni næstu ára. „Við þurfum að
kynna sjónarmið okkar, ekki bara
hér á landi heldur í aðildarríkjum
Evrópusambandsins. Við höfum í
hyggju að heyja baráttu á vettvangi
evrópskra bændasamtaka sem
Bændasamtökin eiga aðild að fyrir
því að afla sérstöðu íslensks land-
búnaðar skilnings og viðurkenning-
ar. Við munum einnig sækjast eftir
beinu sambandi við áhrifamikil
ríki Evrópusambandsins og stofn-
anir þess. Við verðum að hafa hug-
fast að það gætir enginn hagsmuna
okkar aðrir en við sjálfir.“
Í framhaldi af þessu má geta
þess að hafinn er undirbúningur
að því að boða sendifulltrúa allra
þeirra ESB-ríkja sem eiga fulltrúa
hér á landi á fund þar sem afstaða
íslenskra bænda til ESB verður
kynnt sem og sérstaða íslensks
landbúnaðar.
Innanlands munu Bændasam-
tök in halda áfram að berjast fyrir
sjónarmiðum sínum, meðal annars
með þátttöku í starfi Heimssýnar,
hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evr-
ópumálum. „Það er fyrst og fremst
fyrir slíka vinnu sem árangur mun
nást, okkar er að vera bakhjarl
þeirrar baráttu,“ sagði Haraldur.
Hann bætti því við að samtökin
muni áfram starfa að upplýsinga-
öflun, mati á áhrifum samninga og
aðildar í því augnamiði að berjast
gegn aðild og verja sjálfstæði þjóð-
arinnar til nýtingar auðlinda og
fullveldis í eigin málum. „Starf BÍ
miðast við að berjast gegn aðildar-
samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Við höfum leitað upplýsinga víða
og aflað okkur sambanda, svo sem
við finnska og norska bændur sem
hafa ráðið okkur heilt í því hvern-
ig við eigum að haga baráttu okkar.
Nú síðast í kjölfar fundar norrænna
bænda hér á landi hafa BÍ sent
norsku bændasamtökunum erindi
um formlegt samstarf á þessu sviði.
Við reiknum með þjóðaratvæða-
greiðslu og starf okkar miðar að
því. Blekkingar um að viðræðum
verði slitið ef ekki er skilningur á
hagsmunum Íslands eiga ekki við
lengur. Evrópusambandið stjórnar
hér eftir ferðinni, við erum föst í
veiðarfærum þess. Stjórnmálamenn
sem láta skína í annað hafa slæma
samvisku.“
Samstaðan getur ráðið úrslitum
Á formannafundinum var rætt um
hugsanlegan gang aðildarviðræðn-
anna. Þar var meðal annars orð-
aður sá möguleiki að upp kæmi
ágreiningur sem menn teldu óyf-
irstíganlegan sem leiddi til þess að
viðræðum yrði slitið. Í máli Jóns
Bjarnasonar kom fram að í aðild-
arviðræðum er yfirleitt beitt þeirri
aðferð að málaflokkarnir eru tekn-
ir fyrir í ákveðinni röð. Komi upp
mikill ágreiningur um einhver
atriði er þeim ýtt til hliðar og þau
tekin aftur upp á síðari stigum við-
ræðnanna, málin eru sett „upp á
næstu hæð“ eins og það heitir á
ESB-máli. Í lok viðræðnanna er
svo tekist á um þau mál sem þannig
hefur verið ýtt til hliðar.
Annað atriði sem varðar gang
viðræðnanna snertir samstöðu
bænda sem án alls vafa mun
reyna mikið á. Haraldur sagði að
vissulega væru hagsmunir ein-
stakra búgreina mismunandi og að
sjálfsögðu myndu Bændasamtökin
taka fullt tillit til þess í afskipt-
um sínum af viðræðunum. Hins
vegar væri ekkert eins dýrmætt
og sterk og góð samstaða og sam-
vinna bændaforystunnar við bænd-
ur, félög þeirra og afurðafyrirtæki.
„Bændasamtökin eru þróðuð sam-
tök, gangverk þeirra, samvinna og
samstarf aðildarfélaga, auk helstu
stofnanna þeirra eins og Bún að ar-
þings, verða nýtt. Sam starf og sam-
vinnu við afurðafyrir tæki verður
að virkja. Slík samstaða gæti ráðið
úrslitum um út komu úr viðræðun-
um,“ sagði Har ald ur Benediktsson
formaður Bænda sam taka Íslands.
–ÞH
Varnarlínur Bændasamtaka Íslands
1. Svæðaskipting landsins með tilliti til landbúnaðar kemur ekki til
álita. Sérstakt tillit verður að taka til veðuraðstæðna og ríkra krafna
til veðurfarsaðstæðna, aðbúnaðar búfjár og vinnuverndar.
2. Áfram verði byggt á 13. grein EES-samningsins um rétt Íslands til
verndar heilsu manna og dýra.
3. Ísland og íslensk stjórnvöld hafi fullt frelsi frá reglum og stefnu ESB
til að styðja landbúnað og innlendan úrvinnsluiðnað.
4. Áfram verði heimilt að leggja tolla á búvöru frá löndum ESB.
5. Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.
6. Tryggður verði sérstakur forgangur sóknarafurða, svo sem grænmet-
is, kornafurða og ávaxta, sem framleiða má hér heima þar sem nýttir
eru endurnýjanlegir orkugjafar, gnægð vatns og/eða ræktunarlands.
Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra spjallar í fundarhléi við talsmenn
garðyrkunnar, þá Bjarna Jónsson framkvæmdastjóra (t.v.) og Þórhall
Bjarna son formann Sambands garðyrkjubænda.
Formannafundur Bændasamtakanna um ESB-aðildarviðræðurnar
Tökum ekki þátt í að móta málamiðlanir
Haraldur Benediktsson ávarpar
formannafund Bændasamtakanna