Bændablaðið - 12.03.2009, Side 18

Bændablaðið - 12.03.2009, Side 18
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS  12. MARS 2009 18 búnaðarþing 2009 Ályktanir Búnaðarþings frh. Greinargerð með ályktun um fæðuöryggi Óvissutímar í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, gjaldeyrisskortur og gjaldeyrishöft hafa vakið upp spurningar um hvernig fæðuöryggi landsmanna verði best tryggt. Það liggur fyrir að þegar efnahagsörðugleikar dynja yfir hugsa einstakar þjóðir fyrst og fremst um að tryggja sínum eigin þegnum mat. Á liðnu hausti sáust bæði dæmi um að þjóðir takmörkuðu útflutning með lögum eða skatt- lögðu hann sérstaklega. Ekki er því alltaf hægt að treysta á að unnt sé að flytja inn mat- væli eða aðföng til matvælaframleiðslu. Þessi sömu vandamál geta einnig skapast vegna styrjalda, náttúrhamfara, sjúkdóma eða ann- ars konar hruns í milliríkjaviðskiptum. Ekki er til heildstæð áætlun um fæðuöryggi hér á landi. Leita verður samvinnu við stjórnvöld um málið, fara yfir núverandi framleiðslu, skilgreina lágmarksbirgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum til innlendrar fram- leiðslu. Jafnframt þarf að meta hvaða aðgerða er þörf ef fæðuöryggið er ekki fullnægjandi, eins og hvort styrkja og auka þurfi innlenda matvæla- og fóðurframleiðslu. Ályktun um skráningu á framleiðslu Markmið Skilgreina lagalega stöðu framleiðslu innan gildandi búvörusamninga sem nýtt er til heimavinnslu. Leiðir Búgreinafélög skoði hvernig heima vinnslu sé best borgið innan sinnar greinar. Framgangur máls Búnaðarþing 2009 beinir því til stjórnar BÍ að útfæra reglur um skráningu heimavinnsluaf- urða í samráði við viðkomandi búgreinafélög. Ályktun um skilaverð við útflutning landbúnaðarvara Markmið Búnaðarþing 2009 telur að bændur eigi að njóta í meira mæli þess ábata sem orðið hefur við útflutning landbúnaðarvara vegna lækk- unar gengis krónunnar. Leiðir Auka gagnsæi í myndun skilaverðs til bænda. Framgangur máls Stjórn BÍ taki málið upp við stjórnendur afurðastöðva. Ályktun um Lífeyrissjóð bænda – verðmat jarða Markmið Búnaðarþing 2009 telur rétt að kostnaður lántakenda við verðmat jarða, vegna lántöku hjá Lífeyrissjóði bænda, sé sá sami óháð staðsetningu jarða. Leiðir Stjórn Lífeyrissjóðs bænda finni leið til að jafna þennan kostnað. Framgangur máls Ályktunin verði send stjórn Líf eyr is sjóðs bænda. Ályktun um búnaðargjald Markmið Búnaðarþing 2009 samþykkir að endurskoða innheimtu búnaðargjalds með það að mark- miði að lækka búnaðargjald. Leiðir Skipuð verði nefnd af stjórn Bændasamtaka Íslands sem hafi eftirfarandi starfssvið: ► Finni leiðir til að lækka eða leggja niður búnaðargjald, í núverandi mynd í áföng- um. ► Finni leiðir til að fjármagna félagskerfi bænda með öðrum hætti. ► Komi með tillögur um breytingar á félags- kerfi landbúnaðarins í tengslum við breyt- ingar á búnaðargjaldi. Framgangur máls ► Stjórn Bændasamtakanna skipi í nefndina. ► Hún hraði störfum svo sem verða má. ► Nefndin leggi fram tillögur sínar á næsta Búnaðarþingi. ► Leitað verði leiða til að koma fyrsta áfanga í lækkun búnaðargjalds til framkvæmda á næsta Ályktun um mikilvægi landbúnaðar Markmið Búnaðarþing 2009 vekur athygli á mikilvægi landbúnaðar í íslensku samfélagi. Hann skipt- ir miklu máli fyrir fæðuöryggi, leggur grunn að fjölmörgum störfum um allt land og er efnahagslega mikilvægur, ekki síst á tímum þrenginga og gjaldeyrisskorts. Þingið hvetur landsmenn til þess að slá skjaldborg um land- búnaðinn til framtíðar og skorar á stjórnvöld að taka afdráttarlausa afstöðu með íslenskum landbúnaði. Skapa þarf þverpólitíska sátt um landbúnað á Íslandi. Bændur eru reiðubúnir til þess að vinna með stjórnvöldum að mótun slíkrar sáttar. Leiðir – Að mörkuð verði stefna í málefnum land- búnaðar til framtíðar. – Að stjórnvöld standi við búvörusamninga. – Ekki verði ráðist í breytingar á starfsum- hverfi eða löggjöf landbúnaðarins sem ógna matvælaöryggi, s.s. heilbrigði manna og dýra. – Bændur og almenningur taki höndum saman um að efla umræðu um íslenskan landbúnað og mikilvægi hans. Framgangur máls – Haldnir verði fundir með frambjóð- endum og almenningi í aðdraganda Alþingiskosninga og kynningarefni útbú- ið. – Dreifing Bændablaðsins í þéttbýli verði aukin og stöðugt unnið að því að koma málstað bænda að í almennri umræðu. – Stjórn BÍ hefji stefnumótunarvinnu sem miði að því að koma skýrum skilaboðum bænda á framfæri um æskilega þróun landbúnaðar á Íslandi. Ályktun um aðild VOR að BÍ Búnaðarþing 2009 hafnar umsókn VOR – félags framleiðenda í lífrænni ræktun að Bændasamtökum Íslands. Ályktun um forsendur landbótaáætlana Markmið Búnaðarþing 2009 telur nauðsynlegt að bænd ur sem vinna eftir landbótaáætlunum inn an gæðastýringar í sauðfjárrækt, eigi þess kost að uppfylla kvaðir gildandi samninga á lengri tíma en samningarnir mæla fyrir um. Leiðir Landgræðsla ríkisins taki tillit til gríðarlegr- ar hækkunar á áburðarverði og gefi bændum kost á lengri tíma til að framkvæma núgild- andi landbótaáætlanir. Framgangur máls Stjórn BÍ leggi fram erindi til Landgræðslu Ríkisins um málið. Ályktun um búvörusamninga Markmið Búnaðarþing 2009 mótmælir því að ekki skuli staðið við gerða búvörusamninga. Tryggja þarf festu í framkvæmd samninga sem ríkisvaldið hefur gert við samtök bænda um stuðning við einstakar búgreinar. Leiðir Nauðsynlegt er að stjórn BÍ og viðkomandi búgreinafélög leiti allra leiða til að leysa málið með samningum við ríkisvaldið og eyða þannig núverandi óvissu. Framgangur máls Óska eftir viðræðum við stjórnvöld um lausn á málinu með samningum. Ályktun um rekstrarumhverfi landbúnaðarins Markmið Búnaðarþing 2009 leggur áherslu á að tryggja þarf rekstrarumhverfi íslensks landbún- aðar. Gera verður nú þegar ráðstafanir til að fjármálafyrirtæki geti veitt landbúnaðinum nauðsynlega fyrirgreiðslu. Brýnt er að leita varanlegra lausna í stað bráðabirgðaúrræða sem viðhalda óvissu og óöryggi. Leiðir Aðgangur að fjármagni, lækkun vaxta, skuld- breytingar, skilmálabreytingar á lánum og fleiri aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Framgangur máls Stjórn BÍ haldi áfram viðræðum við stjórn- völd og fjármálastofnanir. Ályktun um álftir og gæsir Markmið Búnaðarþing 2009 ítrekar mikilvægi þess að dregið verði úr tjóni af völdum álfta og gæsa. Leiðir – Að meta með faglegum hætti tjón af völd- um álfta og gæsa á ræktarlöndum. – Að bæta skilvirkni stjórnvalda við veit- ingu undanþága frá friðun fugla þar sem um tjón af völdum þeirra er að ræða. Framgangur máls Stjórn BÍ beiti sér fyrir því að matsskýrsla um tjón af völdum álfta og gæsa á ræktarlöndum verði unnin. Stjórn BÍ komi tilmælum um skilvirkari stjórnsýslu á framfæri við stjórnvöld. Ályktun um nýtingu á lífrænum úrgangi Markmið Búnaðarþing 2009 vekur athygli stjórnar BÍ á mikilvægi þess að finna leiðir til þess að nýta á sem skynsamlegastan hátt þau hráefni sem til falla við matvælavinnslu í landinu. Einnig til að auka fóðuröryggi í loðdýraræktinni. Leiðir Að skipa starfshóp sem fjallar faglega um málið. Framgangur máls Stjórn BÍ beiti sér fyrir því að settur verði á stofn starfshópur skipaður fulltrúum Bænda- samtakanna, loðdýrabænda, afurðastöðva, Umhverfisráðuneytis, Sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis og Samtaka iðnaðarins. Ályktun um nettengingar Búnaðarþing 2009 bindur vonir við að ný- gerður samningur á milli Fjarskiptasjóðs og Símans um háhraðatengingu, verði til þess að íbúar strjálbýlla svæða njóti sömu þjónustu á sambærilegu verði og aðrir þegnar þjóð- félagsins. Ályktun um bjargráðasjóð Búnaðarþing 2009 leggur til að hluta af eigin fé A-deildar Bjargráðasjóðs verði varið til þess að styrkja áburðarkaup bænda vorið 2009, eins og gert er ráð fyrir í drögum að lagafrumvarpi um sjóðinn sem ætlunin er að leggja fram á Alþingi. Búnaðarþing felur stjórn BÍ að fylgja þessu atriði eftir og gæta þess jafnframt að við endurskoðun laga verði tjónaflokkar endur- skoðaðir. Í samráði við aðildarfélög BÍ verði tryggt að aðkoma búgreinanna að B-deild sjóðsins verði þeim ásættanleg. Ályktun um fjallskil Búnaðarþing 2009 felur stjórn BÍ að senda sveitarfélögum og héraðsnefndum skýrslu starfshóps um framkvæmd fjallskila. Í skýrslunni er bent á ýmsa þætti sem færa má til betri vegar með breyttum fjallskilasam- þykktum og vinnubrögum við fjallskil innan núverandi lagaramma. Ályktun um rafmengun Erindi Búnaðarsambands Austurlands um rafmagn, rafmengun og frágang rafmagns í sveitum Búnaðarþing 2009 beinir því til stjórnar BÍ að hún sjái til þess að gerð verði fagleg úttekt á frágangi rafmagns í sveitum og hugsanleg tengsl rafmengunar við vanheilsu búfjár og jafnvel manna. Einnig þarf að skoða hvort rekja megi alvarlega bruna í gripahúsum að undanförnu til ónógs frágangs jarðskauta. Greinargerð Erindi þetta er í raun tvískipt, annars vegar að skoða þátt rafveitna í að ganga frá rafmagni skv. gildandi reglum; hins vegar sá hluti sem snýr að búfé og hvernig rafmagn eða öllu heldur rafmengun getur haft skaðleg áhrif á skepnurnar. Árið 1998 sendi BsA samskonar erindi til búnaðarþings. Ljóst er að vandinn hefur síður en svo minnkað síðan þá. Svo virðist sem saman fari athugasemdir um heilsu búfjár og skorti á frágang jarðskauta við hús og híbýli. Reynslan sýnir að þar sem bætt hefur verið úr og hús jarðtengd rækilega, hefur gripum og mönnum liðið betur og ýmis óþægindi og kvillar horfið. Vegna þess hve umdeild tilvist og áhrif rafmengunar er ennþá, er nauðsyn að fram fari í fyrsta lagi skráning á þeim bæjum, þar sem bændur eru ósáttir við heilsufar og afurð- ir búfjár síns og hvað telst hafa breyst eftir að rafmagn hefur verið lagað. Síðan þarf að rannsaka og bera saman þar sem rafmagn er ,,í ólagi“ og síðan í ,,topplagi“. Að lokum skal bent á að erindi BsA frá 1998 er enn í fullu gildi. Niðurstaða: Máli vísað til stjórnar BÍ Ályktun um verð á aðföngum 1. Erindi Búnaðarsambands Austurlands Búnaðarþing 2009 beinir því til stjórnar Bændasamtaka Íslands, að sjá til þess að gerður verði verðsamanburður á aðföngum í landbúnaði hérlendis og í nágrannalönd- unum, til að auðvelda bændum baráttuna við það okurverðlag sem nú tíðkast. Greinargerð Þessi verðlagsakönnun verði gerð reglulega, t.d. á þriggja mánaða fresti og birt í bænda- blaðinu. Upphæðir þarf að birta í íslenskum krónum, að teknu tilliti til flutningskostnaðar og óraunhæfs gengismunar á hverjum tíma. 2. Erindi búnaðarþingsfulltrúa Búnaðarsam- bands Suðurlands Búnaðarþing 2009 felur stjórn Bændasamtaka Íslands, í samvinnu við aðra hagsmunaaðila, að kanna og fylgjast með verðlagningu, verð- myndun og verðþróun á litaðri olíu í sam- anburði við díselolíu og bensín. Greinargerð Í lögum nr. 87/2004 um olíugjald og kíló- metragjald er kveðið á um undanþágu frá inn- heimtu olíugjalds á dráttarvélar og fleiri tæki sem ekki aka alla jafna um þjóðvegi landsins. Skal sú olía vera auðkennd með litarefni og vera ódýrari en ólituð díselolía. Verðmunur á litaðri og ólitaðri olíu hefur hins vegar minkað mikið frá því lögin tóku gildi og full ástæða til að kanna hvað veldur. Niðurstaða: Máli vísað til stjórnar BÍ Ályktun um raforkuverð Erindi Félags ferðaþjónustubænda um raf- orkuverð Félag ferðaþjónustubænda óskar eftir því að búnaðarþing 2009 mótmæli harðlega hækk- unum á raforkukostnaði í sveitum landsins vegna hækkana á verðskrám opinberra orku- fyrirtækja og lækkunar á jöfnunarkostnaði frá ríkinu. Greinargerð með erindi Félags ferðaþjón- ustubænda Raforkuverð til fyrirtækja og heimila í dreif- býli hefur hækkað um 30-40% á nokkrum árum og nýlega hafa opinber orkufyrirtæki tilkynnt um hækkun á orkuverði og dreif- ingakostnaði fyrir árið 2009. Framlag ríkis til jöfnunar orkuverðs í strjálbýli hefur ekki fylgt verðlagshækkunum síðustu ára og nið- urgreiðslur ríkisins vegna rafhitunar hafa þar að auki verið óbreyttar í nokkur ár. Útlit er því fyrir 30-40% hækkun á raforkukostnaði í dreifbýli á árinu 2009 sem eykur á erfiðleika fyrirtækja og heimila og er með öllu óásætt- anlegt. Niðurstaða: Máli vísað til stjórnar BÍ. Ályktun um hagmunagæsla Erindi Búnaðarsambands Austurlands um afdrif samþykkta búnaðarþings Málin rædd á Búnaðarþingi. Þarna má m.a. sjá Guðrúnu Stefánsdóttur, Sigurbjartur Pálsson, Jónas Helgason, Sveinn Ingvarsson, Borgar Þór Bragason og Jón Benediktsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.